Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Þeir virtust ekki taka eftir þessu eða sinnlu þvi ekki. Þeir hafa víst haldið að við værum hara að reyna að hughreysta þá. Við urðum að endurtaka þessa fullyrðingu okkar hvað eftir annað, áður en við gátum sannfært þá um að allt væri í lagi. Það kom brátt á daginn, að skipstjórarnir höfðu á réttu að síanda um veðurfarið þarna norður frá. Þokan varð æ svart- ari eftir því, sein norðar dró, og loftskeytin sögðu frá enn verra veðri fyrir norðan okkur. Það var ekki til neins, að láta sér detla í liug að fara í víking norður til Nantucket, eins og nú stóðu sakir. Við snérum aftur suður á hóginn og eftir fárra stunda siglingu var komið glaða sólskin. Við tókum aftur stefnu á Deiawareflóa, í þeirri von, að veðrið vrði okkur hliðliollt og Iieppnin færði okkur mörg skip til að senda niður á sjávarbotn Það er eltki hægt að neita því, að heppnin var sannarlega með okkur þ. 2. júní. Við höfð- um varla við. Sólin skein í heiði, og sjórinn var spegilslétt- ur. Snemma morguns kom fyrsta seglið í ljós. Við fórum strax í kaf og stefndum í áttina til þess. Þegar við vorum komn- ir í skotfæri fórum við aftur úr kafi.' Skot kvað við. Fallbyssu- kúla fór syngjandi í áttina til seglskipsins og það var ekki Iengi að leita upp í vindinn og staðnæmast. Þetta var skonn- ortan Isabel B. Wilejr, sem var á leið til útlanda frá Filadelfiu. Skonnortan lá upp i vindinn og var að bíða okkar, þegar gufuskip kom í ljós klukkan 6.50. Við skildum strax við skonnortuna og brunuðum taf- arlaust til nýja gestsins. Segl- skipið hefði hæglega getað und- ið upp segl og farið leiðar sinn- ar, en skipverjum kom það ekki til hugar, heldnr biðu þeir og voru áhorfendur að fundi okkar og gufuskipsins. Þeir voru hræddir við byssurnar okkar, en við vorum fljótlega komnir úr skotfæri og hefðum ekki gctað gert þeim neitt mein. Sldpverjar á gufuskipinu vorú illa á verði, því að við vorum komnir mjög nærri, þegar þeir urðu okkar varir. Við sendum aðvörunarskot og í samri svip- an var gufu ldeypt af á skipinu, jafnframt þvi sem það dró upp . Bandarikjafánann. Þetta var e.s. Winneconne frá New York. Við sendum okkar. menn um borð og von bráðar sigldi hið nýja herfang okkar i áttina til Isabel B, Wiley, Einn af yfirmönnunum á Winneconne var Þjóðverji, ætt- aður frá Baden, og einn af for- ingjum okkar var einnig frá því héraði. Þessir tveir menn héldu upp á fund sinn með glasi af víni og drukku skál fæðing- arhéraðs síns með mikilli hrifn- ingu. Yfirmaðurinn af Winne- conne sagði okkur, að Huntress hefði tilkynnt stöðinni á Ber- muda-eyjunum um okkur með loftskeyti, aðvörun um okkur hefði verið send áleiðis til Bandaríkjanna og menn hefði vitað um nærveru okkar um nokkurt skeið. Nokkur skip hefði komið auga á okkur und- anfarna daga. Við áttum bágt með að trúa því, að hann væri að segja satt. En þar kom það til greina, að Bandaríkjamenn höfðu enga reynslu i kafbáta- hernaði og höfðu ekki eins full- komið varnakerfi og Bretar. Við létum nú björgunarbáta beggja hinna nýteknu skipa róa yfir til okkar. Það var kom- inn timi til þess að kveðja vini okkar, sem höfðu verið okkur til skemmtunar undanfarna daga. Þeir höfðu verið beztu félagai’, en þeir voru líka ó- venjulega matlystugir og höfðu etið stórt skarð í vistabirgðir okkar, þær þrjár vikur, sem þeir höfðu verið gestir okkar. Þeir voru allir sammála um það, að það hefði farið vel um þá í bátnum og kvöddu okkur allir með handabandi. Skip- stjórarnir þrír ráku lestina. Það var eins og þeim væri ekki alveg sama um að fara. Það var ekki svo að skilja, að þeim hefði þótt sérstaklega gaman að vera um borð í kafbátnum okkar, en þeim var að minnsta kosti farið að líka vel við kunningja sína, kaf-sjóræningjana, sem þeir liöfðu kynnzt á svo óvæntan hátt. Þeir þökkuðu okkur af heilum hug fyrir samveruna og háru fram þá ósk, að við kæmumst heim heilu og höldnu. Það vildi svo til, að eg var betri enskumaður en skipherr- ann nokkar, svo að eg benti þeim á eitt atriði, sem var mjög mikilsvert í okkar augum. „Þið vitið hvernig blaða- mennirnir ykkar eru,“ sagði eg, „Þið hafið frá gríðarmiklum fréttum að segja og þeir munu eltast við ykkur hópum saman. Það eina, sem við viljum biðja ykkur um að gera, er að ségja þeini ailt af létta imi okkm'. Segið þeim með hverjum hætti þið voruð teknir til fanga og hvernig vistin var um borð.“ „Stýrimaður,“ svaraði einn þeiiTa, „við sverjum þess dýr- an eið, gamlir og heiðarlegir sjómenn, að við skulum segja nákvæmlega og satt frá þvi, hvernig með okkur hefir verið farið og hversu þakklátir við erum ykkur fyrir það.“ „Og viljið þið svo gera mér þann greiða að skilnaði,“ sagði eg bæði í gamni og alvöru, „að senda mér úrklippur af viðtöl- unum ykkar til Berlínar, svo að eg geti lesið þær mér lil skemmt- unar, þegar við komum heim aftur — ef við komumst nokk- uru sinni þangað.“ Þeir lofuðu þessu líka. Það hlaut að vera gaman að geta lesið frásagnir amerisku hlaðanna um víking okkar und- an ströndum lands þeirra. En eg vonaði líka heitt og innilega, að frásagnir þeirra af því, livernig þeir voru teknir til fanga og liversu vel við hefð- um komið fram við þá, mundi hafa nokkur áhrif gegn þeirri skoðun, er almennt var ríkj- andi um það, hvernig kafbáta- hernaði okkar Þjóðverja væri hagað. Það mundi vera tölu- verður sigur í baráttunni gegn áróðri bandamanna. Við tókumst aftur í hendur og um leið og þeir fóru ofan í bátana, hétu þeir okkur því, að þá um lcveldið skyldi þeir drekka bjórkrús okkur til heilla. Bátarnir voru með góð- um hreyflum, svo að það var engum vandkvæðum bundið fyrir þá að ná landi hjálparlaust. Þeir sigldu þrisvar sinnum um- hverfis okkur og lustu upp húrrahrópum í hvert skipti. Að svo búnu tóku þeir stefnu til lands og fóru greitt. Við fórum nú að snúa okkur að herfanginu. Isabel var látin fara fyrst og hún sökk með skutinn á undan. Hún var svo tignarleg, að liún líktist helzt lifandi veru, er deyr með virðu- legu yfii’bragði og rósemi. Það var mikill munur að sjá hana sökkva eða hið sóðalega gufu- skip, sem valt klunnalega um leið og það hvarf undir yfirborð sjávarins. Næsta skip, sem við náðum var skonnortan Jacob M. Has- kell, er var á útleið frá Boston með kolafarm. Það var hægðar- leikur að ná henni. Eins og venjulega voru skipverjar viti sínu f jær af ótta, þegar þeir sáu hinn ægilega kafbát koma upp úr undirdjúpunum ,en þegar þeir fréttu, að þeir ætti að fara rakleiðis til lands, þá léku þeír við hvern sinn fingur. Þeir höfðu líka ágæta vélbáta og áður en heir tóku stefnu til lands, sigldu þeir umhverfis kafbátinn og hrópuðu húrra. Það var hrópað oftar húrra fyr- ir okkur i þessari ferð, en okk- ur hafði nokkuru sinni grunað. Þegar „fórnarlömb“ okkar komust að því, að við ætluðum ekki að sökkva skipum þeirra með allri áhöfn, þá héldu þau auðsjáanlega að við værum einhverskonar sambland engla og djöfla. Ifaskell var meira að segja fallegra skip en Wiley. Ilversvegna þurftum við endi- lega að sökkva þessum gömlu, fallegu seglskipum? Hvers- vegna urðu ekki fleiri gufuskip á vegi okkar? Við vorum nýbúnir að borða árdegisverð, þegar fjórða skip- ið, sem við sáum þenna dag, kom í Ijós. Það var engu líkara en að hvert einasta seglskip, sem til var í Bandaríkjunum, leitaði á fund okkar. Það var harla einkennilegt skip, sem við sáum að þessu sinni. Hvernig, sem við virtum það fyrir okk- ur, gátum við ekki séð eina einustu manneskju um borð. Var þetta gildra eða var þetta einhver ný útgáfa af Hollend- ingnum fljúgandi? Við fórum svo nærri, að við gátum séð allt þilfarið nákvæmlega. Það var engum blöðum um það að fletta, að skipið var með öllu vopnlaust. Það sigldi líka án þess að nokkur sála stjórnaði því. Við komumst að þeirri nið- urstöðu, að öll skipshöfnin væri undir þiljum að snæðingi. Við fórum varlega alveg upp að skipinu og eg fór um borð með nokkurum mönnum. Hvergi var nokkur maður sjáanlegur. „Hæ! Allir upp á þiljur!“ öskraði eg eins hátt og eg gat. Skipstjórinn kom geispandi út úr klefa sínum. Hann hafði verið að hvíla sig eftir matinn. „Hvernig í helvítinu komust þér hingað?“ spurði hann ó- lundarlega. Hann hafði varla sleppt orð- inu, er hann kom auga á kaf- bátinn og það var broslegt að sjá svipbrigðin á andliti lians þá. Skipshöfnin safnaðist um- hverfis okkur og hver maður var eitt spurningarmerki. Þeir störðu ýmist á okkur, sem vor- um meðal þeirra á þilfarinu, eða gráa ferlíkið, sem hafði læðst að þeim. „Skipstjóri, skipið yðar verð- ur sprengt i loft upp eftir tíu mínútur.“ Þeir vöknuðu heldur betur, er eg sagði þetta. Þeir voru ekki nema fimm mínútur að taka saman pjönkur sínar og setja bátana á sjó. Skipið hét Edward H. Cole og var á leið frá Boston með fullfermi. Eftir skamma stund varð sprenging í lest þess, Það hallaðist á hliðina og hvarf

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.