Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 8.— SÍI)V\ í brezka tímaritinu „Strand“ birtist nýlega grein er bét „Hvernig lyktar stríðinu?" Er hún í stil Jules Verne eða H. G. Wells og kveðst höfundurinn — George Antlieil — vilja reyna að svara spurningunni, sem öll veröldin velti fyrir sér dag hvern og oft á dag. Hugmyndafluginu er leyft að bregða sér fram í tiniann. Höf- undurinn hefir látið tvo mikil- væga atburði gerast — Japanir hafa beðið herfilegan ósigur i sjóorustu á Kyrrahafi og Hitler dregið sig i lilé frá opinberum störfum. „Þá hélt fólk, að stríð- ið mundi vera á enda.“ Þvert á móti, segir liinn iiug- ‘myndaauðugi sagnfræðingur, því að það táknaði aðeins, að herforingjaráðið þýzka tæki stjórnina að fullu í sínar hendur og gerði enn eina tilraun til l>ess að útkljá stríðið með ógur- legu átaki. Öfreskjan mikla hikaði í ann- arri tilraun sinni til að brjóta Rússa á bak aftur. Hún hikaði og nam svo alveg staðar. Það var komið langt fram í október og við og við snjóaði ú stepp- urnar rússnesku. Þegar hinir gömlu og reyndu hermeun sáu hvitar snjóflyksurnar, þá fór um þá hrollur, af þvi að Jjeim var enn minnisstæður fyrsti veturinn í Rússlandi. Grískt-tékkneskt fallhlífalið hafði tekið eyna Krít. Hafði það verið að æfa sig leugi undir það verk. Þetla varð til þess, að Þjóðverjar sendu ógrynni vara- liðs til Grikklands. • Velurinn grúfði sig smáni saman yfir blæðandi og sár- svanga Evrópu — Evrópu, sem var enn að mestu leyti undir hæl sterks og gersamlega sam- úðarlauss sigurvegara. En einmitt þegar jóladagur kom, kaldur en þó gleðilegur, þá bárust út hin ótrúlegustu tiðindi — að Japan hefði lypp- ast niður. Þvi hafði enginn bú- izt við, að minnsta kosti ekki fjTr en eftir Iangan tíma. Eftir það og lil nýárs var allt svo tiðindalaust, að það hefði þótt tiðindum sæta, ef maður hefði heyrt tituprjón falla til jarðar ef atvik eitt hefðí ekþi kotnið fyrÍTi Bústaðnr ddmprofasts í einu af hinum nýju húsum viö Garðastræti býr séra Friðrik Hallgríms- son, dómprófastur. Húsið er eign dómkirkjusafnaðarins og mun óhætt að sega, að það sé ein af aðalmiðstöðvum trúarlífs bæjarbúa. — Fleiri prestssetur munu að líkindum rísa hér í bæ á næstu árurn. Það atvik — að vísu ómerki- legt í sjálfu sér — var kærkom- in jólagjöf til fjölda þeirra er voru fjandsamlegir möndulveld- unum: Jóladagskveld 1942 and- aðist Adolf Hitler, nú „óbreyttur borgari“ í Þýzkalandi, en einu sinni valdamesti maður í heimi. • < fæddist seint og við * miklar þjáningar. Taugaveiki hafði geysað um Ev- rópu og hún gerði engan grein- armun á því, hvort menn voru i einkennisbúningum möndul- veldanna eða bandamanna, enda l>ótt það hittist svo á, að hún gerði mestan usla í Þýzkalandi. En nú var svo komið, að her- ir hinna frjálsu sameinuðu þjóða voru farnir að þokast í áttina á Þýzkaland sjálft! Rússar tóku sig allt í einu til og hófu vel undirbúna gagnsókn og leit helzt út fyrir það um tima, að þeir mundu vinna sig- ur í styrjöldinni á eigin spýtur, alveg eins og horfur höfðu verið á árið áður. En það var þó eitthvað, sem vantaði á þessa sÓkn Rússa. Þeir höfðu orðið fyrir svo miklu manntjóni áður, að þess voru engin dæmi í veraldarsögunn og þegar fór að liða frá, varð sýnilegt, að Rússar hefði ekki svo mikið þol, að l>eir gæti rek- ið rembihnútinn á striðið. Heri okkar virtist lika skorta þann höggþunga, er þeir höfðu haft til að bera áður, en þá risu Frakkar upp sem, einn maður. Höfðu þeir verið vopnaðir á laun fyrir okkar tilstilli, og í febrúar- lok 1943 mátti segja, að enginn maður í Þýzkalandi gerði sér minnstu von um að Þjóðverjum lánaðist að sigi'a. Við tókum nú allir á — Eng- lendingar, Frakkar, Tékkar, Pólverjar, Bandarikjamenn, Rússar og Grikkii-. Við rnynd- uðum ejns og hengingai'ól utan um Þýzkaland og það var aðeins eftir að hei'ða á henni. Nú var engunx blöðurn um það að fletta, að ófi'eskjan gat ekki sloppið! Elnginn sinnti þeim umleitun- um um vopnahlé, er fram komu. Snemma í marz 1943 var búið að ráðast yfir landamaeri Þýzka- lands frá öllum hliðum. Wavell hafði unníð glæsílegan sigur i Gi'ikklandi og Suður-Búlgariu þ. 10. marz. Hami hélt hratt norður ú bóginn og létti með þvi á herjum Rússa, svo að þeir gátu brotist inn i Austur-Prúss- land. Þ. 15. marz 1943 héldu her- sveitir bandamanna innreið sína í Rómaborg og Mussolini gafst formlega upp klukkan 4;30 síð- degis eftir Mið-Evróputima. Veslings Mussolini — hvorki dauði né vitfirring gátu forðað honum frá þessari niðin'Iæg- ingu. • Þegar svo var komið, greip alt í einu eitthvert æði Þjóðverja. Þeim vai'ð skyndilega ljóst, að þeir mundu ekki eiga að fá ann- að „vopnahlé“ — liitt hafði allt of sannarlega verið eingöngu vopnahlé — svo að þeir sendu allt í einu þúsundir flugmanna sinna fram til öi'væntingarfullr- ar sóknar. Það er enn hulin í’áðgála, hverju þeir hugðust geta komið fram með þessu, en þeir gerðu þetta samt. Þeir böi'ðust ágæt- lcga — lietjulega, án þess að for- mæla örlögunum eða tapa kjarkinum. Þetta var mikilfeng- leg barátta, svo að rétt sé frá skýrt. Margur vaskur piltur varð að láta lifið þessa ægilegu daga í api'ilmánuði. Þ. 6. mai bauðst þýzka herfoi’- ingjaráðið til að gefast upp með vissurn skilyrðum. Hálfri klukkustund eftir að hinar sameinuðu frjálsu þjóðir fengu tilkynninguna um þetta, flugu flugvélar þeirra í enda- lausum fylkingum jTir Berlin og jöfnuðu við jörðu alla byggð við fjörutíu götur i hjarta borgar- innar. (Þrem árum áður hafði Rotterdam gefizt upp, en hálfri klukkustund eftir að það varð hafði þýzki flugherinn gereytt miðbiki borgarinnar.) Þ. 7. maí töldu Berlínarbúar hversu margar þær götur höfðu verið, sem bandamenn bj|efði ráðizt á, og sáu að þær voru jafnmargar og í Rotterdam — fjörutíu. Eftir það voi'u þeir svo skynsamir, að bera ekki fram frekari mótmæli. Þeir skildu nú eins vel og unnt var hið ægilega mál spi'engikúlnanna. Þá 13. maí flýðu Göring, Göbbels og Himmler til Sviss, — en það var ekki til neins, því að Svisslendingar voi-u ekki lengi að afhenda þá bandamönnum. • Leifar þýzka hersins, er voru nú að heita mú alveg blindaðar af því ofui-efli flugvéla, sem hin- ar fx-jálsu sameinuðu þjóðh' tefldu fraxn, vörðu hvern þuml- ung lands síns fyrir innrásar- hex’junum. Blóðbaðið var ógur- legt — hafði aldrei verið eins mikið í sögu mannkynsins, — en Þjóðvei'jar misstu tíu menn fyrir hvern einn, sem þeir drápu. Lokaáugnablikið kom i Spandau — þ. 24. maí kl. 3.03 síðdegis. Hei'foringjaráðiðþýzka kom út úr borginni og lét bera fyrir sér hvítan fána og léttir rússneskh' ski’iðdrekar fluttu það til herbúða bandamanna. Allt í ehiu hætti allur þýzki herinn skothriðinni. Hjarta hans —• hinri illi and hans — var ekki lengur til. Þýzkaland junkar- anna — kötturinn með lífin níu — hafði látið níuxada lifið. Það var engin ofsagleði. All- ur heimurinn féll á kné. /

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.