Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ dómi og mannaforráðum. Svip- uðu máli gegndi um fermingar barna. Þeim var raðað í kórinn eftir efnum foreldranna, en hvorki eftir upphafsstöfum né kunnáttu barnanna. Við þekkj- um þetta ekki sem yngri erum, okkur virðist þetta óraunveru- legt og fjarstæðukennt, en þarna stend eg þó augliti til auglitis við manneskju þessa tímabils, og þá verður mér strax ljóst, að þetta tilheyrir ekki neinni forneskju, heldur var þetta blákaldur veru- leiki fyrir tiltölulega fáum ár- um. Vitaskuld þekktist dans ekki til sveita i bernsku Guðrúnar, en þó sá hún dansað, eða réttara sagt sá einskonar danssýningu á yngri árum sinum. Það voru dætur síra Ásmundar i Odda sem sýndu þessa list í brúð- kaupsveizlu einni, er haldin var að Stóra-Hofi. Fór danssýningin fram í heygarði á bænum og vakti mikla furðu. Mun roskn- ara fólki hafa þótt þetta fóta- pat og sprikl í meira lagi angur- gapalegt og hjákátlegt. Aðrar skemmtanir fólks voru kirkjuferðir og réttaferðir. I réttir fjölmenntu ungir og gamlir, krakkar, konur og karl- ar. Þeir siðastnefndu drukku brennivín og sungu. Það var höfuðskemmtun manna í þá daga — og er það reyndar enn. Verður eklci hægt að segja ann- að, en að á því sviði hafi breyt- ingin orðið furðu litil. Það voru Landréttir sem að- allega voru sóttar úr Bjólu- hverfinu. Var almennt farið i Réttanesið kvöldið fyrir rétta- daginn og vakað um nóttina við gleðskap og drykkju. Stundum varð all róstursamt, en ávallt urðu rósturnar leiddar til lykta án þess að til stærri tíðinda drægi. Kirkjusókn var almenn i æsku Guðrúnar. Faðir hennar fór t. d. flesta sunnudaga og aðra helgidaga ársins til kirkju, og annað heimilisfólk fór eins oft og það gat. Rirkjuferðin var ekki aðeins trúarleg helgiathöfn, sem sjálfsagt þótti að taka þátt í, svo oft sem verða mátti, held- ur var kirkjuferðin jafnframt skemmtiferð — einu skemmti- ferðirnar, sem farnar voru. Reyndar voru kaupstaðar- ferðir, sem venjulega voru farn- ar einu sinni á ári, nokkurs- konar skemmtiferðir, og þegar Guðrún var 22ja vetra gömul gafst henni í fyrsta sinni tæki- færi til að fara með lestaferð hingað til Reykjavíkur. Tók ferðin hvora leið þá jafnmarga daga og hún tékur klukkustund- ir nú, Þá var ekki brú til á elnní einustu ársprænu, og bæði Þjórsá og ölfusá varð að sund- leggja. Þetta var tafsamt, en annað þekktist ekki, og þar af leiðandi fann enginn til erfið- leikanna né tafanna við ferða- lögin. En mér væri forvitni nokkur að sjá upplitið á sumum hverjum bóndanum ef hann ætti að flytja og sækja allar af- urðir sínar á klökkum, lengst austan úr sýslum, ríða fet fyrir fet með langa lest og sundleggja yfir stórvötnin. Og ekki væri Upplitið á skemmtiferðamann- inum, sem ávallt vill flýta sér, betra ef hann yrði fyrir slikum töfum. Eftir þriggja daga ferð hvora leið, var ekki staðið við nema einn dag i Reykjavik. En það var nóg, því Reykjavik var ekki stór bær i þá daga, aðeins fáein hús hingað og þangað á strjáln- ingi, og það var fljótgert að skoða hana og ljúka öðrum er- *indum sinum. ’ * V, .-I . Guðrún Hannesdóttir var fvrir aðra hluti merk en fyrir aldur. Hún hafði sis að visu lítt i frammi og var hlédræg með afbrigðum, en þó fékk hún ekki dulið hæfileika sína. þvi að svo mjög voru þeir miklir. Það var t. d. einkennandi við hana, að í elli sinni, er hún var komin undir áttrætt lærði liún fyrst að sauma út. Og síðustu æviárin, á niræðis- og tiræðis- aldri, saumaði hún hvern dúk- inn öðrum femirri, hugsaði oft og einatt sjálf unp gerðina í,.munstrið“) og ákvað litina. Þetta gerði hún af svo einstakri listrænni tilfinningu að undrun sætti. Siðasta dúkinn lauk hún við fáeinum dögum fyrir andlát- ið i sumar — og saumaði hann að mestu gleraugnalaust! Guðrún hafði revndar stund- að sauma allt frá barnæsku og haft af beim mikið yndi, hún saumaði oft skautföt kvenna og hún skatteraði á þau og kunni að baldvra. Ábekkt var um annað hand- bragð Guðrúnar. Hún skrifaði betur en almennt gerist, enda þótt hún bafi ekki notið ann- arrar kennsln en beirra sem hún lærði af siálfri sér með bvi að stæla skrift, er bún sá á sendi- bréfnm, 00 skrifa milli linanna á beim. Af oaonír var beldnr ekki of mikið til, svo bað mátti. ekk! evða bonUm að óþörfn. Náði Guðrún svo mikiHi leikni með skrift smnl. að bún var begar á unga aldri fenwín til. að kennn hömum og unoHnfrum ekrift Hefir hún á hverinm vetri siðan allí fram undir átt- ræðisaldur kennt fleiri eða færri börnum skrift. Sjálf skrif- aði hún upp ýms kvæði, forn og ný, eftir minni allt framundir andlátið. Hún skrifaði í rúminu, og þó aðeins vottaði fyrir elli- mörkum á skriftinni var hún ó- trúlega skipuleg og drættirnir hreinir og ákveðnir. Guðrún er fædd að Bjólu i Holtum 6. apríl 1848. Foreldr- ar hennar voru Hannes Eyjólfs- son, af Helluvaðsætt svokallaðri, og Valgerður Guðmundsdóttir frá Ægisíðu. Hún giftist Jóni Jónssyni frá Steinstóft i Holtum árið 1877. Fluttust bau árið 1883 suður að Landakoti á Vatns- leysuströnd en mestan hluta h.júskaparára sinna dvöldu þau í Keflavik. Þegar Jón dó, árið 1921 fluttist Guðrún til Mörtu dóttur sinnar og manns hennar Björns Þorgriinssonar fulltrúa hér í bæ. Þetta eru stærstu drættir i sögu Guðrúnar Hannesdóttur, það eru fyrst og fremst þeir at- burðirnir sem að yfirborðinu og almenningi snúa. En á bak við þá búa öll smæiTÍ og stærri at- vik sem borið hafa fyrir í lífi Guðrúnar og mótað bafa hugs- anir liennar og tilfinningalif. Þannig á hver einasla mann- eskja sér sögu tilfinninga og hugsana, einskonar sögu sálar- innar, sem hlá miklu mestum liluta fólks kemur aldrei fram í daesliósið og liverfur um leið og viðkomandi manneskja Iok- ar augunum hinzta sinni. Þannig mun og hafa farið með sögu Guðrúnar Hannes- dóttur. Um tilfinningar hennar, hUgsanir, sálarlif og sálarbar- áttu, liarma og vonir — vita jafnvel nánustu aðstandendur og vinir ekki nema að örlitlu leyti. Það, sem e. t. v. dýpst hef- ir markað sig í sál hennar, hef- ir ensin mannleg sál fengið vitne^íiu um, þvi að dvnstu harmarnir og mesta lífsgleðin verða aldrei tiáð með orðum. Hitt er vitað, að Guðrún hefir ekki farið varbluta af alvöru lífsins, iafnvel ekki beirri al- vöru sem dvnst og átakanleg- ast markar sig inn i tilfinninga- líf fólks. Gpðrún unni b’finu, benni þótti bað fasnrt að ihnsn levti, og að ýmsu levti sott við sig. Hún var bíarfsvn í beztu merk- msu bess orðs. En bnátt fvrir allt var bún alvömknna n« hef- ir sennilega verið. það frá barn- æskn. Einn atbnrður úr lifi bennar, á íneðan hún var enn bam að aldri, leið henni aldrei úr minni. Hún mun þá elcki hafa verið eldri en 4—45 ára. Kom þá síra Markús í Odda, ásamt konu sinni heim að Bjólu og voru þá á leið til Reykjavíkur. Þau voru glöð og liress bæði tvö og léku á alls oddi. Ekki löngu siðar sama daginn kom prófastfrúin aftur heim að Bjólu og reið þá hægt. í fylgd með henni var hópur manna, manna, er báru lík manns hennar. Þótt Guðrún væri barn að aldri er þetta gerðist, mun hún þegar hafa séð, að lífið var hverfult og að það var fljótt að skipast veður í lofti, fljótt að breytast úr fögnuði í vonlaus andvörp og bitran harm. Og hún fór sjálf ekki var- liluta af þessum veðrabrigðum lífsins. Einn góðan veðurdag 1882 gekk hún sjálf þögul og liarmþrungin á eftir þremur líkkistum, þar sem tveir synir hennar og móðir hennar voru öll borin til einnar og sömu grafar. Þeim harmi fengu eng- in orð lýst, liann var of sár og of átakanlegur, því þá var „burtu allt það yndi orð sem lýsa trautt hljótt og hryggt í lvndi húsið tómt og autt.“ (Matth. Joch.). En sterkar sálir með sterkan vilja láta engan harm, hversu bitur sem hann kann að vera, buga sig. Þær rísa með marg- földu afli, sterkari, þroskaðri og betri en áður. Og þeim hefir opinberast sá mikli sannleikur að þrátt fyrir sársauka sorgar- innar er hún þó, og mun verða, einn bezti og fegursti vegurinn til vizkunnar og verðmæta lífs- ins. Þ. J. Vegna loftárásahættu liafa menningarfrömuðir striðsþjóð- anna áhyggjur af því að ýms- ar fágætar bækur og handrit eyðileggist, þau sem geymd eru víðsvegar i söfnum. Hefir verið keppst við að ljósmynda þessar bækur eða liandrit og koma ljósmyndunum í geymslu á öðr- um stöðum. En nú hefir þýzkum uppfinningamanni tekizt að Ijósmynda hvorki meira né minna en 10 þúsund bókasiður á eína einustu Ijósmyndaplötu, 9X12 sentimetra. Manni þykir þetta ótrúlegt, og enn ótrúlegra að unnt sé að lesa svo smátt let- ur, enda er það ekki hægt nema i gegnum smásjá, sem stækþar mörg hundruð sinnum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.