Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 8
SÍDAV Gestur (við bílstjóra): Eg vona, að þér sjáið um, að eg komist á stöðina í tæka tíð? Bílstjcrinn: Hafið engar á- hyggjur — húsmóðir mín sagði, að eg yrði rekinn úr vistinni, ef eg gerði það ekki. • Lögregluþjónninn (við stúlku, sem stýrði bifreið): Sáuð þér ekki, að eg veifaði til yðar. Stúlkan (reið): Jú, og ef unn- ustinn minn hefði séð það, mundi hann hafa rekið yður löðrung. • Lítill drengur kom hlaupandi til mömmu sinnar lafmóður. „Mamma, konan í húsinu hérna við hliðina er búin að eignast barn og hún er mikið veik.“ „Jæja, góði minn.“ „Þú ættir að fara til liennar, því að hún liggur í rúminu.“ „Eg veit það, kannske á morgun.“ „En hún er svo mikið veik i dag. Þú ættir að fara núna.“ „Eg held eg fari nú ekki fyrr en á morgun, því að þá líður henni betur.“ Litli drengurinn var hugsi á svip um stund, eins og hann gæti ekki áttað sig á þessu, en færði sig svo nær mömmu sinni og sagði: „Þú þarft ekki að vera neitt lirædd, mamma, það er ekki smitandi.“ Maður nokkur varð mjög undrandi, er ung og lagleg stúlka hauð honum gott kvöld og brosti blíðlega. Hann mundi ekki eftir, að hann hefði séð hana, livað þá verið kynntur lienni. Stúlkan sá þegar, að hún hafði tekið þennan mann fyrir annan og sagði: „Afsakið, eg hélt, að þér vær- uð faðir tveggja barnanna minna.“ Maðurinn liorfði á eflir lienni eins og glópur. Honum flaug ekki í hug hvernig í þessu lá. Stúlkan var barnakennari. • Það var verið að yfirlieyra ítalskan verkamann í Banda- ríkjunum. Hann bafði sótt um borgararéttindi. „Hver var fyrsti forseti Bandarikjanna ?“ VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ mmmmmmmmmmmrnm—mmmmrmmmm^ Loðmnndnr Loömundur heitir brattasti og tígulegasti tindur Kerlingarfjalla, enda þótt hann sé ekki sá liæsti þeirra. Annars eru Kerlingarfjöll einn feg- ursti og margbreytilegasti fjallaklasi þessa lands, bæöi í línum og lit- um. Er þar tilvalinn dvalarstaöur fyrir sumarleyfisfólk og þeim mun fremur, sem Feröfélag íslands hefir látiö byggja þar vandaö sæluhús. Árbók Feröafélagsins í ár, sem er um þaö bil aö koma út, er helguÖ Kerlingarfjöllum. Ekkert svar. „Hver er forseti Bandaríkj- anna?“ Ekkert svar. „Gætuð þér verið forseti?“ „Nei.“ „Hvers vegna ekki?“ „Hvernig ætti eg að geta það — eg sem vinn i námunni allan daginn!“ • Sagt er, að dansmærin fræga, Isadora Duncan, Iiafi eitt sinn skrifað Bernhard Sliaw, leikrita- skáldinu heimsfræga, sem fræg- ur er fyrir fyndnigáfu sína og hnittileg svör. I bréfinu vék Isa- dora að því, að það væri leitt, að þau gæti ekki átt barn saman — „hugleiðið hvílíkt barn það yrði, sem liefði likamsvöxt minn og gáfur.yðar.1^ „Það er gott og blessað", á Shaw að liafa sagt, „en segjum nú svo, að blessað barnið fengi líkamsvöxt minn og gáfur yð- ar!“ Pétur: Af hverju ertu svona áhyggjufullur. Páll: Vegna framtiðarinnar. Pétur: Og hvað veldur áln'ggj- unum ? PáJI: Fortiðin. • Járnbrautarlestirnar í há- löndunum fara oft á „hæga- gangi“ — af ýmsum ástæðum. Hér er ein. Lestin stöðvaðist á afskektum stað —• milli bæja. „Hvað er að?“ spurði einn farþeganna. „Tarfur á brautinni,“ sagði lestarstjórinn. Eftir nokkúra bið var áfram haldið. En svo stöðvaðist lestin á nýjan leik. „Hvað er nú að?“ spurði far- þeginn. „Tarfur á brautinni?“ „Hvað -—? Annar til?“ „Nei, sá sami“. • Heyrðu Levy, sagði Gyðingur nokkur við félaga sinn, eg vildi gefa þúsund dollara til þess að verða milljónamæringur. • Tveir flakkarar vorn dregnir fyrir dómarann. „Hvar átt þú heima?“ spurði dómarinn annan. „Hvergi — eg hefi ekki þak vfir höfuðið.“ „Og hvar átt þú lieima?“ „Eg,“ sagði hinn flakkarinn, „eg bý á hæðinni fyrir ofan“. • Ungur lderkur var að hús- vitja í fyrsta sinn. Hann fór að gera gælur við smábarn og spurði hversu gamalt það væri. „Tiu vikna,“ sagði móðirin hreykin. „Og er þetta nú yngst?“ sagði klerkurinn. • Fjórir írar, gamlir vinir, hitt- ust i smábæ úti á landsbyggð- inni, og fengu sér ærlega neðan íþvi. Um kvöldið fóru þeir alhr á stöðina og er þrír voru komnir inn í lestina stóð sá fjórði fyrir utan og hló sig máttlausan, er lestin brunaði af stað. „Af hverju eruð þér að hlæja, maður minn?“ spurði stöðvar- stjórinn. „Jú, sjáið þér til, það voru þeir, sem voru að fylgja mér!“ • Tveir sjómenn, annar skosk- ur, hinn enskur, höfðu verið dæmdir til hýðingar. Átti að greiða hvorum um sig 10 högg með „kettinum“ á bert bakið, en af því að þeir höfðu ekki áður gerst brotlegir við lög var hvor- um um sig leyft að bera fram ósk um að fá eitthvað baki sínu til hlífðar. Englendingurinn bað um að segldúkur yrði lagður á bak sér, er hýðingin færi fram, en Skot- inn sagði: „Ef yður er sama, lierra dóm- ari, óska eg að bera Englend- inginn á bakinu, þegar röðin kemur að mér.“ • íri nokkur — vita tóbakslaus —-var á gangi á götu í Skotlandi. Skoti nokkur kom á móti hon- um tottandi pípu sína. Iranum fannst, að hann gæti ekki beðið alókunnugan mann að gefa sér i pipu, en honum datt snjallræði í hug. „Vinsamlegast gefið mér eld- spýtur“ sagði Irinn. Skotinn varð við beiðninni — og rétti honum eina. „Hvaða voði“, sagði Irinn svo, og þreifaði í vösunum, „eg liefi þá gleymt tóbakspungnum heima og allar búðir eru lok- aðar.“ „Fyrst svo er,“ sagði Skotinn og rétti út höndina, „þurfið þér ekki á eldspýtunni að halda“, stakk henni í vasann og fór sína leið. • Skota nokkurum háöldruð- um var farin að förlast sjón og fór á fund augnlæknis. „Jæja, McTavish,“ sagði augnlæknirinn, „þelta er allt því að kenna að þú hefir liaft of mikið dálæti á flöskunni. Nú er ekki nema um tvennt að velja, whisky eða sjónina.“ „Æ, læknir, eg er gamall orðinn, og búinn að sjá allt, sem vert er að sjá í þessum heimi.“ — Endurtakið það sem sak- borningur • sagði, sagði mál- flutningsmaður nokkur í rétti við eitt vitnanna. — En — það er elcki eftir haf- andi — í áheyrn heiðarlegra manna. — Þá skuluð þér livísla því að dómaranum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.