Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 18. október 35. blad Frá Islandi til Utab Brot úr f erðasögru Þórðar Diðrikssonar •m% órður Diðriksson, höfundur eft- *^ irfarandi greinar, var fæddur 26. marz 1828 í Hólminum í Aust- ur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Hann ólst upp hjá Ólafi Jónssyni á Fagurhóli þar til hann var 12 ára, en frá þeim tíma og þar til hann var*2i árs gamall dvaldi hann hjá Höskuldi Jónssyni á Buðarhóli. Báðir þessir fyrr töldu bændur bjuggu í Landeyjum. Seint í júlí 1855 lagði Þórður Diðriksson frá íslandi áleiðis til Kaupmannahafnar á seglskipi, og kom þangað um miðjan ágúst og dvaldi þar um 4 mánuði. En um miðjan desember sama ár lagði Þórður Diðriksson' af stað frá Kaupmannahöfn með mörgum „emigröntum" áleiðis til Utah í Ámeríku, á seglskipi. Það var um 2 vikur frá Kaupmannahöfn til Liverpool á Englandi. Og svo um nýárið 1856 lagði allur hinn fyrr taldi emigrantahópur frá Liverpool áleiðis til Ameríku. Eftir að við lögðum á stað út á Atlantshafið höfðum við allgott veður fáa daga fyrst, síðan fór veður að spillast, og eftir að við vorum komin nokkur hundruð mílur út á haf- ið, fengum við mótvindi í 14 daga, sem dreif okkur meira og minna til baka á hverjum degi. Þegar veðrið spilltist, fór fólk að veikjast; einnig eg sjálfur varð mjög veikur og var það meiri hluta sjóferðarinnar. Eg var hræddur um að eg mundi deyja og gat ekki sofið. Læknirinn kom til mín einu sinni á dag og túlkur með hon- um. Læknirinn gaf mér svefn- meðal og átti eg að taka 25 dropa í einu; en það dugði mér ekkert, svo eg tók 50 og þar næst 100 dropa og siðast allt úr glasinu. En það verkaði ekki að heldur og var eg veikur eftir sem áður. Læknirinn skoðaði oft i mér tunguna. Og eitt sinn er hann vildi skoða hana, gat eg naum- ast hreyft hana og þá brotnaði 1855-5G (Tekið úr almanaki, gefið út í Winnipeg 1920 af Ólafi S. Thorgeirsson). hin hvíta þykka húð, sem var :á tungunni og blóðið rann út úr mér, og er ör á tungunni enn i dag. Læknirinn hætti að koma til mín. Það dóu þrír og fjórir á hverjum sólarhring, og sá eg of t á morgnana að verið var að sauma léreft utan um þá, sem andazt höfðu nóttina áður; einnig fann eg nályktina af þeim og hryllti mig mjög mik- ið við því, þar eð eg þá hugsaði til sjálfs mín, að eg mundi inn- an skamms verða í sömu kring- umstæðum og verða étinn af sömu skepnum á botni hafsins og hinir samferðamenn minir, sem varpað var fyrir borð á hverjum degi. Eg reyndi stundum að biðja til drottins, en mitt hugarfar var eins og fjötrað af hinu vonda valdi, svo eg gat ekki hugsað um neitt gött, heldur þvert á móti um ýmislegan hé- góma, svo sem lygasögur, rim- ur, drauga og tröll, og annað fleira, sem eg hafði haft skemmtun af meðan eg var heilbrigður. Af þessu var eg oft mjög sorgbitinn, þar eð mér fannst eg vera dæmdur til dauða og fordæmdur og yfir- gefinn af drottni. Það lágu 4 menn í sama rúmi og eg. Einn af þeim var íslend- ingur, sem eg hafði lánað 80 ríkisdali i Kaupmannahöfn fyrir fargjaldi hans til Amériku. Eg spurði hann eitt sinn, hvort hann héldi, að eg mundi deyja. Hann svai-aði: nei, og þótti mér það stórlega, þar eð eg þóttist fullviss um, að hann talaði þvert á móti sannfæringu sinni. Mér var fenginn stór sinn- epsplástur, sem átti að leggjast yfir allt bakið á mér7 En eg þoldi hann ekki, svo að eg reif hann frá og fleygði honum, og kvaðst heldur vilja deyja en brúka hann. Eitt sinn höfðum við ofsa- storm i 3 sólarhringa svo ekk- ert varð eldað. Og á nóttunni heyrðist stundum á þilfarinu köll og háreisti, fótaspark og hringl i keðjum og skaut það sumum skelk i bringu. Allt sem lauslegt var á skipinu varð að binda, svo að það slengdist ekki frá einni hlið til annarrar og átti maður bágt með að halda sér i rúminu. — Eina nótt kom maður, sem hafði verið uppi á þilfari niður til okkar og sagði, að skipið væri bilað og orðið lekt, svo að þeir yrðu að dæla nótt og dag með báðúm dælun- um. Mér þotti þetta mjög góð- ar fréttir, þar sem eg þóttist vera fullviss um, að eg mundi deyja, og þótti sætt sameigin- legt skipbrot, ef skipið sykki með öllu, sem á var, þar eð mér fannst eg öfunda hina af að lifa, þar sem eg sjálfur hlyti að deyja. Eg heyrði stundum spurt hvort Islendingurinn væri ekki dauður, og var þá of tast svarið, að það yrði bráðum, og féll mér það svo illa, að eg óskaði of t að vera dauður, svo þeir þyrftu ekki að bera umhyggju fyrir mér lengur. Ein kona týndist af skipinu viljandi eða óviljandi. Eftir að mér fór að skána, kom eg einn dag upp á þilfar í ofsa stormi, og þá gekk sjórinn eins og í renningsbyljum á landi, og það sem talað var, varð að orga af öllum mætti, ef það átti að heyrast, því að það hvein svo í reiðanum, sem reiðarslög væru. Sagði skipstjórinn að hann hefði aldrei verið á sjó i verra veðri. Fimm dögum siðar f und- um við stórt, þrímastrað skip, og voru bugspjót, skansklæðn- ing og siglutré, allt meira og minna brotið, og skipið orðið svo lekt, að yfirmenn þess urðu að standa yfir hásetunum með reiddar svipur, til að halda þeim við að dæla til skiptis nótt og dag, þar eð þeir sáu ekki annað en dauðann fyrir, ef gefist var upp. En þar sem þeir höfðu næstum ekkert til að nærast á, voru mennirnir að kalla þrótt- lausir, og þvi varð að berja þá áfram til að vinna. Þegar við sáum skipið, mundu flestir hafa komið upp á þilfar, sem gátu, ef þeim hefði verið leyft það, en þeir voru reknir ofan í skip aftur. — Þeir, sem á þessu brotna skipi voru, settu tit báta í mesta flýti og yfirgáfu skip sitt eins og þeir stóðu, sumir hlæjandi, en sumir grát- andi af gleði. Það voru 30 manns á skipi þessu. Á okkar skipi dóu um 50 manns, eða hér um bil tíundi hver maður. Og við vorum frá Englandi til New York 10 vik- ur,(70 daga), og var þá orðið næstum kolalaust og vatns- laust, svo að um tíma höfðum við ekki meira en bálfan skammt af vatni og kolum eft- ir þvi sem þörfin útheimti. Þegar við komum til New York, seint í annari viku marz 1856, var okkur sagt, að þetta væri annar dagurinn frá því ísa leysti af höfninni, svo nokkurt skip kæmist inn, og fundum við þakklæti til okkar himn- eska föður fyrir þá frelsun og handleiðslu á þessari löngu og hættulegu sjóferð. Þvi að fyrst var það, að alla langaði til að komast á land sem fyrst, og svo var annað, að hefðum við orð-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.