Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 1
wmm 1942 Sunnudaginn 20. september 31. blað Tilraunastöðin á \ Sámsstöðum EG þekki enga sveit, þar sem náttúrufegurð og búsæld samtvinnast í jafn rikum mæli og í Fljótshlíðinni. Hún blasir við sólu og liggur vel í vari fyrir næðingum norðanáttarinnar. Tún og engjar eru þar grasgefn- ari en víðast hvar annarsstaðar á landinu og yfirleitt liggja þau vel við ræktun. En gegnt þess- ari frjósömu byggð rís hátt og frítt jökulhvel, með auðum undirfjöllum og bröttum hlið- um. Það er Eyjafjallajökull, Hann myndar andstæðu við hina frjósömu byggð, en hinsvegar eykur hann á svip hennar og fegurð. Hið sama má segja um Þrihyrning, Tindafjallajökul, Goðalandsjökul og Þórsmörk, sem mynda, ásamt Eyjafjalla- jökli, einskonar umgjörð utan um Fljótshlíðina. Til þessarar sveitar voru þau orð töluð, sem íslendingar hafa öldum saman vitnað til og dáð, þegar talið hefir borizt að ætt- jarðarást eða heimfýsi eða fórn- arlund einstakra manna, þvi það var vegna þessarar hlíðar, sem Gunnar á Hlíðarenda „vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðar ströndum". Orð Gunnars, er hann leit Hlíðina og sneri aftur, hafa ef til vill greypt sig svo fast inn i hugi og hjörtu þjóðarinnar vegna þess, að örlög einnar glæstustu hetjju íslendingasagnanna eru! bundin við þau. Þessi fáu orð, sem Gunnar talaði á hinu ör- lagaríka augnabliki, urðu undir- rót átakanlegs harmleiks, sem' hinsvegar varð tilefni til eins snilldarlegasta ritverks, sem ís- lenzkar bókmenntir eiga. Það þarf því engan að undra, þótt næstum hvert mannsbarn á landinu kannist við orð Gunn- ars: „Fögur er hlíðin", sem jafnhliða því, að vera undan- fari mikilla tíðinda, er ein inni- legasta og dýpsta ástarjátning, sem nokkur maður hefir nokk- uru sinni mælt til íslenzks lands. Merkilegur þáttur í íslenzkum landbúnaði. í haust eru tuttugu ár liðin frá því að Klemenz Kristjánsson tilrauna- stjóri á Sámsstöðum uppskar fyrsta fullræktaða kornið sitt í Aldamóta- garðinum hér í Reykjavík. — En tuttugu ára tilraunir með kornrækt og reynsla í þeim efnum sannar að á íslandi er hægt að rækta bæði hafra og bygg, þannig að það nái fullum þroska. Munu tilraunir Klemenzar vafalaust verða til þess að skapa nýjan þátt í landbúnaði íslendingá, er fram líða stundir. EN jafnvel þótt þessi orð hefðu aldrei verið sögð, Gunnar ekki snúið aftur og engin harmsaga myndazt í Fljótshlíð, þá ^Urfti ekki neinn Gunnar til að opna augu manns fyrir fegurð þessarar sveitar. Til þess þurfti heldur hvorki Bjarna Thorarensen né Þorstein Erlingsson, þvi að Fljótshlíðin þarf engan boðbera, engan spá- mann, engan talsmann, — hún talar sjálf máli sínu til hvers þess manns, sem lítur hana augum. ÞAÐ má þvi segja að það hafi ekki verið að ófyrirsynju, að Búnaðarfélag Islands lét ein- mitt hér í þessari gróðurriku og fögru sveit, reisa fullkomna og vandaða tilraunastöð fyrir jarðyrkju. Og í framtiðinni mun verkleg þekking bænda í landbúnaðarmálum að verulegu leyti auðgast af þeirri reynslu og þeim rannsóknum, sém hér hafa verið gerðar og munu verða gerðar, a svipaðan hátt og það var héðan, sem andi ættjarðarástarinnar á landinu kviknaði og dafnaði i brjóstum íslendinga, öld fram af öld og gerir það enn í dag. ) QG nú sný eg mér að aðalefni þessarar greinar, sem á að fjalla um tilraunastöðina á Sámsstöðum í Fljótshlíð, um það sem þar hefir verið unnið og þann árangur, sem af henni hefir fengizt. Til þess að kynnast málefn- inu nokkuru nánar, hringdi eg einn góðan veðurdag til Klemenzar Kristjánssonar til-; raunastjóra á Sámsstöðum og spurði hvort eg mætti njóta góða veðursins hjá honum i einn dag eða svo. Klemenz, sem kannaðist ekk- ert við þenna fugl i símanum, sagði eg skyldi bara koma, og klukkan 9 um kvöldið knúði eg þar á dyr, alráðinn i því, að baða mig i sólskininu daginn eftir. En í staðinn fyrir sólskin og veðurblíðu, var morguninn ef tir komið eitthvert hið argasta ó- veður, sem eg gat hugsað mér, haustrigning, sem féll ekki, heldur heltist niður á jörðina og með tilsvarandi landsynn- ingsroki.'Á þvi augnabliki gerði eg þá uppgötvun, að eg væri ekki veðurspámaður. EN fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Fyrir bragðið gaf eg mér tima til að kynna mér nánar hinar gagnmerku tilraunir, sem Klemenz á Sámsstöðum hefir haft hér á hendi um f jölda ára. En i sumar, eða réttara sagt í haust, eru rétt tuttugu ár liðin síðan Klemenz Kristjánsson skar fyrst upp fullþroskað korn á íslandi. Það var að visu ekki á Sámsstöðum, heldur var það i Aldamótagarðinum i Reykja- vík, en það skiptir ekki máli. Það sem máli skiptir er það, að á íslandi er að nýju hafin kora- rækt og það hefir komið i Ijós, að <það dafnar og nær fullum þroska við sæmileg jarðvegs- og veðurskilyrði. Þá reynslu eig- um við Klemenz á Sámsstöðum að þakka. TB|AÐ var árið 1927, sem Bún- "¦r aðarfélag Islands stofnaði til tilraunastöðvarinnar á Mið- Sámsstöðum, en nokkrum ár- um síðar keypti það Austur- Sámsstaði til viðbótar. Var stöð- in upphaflega ætluð sem til- raunastöð fyrir grasfrærækt, en hefir síðan fært út kvíarnar, þannig að þar hafa, auk gras- fræræktartihaunanna, verið gerðar tilraunir með kartöflu- rækt, kornrækt og túnækt. Til að standa fyrir þessum til- raunum fékk Búnaðarfélagið ungan mann, áhugasaman, öt- ulan og faglærðan, en það var Klemenz Krisljánsson frá Þver- dal í Norður-ísafjarðarsýslu. Hann er fæddur í Þverdal 1895, fór utan 1916 og var þrjú ár í Danmörku, bæði við verklegt jarðyrkjunám og bóklegt, sigldi svo aftur 1921 og var þá tvö ár ytra, fyrst í grasræktarskóla á Jótlandi, en síðan á landbúnað- arháskólanum i Ási i Noregi. I

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.