Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 1
mmmm 1942 Sunnudaginn 29. nóvember 41. blaö G uðjón Jónsson: Smalamennska. Það var árla morguns, einn í'agran sumardag, — eftir 1880, að eg vaknaði við það, að móðir mín strauk hóglega um vanga mér og gaf mér þar með til kynna að kl. væri 5. Vissi eg þá að tími var kom- inn til að rísa úr rekkju, og smala kvíaám á stöðul, er þang- að skyldu komnar til mjölt- unar um áttaleytið. — Eg tindi á mig spjarirnar hálf- sofandi, úrillur yfir því, að mega nú ekki*sofa lengur, eins og hitt fölkið sem svaf og hraut um, alla baðstofuna. En það var þó hót i máli, að blessuð sólin sendi gullinn geislastaf á ská yfir baðstofuna á setustokkinn á rúminu mínu. Þetta hressti mig og yljaði furðu fljótt ,svo nú var eg glaðvakandi. Eg gekk hægt fram loftið sem brakaði við hvert spor, fram að uppgöngunni, ofan stigann, fram göngin, opnaði bæjarhurðina og gekk fram á hólinn og litaðizt um. Veður var yndislegt og undurfagurt um að litast. Sólin var nýkom- in upp í austri og f laut nú með fjallsbrúninni fyrir innan Vað- alfjöllin. Enn voru því „Upp- salir"1) Þorbjarnar Stokks — sem Þorskfirðingasaga getur um, að þar hafi búið á dögum Gullþóris — í skugga fjallsins. Fjörðurinn lá spegiltær fyrir fótum. mér og í honum spegl- aði sig öll ströndin austan f jarð- arins, svo greinilega, með hæð- um, dældum og hnúkum að í engu munaði, og ljósgrænar lautirnar milli holtanna og skógarins komu svo einkenni- lega vel fram á tærum sjávar- fletinum. Ekkert andkul, engin gári. Lubbi, rakkinn minn, reis upp á bæjarveggnum, og leygði sig, vinalegur og fagn- andi að vanda. Eg signdi mig á hlaðinu og rölti svo með hendur á baki upp túnið sem leið lá, upp á 1) Nú heitir bær þessi Skóg- ar, fæðingarstaður Matthiasar skálds Jochumssonar. hjallann fyrir ofan bæinn, upp á brúnina. Silfurtær döggin glih-aði sem demantar á hverju blómi, og barkandi ilmurinn barst að vilum mínum, og blá- tær | móðan rauk um hæð og laut. Lóan söng hnarreist gu- gi-gu-gi dýrðin, spóinn vall og niðri á firðinum, kvakaði svan- urinn um leið og hann gáraði sæflölinn. Eg gekk nú sem leið lá upp á Miðaftanshnúk. Nú opnaðist Þorgeirsdalur fyrir neðan mig. Hann var nú eitt blátt skugga- haf, því sólin hafði aðeins num. ið hæstu brúnir. Þetta var svo aðdáanlega fagurt. Hamrabelt- in dökk en láglendið hulið blárri móðu. Mér varð star- sýnt á hið undurfagra lands- lag og dýrð morgunsólarinnar, og skildi þá svo vel skáldið, jsem sá fósturjörðina síga i sæ, af þiljum skipsins sem flutti hann til fjarlægra landa, er hann kvað: „|Ó, eg minnist ætt- arjörðin fríða, á svo margt sem lengi mun eg þrá. Man eg svanasönginn undurbliða, silf- urhvítum hljóma tjörnum á. Man eg dal í daggarfeldi blá- um, dags er roði fagur gyllir tind. Man eg brekku blómum prýdda smáum, brattan foss og kaldavermslulind." Mér fannst eg skilja það svo vel, hve sár söknuður hans bafi verið er hann sá hið fagra land siga í sæ, og sú spurning vaknar hjá honum hvort sér muni nú auðn- ast að fá að sjá landið sitt aft- ur: „Ekki veit hvort aftur koma lætur, auðið honum verða drottins náð"--------. En þama var þá Móhosa og nokkurar ær nieð henni. Eg benti Lubba og hann þaut geltandi með þær út í Hrísdal. Eg gekk framan við Lómatjarnir. Lómurinn teygði fram álkuna og spáði þerri. Enn lá leiðin framhjá Katlavötnum og allt á'brún Djúpadals. Hann liggur fram hjá Djúpafirði og er mjög hömrum, girtur að austan og allferlegúr, og fram- arlega i dal þessum faldi Þór- ir gull sit.t, og hér Iauk hann æfi sinni eftir bardagann við Agnar og menn hans á svoköll- uðum Leikvöllum. Og nú gat að líta Djúpafjörð sem stöðu- vatn með eyjum og hólmum fyrir% fjarðarmynninu. Fjær blöstu við allar vestureyjar á Breiðafirði sem fljótandi liallir á lognlærum sjávarfletinum, og í fjarska Snæfellsjökull í lif- rauðri morgunskikkju sem yzti vörður hins undurfagra fjarðar. Nú var eg viss um að þurfa ekki lengra að þessu sinni og hélt því heim á Ieið. Hó! hæ! ærnar stukku heim á leið i löng- um halarófum og Lubbi gelti á- lengdar. Svo kom hann til min gapandi, með blóðrauða tung- una lafandi út úr sér og beið eftir nýrri bendingu. Og heim héldum við ofan i Kálfadal, þar sem Þórir geymdi kálfa sína á sumrum, og Kálfá er við kennd. En þarna voru nokkurar ær upp undir Stóradal. Eg benti seppa á þær, og eftir langa mæðu gat hann komið auga á þær. Þaut hann nú á stað sem óður væri með gelti og látum og þær á undan ofan allar Fossakinnar og þar yfir ána í djúpu gljúfri. Snéri Lubbi þar af tur, hversu." sem eg hvatti hann þó til þess að fylgja þeim eftir upp úr gljúfrinu — þóttist víst vera búinn að gera vel að taka af mér þennan krókinn. — En nú mátti eg til að hlaupa þangað, þær gátu vel hafa stoppað þar i árgljúfrinu. Eg hljóp því allt hvað af tók, ofan með ánni, of- an á Hornið, þar sem áin þver- beygir niður, alla leið til sjávar. Þar er svo háttað, að fyrst er vínkilbeygður hamraveggur hið efra í árgljúfrinu og hefir landið sprungið þarna fram i ána og myndað þarna dálitið undirlendi eða bekk sem nú er löngu uppgróinn, vaxin burkn- um, lyngi og kjarri, og var þarna ágætis grenstæði handa lágfótu i urðinni. Eg gekk nú þarna ofan i Hornið til þess að skyggnast um eftir ánUm, ef ske kynni að þær hefðu stað- næmst i skugganum, eft- ir hlaupin undán rakkanum. Svo var þó eigi. Eg stóð þarna við árgljúfrið, tók vasaklút minn þerraði svitann úr aug- um og andliti, og kastaði mæð- inni eftir sprettinn. Mér varð litið ofan á lyngbalann, kjarrið og urðina, og skriðuna þar fyr- ir neðan, ofan að ánni, á ána sjálfa og virti fyrir mér straum- fallið. — En hvað var þetta niðri í ánni? Það var eitthvað hvítt sem flaut þarna við stein, og eitthvert drasl um steininn, sem virtist halda 'þvi. — Þetta lyftist og hné neðan við steininn eftir straumkastinu, skjallhvítt í tæru vatninu. Stundum virtist mér þetta líta út sem innýfli úr kind, og þetta hvíta, sem vömbin margþvætt i vatninu. Auðvitað var þessu þann veg farð. Einhver skepnan hafði látið lífið, fennt eða far- izt i einhverju gilinu i Fossa- kinnum um haustið, og það svo spýtt þessu alla leið niður í ána. Djúpt var ofan i árgljúfrið þarna, svo eg ákvað að láta þetta eiga sig. Það væri hvort sem er einskis virði nú. En svo skaut samstundis upp ahnari hugsun. Gátu þetta ekki verið manna- bein og þetta hvíta þarna haus- kúpan, föst við eitthvað sem héldi henni? Og þetta virtist mér sennilegra eftir því sem eg horfði lengur á þetta. En hvernig gæti það átt sér stað? Eg hafði að vísu lesið um úti- legumenn, og slæðingur af um- ræðum eldra fólksins, um lík- Urnar fyrir því að þeir gætu verið til ennþá, gerði þetta ekki óhugsandi. En enga tröllatrú hafði eg þó á því. En mér þótti lítilmannlegt að koma heim og vera allsófróður um hvað þetta væri. Eg réð þvi af að skyggn- ast frekar um hvað þetta væri. Gekk eg þvi niður einstigið, sem þar verður, og niður á lyngbalann. Forsæla var enn í v árgljúfrinu og mér fannst öm- urlegt þarna niðri. Gat það ver- ið eðlilegt þar sem eg var heit-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.