Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 5
VÍSffi SUNNUDAGSBLAÐ 5 nolckurn veginn í miðjurn há- vaðanum og svöruðum í sífellu með þokulúðri okkar. Hljóðið í honum var hátt og skrækt, mjög frábrugðið liljóði allra hinna. En það náði tilgangi sín- um engu að síður, því að skipin virtust gæta sín í því að koma ekki of nærri okkur. Stundum heyrðum við í öðrum skipum svo nærri okkur, að við vorum dauðhræddir um, að sézt hefði til okkar. Þá létum við þokulúð- ur okkar reka upp s;kræk og það hafði alltaf þau áhrif, að hitt skipið sveigði frá, til þess að forðast ásiglingu. En við sigld- um leiðar okkar og smám sam- an urðum við þess varir að skip- unum umhverfis okkur fór fækkandi, enda þótt þokan væri jafn svört og áður. Það táknaði, að við værum að konj- ast ut úr sundinu pg nálguðumst hafið. Klukkan tíu um 'morguninn fórum við aftur í kaf, lögðumst á botninn og sofnuðum. Vesal- ings fangarnir okkar höfðu ekki sofið nokkurn dúr alla nóttina og þeir voru jafn fegnir hvíld- inni og við. Friður og ró riktu þarna á liafsbotni. Nú var kominn timi til þess að við færum á veiðar. Við höfð- um meðferðis nýtízku tæki til þess að skera á sæsima og við áttum að nota það til þess að ráðast á sæsímalínurnar fyrir utan höfnina i New York. Við vógum því akkeri og und- um upp segl, ef svo má að orði komast um okkur og'stefndum til uppáhaldsmiða þeirra New York-Jnía, sem hafa gaman af að dorga upp við landsteina. Við þóttumst hafa fullan rétt til að renna færi líka. Við tólcum stefnu á Fire-eyju, en þar var viti. Hvað um fangana okkar? Þeir urðií að koma með okkur, því að það kom ekki til mála að lála þá koma upp um okkur, fýrr en við værum búnir að ljúka þessu verki. Skömmu eftir sólarlag skall á afskaplegt fárviðri, Það var eins og himininn væri í björtu báli í norðri, norðaustri og suð- vestri, svo tíðar voru eldingarn- ar. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu og nolckurir okkar urðu að vera ofan þiJja, enda þótt við værum alveg gegndrepa. En þótt veðrið væri svona ægilegt, var ekld laust við að það gætti tíguleika í þessuni liamförum náttúrunnar. Þ. 28. maí vorum við staddir undan New Yoi'k og fórum strax að dorga. Við sigldum fram og aftur og drógum langan vir utan borðs, en við endann á honum var fest tækið okkar, sem álti að skera á simann. Við urðum að bíða lengi eftir að „biti á“ lijá olíkur, en jafnskjótt og við fiurdum á vírstrengnum, að „liann var á“, þá Var sluirð- arálialdið seft af stað. í íivert skipti, sem skip nálgaðist, urð- um við að fara i kaf. Það gerðist oft og við urðum fljótlega leiðir á þvi þófi. Þá um kveldið sáum við ljós- in við Broadway í fyrsta skipti, eða öllu heldur hinn mikla ljósa- bjarma, sem slær á himininn vfir New York, þegar kvelda tekur. Við fylltumst óþreyju og löngun til að lyfta ok kur upp, er við sáum þannig merki hins mikla ljóma mestu borgar Vest- urheims. Það kom upp í okkur löngun til þess að læðast inn i Iiöfnina, upp eftir Hudson-fljót- inu og stelast á land á einliverj- um afskekktum stað, svo að við gætum slvemmt oklcur duglega í borginni um nóttina. En oklair kom þetta auðvilað ekki til hugar í neinni alvöru. Við gát- um líka séð litlu, vistlegu húsin á ströndinni, sem við vorum að dorga undan. Þau kveiktu líka löngun í brjósti okkar. Okkur varð hugsað til þess, hversu þægilegt það gæti verið að læð- ast upp á land, ganga eftir send- inni ströndinni og jafnvel bregða sér í sjóbað. Já, það væri gaman, en það var bara hætta á því, að okkur yrði ekki tekið með tiltakanléga miklum fögn- uði. Við héldum skakinu áfam í þrjá daga samfleytt og þá vor- um við orðnir sannfærðir um það, að enginn heill sæsíma- þráður væri eftir á þessum slóð- um. Veður var ískyggilegt og við vorum fegnir því að geta innbyrt skærin okkar stóru og haldið á hrott. Hversu margar sæsimalínur við skárum á i allt? Tvæi-, aðra til Evrópu og hina til Suður-Ameríku. En að þvi komumst við ekki fyrr en siðar. Frá Fire-evju stefndum við til Nanlucket vitaskipsins. Við vonuðumst til að geta sökkt þar nokkurum skipum, en þaðan ætluðum við síðan til Boston og loks til Maine-flóa. Skip- stjórarnir „okkar“ vöruðu okk- ur við því að fara öllu lengra norður á bóginn á þessum tíma árs. Sögðu þeir, að það eina, sem við gætum vænzt að hitta meðfram ströndum Nýja Eng- lands væri þokur og illviðri. Oklcur fannst réttast að komast að því af eigin sjón og raun. Skipstjórarnir þrír og eg vor- um einmitt að ræða um veður- farið á þessum slóðum yfir glasi af óblönduðu whi&kyi, þegar gefið var hættuinerki. Eg hraðaði mér strax til stjórn- klefans, en þegar þangað kom stefndi báturinn niður á við mjög bratt. „Amerískur tundurspillir!“ kallaði sá, er var við stýríð. Eg leit á dýptarniælinn og kallaði síðan til von Nostitz: „Hvað er á seyði?“ Dýptarmælirinn sýndi, að báturinn væri enn á yfirborð- inu, en svö bættist það við, að hann stóð nærri upp á endann! Vatn seitlaði inn um einn upp- gönguhlerann. Gat það verið, að tundurspillirinn hefði siglt á okkur án þess að eg yrði þess var? Eg spurði um þetta með ótta- sleginni röddu, en jafnskjótl barst það eins og eldur í sinu um allan bátinn, að við værum að farast. Foringjar og hásetar komu hlaupandi til stjórnklef- ans. Þá varð mér litið á hinn dýptarmælinn. Hann sýndi 45 metra dýpi. Við vorum þvi í kafi og úr allri hættu. Hinn mælirinn sýndi þó eftir sem áð- ur, a^ við værum uppi á yfir- horðinu. Hann var ekki í lagi. Það var allt og sumt. Það, að vatnið hafði seitlað niður um uppgönguhlerann, stafaði ein- göngu af því, að við höfðum kafað í svo miklum flýti, að sjór liafði komizt inn um hlerann áður en honum var tryggiléga lokað. Eg snéri aftur til borðsalsins. Skipstjórarnir voru náfölir og um hríð gat enginn þeirra mælt orð af vörum. Loks tók einn þeirra til máls. Hann kvaðst hafa verið sjómaður um langt árahil, en kafbátslif væri þó ekki fy.rir hann. Hjarta lians barðist svo, að hann hélt að það mundi springa þá og þegar. „Komdu og sjáðu hina!“ kallaði nú einn félaga minna úr næsta klefa. Hann átti við hina fangana og það verð eg að segja, að þeir voru svo grátbroslegir, að það var varla hægt að trúa því, að það væri eklci uppgerð hjá þeim. Þeir hofðu einhvernvéginn skilið það, að við héldum að siglt hefði verið á okkur og sáu i anda, hvernig báturínn mundi sökkva eins og steinn og þeir sjálfir drukkna eins og rottur í gildru. Þegar eg leit inn til þeirra rembdist glymskrattinn við hávært jazzlag. Einn svert- ingjanna tók liin ægilegustu stökk um klefann, sem eg hefi nokkuru sinni verið vitni að. Það var eins og hann hefði gripið til þess ráðs, að reyna að bjarga sjálfum ser frá dauða, með því að dansa striðsdansa forfeðra sinna, Zuluanna. Hann sá ekkert af þvi, er gerðist um- hverfis hann og hamaðist við dansinn, unz hann var aíveg uppgefinn. Þrír svertingjar lágu á hnjánum á gólfinu og réttu ýmist úr sér og litu til himna eða þeir snertu klefagólf- ið með enninu. Einn virtist vera einskonar sjálfkjörinn prestur, því að hann tautaði fyrir munni sér i hvert skipti, sem hann rétti úr sér: „Ó, guð, komdu hérna ofan í sjóinn og frelsaðu börn- in þín frá djöflinum.“ Þegar hann hafði tautað þetta, vein- uðu hinir svertingjarnir „am- en“ i kór. Hvítu mennirnir með- al fanganna voru hljóðir og stilltir. Portúgalinn signdi sig, en hinir muldruðu bænir fyrir munui sér. Eg geri ráð fyrir, að þeir hafi talið sig vera áð taka dauða sínum eins og karlmenni. „Hættan er liðin hjá,“ kölluð- um við. Myndin sýnir frú Wellington Koo, konu kínverska sendiherrans í London, ræða við dr. Hu Sih, kínverska sendiherrann í U. S. A. í kvöldboði í Regnbogasalnum í Rockefeller Center í New York<

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.