Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 2
2 Vlsffi SUNNUDAGSBLAÐ Kornakur á SámsstöSum. Þegar Klemenz koin úr sigl- ingu, hið siðara sinn, réðist hann sem, starfsmaður að Gróðr- arstöðinni í Reykjavík, en jafn- hliða því fékk hann sér blett- skika i Aldamótagarðinum, þar sem hann gerði ýmsar til- raunir með gras- og kornrækt, og þar var það, sem Klemenz uppskar sitt fyrsta fullþrosk- aða korn fyrir réttum 20 árum. Árið 1927 réðist Klemenz sem tilraunastjóri að Sámsstöðum. Þá var landið allt kargaþýft, íúamýrar og að öðru leyti í stökustu órækt. Nú gefur þar að lita gula akra og græn tún, ofan af brún og út ó sanda. Öll þessi nýrækt hefir vörið unnin á einúm 16 árum — og þannig getur dugmikil hönd unnið þrek- virki á skam'mri stund, ef fram- sýni og vilji er fyrir hendi. EN nú er bezt að koma að aðalkjarna málsins, að til- raununum sjálfum og því, sem gert hefir verið af rannsóknum í iilraunastöðinni á undanförn- um árum. Eins og áður er lekið fram, var sérstaklega stofnað til þess- arar tilraunastöðvar með það fyrir augum, að þar yrðu gerð- ar tilraunir á grasfrærækt. Hafa þær æ síðan verið mikill þáttur í tilraunastarfinu, enda þótt ýmsar greinar hafi síðar bæzt við og mikil rækt lögð við þær allar. Um grasfræræktina er það annars að segja, að gerðar hafa verið tilraunir með pi’val tii kynbóta á grastegundum, svo sem túnvingul og vallarsveif- gras, hávingul og háliðagras og frærækt rekin af öllum þessum tegundum. Hefir framleiðslan numið frá 200—800 kg. af fræi á ári hverju. Reynslan með þessum til- raunurn hefir leitt í Ijós að fræið nær fullum þroska, því hefir verið dreift út um landið og ekki J-eynst lakara en erlent fræj nema ef siður væri. Aftur á móti hefir stundum gengið erfiðlega að þurrka fræið, en frjómagn þess fer mjög eftir því, hvernig tekst til með þurrkun- ina, enda þótt það sé ekki ein- hlítt, því það ræður einnig miklu, hversu vel það er þrosk- að. Þá hafa tilraunir verið gerð- ar með fræblöndur af islenzku fræi til túnræktar og bornar saman við tilsvarandi fræ- blöndur af erlendu fræi. Reynsl- an hefir einnig sýnt hér, að hin- ar íslenzku fræblöndur hafa a. m. k. gefið jafn mikið hey, ef miðað er við sömu tegundir af íslenzkum og erlendum fræ-, blöndum. ILRAUNASTARFSEMI með kartöflurækt hefir verið rekin á Sámsstöðum frá því 1935. Hafa þar verið ræktuð milli 20 og 30 kartöfluafbrigði og reynd við þau búfjáráburður og tilbúinn áburður, mismun- andi tegundir og í mismunandi stórum skömmtum. Hafa þess- ar áburðartilraunir yfirleitt ver- ið mjög fjölbreyttar, og hafa leitt í ljós, að karlöfluræktin er tryggari með þvi að nola eitt- hvað af búfjáráburði, sér í lagi ef gróðurmagni jarðvegsins er ábótavant. Aðrar tilraunir í kartöflu- ræktinni hafa verið fólgnar í athugunum á sáðdýpi, saman- burði á innlendu og erlendu út- sæði, ýmsum aðgerðum til að verjast illgresi í görðum og loks um varnir gegn kartöflusjúk- dómum, eins og t.d. úðun gegn kartöflumyglunni, sem reynist vel, ef það er gert 2—3 á sumri, eftir því hvernig myglan hagar sér. Loks hafa svo verið gerðar tilraunii-, sem miðuðu að þvi að draga úr stöngulveikinni í kartöflunum. Hefir bæði verið reynt að baða þær úr suplimati og sallsýru og ennfremur hafa tilraunir verið gerðar með því að laka frá úrval af vissum kartöfluafbrigðum og ala síðan upp undan þeim. Þetta livoru- tveggja hefir dregið mjög úr stöngulveikinni, enda þótt það hafi ekki komið í veg fyrir hana með öllu. (Ljósm.: V. Sigurgeirsson.) Minnst hefir Klemenz liaft 1 dagsláttu undir kartöflurækt, frá því er liann tók til við þá tilraunastarfsemi, en mest 5 dagsláttur. í ár hefir liann 3 dagsláttur undir kartöflur og þar af er nokkuð á 3ju dag- sláttu, sem í er sóð beinlínis i tilraunaskvni. Mesta uppskera hefir fengizt á 4. hundrað tunna yfir sumr arið. — Þess skal svo loks get- ið, að Klemenz annast sjálfur þurefnarannsóknir á hverju kartöfluafbrigði fyrir sig. Önnur garðrækt er ekki stunduð á Sámsstöðum, nema til heimilisnotkunar, að undan- teknu lítilsliáttar gulrófnafræi, sem ræktað hefir verið, en ekki samt í tilraunaskyni. Til heim- ilisþarfa hafa hinsvegar verið ræktaðar ýmsar káltegundir, svo og gulrófur. Þá má heldur ekki gleyma því, að við íbúðar- húsið eru þau lijón að koma upp stórum og smekklegum trjálundi, sem hefir það fram yfir svo marga aðra trjáreiti á sveitabæjum, að lóðarrýmið er ekkj sparað. Enda virðist ó- þarft á jafnvíðáttumiklu landi sem Island er að spara land- rýmið, og enda ekki svo lítið skilyrði fyrir því, að trjálundir eða skraútgarðar fari vel og smekklega, þegar trén stækka og garðarnir fá á sig heildar- svi p. FYRSTA sumarið, sem Klenir enz tók við tilraunastöðinni á Sámsstöðum, tók hann hálfa dagsláttu undir korn, árið eftir bætli hann við 51/) dagsláttu, og hefir siðan smáaukið kornland- ið upp í 25 dagsláttur. Hinsveg- ar hefir tvö síðustu árin orðið að minnka nokkuð kornræktar- landið, eða allt niður í 15V6 dag- sláttu, sem aðallega stafar af fólksfæð. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með kornrækt á Sámsstöðum, hafa verið marg- háttaðar mjög. Fyrst og fremst eru það afbrigðatilraunir, og hafa verið reynd þar um 50 af- brigði af byggi og höfrum. Þá hafa verið gerðar sáðtimatil- raunir, sáðdýp'jstilraunir, sáð- skiptitilrauriir og margvíslegar áburðartilraunir. Allar þessar tilraunir, auk til- rauna með geymslu á korni og ýmsum aðferðum við að þurrka korn, hafa skapað þann grund- völl, sem kornræktin hér á landi verður byggð á í næstu fram- tið. Þær hafa leitt það i ljós, að bæði bygg og hafrar geta þrifist hér á landi og náð fullum þroska, ef fyrst og fremst rétt afbrigði eru notuð, ef snemma er sáð, ef áburðurinn er nægi- legur og jörðin vel unnin. En auk þessa hafa bæði jarðvegur og veðrátta sína þýðingu og geta oft haft úrslitaáhrif á vöxt kornsins. Klemenz á Sámsstöðum hefir frá fyrstu tíð lagt sérstaka á- herzlu á útsæðisræktun, þannig að hann liafi getað selt öðrum sem allra bezt kornútsæði. Má segja að kornrækt hafi verið reynd i öllum landshlutum og víða í sumum þeirra. Hefir liún viðast hvar gefizt vel, en mis- muiiandi þó, sem stafar með- fram af veðráttufarinu á sunir- in. Veltur mikið á hitamagninu í júlí- v og ágústmánuðum, og líka þvi, að ekki sé um of vot- viðrasamt. í stórum stíl hefir kornrækt verið rekin, utan á Sámsstöð- um, í Gróðrarstöðinni á Akur- eyri, á búi Kaupfélags Eyfirð- inga að Klauf við Eyjafjörð, Rirtingaliolti í Árnessýslu og Hvanneyri í Borgarfirði. Er á öllum þessum stöðum notaðar sjálfhreinsandi þreskivélar, en þær eru notaðar lil að ná korn- inu úr stráinu. Hefir árangurinn á þessum stöðum, sem reka kornræktina í stórum stíl, lang- flest árin verið góður. Hef- ir ávallt verið stuðzt við þá reynslu, sem fengizt hefir við tilraunastöðina á Sámsstöðum og ennfremur fengið þaðan út- sæði upphaflega. Bezt hefir uppskeran á til- raunastöðinni á Sámsstöðum orðið 40 tunnur af korni af hektara, en minnst 8—10 tunn-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.