Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 1
mmm 1942 Sunnudaginn 8. nóvember 38. blaö Gísli Fr. Johnsen: Á fiiglaveiðiini með inynclavél að vopni. / greín þeirri, er hér fer á eftir, lýsir Gísli Fr. John- sen frá Vestmannaeyjum ýmsum ævintýrum, sem hannt hefur lent í, er hann uar að leita uppi fugla til að Ijós- mynda þá, en eins og kunnugt er, er Gisli Fr. Johnsen tandskunnur orðinn fyrir fuglamyndir sínar. t>að var hani, sem fyrstur allra fugla varð fyrir „hatt- barðinu" á mgndavétinni hans Gísla, síðdr urðu það lundar, skarfar, fýlar, súlur og síðast konungur fugl- anna, örninn. En við myndatökur þessar hefur Gísli lent í marghátt- uðum ævintýrum og þeim lýsir hann i eftirfarandi þáttum. Fyrstu myndirnar mínar. Eg var ekki gamall er eg eign- aðist fyrstu myndavélina. Var það Westpocketvél frá Hans Petersen, og að þvi er mér fannst, mikið gersemi, enda not- aði eg hana óspart, bæði i tíma og ótíma, öllum til ama og leið- inda, nema sjálfum mér. Tókeg myndir, ef myndir skyldu kall- ast, af öllu milli himins og jarð- ar. Meira að segja „nappaði" eg mynd af nefinu á Kristjáni X. á Þingvöllum 1930, þvi eg lá uppi á steini líkum á hæð og kóngsi, en hann hallaðist upp að þess- um sama steini án þess að taka eftir mér, og þar sem eg var svona nálægt andlitinu á honum var litið annað sýnilegt á film- unni en nefið. Nú var eg búinn að fá nóg af þessum mannamyndum, sem mér fannst allar vera eins, og ekkert „púður" í þeim, nema helzt af börnum og gamalmenn- um, og einn góðan veðurdag uppgötvaði eg það, að náttúran var minn rétti vettvangur. Fór eg því að glíma við að festa eitt- hvað af dásemdum hennar á filmuna. Rölti eg nú oft einsam- all út á Ofanleitishamar vestan á Heimaey, sérstaklega í vestan stórviðrum, til þess að reyna myndavélina á einhverjum stór- sjónum, sem kom æðandi og hvitfyssandivestanúr regindjúpi Atlantshafsins og brotnaði hvæs- andi þarna við hamarinn, sem þá skalf og nötraði undan helj- araflinu. Var myndavélin oft illa til reika á þessum - ferðum og aldrei jafn góð á eftir, og missti eg hana reyndar einu sinni í sjó- inn. Fáar voru myndirnar sem heppnuðust, en þær fáu borguðu alla fyrirhöfn. Þarna var þá nokkuð, sem hægt var að glíma endalaust við, án þess að fá leið á því, og þarna voru engin láta- læti á ferðinni eða uppgerð, held- ur látlaus raunveruleiki. Einu sinni náði eg í mynd af hana og leizt strax gæfulega á þá mynd. Frá því gerðist eg svo „mikið fyrir fuglinn", að eg á- setti mér að ljósmynda alla ís- lenzka fugla og stendur sú á- kvörðun óhögguð enn, þó mikið vanti á að lokið sé. Um ljós- myndatökur af fuglum, einkum bjargfuglum, er margt að segja. 1 eftirfarandi línum mun eg leitazt við að gefa almenningi smá sýnishorn af fuglaferðum þessum og þeim æfintýrum, sem þeim fylgja. í Vestmannaeyjum úir og grúir af þessum síkviku og f jör- ugu fjallabúum, og hefi eg oft og mörgum, sinnum gist þessa vini mína, ýmist svo vikum skipti í einu, eða með bráða- birgðaheimsóknum, eins og stjórnmálamenn fyrir kosning- ar, og ávallt i seinni tíð með myndavélina sem aðalvopn. — Ekki hafa ferðir þessar ávallt verið leikur einn. Veðráttan í Eyjum getur brugðist til beggja vona, er yfirleitt storma- og vætusöm. Einu sinni fór eg" i „Brandinn", sem er ein af út- eyjum Vestmannaeyja, ásamt fimm veiðimönnum. Er við vor- um nýbúnir að ganga frá kofa- ræksni, sem við hrófluðum upp þarna í skyndi, tók að rigna ó- spart og hvessa. Rigndi nú stanslaust þarna í 12 daga, svo ekki var hundi út sigandi. Þeg- ar móðir jörð gat ekki gleypt meiri vætu, fór allt á flot i kof- anum, svo hann gerðist ömur- leg vistarvera. Grófum við þá skurð í kringum hann, svo væt- an gæti runnið burtu. Fílabyggð- in hálffylltist af vatni, svo poll- ur var í hverju hreiðri. Sat þó fýllinn sem fastast á eggjunum gráunguðum, í miðjum pollm- um, og sýnir það betur en margt annað hina frábær- legu móðurást fuglanna og þrautseigju í baráttunni fyr- ir afkvæmum sínum, eink- um meðan þau eru ósjálfbjarga. Hreiður þau, sem ungar voru i, urðu verst úti og bókstaflega drakknaði allur þorri unganna, en þeir eru mjög dúnaðir, er þeir skríða úr egginu, og halda því vel iá sér bleytu. —- í þessa tólf daga veidd- um við ekkert, og um mynda- töku var ekld að ræða. Hjálm- ar Jónsson frá Dölum í Vest- mannaeyjum, einhver dugleg- asti og harðfengasti fjallagarp- ur Eyjanna, hélt i okkur liftór- unni, svo við ekki sáluðumst úr leiðindum, með hinni frábæru kýmnigáfu sinni og glaðlyndi. Hélt hann uppistanzlausum um- ræðum um svaðilfarir veiði- manna og drauga og tröllasögur á kvöldin, svo mönnum, gerðist ekki svefnrótt, enda oft „krítað liðugt". Hjálmar hefir þrisvar sinnum hrapað í björgum, einu sinni úr um 40 m. hæð, en lenti þá i sjó. Horfði eg á þann at- burð, en myndavélin var því miður ekki uppspennt i það sinn, svo Hjálmar slapp frá mér, en frá fjögra mánaða legu eftir áf allið slapp hann ekki. En hann virðist ódrepandi, piltur sá, og herðist við hverja raun. Útkom- an úr þessari ferð var: Nokkrir lundar veiddir og ein eða tvær Lundar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.