Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Ur §ögfn Konstantinopel. Ef keisarinn hefði verið nokkur maður, og liaft vit og þor til að nota þá krafta borg- inni til varnar, sem hann hafði yfir að ráða, hefði og skjótt verið úti um þessa fámennu frönsku riddaraherdeild, og.all- an her krossfaranna, en ekkert var gjört. Keisarinn og borgar- búar treystu múrunum og mála- liði keisarans sér til varnar og öryggis, ásamt þeirri trú, að Konstantinópel væri óvinnandi. Eftir tíu daga liafði þeim frönsku tekist að fylla grafirnar á köflum, og koma sér upp vig- skurðum meðfram múrunum; undir eins og þeir gátu brotið skörð í brúnir múranna, seltu þeir stiga að og áður auga á festi voi'U 15 riddai'ar og svein- ar þeirra lcomnir upp á múrana, en þrátt fyrir hreystilega fram- göngu voru þeir ofurliði bornir og áhlaupinu hætt að því sinni. Á sama tíma og það gerðist, er nú var frá sagt, réðust Vene- zíumenn á múrana frá höfninni. Donaldo foringi þeiri’a lagði skipunuixi svo nærri múrunum sem kostur var. Valslöngui', sem voru í framstafni skipanna, slöngvuðu grjóti, örvunx og spjótum á þá er múrapa vöi’ðu. Bx-ýr sem festar voru upp i möstrum galeiðanna voru látnar falla á múrana og þutu her- mennirnir eftir þeinx. Hinn gamli og lirausti Donaldo var sá fyrsti, sem steig fæti upp á múr- ana, og setti liann þar strax nið- Ur merki St. Max-kúsar ljónsins, allur herinn fylgdi honum og innan stundar höfðu þeir tekið Það er laglega af sér vikið, og ekki heiglum lient, að nefna sextán kvennanöfn í einni vísu, en hún sýnir að Þorleifur lögm. hefir verið skáld gott, enda dótí- ui’-dóttursonur Lofts ríka. En því miður hefir ekkert annað geymst af skáldskap Þoi’Ieifs. Það hefir vei’ið fleira kvenfólk á Skarði hjá Þörleifi en nú tíðk- ast á bæjum — og líklega þó ekki allt talið, t. d. það, sem var á engjuiu, svo og unglingar og gamalmenni. — Enn kvað vera allmai’gt kvenfólk á Skarði, og þar á meðal mvndai’legar heima- sætui'. Heilladísir virðast halda verndarhendi sinni yfir þessu fræga höfuðbóli, sem nú er bú- ið að vei-a í eigu og ábúð sömu ættax-innar, ef ekki frá land- námstíð, þá a. m. k, nokkuð á níundu öld. 25 varðturna, og sett eld í þann hluta borgarinnar er næst þeim var, og við það flýði fólkið og varnai'liðið til annai’ra staða i boi-ginni. Þannig stóðu sakir þegar Donaldo bárust þau tíð- indi, að félagar þeirra, Fi’ans- mennirnir væru nauðlega stadd- ir. Hann brá skjótt við og hvarf frá hálfunnum sigri; liann kvaðst lieldur vilja deyja með félögum sínum, en vinna sigur og synja þeini liðveislu. Hann kallaði sveitir sínar sanxan og lagði til liðs við þá frönsku. Þegar Donaldo kom þar sem Frakkar og keisarans menn börðust, sá liann skjótt hvei’su liðfár liann var til þess að leggja til ox’ustu við her keis- arans. Keisarinn hafði gert út- í’ás úr borginni með allt sitt riddai’alið, en er hann fann hvei-su fast þeir frönsku stóðu i fylkingu, dró hann úr sókninni og er kvölda tók, dró hann sig og allt sitt lið til baka og inn í boi'gina. Þá nótt flýði hann einn á bát úr borginni, og hefir hann hvergi, svo menn viti, komið fram síðan. ,LTndir eins og það vai’ð hljóð- bært, að keisarinn væri flúinn, var tsak ggmli sóttur i fangelsið, og næsta dag hélt hinn ungi prins, Alexius og vinir lxans, leiðtogar krossfaranna, innreið sína í boi’gina, og allir voru fagnandi yfir því, að þetta blóð- uga stríð lxafði tekið svo skjótan enda; en því miður var það ekki, það var aðeins fjæsti þátt- urinn i hinum hörmulega sorg- ai'leik, er nú var hafinn. Alexius prins var krýndur sem meðkeisari með föður sín- um. Þegar öllu var svo komið, eins og ráðgjört var, kröfðust leiðtogar ki-ossfaranna að Alex- ius uppfyllti loforð sín, er hann hafði gefið þeim sér til liðveislu, en er til þess kom, var margt til fyrirstöðu, og þó helzt það, að sameina liina grísku og róm- versku kirkju. Menn sáu sti’ax, að til þess að koma þvi til leiðai', þui-fti á mikilli þolinmæði að halda, og að slikt mundi taka langan tinxa. Alexius keisari gat þó saixxið svo við sanxherja sina, að þeir liðu hann fyrst uixi sinn um hinar stóru fjárgreiðslui’, er hann hafði lofað þeiixi, og er svo samdist, virtist allt vera að komast í gott lag aftur, eftir þá stóru viðburði er gerst höfðu. Alexius keisari þóttist ekki með öllu óhultur. Hann tor- trygði þegna sína uixi lioll- ustu við sig, og fékk krossfar- ana til að setjast að i hafnar- boi’ginni Peru, til þess ef á þyrfti að halda, að lialda borgarbúum í skefjum, nxeðan liamx færi unx ríkið, til að bi jóta þá til lilýðni við sig, er hann grunaði að væi-u sér mótfallnir. Hann fékk gi’eif- ann af Montfen-at í fylgd nxeð séi*, og herdeild franskra ridd- ara. Þetta tiltæki keisarans reyndist mjög óheppilegt, til þess að vinna li-aust og tiltrú fólksins. I Konstantínópel varð brátt allt í uppnámi í borginni, er keisarinn var farinn, en kross- fai'a herinn settur til að gæta fx’iðar og reglu; þá vaknaði brátt hið gamla þjóðernis- og trúar- bragða hatur nxilli hinna grísku og latnesku. Konstantinópel- inenn höfðu alltaf staðið örugg- ir í þeirri trú að borgin væri ó- vinnandi, og fyrir hið takmai-ka- lausa þjóðardranxb þeirra voru það sár vonbrigði sem skeð höfðu; þeixxi fannst að krossfai- arnir hefðu svívirt og vanhelgað sína lxeilögu borg, og hatur þeirra blossaði nú upp gegn þeim, sem hjálpað liöfðu til, hæði að fx-elsa fsak gamla úr fangelsi og konxa syni hans til valda, en fsak gamli hafði alltaf verið forsmáður og fyrirlitinn, svo bætti það ekki úr, að sá orðrómur breiddist út meðal fólksins, að Alexius væri svik- ari við ti’úna; því þrátt fyrir það að samningur sá er Alexius gerði við ki’ossfarana og páfann væri heimulegur, lagðist samt sem áður sá orðrónxur á, að liann hefði selt hina grísku kirkju í hendur páfans, og grunurinn unx það, var nóg til að vekja ódauðlegt hatur gegn lionunx. Þá vildi það til sem gex’ði illt verra. Þegar krossfar- amir kynntust meir í borginni, urðu þeir þess varir, að þar voru ein eða fleiri Múhameðstrúar- mannakirkjur, en við það bloss- aði upp hin trúai’lega vaxxdlæting o^hatur gegn þeim vantrúuðu, að þeir kveiktu í einni kirkj- unni ög brenndu hana til ösku; þeir leituðu upp hús og heimili Múhanxeðstrúarmánna og brenndu þau, en drápu fólkið. Eldurinn breiddist út, svo þeir réðu ekki við að stöðva hann. Afleiðingin af þessu tiltæki vai’ð sú, að eldurinn geysaði í 8 daga, og hafði þá bi’ennt bx-eitt svæði i gegnunx þéttbyggðasla hluta boi’gai’innai’, alla leið frá höfn- inni yfir að Marmai’ahafinu. Ástandið í borginni varð ó- skaplegt, hörmungar og hræðsla gerði fólkið næstum brjálað og samfara þvi magxxaðist hatrið til útlendinganna, svo við ekk- ert varð ráðið. Leiðtogar kross- faranna lýstu því yfir að þessi bruni hefði ekki vei’ið að þeirra ráðum, eða með þeirra vitund, og kváðust algjörlega saklausir af því óhappaslysi, en borgai'- búar lögðu engan trúnað á orð þeirra og yfirlýsingai’, enda vaF hatrið orðið svo yfii'gnæfandi að engrar sanngirni var gætt. ítalii’ og aðrir Vestur-Evrópu- menn, senx sezt liöfðu að i boi’g- inni, eftir fyrra blóðbaðið, voru orðnir 16 þúsund að tölu, flúðu til hafnai’borgarinnar Peru, þar sem þeir leituðu sér öi-yggis í skjóli hersveita krossfai'anna. Þannig stóðu sakir í borginni þegar Alexius keisari konx heim úr leiðangi’i sínunx. Nústóðhann uppi hjálparlaus og ráðalaus, hræddur, bæði við samliei-ja sina og borgarbúa. Loksins af- réð liann að biðja greifann af Monlferrat að lialda vörð með hermönnum sínum, unx keisara- höllina, því hann trúði ekki líf- verði sínunx til þess; en á sama tíma hélt hann leynifundi nxeð aðlinunx, til þess að vinna að því að konxa liinum útlenda her senx fljótast út úr borginni, en sú ráðagjörð konxst bráðlega upp, og afleiðingin varð sú, að leið- togar krossfaranna sendu sex riddara á hans fund nxeð hótun- arbréf, og kröfðust að keisarinn stæði við öll þau lofoi’ð er hann liafði gefið þeim. Þeir lýstu því yfir, að þeir hvorki viðurkenndu hann senx keisara né vin sinn, ef hann ekki þegar uppfyllti ÖII sín lofoi’ð við þá, undanfærslu- laust. Að þessu erindi afloknu riðu riddararnir til lxei’búða sinna, og sluppu út úr borginni án þess nokkur lxefti för þeirra. Með þessu hótunarbréfi hófst stríðið að nýju, en það var ekki Alexius keisai’i, senx tókst á hendur að stýra hersveitunx borgarinnar, því næstu nótt var honum steypt úr völdum, af manni er Mourzoufle hét, og Alexius hafði sett til hárra valda og metorða; og nokkrunx dög- um síðar lét harðstjórinn myrða Alexíus fyrir augunx sér, hin sönxu forlög biðu og ganxla ísaks keisara, senx var tekinn af lífi nokkru síðar. Þegar ki’ossförunum bárust þessi tíðindi gleynxdu þeir hati’- inu til hins ógæfusama Alexius, og sóru að hefna grimmilega á nxorðingja hans og hinum trú- lausa lýð, er tekið hefði hann til keisara; en nú var við harð- vilugan ofbeldismann að eiga, sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna, og nxeð snarræði og höi'ku kom hann reglu á hinar skipulagslausu hersveitir borg-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.