Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 8
/ VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI>A\ Á járnbrautarstöð. Persónurn- ar eru hamingjusöm móðir og litill sonur hennar. Drengurinn: Hvaða skrölt er þetta, sem eg heyri? Móðirin: Það er skröltið i lest- arvögnunum, drengur minn. D.: Hvers vegna skröltir i þeim ? M.: Af því að eimreið dregur þá. D.: Hvað er eimreið? M.:Fyrsti vagninn i lestinni. D.:Af hverju er hún fyrst? M.: Til þess að hún geti dregið lestina á eftir sér. * D.: Hvað er lest? M.: Allir vagnarnir. D.:Hvers vegna dregur eim- reiðin lestina? M.: Vegna þess, að hún ýtir þeim ekki á undan sér. D.: Af hverju ýtir hún þeim ekki á undan sér? M.: Þegiðu nú, elskan min, þú ert svo þreytandi. D.: Af hverju þreyti eg þig? M.: Með þessum einlægu spurningum. D.: Hvaða spurningum? M.: Svona — ef þú þegir elcki, kasta eg þér út um gluggann! D.: Hvaða glugga? Og nú yfirbugaðist móðirin með öllu. Jóhann gamli hafði kveikt leynilega í búðinni sinni, til þess að græða á vátryggingunní, en til þess að ekki félli grunur á hann æddi hann um, á meðan slökkviliðið var við slökkvistarf- ið og hrópaði í sífellu: „Eg óhamingjusami maður, eg vildi eg væri dauður!“ Allt í einu féll þaksteinn ofan á höfuð Jóhanns gamla. Hann leit upp og hélt að brunaliðs- maðurinn, sem var að starfi sinu beint fyrir ofan hann, hefði hent steininum: „Bölvaður asninn þinn!“ hrópaði Jóhann, „geturðu ekki skilið spaug?“ Forstjórinn segir við nýjá skrifstofumanninn: „Jæja, komuð þér bréfunum á pósthúsið?“ „Já, en þér höfðuð sett 20 aura frímerkin á innanbæjar- bréfin, en 10 aura á utanbæjar- bréfin.“ „Það var leiðinlegt. En hvað gerðuð þér?“ „Eg var nú ekki lengi að laga það. Eg breytti bara um heim- ilisföng.“ • Flækingur kom dag nokkurn á bæ, þar sem sagt var að mikið væri um rottur. Hann gekk inn, og bað um, að fá að tala við húsbóndann. „Eg skal drepa allar rotturn- ar, ef þér gefið mér að éta.“ Han fékk það, sem hann bað um og auk þess eitthvað af peningum. Þegar hann hafði lokið við að borða, gekk hann út, og að „höggstokk“ þar á hlaðinu, dró upp vasalmifinn sinn og sagði: „Komið þið nú með rotturnar.“ • Ferðamaður, sem staddur var á Islandi, reyndi að gera gys að íslending og sagði: „Það er fallegt útsýni, sem þið hafið hérna.“ „Já“, svaraði íslendingurinn, „stundum getum við séð mjög langt héðan.“ „Þið sjáið þá kannske alla leið til Ameriku, ef gott er veð- ur?“ „0, við getum nú séð langt- um lengra ef gott er veður.“ „Nú, og livert þá?“ „Jú, til mánans," svaraði ís- lendingurinn hóglátlega. • Per Larsen var á ferðalagi og var kominn í hérað, þar sem hann kannaðist ekki við sig, þegar skeifan undir öðrum aft- urfæti hestsins Iosnaði, og hann vai’ð að láta lagfæra liana. Hann litaðist þvi um eftir járnsmið, til þess að lagfæra þetta fyrir sig. Er hann hafði fundið hann, fór hann að svipast um í ná- grenninu, en svo datt honum i hug, að smiðurinn myndi krefj- ast nokkuð rnikils fyrir verkið, og snex’i því aftur og fór að tala við hann: „Fyrir svona verk er smiður- inn okkar vanur að taka ekkert fyrir.“ Smiðurinn svaraði þesssu engu. Þegar hann hafði lokið verkinu, gekk hann inn í smiðj- una, dvaldi þar nokkra stund, kom síðan út aftur með 40 aura í hendinni og í'étti þá að Per og sagði: „Eg ætla ekki að vei’a nizkari en smiðurinn ykkar.“ • A LandspJJalanum lá eldri maður og fylgdist eftirvænting- ai'fullur með leyndardómum læknavísindanna. Dag nokkurn var Ixitinn í honum mældur eins og endra- nær, og þegar liann spurði livað hann væri hár, var svarið „38,5“. Göttihreinsiiii Algeng sjón, sern ber fyrir augu flestra Reykvíkinga, er götuhreinsunar- maöur me8 gömlu kerruna sína, skófluna og klárinn fyrir vagninum meö poka fullan eða hálffullan af heyi á hausnum. Ú.r pokanum rnoöar klár- inn á ineöan götuhreinsunarmaöurinn skóflar saman ruslinu á götunum, og virðast báðir una fullvel sínu starfi. „Nú, já,“ nöldi’aði sjúkling- Unga stúlkan hikaði dálítið, urinn. Það var eina svarið hans. Seinna um kvöldið var hitinn aftur xnældur, og maðurinn spurði á ný: „Hvað er hitinn nú hár?“ „39,5 —!“ Þá ljómaði andlit hans af á- nægju og hann svai’aði: „Jæja — mér fer þá fram —!“ • Það er unx að gera að vera mjög liógvær nú á dögum, þeg- ar inaður ætlar að ná sér í íbúð. Jón gamli ákvað líka að vera það, þegar lagðar voru fyrir liann eftirfarandi spurningar. „Eigið þér börn?“ ,Nei.!“ „Hunda eða ketti?“ „Nei!“ „Píanó eða saumamaskínu?" „Nei!“ svai-aði Jón gamli, mjög hæversklega, „en eg vildi gjarnan nxega taka upp vasa- úrið mitt og hafa það á nátt- borðinu á næturnar, ef það trufl- ar yður ekki of mikið.“ Hánn fékk ibúðina. • Leikhússtjóx’i einn sóttist mjög nxikið éftir því, að ná í ungar stúlkur með fallega fæt- ur, til þess að koma fram í leik- lmsi sínu. Dag nokkui-Q kom ung og falleg stúlka inn á skrifstofu leikhússtjórans og sótti um slöðu við leikhúsið. „Vilduð þér gjöi'a svo vel og lofa mér að sjá fætur yðar, ung- frú?“ spurði foi’stjórinn. Unga stúlkan lyfti xnjög vai’Iega upp kjólnunx sínum, svo maðurinn gat aðeins séð liægri fótinn. „Já, ungfrú, þetta er óneitan- lega mjög fallegur fótur, en má eg sjá báða fætux-na í einu?“ en sagðisvo: „Já, en hinn fóturinn er ná- kvæmlega eins!“ „Þökk fyrir ungfrú góð, þá ’ skal eg strax senda eftir yður, ef eg liefi not fyrir stúlku með tvo hægi’i fætur.“ • „Það er undarlegt, að þegar eg drekk kaffi, get eg ekki sofið.“ „Er það ekki skrítið. Það er alveg öfugt með nxig, því þeg- ar eg sef, get eg ekki drukkið kaffi.“ Hann setti fallegan gullln'ing á fingur liennar, sem tákn þess, að hún væi’i liéðan í frá hans. Eitt augnablik var hún full- komlega hamingjusöm, en allt i einu datt henni noklcuð hræði- legt í hug. Gat það vei-ið, að kærasti hennar hefði elskað ein- hverja aði-a stúlku áðui’, Hún varð að spyrja liann um þetta, því hún var svo óróleg. „Úlfar!“ „Já, elskan mín.“ „Úlfar, hefir nokkur önnur stúlka borið þennan hring áður?“ „Nei, hjartað mitt, hvernig getur þér dottið annað eins í hug? Eg kaupi alltaf nýjan gullhring i livert skipti sem eg trúlofa mig?“ • Læknirinn (liuggandi): Eg get fullvissað yður um það, að konan yðar verður orðin alveg heilbi'igð eftir eina viku eða svo. Eiginmaðurinn: Og það kem- ur alveg í sama stað niður, því þá fær hún bara einhverja aðra veilci. i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.