Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 1
rnnmm 1942 Sunnudvginn 1. nóvember 37. blað Hvert sóttu rangæisku skáldin, Þorsteinn og Guðmundarnir, „Það er haldin stór vanvirða, eins og það í sannleika er, hjá öllum skynsömum mönnum, sérdeilis þeim, sem að þó teljast kunna i betri óg meiri manna röð, að vita lítið eður ekkert til foreldra sinna, afa, ömmu eður annara foi-feðra." Þannig farast orð, þeim mæta og merka eldklerki, séra Jóni Steingrímssyni, i formálanum fyrir æfisögu sinni. Annar merkismaður i presta- stétt, tónskáldið séra Bjarni Þorsteinsson, segir i formálan- um fyrir ættarskrá sinni, að ætt- fræðin sé „þjóðlegasta og sér- kennilegasta grein islenzkrar sagnfræði." Sumir raunu nú segja, að dá- lítið sé vafasamt, hvað sá hluti þjóðarín'nár sé nú stór, sem liti sömu áugum á ættfræðina og hinir merku klerkar. Þessi fræðigreirt virðist ekki eiga upp á pallbórðið hjá sumu nútiðar- fólki, og það jafnvel engu síður hjá því, er tejur sig i „betri og meiri manna röð". .— Fyrír riokkröm árúrii skrifáði eg t. d. afriiælisgrein um merkan mann, og var ætt hans nokkuð rakin i greininni. Eg bað það blað að birta hana, sem eg þá taldi sér- staklega mitt blað, og hafði keypt um fjölda ára. Áður en farið var að setja greinina var símað til min frá ritstjórninni, og tilkynnt, að ættrakningunni væri ofaukið, og hún yrði að falla burtu. Eg neitáði því með öllu, og sagði afdráttarlaust, að ef blaðið vildi ekki flytja grein- ina eins og eg hefði frá henni gengið, gæti eg fengið hana birta í öðru blaði. Var þá slakað tíl, og birtist greinin ólimiést. 1 þvi trausti, að allstór hópur a. m. k., af lesendum þessa blaðs, sé ekki sömu skoðunar og fyrrgreint blað, um „þjóðlegustu og sér- kehnilegustu gréin íslenzkrar sagnfræði",.og vilji lésa eitthvað um ættfræði — éngu síður en sumt, sem þeim er boðið til skáldgáfurnar? Efiir A. J. Johnson lesturs, bæði i blöðum og bók- um, og ekki er ætið fræðandi eða mannbætandi — hefi eg rit- að eftirfarandi grein, og birti hana nú. Það hefir verið mér — og sjálfsagt ýmsum öðrum — nokkurt umhugsunarefni, hvernig á þvi stendur, að stund- um koma fram stórskáld, sem virðast spretta upp úr ófrjóum jarðvegi, ef svo mætti að orði komast, þ. e. sem almenningur veit ekki til, að til skálda eigi að telja i ætt sinni. En svo er t. d. um Rangæisku skáldin Þorstein Erlingsson, Guðmund Guð- mundsson og Guðmund Dani- elsson.1) Að vísu hef i eg ög aðrír heyrt úm það falað, að Þorsteinn væri skyldur séra Páli „skálda" Jóns- syni, en sá skyldleiki var svo, að langamma Þorsteins var syst- ir séra Páls, en liklegt má telja, að báðir hafi sótt skáldgáfuna til sameiginlegs forföður eða forfeðra, að einhverju leyti a. m. k. En engan annan skáldmæltan mann hefi eg heyrt talað um í ætt Þorsteins, og alls engan i ætt Guðmundanna. En eftirfarandi ættarskrár sýna, að þeir eiga allir ættir að rekja til stórskálda á fyrri tim- !) Fjórða rangæiska stór- skáldið, Bjarni Thorarensen, var svo til náinn afkomandi séra Stefáns skálds í Vallanesi, ólafs- sonar próf. i Kh'kjubæ í Hróars- tungu, Einarssonar próf. og skálds i Eydölum Sigurðssonar. Auk þess átti hann ætt að rekja til f leiri skálda, bæði nær sér og fjær, þar á meðal til Jóns bisk- ups Arasonar. um, og sjálfsagt fleiri en þar er sýnt, þvi það yrði alltof langt mál i eigi lengri ritgerð en þessi er, að fara svo langt út i þessa sálma, að tæmandi væri. Þetta virðist sýna, og sanna, að skáldgáfan — og sjálfsagt einnig aðrar sérgáfur — getur legið niðri i ættunum i marga ættliði, og um tímabil svo öld- um skif tir. Að vísu er ekki ólik- legt, að til hafi verið i miIIUið- unum skáldmælt fólk, þó eigi sé það kunnugt. Flest fólk á f yrri tið átti þess engan kost, að koma ljóðum sínum á framfæri, svo að þau geymdust, og þvi hafa þau, ef til voru, glatast með öllu við fráfall þess. I sambandi við það, að sérgáf- ur geti lengi Iegið niðri í ættum, er réit að drepa á það, að stund- . um virðist svo, sem sérgáfan komi fram i breyttri mynd í ættunum, á lengri eða skemmri tima. Eg ætla að nefna þrjú dæmi. Það er alkunnugt, að séra Bjarni Þorsteinsson i Siglufirði er eitt með fyrri tónskáldum okkar, og eitt af þeim beztu á sinni tið. Ekki hefi eg tekið eftir því, að hann geti um fólk með tónlistargáfu i ættum sín- um, þegar frá er skilinn Torfi i Klofa. En mörg ljóðskáld voru i ættum hans, t. d. var séra Bjarni 10. maður frá sér Einari Sigurðssyni i Eydölum. Næsta ljóðskáld við hann var séra Kol- beinn Þorsteinsson í Miðdal i Laugardal (d. 1783), sá er þýddi Passiusálma Hallgrims Péturs- sonar á latínu. (Það gerði einnig séfa HJörleifur Þórðarson á VaJþjófsstað.) Var séra Bjarni f jórði maður frá séra Kolbeini, en séra Kolbeinn átti m. a. ætt að rekja til séra Jóns Pálssonar A. J. Johnson. Maríuskálds á Grenjaðarstað. Það er dálitið freistandi a. m. k., að setja skáldskapargáfu séra Kolbeins i samband við tónlist- argáfu séra Bjarna. Allir sem þekktu til Lárusar Pálssonar smáskammtalæknis, og muna hann, eru vafalitið sammála um það, að hann hafi verið Iæknir af „guðs náð", þ. e. fengið lækningagáfuna í vöggu- gjöf. Sonarsonur hans og al- nafni, Lárus Pálsson leikari, virðist vera fæddur leikari. Kemur lækningagáfa Lárusar eldra ekki fram hjá Lárusi yngra sem leiklistargáfa? Mér eru ekki kunnugar ættir Björgvins Guðmundssonar tón- skálds á Akureyri, og veit þvi ekki hvort skáid eru nærri hon- um, en það veit eg, að hann er afkomandi séra óiafs Guð- mundssonar sálmaskálds i Sauðanesi. Björgvin mun vera kominn af séra Katli á Kálfa- fellsstað, syni sra ólafs; er hanu þvi einnig afkomandi séra Einars i Eydölum, (séra Ketill átti önnu dóttur hans). Milli séra iÓlafs og Björgvins er að vísu hátt a þriðju öld, en ef Björgvin tónskáld á ekki skáld — eða hljómlistarmenn — i öðrrim ættliðum, er mér næst að halda, að skáldgáf a séra ólaf s og séra Einars komi fram hjá \

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.