Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ur þar á milli bæja, eða naum- lega það. Sunnudagskveldið þann' 13. fór fyrst að verða vart við ösku- fall hér í Eyjum og byrjaði að syrta í lofti uppi yfir. Súrnaði mönnum ákaft í augum þegar er út kom og væri munnur opn- aður, þá marraði milli tanna er lokað var, vegna öskunnar, er inn leitaði. Þann 14. var hér í Eyjum sem myrkaþoka af ösk- unni, þannig að Heimaklettur sást oft ekki þó staðið væri sunnan megin vogsins. Var um dimmumótin orðið um það spor-rækt af öskufallinu og enginn vottur þess að aflétta mundi, enda var þá kominn kaldi af norðri, sem hélt mekk- inum hingað til hafs. Það skal tekið fram, að eftir því sem menn þeir sem á bátun- um komu að áústan skýrðu frá liefði vatnið verið komið fram fj'rir vestan Hjörleifs- höfða um kl. 3 e. h. á laugardag- inn (12.). Sögðu þeir að það hefði verið hrikaleg sjón að sjá þegar vatnið og jakarnir geyst- ust fram og rótuðu upp sandin- um á undan sér í loft upp. Þetta mikla vatnsflóð sem fylgir hverju Kötlugosi stafar af því að gígurinn sjálfur (Katla) er ávallt fullur með jökli milli gosa og byrjar því liverl gos með þessari afskaplegu leysingu og jakaferð þegar jökullinn, þessi heljarbunga bráðnar og rifnar. Milli gosa sést því enginn gígur, heldur aðeins jökull. — Þann 14. ©kt. fóru menn sem heima áttu austur í Mýrdal eins langt austur og komist var, og töldu þeir sandinn orðinn vatns- lítinn, en að þó mundi ekki fært yfir hann fyrr en eflir 14 daga, en sennilega mundi von á fleiri skvettum, enda kom þann dag síðar fregn hingað um það, að dynkirnir eystra væru þá með mesta móti. — Það skal tekið fram, að þegar Katla gaus siðast 2. maí 1860, þá var það hlaup að renna fram í 16 sólarhringa. Þá fór vatnið ávallt fram milli Hafurseyjar og Höf&abrekku- afréttar og steyptist fram af sandinum beggja vegna við Hjörleifshöfða allt í sjó fram. — Markús sál. Loftsson sem bjó i Hjörleifshöfða og dó þar (1906?) þegar eg var í Mýrdaln- um, sagði mér frá síðasta Kötlugosinu. Hann var á ferð út í Mýrdal þegar Katla hljóp og komst ekki heim. Var hann um tima á Höfðabrekku og gekk oft niður að vatninu, niður svokall- aða Kaplagarða fyrir austan og neðan Höfðabrekku. Sagði hann að múlinn, sem hann stóð á, hefði skolfið af vatnsþunganum og vatnið svo djúpt að haffæru skipi hefði verið fært þar um og langt austur af. Markús sál. komst eftir 5 vikur heim til sín austur í Hjörleifshöfða og þó aðeins á þann hátt, að hann fleytti sér á smábáti yfir álana sem voru á Sandinum og yfir aurbleytuna. Þá voru í Hjör- leifshöfða fyrir tveir ferðamenn þegar hann kom þar. Annar þessara manna var Jónas nokk- ur að nafni, söðlasmiður frá Höfðabrekku. Voru þeir á Sand- inum þegar gosið kom og náðu með naumindum á sprettinum upp í Höfðann. Sundriðu til að komast þangað að síðustu. Er sagt að menn hafi verið lirædd- ir um þá, en Jón umboðsmaður, faðir Halldórs í Vík, á að hafa séð hestana í sjónauka austur í Hjörleifshöfða. Þann 14. voru dynkir miklir eystra að heyi’a og eldingar að sjá frá Vik. Sá þá ekkert austur á Sandinn frá Höfðabrekku, en búandi þar hélt að vatn hefði runnið á sandinum eftir niði þaðan að dæma. Þann dag nokk- uð öskufall í Vík og þar í kring. Aðfaranótt þess 15. enn dynk- ir miklir heyranlegir frá Vík og eldingar sýnilegar. Einnig sýni- legar héðan frá Vestmannaeyj- um; einkum bjarminn upp af gígnuin. öskufall lítið þann 15. í Vik; en mökkur mikill að sjá austan yfir. Þegar rofaði upp í Vík sást langur tangi út i sjó út á fiskileitir fram af Hjörleifs- höfða. Var hann til að sjá frá Vík eins og fjallgarður. Gizkað á að þetta hafi verið heljai’jakar, sem staðið hafi fastir i sandi og leðju, sem fram hafði borist með hlaupinu fyrsta daginn. Þann 15. var bersýnilegt, að skepnum hér í Vestmannaeyjum var farið að Ííða illa. Fé hímdi undir görðum og blés mæðilega. Vit þess full af ösku og óþverra og askan, eða öllu heldur jökul- leirinn það mikill á jörðu, að skepnur gátu naumast bitið og sízt sér til bóta. Þá var fé rekið til réttar í Vestmannaeyjum, og er það var rekið eftir Botnin- um, var það svo þyrst að örðugt veitti að hamla því frá að drekka sjó, sem vatn væri. Þann 16. ennþá miklir dynk- ir og eldingar frá Vík að heyra og sjá. Talið mikið vatn renn- andi eftir miðjum sandinum, en Múlakvísl, sem liggur austan undir Höfðabreldiu var með venjul. vatni að kalla. Litíð öskufall i Vík. Þann dag blíðu- veður, Iogn og liiti, sanddautt. Þann 16. okt. fóru þeir Loftur bóndi Jónsson í Höfðabrekku og Hallgrímur bóndi Bjarnason i Hjörleifshöfða inn á Höfða- brekkuafrétt. Hallgrímur bóndi var teptur fyrir vestan hlaupið eins og fyrirrennari hans, Mark- ús sál. Loftsson 1860. Átti eg símtal við Loft þann 17. og sagði liann að umrótin í jöklmum ná- Iægt gígnum væru afskapleg. Gizkaði hann á, að það sem hefði sprungið og borist burt af jöklinum værí spilda um 1000 faðma löng, 300 faðma breið og um 80 faðma á hæð, þar sem hæst er, en jökullinn þar innar af væri svo sprunginn og umrótaður, að ekki væri með orðum hægt að lýsa því. Sagði hann að fram undir Selfjalli stæði t. d. einn jalíi sem væri á að gizka 70 faðma á hæð. Gíg- urinn sagði hann að væri i há-' norður af Mælifelli. Vatn sá hann mikið á sandinum fyrir vestan Hafursey og heggja meg- in við Hjörleifshöfða en vonaði að Álptaverið hefði sloppið að miklu eða öllu leyti. Taldi liann að íshrönnin hefði flot- ið af sandinum mánudag- inn þann 14., og íshrönnin sem náði út í sjó fram af Hjörleifs- liöfða væri orðin gífurlega löng og næði Iangt út á sjó, út fyrir dýpstu fiskileitir. Lítil aska á Höfðabrekku, ekki þurft að gefa skepnum þar. — Póst- inn sagði hann hafa verið tept- an fyrir vestan hlaupið. Þann 17. var kyrrð á gosinu; kyrrð frá Vík að heyra, en úr Landeyjum sást reykstöpullinn upp af jöklinum. Veður gott; blær af landsuðri og sanddautt. „Skaptfellingur“ lá þann dag í Víkinni. Þann 18. hægviðri, lítil væta af landsuðri. Kyrrð á gosinu; engir dynkir eða eldingar sjáan- legar frá Vík. Sjór daúður. „Skaptfellingur“ lá enn í Vík. — Halldór Jónsson kaupmaður í Vík áleit þann dag að sand- og jökulhrannatangi sá sem mynd- ast hefði fram af Hjörleifshöfða mundi hafa náð út á 30 f. dýpi. Áleit að -þá væri vatn að þverra á sandinum. Sagði að síli af ýmsum tegundum, lielzt mjóa- síli, liefði hlaupið í land til muna þar eystra. Þann 19. hægur austan kaldi; bar lítið á gosinu, hvorki dynkir eða eldingar. Þann 20. hægviðri af austri með rigningu; undir kvöld sást himinhár reykjasti’ókur upp af gignum með eldingum og gaura- gangi um morguninn. Þann 21. vestanátt með rign- ingu. Sást þá ekki til gossins. Þann 22. sept. eftir miðnótt (o: aðfaranótt 22.) sást úr Eyj- um hár eldstrókur og eldingar miklar, sem þutu viða um aust- urloftið. Gott veður fyrripart þess dags, blær af suð-vestri. Aflíðandi hádegi snerist vindur til norðurs — stimbræla — sást þá úr Eyjum feikilegur ljósgrár mökkur stíga upp frá Kötlu, svipaðast og fyrsta gosdaginn (12. okt.) þó öllu meiri fyrir- ferðar og svartari með köflum og bar mökkurinn til hafs frá gígnum. Þann dag feiknlegir dynkir og ólæti í Vík svipað og fyrsta daginn. Öskufall i Vík meira þann dag en áður og ask- an stórgerðari. Eldingar sáust um miðjan dag i Vík. Nokkrum dögum fyrr sló eldingu á kind í Holti í Mýrdal og drap hana. — Um morguninn þann dag virtist frá Höfðabrekku vatnið með minnsta móti á sandinum, en búist var við að það mundi aukazt eftir ólátunum að dæma síðar þann dag. Hrannatanginn út af Höfðanum líkur og áður, en jakarnii’ virtust vera famir að lækka. Þann dag (22.) fyrri partinn komst bóndinn Hallgrimur Bjarnason heim til sin austur í Hjörleifshöfða. Hafði hann tvo menn til fylgdar með sér. Snéru þeír heim aftur samstundis og sluppu með naumindum vestur yfir, undan hlaupinu þann dag. — Um kvöldið jiennan dag sást mökkurinn tröllslegur upp af jöklinum og miklar eldingar, þótt allt slíkt væri sem barna- leikur einn börið saman við ekl- ingarnar fyrsta gos-kvöldið (12. okt.). Þann 23. var mökkurinn fer- legur að sjá upp. af jöklin- um, blá-gi’ár að lit, en með Eyjafjöllum vestur var að sjá brún-grátt ösku-belti sem sigið hafði þangað niður og borist með hægum blæ, sem lagt hafði vestur með fjöllunum en fyrir ofan var jökullinn hvítur að sjá og skar einkennilega úr milli móðunnar fyrir neðan og mökksins sem stóð þráðbeint upp sem veggur að austan. Hér í Eyjum var liægur blær af norðri og ekkert öskufall. Þann dag fréttist hingað til Eyja frá Reykjavik, að 4 jarðir: Melhól, Sauðasel, Sandai’ og Rofabær i Meðallandi hefðu eyðilagst með áhöfn allri, en fólk þó bjargast, og ein jörð í Álftaveri: Skálmabæjarhraun skemmst; fólk bjargast þar; ennfremur að fólk hafi flúið af 7 bæjum i Álftaveri. Einnig að brúin á Hólmsá hefði brolnað. Siðar um daginn fréttist að bær- inn á Söndum, sem er vestan við Kúðafljót, á tungu milli Kúða- fljóts og Gvendai’álsins, hefði staðið og kýraar komist af. Þann 24. var sami himinháí mökkurinn enn að sjá, og við og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.