Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 5 Úr sögu Konstantinopel. (Lesendur Vísis eru beíSnir vel- virðingar á þeim drætti, sern orö- iÖ hefir á biftingu framhaidsgrein- arinnar um sögu Konstantinopel- borgar, sem Visir hefir leyft sér aö birta úr Lögbergi — ekki Heimskringlu, einj og stóð hér i blaðinu.) Öllum þessum nafnbótum fylgdu afar miklar inntektir, á- samt virðingum og metorðum. Það er sagt, aS þegar Júlíanus Apostata var tekinn viS ríkis- stjórninni, hafi hann beSiS um aS senda sér rakara. ÓSara kom skrautbúinn herramaSur inn til lians. „Eg beiddi um rakara,“ sagSi keisarinn alveg hissa, „en ekki tiginn herramann sem yS- ur.“ En þessi maSur sem inn kom var í raun og veru rakari, enda var þaS á þeirri tíS ekkert smáræðis embætti að vera keis- aralegur rakari i Konstantinó- pel, því fyrir utan hiá laun og aukainntektir, var honum ætluð dagleg borgun, sem var miðað við hvað kostaði að halda 20 þjóna og 20 hesta. Það var allt annaS en auðvelt að ná fundi keisarans fyrir þá, er þurftu að leita verndar hans eða koma öðrum erindum á framfæri. Allir salir og gangar voru skipaðir peningagræðgisfullu hirðfólki, sem þurfti að múta stórfé og hræsna fyrir og skjalla, til að fá aðstoð þess til að koma sér á framfæri við keisarann. Þetta hirðfólk var i svo háum metum, að þegar velmetnir borgarar rikisins mættu ein- hverjum þessara keisaralegu gæðinga á förnum vegi, bar þeim að stíga af hesti sinum og lieilsa slíkum herra eða hefðar- frú með knéfalli. Hvort Konstantínus hefir skoðað sig sem auðmjúkan og iðrandi syndara frammi fyrir guði, er erfitt að giska rétt til um, en hitt er víst, að hann áleit sig sem eitthvað meira en dauð- legan mann gagnvart þegnum sínum. Þrátt fyrir hinar nýju skraut- bjrggingar og hin nýju trúar- brögð, var þó langt frá þvi að allt væri nýtt í Konstantinópel, því samtímis og hami lét reisa hinar mörgu kirkjur, lét hann einnig byggja tvö heiðin hof. Af- leiðingin af þessum tviskinn- ungshætti varð sú, að kristin og heiðin trúarbrögð blönduðust saman í óaðskiljanlegan graut, sem aldrei siðan hefir að fullu tekist að aðskilja, II. FYRSTA BLÓÐBAÐ í BORGINNI. Þegar Konstantinus dó, var líkið skrýtt öllum hinum íburð- armikla keisaraskrúða, og kór- óna ríkisins sett á höfuð honum. Líkið var lagt í gullsæng, sem var látin standa í stærsta skraut- sal hallarinnar; allt það skraut, er menn gátu saman safnað, var þangað borið, og ljósadýrðin var svo níikil að livergi bar skugga á. Meðan líkið stóð uppi, þar til Konstantínum sonur hans kom til borgarinnar, til að standa fyr- ir útförinni og taka við ríkis- stjórn, stóðu heilir herskarar hinna tignu hirðmanna og höfð- ingja vörð, dag og nótt, kring- um líkið, til þess að veita því alla þjónustu. Skömmu eftir andlát Kon- stantínusar mikla, tók róm- verska ráðið hann, á mjög há- tíðlegan hátt í tölu þeirra guða, sem hann hafði þó á banasæng- inni opinberlega afneitað. Bæði i Róm, Alexandriu og öllum stórborgum ríkisins, voru enn f jölmennir flokkar, er liéldu sér fast við hina gömlu trú, og kvað svo ramt að þvi, að á leik- húsunum voru oft sýndir leikir, sem blátt áfram hæddust að hin- um kristnu siðum þeirra og inn- byrðis deilum, og þeim afkára- legu guðfræðiflækjum, sem þeir voru að vefja sig í, og urðu oft ekki til annars en athlægis og ills eins. Þessar uppihaldslausu trúar- bragðadeilur og ofsóknir milli hinna ýmsu kristnu trúflokka, gengu svo langt og urðu svo þýðingarmiklar, að þær stofn- uðu ríkinu stundum i beina hættu; og það mun óhætt að fullyrða að afleiðingar slíkra trúarbragðaæsinga og flokka- drátta, hafi átt hvað mestan þátt i hnignun og falli þessarar miklu borgar að síðustu. Hinar fyrstu blóðsútliellingar á götum Konstantínópel-borgar, stöfuðu af trúarbragðalegu of- stæki. Þetta takmarkalausa hat- ur meðal hmna kristnu, er fylgdu mismunandi kennisetn- ingum, varð að hreinu og beinu brjálæði. 1 stjórnartið Konstantínusar mikla, hófst afar grimmt strið milli tveggia biskupa, um kenn- ingu og yfirráð hinnar kristnu kirkju. Annars vegar var Páll biskup, hinn ákafasti stuðnings- Tnaður Athonisku rétttrúnaðar- kenningarinnar; hinn var Mace- donius, sem undir niðri hélt sig að hinni bannfærðu Ariönsku kenningu. Hinn fyrnefndi naut styrktar og sluðnings hinnar óupplýstu alþýðu, en hirðin og höfðingj- arnir hölluðust að kenningu liins síðarnefnda. Þetta stríð magnaðist og varð að þvi heift- aræði að engri reglu varð við komið. Þannig var Piáll biskup, fimm sinnum rekinn frá em- bætti á 14 árum og jafn harðan sóttur og settur í það aftur, þar til keisarinn lét hannfæra liann og reka úr borginni, til þess ef hægt væri að halda friði meðal manna; en sú tilraun mislukk- aðist, því þegar valdsmaður sá, er birta álli biskupi dóminn, kom að biskupssetrinu, réðst múgurinn á hann og drap hann og hatt líkama hans við vagn- hjól og lét hesta draga líkið eftir götum borgarinnar; en aðr- ir réðust að húsi lians og brenndu það til ösku. Þó Páll biskup og flokksmenn hans bæru hærri hlut að því sinni, lenti hann þó nokkuru siðar í hendur mótstöðumanna sinna, og var þá Macedonius til biskups tekinn af aðlinum og embættismönnum borgar- innar; lenti þá flokkunum saman í blóðugum bardaga, sem lauk með því, að 3000 manns láu dauðir á strætum borgarinn- ar eftir viðureignina. Eftir þessa orrahríð varð dá- litið hlé/ en bráðlega hófust ó- eirðirnar að nýju, milli flokk- anna, sem slafaði af þvi að lik Konstantinusar mikla var borið í St. Acacius kirkjuna, þvert á móti því sem múgurinn vildi vera láta. Gerðust illdeilur svo miklar út úr því, að hvoru- tveggja gripu til vopna, og varð þar í kirkjugarðinum eitt hið hræðilegasta blóðbað, er sögur fara af; blóðið rann i lækjum eftir götunum, og fyllti brunn, er var við kirkjugarðinn, svo út úr flóði. — Það er yfir þessu og öðru slíku trúarlegu brjálæði, sem Georgius af Nagiang ldagar með x’éttu: „að kirkjan sé.gerð að fyrirmynd óreglu, illveðurs og myrkurs"; já, að sjálfu hel- víti.“ ... . . IH. STRlÐIÐ MILLI ÞEIRRA, BLÁU OG GRÆNU. Eins og áður hefir verið sagt, var Hringleikjahúsið (Hippo- dromatið) ein skrauUegasta byggingip, sem Kopstantinps skreytti sina voldugu höfuðborg með, enda eru margar minning- ar og atbui’ðir í sögu borgarinn- ar við það tengdir. Eftir þær hamfarir, er frá hefir verið sagt, varð kyrrð á unx stund, sein engin stórtiðindi gerðust. Vér hlaupum því yfir 200 ái-a tímabil, sem var óslitið þroska- og framfara-tímabil í sögu borgarinnai’, og grennsl- umst eftir lxvað þá er að gei’ast, fyi’st á kappakstui’ssvíðinu, og svo á öðrum sviðum í athafna- lífi borgai’innar. Það er alkunnugt, að kapp- akstur var eitt af þvi er fram fór á liinunx olympisku leikjum í fornöld, og að þeir síðar voru teknir upp í Róm, eftir griskri fyrirmynd. Kappakstui’inn varð á keisai’atímunum ein helzta skemmtun Rómverja, og það svo að nú á tímum er næstum ómögulegl að gei-a sér ljósa grein þeirrar æsingar og hrifn- ingai’, sem fólkið komst í út úr kappakstrinum. Með Grikkjum höfðu hinir olympisku leikir dýpi’i þjóðern- islega þýðingu. Sigui’vegai’arnir voru lieiðraðir sem landsins beztu synii’, og þjóðin byggði svo mikið traust á þeim, að þeim var vanalega falið á liend- ur ábyrgðarmikil staða i þjóð- félaginu, og sérstaklega á ófrið- artímum var þeinx öðrum frem- ur treyst til forustu; það fx’ægð- arorð, er þeir unnu sér í leikj- ununx, kastaði og ljóma á ætt þeirra og ættborg. Aftur á móti urðu liringsvæðis kappleikarnir í Rónx aðeins leikii’, sem ríkið, embættismennirnir eða keisar- arnir héldu uppi fólkinu til skenxmtunai*, allt annars eðlis en grísku Olympus-leikirnir. I Rónx voru keppinautai’nir leigð- ir til leikjanna, sem gerðu sér list sína að atvinnu. Það er því afar erfitt að gera sér glögga grein fyrir þvi, hvernig, ekki einungis jxeir sem tóku þátt í leikjunum, heldur og áhorfend- ui’nir, skiptust í hatursfulla andstæðingaflokka, senx þrá sinnis bárust á banaspjót. Á hrhxgleikjasviðinu i Kon- stántíliópel voru fyrst tveir vágnar i kappaksti’inunx. og ökuixiennii’nir báru, annar rauðán en bdnn hvitan búixíng. Síðaxx var tveinxur vöguum bætt við, svo þeir voru alls fjórir, og bái-u hinir viðbættu öku- rnenn, annan grænan en hinn bláan búning. Þeir fóru 25 hringi i þverjum kappakstri, og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.