Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Page 1
1942 Sunnudaginn 22. nóvembep 40. blad Ponl BonrgreÉ: • •lean Loui§ Co§te SMÁSAGA Seinustu árin hefi eg, eins og fjölda margir aðrir víða um heim, heyrt eða lesið fjölda margar sögur frá styrjaldar- tímanum. Það var V. kapteinn í franska hernum, sem sagði mér þessa sögu. Hann var þá í sólarhrings leyfi í París. Fund- um okkar bar saman á heimili vinar míns. — En V. kapteinn féll við Somme viku síðar. — Var það þess vegna, sem sagan hafði svo mikil áhrif á mig? Tæplega, því að eg rissaði upp helztu atriði hennar þegar, er eg fyrst heyrði liana, og það bendir á, að hún hafi haft mikil áhrif á mig þegar í upphafi. — Nú getur lesandinn sjálfur um dæmt. —o— Það var í seinustu viku ágúst- mánaðar 1914. Orustan við Marne var í aðsígi. S. lautenant og eg höfðum villst frá her- flokki okkar í skógi, sem er hliðstæður Compiégne. Eg man ekki hvað skógurinn var kallaður. Við riðum liægt. Eg horfði á bugðóttu skógar- brautina fram undan, en S. á hliðargöturnar. Mikið lá við að fara sem varlegast og hafa nán- ar gætur á öllu. Fátt hefir ónota- legri áhrif en að villast, verða allt í einu einn, og vita af óvina- liermönnum allt í kringum sig. Hestarnir okkar voru farnir að lýjast. — Enn er eins og eg heyri S. segja: „Kapteinn, það væri vissulega aumt að vera drepinn, án þess að fá tækifæri til að berjast. Og hér er enginn, sem hægt er að spyrja til vegar.“ Hann liorfði í kringum sig og hélt svo áfram: „Enginn!“ Svo bætti hann við og kenndi hrifni og hreykni í rödd hans: „Manstu línur þessar — þær eru úr ljóði nokkuru í óbundnu máli frá 18. öld: „Hvar er her minn?“, spurði Soubise. „Hafa hermenn mínir verið teknir höndum eða liefi eg misst sjónar af þeim?“ Eg var í slæmu skapi og eg man vel, að eg svaraði: „1 fyrsta lagi er Soubise ekki hershöfðingi okkar. Og í öðru lagi, félagi, erum við ekki ná- lægt Rosbach. — Það er laglega ástatt fyrir okkur eða hitt þó heldur. Við höfum riðið i hum- áttina á eftir ræfilslegum fjand- mönnum, til þess eins að villast, að því er virðist. Ef við lrom- umst í færi við óvinahermenn skulu þeir fá að kenna á því. Vertu viss um það. En ef við gætum tekið nokkura þeirra höndum væri þó betur farið en heima setið.“ Hvorugur okkar niælti orð um sinn. t Allt í einu hvislaði S. að mér: „Bifreið vinstra megin á veg- inum — þarna, þarna .... Hún lireyfðist ekki — hefir líklega rekist á eitthvað og brotnað eða eitthvað er í ólagi.“ Við stöðvuðum hesta okkar. Eg horfði beint fram og. sá nú bifreiðina í 400 metra fjarlægð. Þetta var fjögurra farþega bif- reið, grámáluð. I sjónauka min- um sá eg glöggt þrjá menn í einkennisbúningi. Einn þeirra, sennilegast bifreiðarstjórinn, beygði sig yfir bifreiðina, og var að athuga hreyfilinn. Við lilið hans stóð maður, sem ber- sýnilega var herráðsforingi. Sá þriðji sat í bifreiðinni. Hann stóð upp snögglega og þá sá eg, að hann bar einnig herráðsbún- ing okkac. „Þeir eru franskir,“ sagði eg. „Komdu.“ Við lögðum út á hliðarbraut, Þar sem hún byrjaði var enn stólpi, með fjöl, sem á var letr- að: Saint-Legér-sur-Oise. En byssukúla liafði bersýnilega molað járnþynnuna, sem á var letraður kilómetrafjöldinn, og var talan ólæsileg. Enn hafði ekki verið barizt á þessum slóð- um, en Þjóðverjar munu liafa gert tölurnar ólæsilegar af á- settu ráði, til þess að villa mönum okkar sýn. — Heitt var af sólu og vegurinn þur. Hófa- dynur fáka vorra heyrðist þvi alllanga leið og þeir, sem við bifreiðina stóðu heyrðu nú til okkar. Þeir litu i áttina til okk- ar og miðuðu skammbyssum sínum. En er þeir sáu að við vorum franskfr heilsuðu þeir okkur að hermanna sið. „Heiðursknenn! Hvað er langt til Saint-Legér?“ „Sex kílómetrar kapteinn," sagði eldri liðsforinginn. Það var sá, sem stóð nær bifreiðar- stjóranum. Hann talaði með Parísar- hreim. „Komið þið þaðan?“, spurði eg. >»Já.“ „Frakkar eru þar þá enn?“ „Vissulega, 32. riddaraliðs- deildin.“ Hann hafði dregið hanzka á hendur sér og tók eg fyrst eftir því, er hann benti á herdeildar- tölurnar á krögum okkar, en þær gáfu til kynna úr hvaða her- deild við vorum. „Þökk, majór,“ sagði eg. Þvi að eg sá, að sú var tign hans, er mér varð litið á borðann á jakkaermi lians. Svo sneri eg mér að S. og mælti: „Það er gott og blessað. Við erum á réttri leið. Áfram!“ En er við höfðum knúið hesta okkar sporum rak bifreiðar- stjórinn upp aðvörunaróp, svo að við stöðvuðum hesta okkar skyndilega: „Farið þangað ekki. Þjóð- verjar eru þar — og þessir eru líka — Þjóðverjar.“ Skot úr skammbyssu liins falska franska liðsforingja hæfði hann í hjartastað. Eg og sá, er eg hafði titlað majór, vor- um nú' augliti til auglitis. Eg stefndi á hann og sneri jafn- framt hesti minum mér til hlífð- ar. Eg hafði heppnina með mér. Skot liðsforingjans kom i háls fáks mins, en skot mitt hæfði svikahrappinn i höfuðið. Hann snérist og féll. Hestur minn valt á hlið. Eg slapp ósærður og stóð nú þarna sem sigurvegari. S. var dauður, mptstöðumaður minn fallinn, og eg tók vopn hins særða óvinahermanns, sem hafði leitað skjóls i bifreiðmm viðþolslaus af kvölum. Eg gekk til bifreiðarstjórans. Blóð vætlaði úr enni hans. Hann tal- aði slitrótt vegna kvala og hixta, og veittist mjög erfiðlega að segja það, sem hér fer á eftir: „Þeir tóku mig höndum .... neyddu mig til þess að stýra bifreiðinni .... svo búnir sem þér sáuð .... hótuðu mér öllu illu, ef eg kæmi upp um þá .... en að láta ykkur fara þangað, sem þeir visuðu ykkur .... það var til of mikils ætlast .... eg gat það ekki .... eg gat ekki gert það.“ Og um leið og hann missti meðvitundina umlaði hann: „Eg .... gat ekki .... “ Það er óþarft að fjölyrða um það, sem á eftir fór. Vitanlega bjóst eg við óvinahermönnum þá og þegar. Bráðlega komu og hermenn i ljós, en sem betur fer voru það ósviknir fx’anskir her- menn. Meðal þeirra var maður, sem gat gert við hreyfilinn i bifreið- inni. Við lögðum hina dauðu í bifreiðina og hinn 6ærða mann tókum við höndum. Við bjugg- um og um bifreiðarstjórann, sem nú var dauðans matur. „Hann lifir ekki nema tvær stundir,“ sagði majórinn, sem stjórnaði flokknum. Áður en við lögðum af stað langaði mig að grenslast eftir hvert væri nafn mansins, er eg átti líf mitt að launa. í vasa hans var mynd af honum, bifreiðar- stjóraskh’teini hans og spjald, er á var letrað:

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.