Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 2
VlSÍR StJNNUDAGSBLAÐ íí ur eftir hlaupin. En eg gat lield- ur ekki varizt þeirri liugsun, að hér væri éf til vill lieimkynni dauðra, og ónotahrollur fór um mig. Eg vildi að Lubbi færi á undan mér, en nú var þess eng- inn kostur. Hann hélt sig nú aðeins við hæla mér. Mér fannst eins og beygur í lionum. Eg gekk því fram á barðið fyrir ofan skriðuna, sem þarna liggur of- an að ánni og virði þetta fyr- ir mér á ný. Sýnist mér þelta nú enn líkara því að vera haus- kúpa af manni, en á meðan eg var uppi á þreminum. Og til þess að vera viss í minni sök, geng eg niður að ánni og sé mér lil mestu undrunar að þarna er þá beinagrind af manni. Holdlaus hauskúpan blasti þarna við mér með tómar augnatóftir og skein í hvítan tanngarðinn alla leið aftur úr. Hryggurinn og neðri hluti líkamans, ásamt fatadruslum, sem héldu þessu saman, hafði flækst um steininn, en haus- kúpan dinglaði þarna föst í lygnunni fvrir neðan steininn. Ónota hrollur fór um mig. Hann seitlaði niður bakið og alla leið niður í fætur. Mér kom ekki til hugar að snerta við þessu. Framhandleggir voru farnir og fætur um ökla. Eg skundaði upp úr gljúfrinu og nú fór Lubbi óbeðinn á und- an. Mér fannst hressandi er eg kom upp úr árgljúfrinu og sól- in fór aftur að vlja líkama minn. Eg veitti yndisleik nátt- úrunnar nú ekki mikla athygli og hraðaði mér lieim með bú- smalann, kvíaði og skýrði svo föður mínum frá fundi mín- um. Hann varð fár við og kvað þetta varla geta átt við rök að styðjast, að þetta væru mannsbein, og kvað þess ekki von á þessum slóðum. En eg sat við minn lceip og kvað bann mundi þá komast að raun um liið sanna er hann sæi það. Vildi hann þá, að eg kæmi með sér að vísa sér á staðinn, en eg aftók það þar sem eg gæli visað honum svo greinilega á liana að ekki væri um að villast. Kvaddi baim þá annan lil fylgdar við sig með liandbörur, og er stund leið, komu þeir aft- ur og fluttu þá með sér beinin 'ásamt falaræflum sem um þau héngu og létu í fjárliúskofa fram á túni, meðan faðir mínn smíðaði um beinin. Síðar sannaðist, að þetta voru bein af dreng sem hafði tapazt af bæ einum þar í sveitinni árið áður, og verið leitað mikið að, en engum dottið í hug að leita A. J. Johnson: Fáein orð um skáldin fornu — forfeður rangæisku skáldanna. Einar Sigurðsson prófastur Niðurl. Séra Einar var göfugra manna og kvenna, einkum þó er fjær dró, eins og Jón biskup Arason, enda voru þeir frændur í móð- urætt séra Einars. Faðir hans var Sigurður Þorsteinsson síð- ast prestur í Grímsey, en móðir Guðrún, dóttir Finnboga ábóta Einarssonar á Munkaþverá, ís- leifssonar beltislausa. Var ís- leifur beltislausi langafi Jóns biskups, en langa-langafi séra Einars. Lengra frá átti séra Einar til stórmenna að telja eins og t. d. Torfa Arasonar hirð- stjóra og riddara, Þorsteins Ól- afssonar lögm. (bróður Árna bisluips milda), og Þorsteins lögmanns og hirðstjóra Eyjólfs- sonar, (af Oddaverjaætt). Séra Einar fæddist að Hrauni í Aðalreykjadal í Þingeyjarþingi 1538, en andaðist i Eydölum 1626, 88 ára gamall. Hafði hann þá verið prestur í 69 ár, og gerði það ekki endasleppt með prest- skapinn, því hann embættaði að sögn, síðasta sunnudaginn sem hann lifði, og var þá alblindur. Hann ólst upp við mikla fátækt, því faðir hans' var mjög fátækur (og það var séra Einar einnig framan af æfinni), en hann vann það til, lil að koma syni sínum i skóla, að gerast prestur í Grímsey. Er Einar var 14 ára fór hann í Hólaskóla. Var hann, eins og séra Ólafur í Sauðanesi, skólabróðir Guð- brands biskups, er var þeirra yngstur. Á nitjánda. ári var bann vigður aðstoðarprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal. Varð förin þangað ærið afdrifarík fyrir líf bans síðar, þvi að þar komst hann fljótlega í kynni við stúlku er hét Margrét Helga- dóttir, bóndadóttir úr Hörgár- dal. Var hún allmiklu eldri en liinn ungi prestur, kominn um eða yfir þrítugt. Sagt er, að hún liafi verið ráðskona á sumrum í seli frá Möðruvöllum, og að séra Einar hafi flutt mat úr sel- svona langt, eða á þessum slóð- um. Varð eg þannig til að ýfa upp harma foreldranna, sem nú heimtu aftur týnda soninn með þessum hætti. Eydölum. inu og heim á slaðinn. En svo fór, að ráðskonan fór að þykkna undir belti af völdum prestsins,' og fæddi honum son. Var hann skírður Oddur (líklega heitinn eftir Oddi lögm. Gottkálkssyni). Varð hann síðar (mjög merk- ur) biskup í Skálholti, sem al- kunnugt er, fyrir atbeina Guð- brands biskups. Og með bisk- upstign Odds, fer fyrst verulega að rakna úr fyrir séra Einari á allan hátt. Spor hans að Möðru- völlum — og síðan í Möðru- vallasel til Margrétar ráðskonu, reyndust honum sannkölluð göfuspor. Nokkrum árum síðar giftust þau. Áttu þau saman 8 börn; upp komust af þeim, Oddur biskup, séra Sigurður á Breiðabólsstað í Fljótshlið, og ein dóttir, Sesselja, Séra Sig- urður, sonur lians séra Jón, og sonarsonur séra Magnús, sátu . Breiðabólsstað í Fljótshlíð sam- fleytt í 116 ár, og voru þeir ætt- feður Guðrúnar í Eyvindar- holti, móður Tómasar próf. Sæmundssonar. Séra Einar missti konu sína eftir fremur stutta sam- búð, en kvæntist litlu síð- ar bóndadóttur úr Reykjadal er Ólöf hét Þórarinsdóttir. Áttu þau tíu börn, 5 syni og 5 dætur. Eru miklar ættir frá þeim komnar. Kunnust af þeim munu vera, séra Ólafur skáld í Kirkju- bæ í Hróarstungu, (kvæntur Kristínu dóttur séra Stefáns í Odda Gíslasonar biskups) faðir séra Stefáns skálds í Vallanesi; séra Gisli í Vatnsfirði, (kvæntur Þórnýju Narfadóttur í Reykja- vík, dótturdóttur sonardóttur Björns rika), og Anna kona séra Ketils á Kálfafellsstað, sonar séra Ólafs i Sauðanesi. Hún var að nokkuru levti alinn upp bjá séra Erasmusi Villaðssyni bin- um merka þýzka eða jótzka prófasti á Breiðabólsslað i Fljótshlíð. Séra Einar var víða prestur. Eins og fyrr segir, varð hann fyrst aðstoðarprestur á Möðru- völlum í Hörgárdal 1557. Síðar var hann um nokkur ár prestur við Mývatn. Nes í Aðaldal fékk hann 1565. Tæpt ár var liann prestur í Hvammi í Norðurár- dal, en 1591 fékk hann veitingu Odds biskups sonar síns, fyrir einu af beztu brauðum lands- ins, Eydölum i Breiðdal, og þar var hann til æviloka. Eftir að séra Einar kom þangað fór hag- ur hans mjög batnandi, sem áð- ur liafði oftast verið mjög óhæg- ur, vegna ómegðar (hann liefir með báðum konum sínum átt a. m. k. 18 börn, og lifðu 13 af þeim, sbr. eftirfarandi vísur; hin munu hafa dáið ung) og tekjurýrra brauða. Að siðustu varð hann vel efnaður. Oddur biskup studdi 'föður sinn á alla lund, ekki aðeins með því að veita honum gott prestakall, góða bújörð, og gera hann að prófasti í Múlasýslum o. s. frv., heldur einnig með því, að mennta syni hans (bræður sina), sem voru bráðgáfaðir efnismenn. IJann mun og liafa látið sér annt um systur sínar. Vísur séra Einars um tölu barna sinna m. m. eru þessar: Syni á eg sjö til vonar, set eg Odd1) fyrst í letri, Sigurður2) sæll mun verða, sýslar trúlega Gisli3). Ólafi4) hjúin öll ííæla, Höskuld5 *) tel eg geðröskvan, Eiríkur0) og Jón7) líkjast ungir, af snjallri tungu. Dætur á ég sex í sveitum, Setzelíu8 *) tel eg geðröskva, Margrét11) mín skal heita, meira hlýði eg Sigríði10), Anna11) er oi’ðsnjöll kvinna, allfróð Gunna12) rnóðir, Herdís13) hornsóp læi'ir hugarsvinn, verklag liinna. Séra Einar var afbragðs skáld, — Hallgrímur Pétursson sinnar tíðar — og er enn mik- ið til af skáldskap hans, bæði andlegum og veraldlegunx. 1) Oddur biskup. 2) Sr. Sig- urður þrófastur á Breiðabóls- stað. 3) Séra Gísli próf. i Vatns- firði. 4) Séra Ólafur próf. i Kii’kjubæ. 5) Séra Höskuldur í Evdölum. 6) Eiríkur andaðist ungur á Háskólanum 7) Séra Jón á Ilofi í Álftafirði. 8) Kona séra Halls Hallvarðssonar í Bjarnanesi. 9. Kona séra Árna Þorvarðssonar á Stöð í Stöðvar- fii’ði. 10) Kona Bjarna Jónsson- ar gullsmiðs í Bei’unesi. 11) Ivona séra Ivetils á Kálfafells- stað. 12) Kona sér Gissurar Gislasonar í Þingmúla. 13) Hún andaðist 10 ára gömul. Af þessu sést, að af sonum séra Einars varð einn biskup, þrír prófast- ar og prestar, og tveir prestar, og af dætrunum urðu fjóx’ár prestskonur. 68 árum eftir dauða séra Einars, voru 36 prestará lífi hér á landi, er voru afkomendur hans.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.