Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ LOWELL THOMAS: Við missum stjórn á kaíbátnum og horfum á ljósin á Broadway. I fyrsta kafla var frá því sagt, er kafbáturinn fór vestur um haf og hóf starf sitt á því að leggja tundurdufl í mynni Balti- more-hafnar. Næst á hann að lejgja það, sem eftir er af dufl- unum, fyrir utan Delawareflóa, en á Ieiðinni þangað verða nokkur seglskip á vegi hans og er þeim sökkt, en áhafnimar teknar til fanga, svo að þær geti ekki sagt frá kafbátinum, fyrr en hann er búinn að ljúka tíindurduflalögnunum. Skipstjórarnir voru allir gamlir í hetlunni. Þeir fullviss- uðu okkur allir um það, að þeg- ar þeir hefðu heyrt skot okkar, hefðu þeir haldið í fyrstu, að þeirra eigin herskip væri að æfingum. Enginn hafði hug- mynd um það, að við værum þarna. Þeir þekktu ströndina eins og vasann sinn og gáfu oklcur margar góðar leiðhein- ingar, þvi að þeim var það fylli- lega ljóst, að ef illa færi fyrir oldcur mundi eins fara fyrir þeim. Fangamir voru okkur ekki til neinnar bjTði. Eg geri ekki ráð fyrir því, að þeim hafi þótt sér- staklega gaman að þessari ferð, sem þeir voru neyddir til að taka þátt i. „Húsnæðið“ ' var þröngt og þægindi af skornum skammti, en þar að auki var si- felld hætta yfir\rofandi. Þetta hefði tekið á taugar hvers manns nema rejrndra kafháts- manna, en „gestir“ okkar reyndil að taka því öllu með brosi á vör. I fyrstu hafði þeiin alls ekki orðið um sel. Þegar við skutum ekki á björgunarbáta þeirra, eins og blöð þeirra sögðu rang- lega að væri venja kafbáts- manna, komust þeir á þá skoð- un, að eitlhvað enn verra væri í vændum, líldega að við ætluðum að ela þá eða eitthvað þvílíkt. En þegar þeir komust að því, að við reyndum að láta fara eins vel um þá og hægt var, því að þeir fengu að vera í rúmunum okkar, meðan við vorum ekki í þeim, þá urðu þeir mjög þakk- látir og hinir vingjarnlegustu. Sumum þótti ferðin meira að segja vera spennandi ævintýri og hún var það sannarlega! Okkur þótti líka gaman að hafa þá um borð, þvi að ef satt skal segja, þá vorum við orðnir leið- ir á að hafa ekki aðra til að horfa á, en sjálfa okkur. Nýjum gndlitum var því vel fagnað og við vonuðum að engin slys kæmi fyrir, meðan fangarnir væri um borð, bæði þeirra vegna og olckar. Við stefndum í áttina til Mai- höfða og forðuðumst hvert skip, sem við sáum, sveigðum til hægri eða vinstri, eða fórum í kaf. Það var svo mannmargt i bátnum, að „stæði“ voru ekki lengur til og við gátum alls ekki tekið fleiri fanga. Þessi dagur og sá næsti liðu tíðindalaust. Kl. 9.50 um kveldið komum við auga á vitaljósið á Mai-höfða og fórum þá í kaf til þess að eng- inn yrði okkar var, meðan við læddumst inn í Delaware-flóa. Við fórum nú í kafi alllangan tíma og sáum í sjónpípunni, að við vorum tvær eða þrjár mílur frá Overfall-vitaskipinu. Við skriðum hægt og gætilega inn í siglingarennuna. Það vildi einmitt svo til, að eg var að slcyggnast um í sjón- pípunni, er það gerðist er nú skal frá greint. Báturinn kast- aðist allt í einu til hliðar, svo að eg datt næstum því um koll. Hann skall á botninn tvisvar eða þrisvar og þaut siðan upp að yfirborðinu, eins og honum væri lyft þangað af risahendi. Allt ætlaði af göflunum að ganga. Fangarnir ærðust alveg, því að þeir stóðu þarna andspænis nýi’ri og óþekktri hættu. „Hann vill ekki vera niðri og eg er búinn að missa stjórn á honum!“ hrópaði fyrsti vél- stjóri í talpípu sína. Við höfðum rekizt á botninn og við það höfðu stjórn- og kaf- tækin farið úr lagi. Straumar voru þarna sterkir og við vorum alveg á þeirra valdi. Ósýníleg öfl drógu okkur hingað og þangað, og bráðlega fann eg að við snérumst i ótal hringi. Hringiðan sneri okkur eins og korktanpa. Við hækkuð- um óðum i sjónum og begar við komum upp á yfirborðið vorum við ennþá alveg ósjálfbjarga, svo að okkur stafaði stórhætta af skipum, er gátu siglt okkur í kaf, án þess að við gætum forð- að þvi. Við sáum ljós framundan og eitthvað dökkt ferlíki, sem gnæfði við himin. Stórt gufu- skip kom siglandi í áttina til okkar og fór framhjá okkur í nokkurra hundraða feta fjar- lægð. Tvö önnur gufuskip fóru einnig mjög nærri okkur. „Þeir mundu verða eins skelkaðir og við, ef þeir vissu, að við erum þýzkir, en ekki landar þeirra,“ sagði von Nos- titz við mig. Þetta var eina liuggunin, sem honum gat í hug komið þessa stundina. Straumurinn keyrði okkur svo nærri vitaskipinu, að við gátum heyrt í klukku þess. Það var eins og verið væri að hringja likklukkunum yfir okkur. Niðri í kafbátnum unnu menn- irnir eins og óðir væri við að koma stjórn- og köfunartækj- unum í lag. Við, sem vorum of- an þilja, hröðuðum okkur að varpa tundurduflunum útbyrðis, ]>vi að það vildi einmitt svo vel til að við vorum á reki á ná- kvæmlega þeim slóðum, þar sem þau áttu að lenda. „Lokið uppgönguhlerunum!“ Það var sannarlega gaman að heyra þessa skipun, því að hún táknaði, að nú ætti að fara í kaf. Við vorum aftur búnir að ná stjórn á kafbátnum. Við biðum ekki boðanna með að hlýða þessari skipun og þeg- ar i kaf var komið, var strax lagzt á botninn. Undirdjúpin voru sannarlega góður griða- staður eftir að við höfðum lent í þessu óþægilega ævintýri uppi á yfirborðinu. Meðan við lágum þarna fyrir, undirbjuggum við síðustu duflin, sem ekki hafði enn gefizt timi til að láta „á sinn stað“. Við gægðumst upp aftur klukkan þrjú eftir miðnætti. Svarta þoka grúfði sig yfir sjó- inn. Við höfðum enga hugmynd um þáð, hvar við værum, því að við gátum með tengu móti \itað liversu langt straumarnir liefðu borið okkur af leið. Við lögðum samt af stað og fikruðum okk- ur áfram í sortanum, ef svo má að orði kveða. Fyrr ep y^r<5i fórum við að heyra hina drauga- legu hringingu vitaskipsins. Nú vorum við þvi fegnir að heyra í henni. Við fórum aftur í kaf til þess að forðast umferðina. Eg setti neðansjávar hlustunartæk- in á eyrun og gætti þess, að klukkuhljómurinn heyrðist jafnhátt i bæði eyx-u. Það tákn- agi, að við stefndum beint í gegnum hið mjóa mynni sigl- ingarennunnar. Þarna var góð- ur staður til að koma duflum okkar fyrir. Okkur kom ekki til hugar að leggja þeirn meðan við sigklum ofansjávar, svo að við „sáðum“ þeim bara meðan við vorum í kafi. Það er eitt erfið- asta verk kafbátsmanna að leggja tundurduflum,þegar siglt er í kafi, en allt gekk eins og í sögu og við vorurn fljótlega búnir að losa okkur við þenna leiðinlega farrn. Eg tel engan vafa á þvi, að fiskarnir, sem voru í Delawai-e-fljóti þetta kvöld, hafi heyrt húrrahróp innan úr járnhólki, sem var þar stadd- ur í þrjátíu feta dýpi. Það voru húri-ahróp okkar, þegar við voi’- urn búnir að renna síðasta tund- urduflinu útbyrðis. Þegar þessu var lokið fórum við upp á yfii'borðið til þess að skyggnast um. Þokan var svo svört, að maður hefði varla get- að séð ljós í fimm metra fjar- lægð. Stjórntuminn okkar var vai’la búinn að „hrista“ af sér vatnið, er við heyrðum hása stunu i þokulúðri rétt hjá. Þetta var stórt gufuskip og nú héldum við og fangarnir, að úti væri um okkur. Við fórum í kaf eins hratt og við gátum og þótlumst góðir að sleppa með hræðsluna. En við vorum líka hræddir við að fara leiðar okkar i kafi, því að við höfðum enga hug- mynd um það, hvar víð vorum staddii’, en að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu, að okk- ur mundi í rauninni vei'ða skjóí að þokunni. Það mundi að minnsta kosti ekki vera hægt að lcoma auga á okkur nema í mjög litilli fjarlægð. Við fórunx því úr kafi enn einu sinni og það er ekki hægt að neita því að ferð okkar þaðan og út á haf var hin skemmtilegasta, Við heyi-ðum vælið i þokulúðruuum úr öll- urn áttum, því að hver einasta þæna i’eyndi auðvitað að gei'a eins mikinn hávaða og hægt var, Við yeyndum að halda okkur

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.