Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Side 1
1942 Sunnudaginn 15. nóvember Edvarð Friðriksson: í Como-park. Mikið eiga strákarnir gott. Núna eru þeir að fara út til að aka með stelpunum, en aumr ingja ég — og eg vorltenni sjálf- um mér þar til eg er orðinn klökkur. — Æ, þessar skruddur! Ó, hve veðxúð er gott. Eg nxá þó líklega fai-a út og fá mér að éta. Nú er bezt að reyna að finna Miss Högnason. Eg les ekki meira núna, en þeim mun bet- ur á eftir. Svo fer eg i jaklcann og geng út. En hver var það ann- ars, sem sagði: „Hvildu þig, hvíld er góð?“ Ha? Jú, það var skrattinn, og eg veit það núna, þegar eg fer að hugsa um það, að í sál rninni höfðu þeir verið að leik, andskotinn og drottinn, — og skröggur sigi’aði. Og mér finnst það næstum eðlilegt. Hann hefir svo fína tungu, svo skemmtilegur og sannfærandi. En gamli drottinn tekur lilutina allt of alvarlega. Hann segir bara: „Svona á þetta að vera“ eða „Þetta á ekki að vera svona“. Og svo finnur maður, hver álirif þetta hefir. Ég hafði ekki lieppnina með mér í þess- um leiðangri. Miss var farin úr skólanum, en ég hafði ætlað að finna hana þai', og er bezt að segja það strax, að hún er að- stoðarkennari og siðferðis- málaráðhei’ra“ við hússtjói’n- arskólann hérna. Hún er vist komin til ára sinna, en livað gerir það til. Hún er íslenzk, blessunin. Það væri ekki vitlaust að koma sér vel við hana, þar sem hún hefir yfir að ráða mörgurn tugum blómarósa, og heim fer ég, kveð niður öll slik áform um sókn á það virkið og skil skratt- ann eftir í reiðileysi. — En hann var jafnfljótur heim. „Þú hefir verið duglegur þessa viku, það er laugardagur í dag og sunnudagur á morgun“. Þetta tvennt siðasttalda er rett og lofið er gott, jafnvel þótt það verði þannig til, þessvegna er bezt að janka öllu. Svo heldur liann áfram: „Farðu nú einu sinni út að skemmta þér“. Og hefði ég spurt liann, hvert ég skyldi fara, myndi liann hafa sízt bent mér í Como-park. Ég fer því þangað og tel að djöfsi hafi tapað leiknum. Þegar ég kom út í lystigarð- inn, blasti við völlur mikill og var þar margt fólk að leikjum. Eg staðnæmdist þar, sem fjórir unglingar léku tetnnis. Þejr léku double. Mér fannst ekki mikil keppni i leik þeirra. Gekk liann mest út á það, að pörin duttu eins og af tilviljun i fangið á hvoru öðru. Ekki kann ég tennis, svo það getur verið, að það eigi að leika hann þann- ig, en af því að fólk er oft skelfilega bjánalegt þegar það er ástfangið, getur vel verið að önnur viðfangsefni verði það einnig. Ég yfirgaf þvi þessar manneskjur og vonandi hafa aðrir gert eins, svo þær hafa fengið að sleikja. sig í friði. Ég dreg heilnæmt loftið i djúpum teigum. Ilmur frá blómguðum epla- og plómu- trjám blandast sterkum þ|ef eikar og furu. Ég staðnæmist við steinþró' mikla, sem er þur á veturna og er það enn, þvi það er ekki Elzta kirkja Norðmanna i St. Paul. búið að „opna“ garðinn. Þegar búið er að því, þá er þróin full af vatni og gosbrunnar, sem standa á börmum hennar eru gjósandi. Á botni hennar stóðu með ca. 5 m. millibili stál- byttur miklar fylltar mold. Þar á að gróðursetja vatnaliljur. Mér er minnisstætt, hve mjög mér fannst til um hinar miklu gróðurhúsabyggingar á Reykj- um í Mosfellsveit. En eg varð samt undrun sleginn, þegar ég sá glerliöllina, sem blasti við, er ég gekk upp úr dalverpinu, þar sem vatnsþróin stóð. Miðbygg- ingin, eða turninn á þessari miklu sambyggingu er um 10 mannhæðir, og vaxa þar pálma- viðir og þegar inn er komið, sýnast þeir gnæfa við himin. f gróðurhöllinni gefur að líta liinar fágætustu jurtir frá Suð- urliafseyjunum, og umhverfið er gert þannig, að maður getur látið sig dreyma að vera kom- inn þangað. f tjörn, sem gerð er í þeirn hluta byggingarinnar, þar sem mest er af hinum suð- ræna gróðri, synda all fárán- legar skepnur og eru kallaðir fiskar. Enginn, sem alinn er upp með þorski og ýsu, mundi samt ætla slíkt. Einnig eru þar til prýðis skeljar ca. 3—4 fet í þvermál. Þær eru fluttar hingað frá Havaii. Ég kynnti mig fyrir umsjónar- manni. Hann sýndi mér allt og sagði, er mig fýsti að sjá og heyra. Auk þess kynnti hann mig fyrir ýmsum, er þarna voru. Þá stund var ég eins og konungur, því allir vildu gera mér einhvern greiða. Ég smit- aðist af hinni miklu greiðasemi, en þar var enginn hjálparþurfi. Ég yfirgaf þvi þessa merkis byggingu, án þess að hafa kom- ið greiðaseminni við. Ég gat þó síðar sýnt lit á þvi, eins og nú skal frá skýrt. Skammt frá gróðurhöllinhi var dálitill dýragarður, og voru þar m,. a. smáapar í búri. Ég 39. blaö EdvarS FriSriksson frá Borgarnesi, stundar nú nám i Bandaríkjunum. keypti nokkurar hnetur og fór að leika mér við þá eins og krakkarnir, sem voru þarna i kring. — Þessir apar voru kerling og tveir krakkar. Karl- inn og kerlingin gripu hverja hnetu, sem inn til þeirra var kastað, og ef krakkarnir gerðu tilraun til þess að ná í þær, þá grettu foreldrarnir sig hræðilega svo krakkarnir þorðu ekki að bera sig eftir björginni og fengu svo ekki neitt. Hér þurfti því greiðasemi og langaði mig til að „plata“ v^amla fólkið. Ég teygði mig því irm fyrir ytri grindurnar og reyndi að i'étta stráknum hnetu, en sá gamli hafði á honum strangar gætur. Ég veit eklci hvort þið trúið mér, en við stráksi töluð- umst við með augunum. Ég sagði honum að koma út í horn, og þegar hann var kominn þangað, þá kastaði ég girni- legri hnetu út í hornið and- spænis og drattaðist karlinn eftir henni. Þá rétti ég væna linetu að stráknum, sem greip hana eldsnöggt og hljóp upp i rjáfur á búrinu. Þannig lékum við mörgum sinnum, án þess karlinn nennti að eltast við soninn. Þarna skammt frá var ljón. Tók það að öskra hryllilegu öskri. Rómurinn er hás og gríðarsterkur. í öðrum enda búrsins lá Ijónynjan og sleikti sólskinið. Nú reis hún á fram- fæturna og fór að kúgast. Hún brölti á fætur og spjó um leið. Enn kúgast hún, skjögrar og kúgast og spjó að lokum galli.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.