Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 8
§ÍÐAM Kona nokkur, rnjög við aldur, var kvödd sem vitni. Hafði kom- ið til handalögmáls i húsi henn- ar. Dómarinn ávarpaði gömlu konuna af mikilli nærgætni: „Verið alls ósmeykar, amma sæl,“ sagði dómarinn. „Segið okkur hvað gerðist, blátt áfram, eins og yður er eðlilegast: „Nú, dómari góður“, sagði kerling. „Þetta var svo sem ekki neitt. Eg varð einskis vör, fyr en Bill Saunders kallaði Tom Smith lygara, en Tom reiddist, greip spýtu, og sló Bill niður. Vinur Bill dró þá hníf sinn úr slíðrum, og krukkaði í hann, en hann beit þá af lionum annað eyrað. Þá komu þeir Sam og Jones til skjalanna, vinir Tom, og tveir eða þrír vinir Bills og voru nú skammbyssurnar á lofti, dómari, og hófst svo bar- daginn.“ • Padex-ewski, píanósnillingui-- inn heimsfrægi, var á fex-ðalagi i Connecticut. í þox-pi nokkuru varð honum gengið fram hjá húsi nokkui’u. Þar var opinn gluggi og einlivér sat þar inni og stritaðist við að leika „noc- tui’ne eftir Chopin, af lítilli leikni og list. Padex-ewski gekk nær og só þá, að á dyrastafnum var spjald, sem á var ritað: „Ungfrú Jones. Píanókennsla. 25 cents á tímann.“ Ungfrúin kom lil dyra og bar þegar kennsl á hann. Bauð hún lionum inn og Paderewski sett- ist við hljóðfæi’ið og lék eins og aðeins var á hans valdi að gera. Ungfrúin þakkaði honum vel og Paderewski fór sína leið. Nokkurum mánuðum seinna var hann aftur á ferðalagi þarna. Lagði hann leið sína að hús- dyrum ungfrú Jones, en þar stóð nú: Ungfru Jones. (Nemandi Padei'ewski). Píanókennsla. Einn dollar á timann. • Bóndakona ein — frá New Hampshii’e, — skrifaði vei’zlun- arhúsi, sem seldi einhvers kon- ar „lífs-elixir“: „Fyrir fjórum vikum vai’ eg svo máttfarin, að eg gat ekki flengt krakkana, en nú, þegar Vísm SUNNUDAGSBLAf) Tizknisýning: hjá Ninon Kjólaverzlunin Ninon hélt tízkusýningu að Hótel Borg um miðjan s.l. mánuð. Sýningin vakti mikla athygli, enda var mjög til hennar vandað. Voru þar sýndir nærri 40 stuttir dag- og kvöldkjólar, og 40—50 síðir samkvæmiskjólar. Bar sýningin ekki aðeins vitni um mikla fjölbreytni í tízku, heldur bar hún og vitni um frábæran smekk. Eigandi verzlunarinnar Ninon er ungfrú Ingibjörg Helgadóttir, en myndin hér að ofan er af ungfrú Helgu Tryggva, sem klædd er ein- um fegursta kvöldkjólnum, sem gaf að lita á sýningunni. eg ei’ búin að taka inn úr 3 flöskum af hinum ágæta lífs- elixír ykkar, geng eg að öllum störfum, flengi krakkana og karlinn líka, ef svo ber undir. Guð blessi ykkur.“ • Jock: „Sandy, ef eg hnigi í ó- megin og þú ættir whiskyflösku, mundirðu þá krjúpa á kné og liella í mig whiskysopa?" Sandy: „Nei, eg mundi standa uppréttur og súpa á lienni sjálf- ur, því að þá veit eg, að þú mundir spretta á fætur, án þess eg þyiTti meira fyrir því að hafa.“ • Enskai’ dansmeyjar á aldrin- um 18—24 óra eru nú næstum liættar að sjást á skemmtistöð- um. Það er Ernest Bevin, verka- málaráðherra Breta, sem á sök á þessu, því að hann vill fá all- ar heilbrigðar stúlkur á þessum aldri i hergagnaverksmiðjurnar i Bretlandi. Áður var leikhúsum og öðrum skemmtistöðum bannað að ráða stúlkur á þess- um aldri og eftir því sem ráðn- ingarsamningar þeirra runnu út voru þær teknar til verksmiðju- vinnu. Ameríski herinn er búinn að láta prenta nýja tegund af spil- um handa hermönnunum. t stað venjulegra mynda af kóng- um, gosum og drottningum eru á þeim myndir af allskonar flugvélum, amerískum, brezk- um, japönskum, þýzkum og ít- ölskum. Er þetta gert til þess að hermennirnir geti lært að þekkja hinar mismunandi teg- undir, sem i notkun, eru um heim allan og skjófi ekki í mis- gi’ipum vinaflugvélar í stað fjandmannaflugvéla. 300.000 konur eru nú starf- andi í hinum ýmsu opinberu skrifstofum í Bandaríkjunum. Eru þetta helmingi fleiri konur en voru starfandi árið 1939. Fleslar starfa í höfuðborginni, eða á annað lmndrað þúsund, en hinar hingað og þangað um allt landið. • General Eleclric félagið am- eríska keypti nýlega heila brú af ríkinu. Yildi svo illa til, að þegar félagið þurfti að byggja brú á milli gamals verksmiðju- svæðis og nýs, er átti að fara að taka i notkun, þá gat félagið elxki fengið leyfi fyrir efninu. Leitaði það þá á náðir ríkisins, er kvaðst geta selt því gamla brú af réttri stærð, þ. e. 88 feta langa. Tókust samningar og voru báðir aðilar hinir ánægð- ustu. Það er mjög óvenjulegt að kýr eigi tvo kálfa í einu og enn sjaldgæfara, að þær eignist þrjá í einu. Þetta kom fyrir ekki alls fyrir löngu í borginni Hot Springs í Arkansas-fylki, vestan hafs. Hver kálfur vóg fjörutíu pund við burðinn. • Áttræður maður í New York- fylki i Bandaríkjunum hefir búið til hjólbarða úr tré til að nota á bilæ Er bjólbarðinn gerður úr mörgum tréþynnum, sem eru limdar saman með valnsheldu lími, og vegur 62 pund. Þegar ekið er á ósléttu grjóli heyrist nokkur hávaði í þessum nýja hjólbarða, en á malbikuðum vegi „malai’ hann alveg eins og venjulegur gúmmibjólbarði“. Eftir 200 kílómetra sást ekkerl slitáfyrsta hjólbarðanum, er reyndur var, og uppfinningamaðurinn taldi, að hann mundi geta staðizt 16.000 km. akstur, án þess að um þyrfti að skipta. • Þegar íbúar eins af bæjar- hlutum Los Angeles þótti borgin ekki hafa nógu fullkomið slökkvilið með tilliti til þess, að styrjöld geisaði- í lieiminum, tóku hundrað þeirra sig til og keyptu nýjan dælubíl og seldu bænu.m hann aflur fyrir 1 — einn — dollar. • Ritskoðendur verða að gæta skyldu sinnar, en sumir þeirra eru fúsir til að hlaupa undir bagga með Freyju. Fyrir skemmstu fékk stúlka í San Francisco bréf frá unnusta sín- um, er var í setuliði á einni af eyjum Bandarikjanna á Kyrra- liafi. Inni i umslaginu var að- eins lítill seðill, er á var ritað: „Unnustinn yðar elskar yður enn þá, en hann er of laus- máll!“ • Þúsundir brönugrasa liafa verið rifin upp með rótum á búgarði Sir Jeremiah Colmans — sem mustarðurinn er kennd- ur við — í Surrey-héraði i Eng- landi. í stað brönugrasanna (or- kideanna) verður hafin ræktun tómala á landi Sir Jere- miah. Hann ræktaði brönu- grös í 50 ár sér til skemmtunar, en þegar skömmtun á kolum var tekin upp varð að hætta við þessa ræktun þar eð hún krafð- ist svo mikils hita. • Hæslu og lægstu staðir í Bandaríkjunum eru báðir í KaKfomíufylki og það eru að- eins hundrað kílómetrar á milli þeirra. Hæsti staðurinn er Mount Whitney, en sá lægsli er bo(n Dauðadalsins. • « Harry A. Lason vildi ganga i ameríska flotann hvað sem það kostaði. Hann gerðist sjálf- boðaliði í marz-mánuði síðast- liðnum, en-vegna þess, að hann var hvorki meira né minna en 236 pund og fimm bama faðir að auki, vildi flotinn ekki líta við honum. Lason dó þó ekki ráðalaus, því að hann byrjaði þegar að megra sig og þegar hann hafði lézt um 51 pund, reyndi hann aftur. Þá var hann tekinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.