Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 1
mmmm 1942 Sunnudaginn 3, október 33. blað MADAGASCAR ETLAND LEY^DABDÓMáMM — Þegar Japanar sendu herskip inn í Indlandshaf, eftir fall Singapore, — og í maí i vor, þegar Bretar her- námu Diego Suarez nyrst á eynni, beindist athygli allra þ.jóða að þessu mikla eylandi, sem er frönsk nýlenda undan vesturströnd Afriku. Og enn er Madagascar á hvers manns vörum, þvi að fimmtudagsmorgun þ. 10. fyrra mán., hófu bandamenn sókn til þess að ná eynni allri á sitt vald, til þess enn frekar að girða fyrir að Jap- anir hefðu hennar nokkur not i styrjöldinni. — 1 slórfróðlegri ritgerð um Madagascar, eftir Paul Almasy. í National Geographic Magazie, hinu heimsfræga ameríska land- fræði tímariti, er ýmsan fróð- Ieik aS finna um eyna og eyjar- skeggja, og er í grein þeirri, sem hér fer á eftÍF, stuðst við ritgerð Almasy. Lega þessa mikla eylands er hin mikilvægasta frá hernaðar- og viðskiptalegum sjónarhólum skoðað, þvi að Madagascar er syðst i Indlandshafi, skammt frá höfuðsiglingaleiðum skipa, sem f ara suður fyrir Góðravona- höfða, á leið sinni frá hafnar- borgum Vesturálfu og Evrópu, til hins þéttbyggða Indlands, hinna auðugu Austur-Indiu- landa, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands og þúsund smærri eylanda — og frá þessum lönd- um heim aftur. Vegna atburða þeirra, sem gerst hafa i styrjöldinni, og að er vikið i inngangslínum að grein þessari, beinist athygli manna enn meira nú að Madaga- scar en á dögum Marcö Polo og Vasco da Gama, hinna heims- frægu landkönnuða, sem gátu sér ódauðlegan orðstír. Madagascar á sér langa og merka sögu — og hefir alla tíð verið eyland leyndardómanna. Enn þann dag í dag vita menn almennt mjög lítið um Mada- gascar og leyndardóma þess. Verður nú um ýmislegt getið sem verða má til þess að auka kynni manna af þessu merka eylandi. Marco Polo fréttir um nýtt land. Það er ekki af landfræðisögu- legum ástæðum, sem eg byrja á því, að minnast á það, sem Marco Polo frétti um Madaga- scar, þegar hann var á heimleið frá Kína. Vitneskja sú, sem hann aflaði sér voru mikilvæg- ari fyrir samtíðarmenn hans en þeir töldu sjálfir. Síðari tima rannsóknir og athuganir á „sjötta" meginlandinu hafa leitt i Ijós, að frásagnir Marco Polo, sem á sínum tíma voru taldar lygasögur, hafa við gild rök að styðjast. I lok 13. aldar var fjögurra siglu barkskip á leið um Beng- alflóa. Feneyjafáninn var við hún og á stjórnpalli stóð fremsti landkönnuður heims, Feneying- urinn Marco Polo. Byrr yar á- gætur og kom það sér vel, þvi að markmiðið var að komast í lægi í ósum Indusárinnar yfir vetrarmánuðina. Þegar skipið nálgaðist eyna Ceylon skipti skyndilega um áttir og skipið lenti i greipum norðaustan-monsúnvindanna. Hrakti skipið æ lengra suður á bóginn, og Indverjarnir á skip- inu vissti, að þéir yrðu að biða þess, að túngl yrði fullt fimm sinnum, áður en áttaskipti yrðu aftur. Laust fyrir sólarlag kvöld nokkurt komu skipverjar auga á arabiskt skip með tveimur siglum, af sömu gerð og þeir höfðu séð í þúsundatali undan Hadhramaut-ströndinni. Skip þetta hrakti undan sjó og vindi með brotið stýri og^ segl i tætlum. Á þilfari voru 31E arabiskir kaupmanga'rar, nærri ærðir af hungri og þorsta. k Marco Polo bjargaði þeim og tók þá upp á skip sitt. Sögðu þeir honum nú frá ævintýrum sínum. Kváðust þeir hafa siglt til suðlægra eyja, Pemba og Zansi- bar, til þess að kaupa filabeins- tennur og hvalambur. Fárviðri skall á og hrakti þá til suðvest- urs. Dögunum saman höfðu þeir ekki hugboð um hvar þeir voru staddir. Eitt sinn grilti i eyjar i fjarska, en þeim tókst ekki að sigla skipi sínu þangað. Hínn al- stirndi himinn var gerbreyttur, fannst þeim, og þeir gátu ekki lengur éttað sig á stjörnunum. Dag nokkurn eftir tunglfyll- ingu sáu þeir til nýrrar strandar. Ekki sáu þeir til mannaferða á ströndinni. Allan daginn skein brennheit sól, og er degi hallaði og kvöld var komið, kvað við ægilegt öskur villidýra. Miklir skógar voru á ströndinni og er Arabarnir fóru á land sáu þeir ferlega apa er glentu upp skjá- ina og öskruðu að þeim. Arabarnir leituðust við að komast inn á eyna, en hvar- vetna voru f jöll og miklir skóg- ar, sem þeir komust ekki um. Stigu þeir nú á skipsfjöl á nýj- an leik og sigldu meðfram ströndinni. I næstu tunglfyll- ingu voru þeir enn á siglingu við strendur þessa furðulega lands. Þeim flaug ekki i hug, að þetta væri eyland — töldu það megin- land, sem enginn jfiafði áður heyrt um getið. Því lengra sem siglt var því hærri fjöll blöstu við og allt varð furðulegra og annarlegra. Þeir litu á land þetta sem land skelfinga og leyndardóma. Dag nokkurn sáu þeir risa- vaxinn fugl, sem flaug y'fir skip þetta, Svo breiðir voru vængir fugls þessa, að er hann flaug Madagascar og U. S. A. Til þess aö gefa mönnum hugmynd um stærð Madagascar, sem er fjórða mesta eyland heims, er upp- dráttur af því gettur á uppdrátt af dusturhluta NoríSur-Ameríku. Kemur þá í ljós, aö Madagascar nær frá Savannah til Ottawa í Kanada eÖa yfir nokkurn hluta 10 fylkja í Bandaríkjunum og hluta af • Ontariofylki í Kanada. yfir skipið, birgði fyrir sólu. Risafugl þessi hélt á stærðar dýri í klóm sér — ef til vill f íl!! Marco Polo Jhlustaði hugfang- inn á frásagnir Arabanna. — Það vakti enn frekar en nokkuð annað, sem hann hafði heyrt, ævintýraþrá hans og metnað. Það var þá enn til stórt land, hugsaði hann, einhversstaðar suður í Indlandshafi, land, sem engir hvitir menn vissu deili á. Það kyhni að vera þess virði, að búa mörg og stór skip i leiðang- ur, til þess að finna þetta mikla land og hertaka það. En ekkert varð úr neinum framkvæmdum* í þessa átt. Lourence skipstjóri segir furðulega sögu. Um það bil tveimur öldum eftir fráfall Marco Polo, kom .skipstjóri portúgalsks Beglskips að máli við Cristao da Cunha, flotaforingja í Lissabon. Koma seglskips þessa vakti mikinn f ögnuð, því að það kom heim til

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.