Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ið að fara til annara hafna, þá hefði það kostað mikið meira. Við vorum 8 daga í Kastel- garðinum. Síðan lögðum við á stað með járnbrautinni og vor- um 8 daga til Altun, nálægt Saint Louis. Þar námum við staðar og fórum að leita fyrir okkur um atvinnu. Og eftir nokkura leit, tókst okkur að fá Iiana. Stundum í maí og júní var liitinn svo mikill, að við gátum litið sofið á nóttunni og einnig urðum við lystarlausir og þar af leiðandi hálfónýtir til vinnu, og fór eg þá að megrast í annað sinn. Einu sinni snennna í júní kom til okkar öldungur, sem var að ferðast um og tjáði okk- ur, að við ættum að færa okkur um 800 mílur upp eftir Misso- urifljótinu, og voru það okkur miklar gleðifréttir, þar sem hann tjáði okkur einnig, að það mundi fara stór hópur af inn- flytjendum til Utah seinni hluta sumarsins og leggja á stað fná Omaha. Hinn fyrrgreindi öld- ungur tjáði okkur, að sá inn- flytjendahópur, sem okkur væri ætlað að fara með, yrði með handkerrur, og væri því bezt fyrir okkur, að selja mest- allt, sem við ættum, og seldi eg ágæt sængurföt fyrir 9 doll- ara, sem hefðu kostað i Utah $100. Eg vissi þá ekki að eg hefði getað fengið þau flutt mcð því að borga 20 jzen t undir pundið, en j;að hefði borgað sig vel. Siðan lögðum við af stað á gufuskipi og vorum 9 sólar- hringa á leiðinni til Omaha. Þar biðum við í 3 vikur meðan verið var að búa allt undir ferð- ina. Svo var lagþá stað og voru í þeim hóp um 220 innflytjend- ur til Utah. Þeir höfðu 12 tjöld og 48 handkerrur og var 4 eða 5 mönnum ætlað' að draga Iiverja kerru, sem hlaðnar voru flutningi; og það voru 16—20 manns í hverju tjaldi, eftir því sem stóð á fjölskyldum. Þó maður yrði að ganga og draga kerrurnar, var fargjald- ið þó $20 (20 dollarar) fyrír hvern mann nema brjóstbörn, og hver maður mátti liafa 14 pund í fari sinu n. 1.; sængurföt, falnað, skó og eldsgögn. Eg átti •koffort, sem eg mátti gefa sex ríkisdali fyrir á Islandi. Það var fram yfir 14 pijnd, svo .að eg. varð að fleygja því, þar eð eg. öat ómögulega selt það. Það var lagt á stað snemma i ágúst og voru 16 uxapör, 4 vagnar hlaðnir mjöli og 30 nautgripir, sem ætlaðir voru til slátrunar á leiðinni, og allir voru keyptir fyrir okkar pen- inga. Það var látið um 100 pd. af mjöli á hverja kerru, og einn- ig allur flutningur 4 eða 5 manna. Það voru 4 við mína kerru og toguðum við karl- mennirnir áfram, en kvenfólk- ið ýtti á eftix-, og þótti okkur það æði erfitt, yfir holt og hæð- ii-, gx’as, sanda og læki. Við tók- um morgunvei’ð snemma á morgnana og var skammturinn 3/4 pund af mjöli handa hverj- um manni. Það voru unx 30 börn i hópn- um, og voru öll þau sem gengið gátu, rekin á stað snemma á morgnana i einum hóp áður en fullorðna fólkið lagði af stað; og voru sum þeirra aðeins í einni skyrtu með hatt eða eitt- hvað annað á höfðinu. Þau máttu lil að ganga eins lengi og þau gátu; það tjáði ekki að kvarta eða gráta. Þau voru oft 2—3 mílur á undan okkur, en þegar fór að hitna og börnin að þreytast, þá varð að hvíla þau og gefa þeim bita, þar eð þau voru oft ærið þreytt og gátu ekki betur en þau gerðu. Það þótti ekki skemmtilegt að sjá 5 eða 6 ára gömul börn rekin áfram með svipum, sérstak- lega ef maður átti þau sjálfur. Þegar við vorum komnir um 150 mílur út í eyðimörkina, þá fói’u sumir að þjást af maga- pínu, sem að nokkuru leyti or- sakaðist af hungii, því að þetta litla mjöl, sem ekki náði pundi, var ekki nóg í máltíð handa svöngum manni, hvað þá held- ur til eins dags. Það var skorið naut á hverj- um laugardegi, og var fná hálft annað til tvö pund af kjöti út- lilutað hvei’jum manni, og var oft helmingui’inn af því bein. Stundum vakti eg á nóttunni til að sjóða stykki af skinninu, því að garnii’, fætur, lungu og lifur, gat eg ekki fengið, því að þeir engelsku þrættust á um það. Eg boi’ðaði oft það sem eg fékk eins og það kom af skepn- unni, og varð gott af því. Konan, sem var við mína handkerru, varð veik, svo að maður hennar varð að fara að leiða liana og einnig var stúlk- an tekin til að hjálpa einhverj- um við aðra handkerru, svo að eftir það varð eg að draga al- einn, ]iað sem fjórir liöfðu dregið áfram áður. Eftir þriggja mánaða fefða- lag .komum við til Salt Lake City, og dvaldi eg þar eina viku og hafði .vinnu alla vikuna, en kaupið var, að eg fékk hatt á höfuðið, og voru allir lilutir i afar háu verði; eitt skóflublað óvandað kostaði 5 dollara og eitt yards (1V2 alin) af þunnu lérefti kostaði $1.25 til hálfan annan dollar. Tveim árum eftir að eg kom til Utali, keypti einn íslendingur efni í kjól handa konunni sinni, sem var þunnt léreft og kostaði yarðið 1 bu- shel af hveiti, en liveitiverðið var þá $1.50 bushelið. Eftir vikudvöl í Salt Lake Citv, fór eg þaðan til Drovo, Það var komið fram undir miðnætti. Við sátum við arin- eldinn á heimili Larry Reilly, en það kom aldrei fyrir, hvorki vetur né sumar, að þar logaði ekki eldur á arni, er kvelda tók. Þeir, sem yngri voru í hópn- um, nötruðu af ótta, en hinir, sem farnir voru að reskjast, voru áhyggjufullir á svip. Síðan er þetta var eru liðin 40 ár. Og ennþá, ef fárviðri geisar, minn- ist eg þessarar kveldstundar hjá Larry og það fer þá ávallt hroll- ur um mig. Eg sé þetta allt fyr- ir hugskotsaugum mínum, eins og það hefði gerzt í gær. Larry var þarna sjálfur, eins og lög gera ráð fyrir, og sat og reykti pípu sína. Skammt frá honum sat Sheilia, kona hans, með talnabandið milli fingra sér, og þuldi bænir í hálfum liljóðum. Þarna var Liam Dhoo O’Leary, sem var trúmaður lít- ill og taldi óhugsandi að menn- irnir gætu orðið nokkurs vísari um æðri tilveru. Hann sat með pípuna milli tanna sér, en það var slokknað í henni, og liann starði án afláts í glæður eldsins. Eileen var þarna líka, dökkhærð hvar eg dvaldi fyrst nokkura hrið. Ath. Eftir að Þórður Diðriks- son fór frá Búðarhóli, 21 árs að aldri, mun hann hafa verið á lausum kili og stundaði t. d. kaupavinnu á sumrin, en frá Vestmannaeyjum lagði bann af slað í Utah-ferðina á segl- skipi til Kaupmannahafnar, samkv. þvi sem fyrr er sagt. 18 ára stúlka, dóttir Larry og Sheiliu, fögur og hándsmá og lieldaði í ákafa. Og loks vorum við Tim Carey þarna — báðir 18 áfa piltar, og þóttumst menn með iriönnum. Og ekki er upp talið enn, því að öll yngri börn Larry og Shéiiiu voru þarjia, sjö talsins. Við Tim. hefðum átt að vera heima hjá okkur þetta kvöld. Við hefðum haft þar ærið verk- efni. En vitanlega höfðum við enga hugmynd um skelfinguna, sem yfir vofði —- að hvirfilvind- ur mundi fara yfir þorpið — Cloon Bawn — þetta kvöld, og valda þar miklum hörmungum. Og eg get svo sem gert þá játn- ingu, að þótt okkur þætti gainan að þvi að héyra sjómennskusög- ur Liam Dlioo, var það Eileen, sem dró okkur að arineldinum á heimili Larry. Og eg get sagt það enn í dag, eftir 40 ár, að enginn hefði þurft að fyrirverða sig fyrir ást, sem kviknaði í brjósti til stúlku slíkrar sem Eileen var. Hópurinn er löngu dreifður, sem sat við arineldinn. Það var árið eftir, seni Eileen drukknaði, MARTIN ROWAN: Bænarstund • ípsk smásaga.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.