Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 1
fciv . SEXTANDA KOTLUGOSIÐ SÉÐ UR VESTMANNAEYJUM Eitir síra Jes Gíslason Sextánda Kötlugosið hófst laugardaginn 12. október 1918, og sást úr Vestmannaeýjum milli kl. 1 og 2 eftir hádegi. Veður var mjög fagurt, heið- ríkja og sólskin, og hæg- ur blær af norðri. Sjór sanda- dauður og fóru þann morgun 4 hátar austur í Vík i Mýrdal til að sækja kjöt aðallega. Þeir hétu „Haraldur“, „Óskar“, báðir eign Gísla Magnússonai', „Glammur" og „Skaptfelling- ur“. Milli kl. 1 og 2 fór að sjpt, héðan úr Eyjum, einkennilegur skýstólpi koma upp af Mýr- dalsjökli; var liann að sjá rétt laust við Bjarnarey að norðan þcgar staðið var á syðri SkanzinUm n. 1. sunnanmegin við raufina, sem gengið er um gegnum Skanzinn. Þótt mökkur eða strókur þessi þætti ein- kennilegur í fyrstu, þá var hon- um ekki frekar gaumur gefinn af allflestum, en svo fór hann óðum hækkandi og sást þá i sjónaukum, að þetta var mökk- ur, sem sté upp af jöklinum sjálfum, og af afstöðunni að dæma og eftir því sem eldri menn hér mundu til siðasta Kötlugossins 1860, þá voru lík-* urnar mestar til þess, að nú væri Katla gamla að byrja sinn sextánda hrika-dans og stóð öll- um stuggur af. Mökkurinn eða strókurinn færðist óðum í loft upp og var að hæð, eftir mælingum gerð- um héðan af verkfræðing A. L. Petersen, um 25 kilómetrar réiknað frá sjávárfleti og að gildleika neðst ca 2 kíjpmetr- ar. Ólafur Dan. stærðfræðingur mældi strókinn frá Rvík 1. kveld gossins og mældist hann 36000 fet. Strókurinn var í lögun eins og gorkúla; stilkurinn furðu- þeinn og sveigðist ekkert til þótt hvessa tæki, en hatturinn hrann- aður mjög tröllslega, og litur- inn var ýmist dökkgrár eða ljós- grár eftir því hvar birtan kom á hann, eða engu líkari en lit á lieila og hrannirnai- líkastar til að sjá heila-fellingum. Var sem jötunsheili hefði kastazt þarna í loft upp, en héngi þó á mænunni við skrokkinn. Þegar fór að liða á daginn fóru að sjást geislaflug út frá stróknum í allar áttir. Hugðu menn fyrst, að hér væri um vígahnetti að ræða upp úr gignum, en þegar skyggja tók, kom það í Ijós, að þetta voru eintómar eldingar, svo stórkostlegar og tíðar, að jafn lirikaleg sjón hefir aldrei sést hér fyr í manna minnum, og er ekki hægt því að lýsa. Menn stóðu höggdofa timum saman og horfðu á þessi undur. Það var eins ogþessiheljar-stöp- ull væri allur logandi að innan, sem manni sýndist vera að springa: ýmist þeyttust út úr honum i allar áttir til hliðar, upp og niður, heljar bjarmar, og á milli þeirra eldingarnar ýmist upp eða ofan og til hliðar; stundum i stórum bogum og krákustigum út i geiminn og skáliallt niður, en jafnaðarleg- ast sló eldingunum stærslu ofan úr hattinum og niður í stöngul- inn eða gíginn i boga. Og þetta skeði ekkí við og við, með milli- bili, heldur i sifellu, margar', ó- teljandi eldingar, geislabrot og Ijósrákir á hverju augnabliki. Þessi fádæma sjónleikur varaði allt kvöldið og alla nóttina til kl. liklega 9—10 daginn eftir eða þann 13. Var birtan sva mikil hér i Eyjitm að lýsti upp herbergi þegar stærstu elíþng- arnar riðu af. Þó heyrðust eng- ar dunur eða eldingabrestir liingað. Enda fjarlægðin um 15 danskar mílur héðan til gígsins. Aftui\ á móti var hávaðinn, brakið og brestirnir afskaplegir í Vík og þar austur af, sem fréttst hefir til. — Undir kvöld fór að hvessa af austri og fór þá jafnframt að sjá til eldsins (bjarmans) úr gignu'm svo að um kvöldið þegar bezt sá til hans, var eins og stilkur mökks- ins væri eldstólpi. — Eins og kunnugt er stafa þessar eldingar í skýstólpanum af afskaplegum þrýstingi gufunnar neðanfrá upp á við, samfara núningi skýjapartanna innbyrðis. — Loftið var þrungið rafurmagni, svo að ekki var hægt að nota simatæki undir kvöld. Þó vai' látið vita um það að bátar þeir sem austur höfðu farið, væru farnir þaðan hingað til Eyja heilir á hófi. Var nú farið að bú- ast við þeim heim,en menn voru i nokkrum efa um hvernig þeim mundi takast að hafna sig hér, þvi að straumurinn i hafna- mynninu hér og inni á höfninni varð skyndilega um kl. 6—7 svo afskaplegur, að sjaldan hefir sést hér annað eins i vetrar-velt- um. Að minnsta kosti hefi eg aldrei séð hér eins ákaft sjávar- sog og það sem eg hprfði hér á inn i „Lækinn“ kl. um 7 um kvöldið; var það likast því sem heljarfoss steyptist þar inn svo að undír skalf og glamraði i Jausa grjótinu sem er i garði þeim er liggur frá Nautshamri til lands. — Bátarnir komust þó allir heilir á hófi inn, en stærsti báturinn, „Skaftfellingur“, fékk ekki við neitt ráðjð þegar hann komst inn á höfnina, rak sig á „Harald“ og braut bæði sjálfan sig og hann lítils háttar og varð að leita út af höfninni og lagðist fyrir norðan Eiði, þvi að ófært var þá orðið að liggja á Víkinni aðallega sökum storms af austri. Siðan hefir það* frétzt úr Víkinni, að fjórðungi stundar eftir að bátarnir fóru þaðan kom svo stór alda, brot- sjór, austan með landi og skall langt upp í urðina undir fjallinu vestan við Víkina, að talið er vist bæði að bátarnir hefðu ekki af- borið þá öldu og eins að þeir hefðu skolast upp 1 urðina. Lítilla jarðskjálfta varð vart í Víkinni; að eins varð þar vart við kipp um það bil er gosið braust út; sum- ir segja áður, aðrir eftir. Hér í Éyjum varð ekki vart við jarð- skjálfta. Þegar fór að hvessa tók þykkt, dökkgrátt ský að leggja vestur jökulinn. Sunnud. 13. var ský þetta sem veggur að sjá hér fyr- ir norðan Eyjar, austan frá gígnum og svo langt vestur sem auga eygði og náði langt upp á loft. Hér var talað um há- degi en var þó svo dimmt að nota varð ljós, alls ekki lestrarbjart; féll þar þá nokkur aska, og í Reykjavík var aska farin að falla um kl. 3 e. h. þann 13. þegar þangað var talað. tlr Reykjavik höfðu eldingarnar kvöldið áður (12. okt.) sést greinilega. I Hólmum i Landeyj- um var öskubylurinn kl. 6 e. h. á sunnudaginn 13. svo mikill og harður vegna siormsins sem á eftir rak og dimman svo svört, að bóndinn þar treystist eliki til að senda boð austur að Hólma- hjáleigu eftir manni sem koma átti til viðtals i síma og er þó ekki nema um 10 mmútna gang;- t

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.