Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Með þessari auglýsingu eru amerískir þegnár livattir til að kaupa stríðsverðbréf. Hermaðurinn heldur á verðbréfum í annari hendinni en Hitler og Hirohito i hinni. allra þeirra börmunga, er geng- ið bafa yfir hinn kristna heim, i trúarbragðastyrjöldum, þrælk- un og undirokun, þá er litt mögulegt að komast undan þeirri hugsun, að trúarbragða- iegt ofstæki og blindni er mann- anna stærsta böl og óhamingja; það ætti að standa með stóru letri yfir liverjum kirkjudyrum. Þess hefir áður verið lítilsliátt- ar getið, liversu borgin var skreytt með allskonar listaverk- um, sem safnað liafði verið sanv- an frá ýmsum borgum Iiins forngriska rikis, og höfðu varð- veizt í Konstantínópel, meðan hinar sagnauðgu borgir róm- verska rikisins voru Iierjaðar, rændar og brenndar, af hinuni barbarisku þjóðum, er æddu yf- ir þær. Konstan tínópelmenn báru hina dýpstu lotningu fyrir þessum klassisku lislaverkum forfeðra sinna; 1» þeir að öðru leyti væru orðnir eftirbátar þeirra um flesta hluti, höfðu þeir þó miklar mætur á list og listaverkum. En nú skipti um. Hinir óupplýstu og ruddalegu krossfarar virtu þessi dýrðlegu Jistaverk fornaldarsnillinganna einkis, þau voru ei meira virði en verðmæti málmsins, sem í þeim var, enda voru nú flest þeirra brotin og brædd og steyptir úr þeim peningar, til þess að borga með mála her- mannanna. Nicatos gefur all- ljósa lýsingu af sumum, j>essara óviðjafnanlegu listaverka, og bversu stórkostleg þau voru. Honum segist svo frá: „í Hippo- dromatinu voru afar skrautleg- ar myndastyttur af nafnkennd- ustu kappakstursmönnunum, er sýndu þá standandi á vögnum sínum, eins og i lifanda lífi, þeg- ar þeir unnu sér til frægðar á kappakstrinum við olympisku leikana. Þar voru og líkneski af krókódíluni og flóðhestum í fullri stærð, þar voru afar stór- ir sfinxar; þessar myndastyttur áttu að minna á yfirráð Róm- verja i Egiptalandi. Þar var úlf- injan, er fóstraði þá Rómúlus og Reinus. I miðri borginni var hár ferhyrndur pýramídi, skreyttur alla vega úthöggnum myndunr, svo sem fuglum af allsk. tegundum, bændum við vinnu sina á akrinum, sauðfé i haga og unglömbum að leika sér; fiskar af ýmsum tegundum, og fjölda kúpidóa, sem, Iéku sér að því að henda ástarperlum milli sín; en uppi á loppi súlunn- ar yar afarstórt kvenlíkneski, sem snerist með hverjum miiínsta vindblæ, var það svo meistaralega gert, að vart var greinanlegt frá Iifandi mann- eskiu. Á fittmi’i «ta?! ’ UnvgÍTtni var mvndastytta af París, er sýnir hann vera að leggja feg- urðarverðlaunin að fótum Ven- usar; þar var og Jíkneski af Helenu fögru, og lýsir Nicatos því með mikilli hrifningu og að- dáun. Ilann segir meðal annars i lýsingu sinni: „Óviðjafnanlegir voru hinir holdugu og snjóhvítu handleggir, hin hvelfdu og að- dáanlega fögru brjóst, þá var hið yndislega bros á liinum blóð- rauðu vörum, hennar, ekki síður óviðjafnanlegt, og töfrandi seyð- magn hinna dreymandi augna. Svo haglega var líkneski þetta gjört, að það sýndist sem lifandi væri. Hinn þungi búningur bylgjaðist fyrir hinum minnsta vindblæ og féll að hinum óvið- jafnanlegafögru limum líknesk- isins.“ Þar var og tröllaukiö Herkúlesar líkneski.Nicatos seg- ir að þumalfingurinn á því hafi verið eins gildur og fullorðinn maður um mjaðmir, en þó svo snilldarlega gert, að öll. hlut- föll samræmd sem í Iifandi manns líkama. Þar var og afar stórt líkneski af Júnó, sem einu sinni hafði prýtt gjTðjuhofið i Samos. Þar var og líkneski er hvíldi á 30 fosfyrsúlum, er voru 30 fet á hæð hver; þetta líkn- eski táknaði Pallas Athena; það var óviðjafnanlegt meistaraverk að fegurð og formi. Öll þessi og fjöldi annara listaverka hinna forngrísku snillinga, voru brotin og brædd upp og steyptir úr þeim klunna- legir koparpeningar. Þannig liðu undir lok mörg hin stórkostlegu listaverk fornaldarinnar, og eru öllúm töpuð um aldur og æfi. Sorglegar afleiðingar _ trúar- bragðalegs brjálæðis. Eins mikið og krossfararnir forsmáðu hin klassisku lista- verk, 'eins báru þeir aftur á móti mikla lotningu fyrir hin- um svokölluðu helgu dómum. Þeir söfnuðu saman úr kirkjum og klaustrum, feiknunum öllum af sliku, svo sem: höfuðkúpum, beinum, krossum, myndum helgra manna, fataleifum,, sem sagt var að hefðu einhverntima átt einhverjir helgir menn, á samt allra handa fáránlegum hégóma. Þessir hlutir urðu að afarverðmætri verzlunarvöru, og seldir dýrum, dómuni um alla Vestur-Evrópu, prestum og munkum til hins mesta haen- aðar. Mareir gáfu og þennan héeóma, kirkjum og klaustrum, fyrir sálu sinni, er þeir kornu aftur til átthaga sinna ,úr þess- um leiðangri. VI. Hniímun borgarinnar. ^ cn/tf cl 'i^fit rf T? mh >vr _ dæmis milli sin, en yfirráð þeirra urðu skammvinn. Að fimmtíu árum liðnum höfðu þeir misst öll yfirráð rikisins úr höndum sér. Gríska keisara- dæmið var endurreist, en nú var það fátækt, veikt og um- fangslítið; það var eins og sjúklingur sem er nýslaðinn upp úr langri legu, aðeins til að hjara um stund með veikum burðum. Þannig var um þessa heimsfrægu borg Konstantínó- j>el og gríska ríkið. Næstu 200 árin eptir j>essa rniklu eyðileggingu, er svo að segja næstúm óslitið óeirða- tímabil, sem stafaði af innbjnð- is ósamkomulagi og flokka- dráttum. Stundum eru tveir eða þrír keisarar og keisara- elckjur, sem allt berst um völd- in. Stundum fáfróðir og hjá- trúarfullir munkar, sem koma öllu i bál og brand, með ofstæki og ofan*á allt þetta óstand var ríkið í stöðugri hættu fyrir ein- um eða öðrum útlendum, óvini. Eptir viðreisn rikisins, fengu Genúamenn leyfi til að setjast að í Galata, sem var undirborg höfuðborgarinnar, en skömmu síðar réðust Venesíumenn á þá, og brenndu og eyddu, að mestu boi’g þeirra. Eptir það var Galatamönnum Ieyft að víg- girða borgina, með múrum og gröfum, eins og þá var titt. Galatamenn réttu brátt við, og föru smátt og smátt að færa sig upp á skaftið og náðu innau skamms mestallri verzluninni í sínar hendur, og yfirráðum yfir allri fiskveiði í Marmara- hafinu. Þeir fóru að leggja tolla á allan varning er fluttur var til höfuðborgarinnar og höguðu sér á allan hátt sem sjálfvalda ríki væri. Ivonslan- tinópel-borgarmenn, sem alltaf lágu í illdeilum og flokka- dráttum innbyrðis sin á milli, gátu ekki varizt ásælni og yfir- gangi þessara ofstopafullu ná- granna. sinna. Þeir höfðu engin skip, og sízt til varnar, og urðu að vera upp á Galatamenn komnir með allan aðflutning til borgarinnar. Þeir notuðu sér þetta dáðleysi borgarmanna og gjörðust að lokum svo djarfir að leggja striðs-galeiðum sínum að borgarmúrunum og skjóta með valslöngum grjóti inn i borgina, til að sýna keisaranum að. þeh' báru ekki minnstu virð- ingu fyrir honum. — Er svo var komið, leizt keisaranum ekki á blikuna og snéri sér til Venesíumanna, sem höfðu allmikinn flota í Mar- marahafinu. o" fékk þá til að ver:a Ga’atamönnum innsiel- intm á höfnina Gaiatamenn reiddust þessu tiltæki keisarans

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.