Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Blaðsíða 5
VfSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 l r mí^ii Kon§tantinopel Niðurl. Þrátt fyrir það, þó þessi fimm skip kæmust til borgarinnar með vistir og mannhjálp, Var það svo langt frá því að vera nóg borginni til varnar. Grikkir fögnuðu mjög þessum sigri, en meðan fögnuður borgarmanna var sem mestur, og þeir ugðu sem minnst að sér; var soldán- inn að búá sig af miklu kappi undir ftýtl áhlaup á borgina, og það úr annari átt en áður, hvað- an borgarmenn ugðu sér engrar hættu von. Muhamed sá að erfitt mundi að vinna borgina, nema með því móti, að geta samlímis sótt að lienni frá sjó og landi. Hann Iiafði ckki getað komið skipum sínum inn á höfnina, tók hann því það til bragðs, er borgar- menn sízt gátu búist við, en það var, að flytja skipin yfir skag- ann og koma þeim þannig á höfnina fyrir framan borgina. Vegalengdin sem þurfti að fly tja skipin er um 9 enskar mílur; landið var óslétt og kjarri vaxið, svo það virtist ekki auðvelt að flytja skipin alla þá leið, en Mohamed hafði það er með þurfti, bæði útsjón og ógrynni fólks á að skipa. Vegur var lagð- ur frá ströndinni við Bosporus yfir að höfninni, þakinn bjálk- um og borðum, þar ofan á voru sívalar rólur lagðar þvers yfir bjálkana og var vegurinn mak- aður feiti. Á þessari braut voru svo 80 galeiður dregnar yfir i liöfnina á einni nóttu. Skipin höfðu öll segl uppi því livass austanvindur blés á eftir þeim og létti aksturinn að stórum mun. Stafnbúi, stýrimaður og öll skipshöfnin var á hverju skipi; þannig búinn var öllum flotanum ekið undir söng og hljóðfæraslætti yfir liæðir og lautir og gekk flutningurinn svo greilt, að um sólaruppkomu lá allur flotinn, vigbúinn, innst á höfninni. Skipin voru smá og gátu legið á svo grunnu vatni að hinar stóru galeiður Sikileyj- 'armanna og Grikkja gátu ekki komist nálægt þeiin. Mohamed Iét búa til stóra fleka, sem born- ir'voru uppi á stórum tunnum. Á þessa fleka lét hann setja fall- byssur til þess að skjóta með á múrana, á sama tíma og áhlaup var hafið frá skipunum. Árangurslaust reyndu borgar- menn að eyðileggja þennan út- búnað með eldinum gríska. Itölsku kaupmennirnir í Peru sem aðeins hugsuðu um að bjarga sjálfum sér,* liöfðu þó aðvarað borgarmenn um fyrir- ætlun Tyrkja, og sendu borg- armenn þá nokkra smábáta til að reyna að komast að þessum fallbyssuflekum, og reyna að brenna þá; en er þeir nálguð- usl þá, komu skip Tyrkja í veg fyrir þá, og sökktu fjórum þeirra samstundis, en hertóku hina. Morguninn eftir lét soldán- inn af lífi taka fjörutíu hinna hraustustu hermanna Giustin- ians, sem tekið höfðu þátt í þessari tilraun, og teknir höfðu verið lil fanga á njósnarbát- unum. Þessa grimmd endur- galt keisarinn með því, að láta taka af lifi 260 tyrkneska her- fanga. Loksins eftir sjö vikna um- sát dró til úrslitanna. Hið fá- menna varnarlið borgarinnar var að þrotum komið. Fjórir turnar, er til varnar voru St. Rómanshliðinu, voru »skotnir niður og hinar þungu fallbyssu- kúlur Tyrkja höfðu brotið múr- ana á mörgum stöðum og graf- irnar voru viða fylltar. Inni í borginni var allt í uppnámi, og liver höndin upp á móti annari. Til þess að geta goldið her- mönnum sínum mála, hafði keisarinn neyðst til að taka með valdi af auðæfum kirknanna, þó með Ioforði um að borga það aftur tvöföldu verði. En þrátt fyrir þá óskapa hættu sem yfir vofði, og hið drengi- lega loforð keisarans um tvö- falda endurborgun, espaðisl hatur og æsing hinna rétttrú- uðu svo úr hófi, út af þessu til- 'tæki keisarans, að taka peninga lieilagrar kirkju, til þess að borga með mála hermann- anna, sem borgina vörðu, að þeir jafnvel gerðu allt er þeir gátu til að tefja fyrir vörninni. Fyrirliðum varnarliðsihs kom beldur ekki sem bezt sam- au. Genúa- og Venesíu-menn litú hvor aðra öfundaraugum og möttust um hreysti og her- frægð ættborga sinna. Þeim Giustiniani og gríska yfirfor- ingjanum, Nataras, samdi mjög ilIa,Nog vildi oi't sitt hvor, og sökuðu hvor annan um hlul- drægni og svik. Þannig var á- slandið innanborgar, ásamt öðrum vandræðum og yfirvof- andi hungri. Soldáninn hafði hváð eftir finnað skorað á keisgpgnn að gefa upp borgina, til þess að komast bjá óþarfri eyðilegg- ingu og skemmdum sem borg- in hlyti að verða fyrir, en keisarinn og borgarmenn neituðu þvi með öllu, jafnvel reyndu ekki að komast að neinum samninguni við soldán- inn um að þyrma borgarbúum, ef þeir gæfu hana upp, sem flestir sagnaritarar og sam- tímamenn álíta að mundi liafa verið auðvelll. Þegar allar til- raunir um að borgin gæfist upp, urðu árangurslausar til- kynnti soldáninn hershöfð- ingjum sínum að hann ætl- aði að taka borgina 29. maí, og allt herfang, að und- anskyldum öllum byggingum, skyldi falla í. hlut hennann- anna; hann hél þéim, er fyrstir kæmust upp á múrana stórum fégjöfum, en á hinn bóginn biði þeirra ekkert nema dauð- inn, er á hæli liopuðu, eða gengju ragmannlega fram. Við þennan boðskap varð tilhlökk- un hermannanna mikil, þvi vonin um mikið herfang var tælandi. Mohamedstrúarmunk- ar (Dervischers) fóru um allar herbúðirnar til að tala kjark í hermennina, og lofa þeim para- dísarvist, hverjum, sem félli í þessu heilaga stríði. Að kvöldi 25. maí lét sold- áninni skrautlýsa allar herbúð irnar, og á öllum skipum lét hann brenna blysum og skraut- elduin, svo allt Marmarahafið skein sem eitt geislaflóð, og öll þessi Ijósadýrð mvndaði hálf- mána kringum hina dauða- dæmdu borg. í gegnum nætur- kyrrðina hljómaði frá herbúð- unum án afláts: „Það er einn Guð, og Mohamed er spámað- ur hans.“ En innan frá borg- inni heyrðust sem svar við gleðiópum Tyrkja, kveinstafir borgarmanna, er báðu í ofboði -skelfingarfnnar, „Kyrie Eley- son! miskunnaðu oss Herra, og frelsa oss frá hendi óvin- anna.“ Það voru fjórir dagar enn- þá, til hins ákveðna dags (29. mai) og hvorutveggja bjuggu sig eftir því er bczl þeir gátu undir liina ægilegu úrslita- orusiu. Þá sásl bezt liver afburða hetja að Giustiniani vgr. Á dag- inn barðizt hann sem ljón, en á nóttunum vann hann að því að gera við þær skemmdir er múrarnir urðu fyrir af íall- byssukúlum Tyrkja. Ef borg- armenn hefðu frá því fyrsta að umsátin hófst, sýnt annað eins þrek og dugnað, og þeir gerðu nú, er allt var um seinan, eru miklar Ukur til að öðrúyisi hefði farið. Keisarinn hafði, er umsátin lrófst, falið tveimur munkum að sjá um viðhald og viðgerðir á múrunum, en þeir höfðu grafið niður peningana, sem þeim voru fengnir til að nota til þess, og svikizt um að gera það sem þeim var trúað fyrir; og nú var svo komið, að Giustiniani, með öllum sinum dugnaði og hetjuskap, gat við ekkert ráðið. Eftir fall borgar- innar í hendur Tyrkjum, fund- ust hinir gröfnu peningar, sem nota átti borginni til varnar. Af öllum hinum grísku liöfð- ingjum i borginni, var keisar- inn sá cini, sem ótrauður fylgdi og Jhjálpaði hinni útlendu hetju, Giustiniani, til þess að verja borgina. Flestir höfðingj- arnir litu Giustiniani öfundar- og torti’yggnisaugum, og svo dáðlausir voru þeir að taka þátt í vörninni, að á meðal hinna tólf foringja, er vörninni stýrðu, voru aðeins tveir grískir. Að kvöldi þess 28. maí safn- aði keisarinn stríðsfélögum sín. um saman í síðasta sinn i höll sinni, til að hughreysta þá og hvetja og glæða, ef hægt var, sigurvon í brjóstum þeirra, sem hann þó hafði enga von um sjálfur. Grátandi kvöddu þeir þar hver annan að skilnaði og hétu að láta lífið fyrir hið heil- aga málefni, er þeir börðust fyr- ir; því næst hélt hver til sinna stöðva og biðu dagsins og þeirra forlaga, er liann bar í skauti sínu; en keisarinn gekk með nokkrum vinum sínum til Sofíu- kirkjunnar, til þess í siðasta sinn að meðtaka hið heilaga kvöldmáltíðar sakramenti; að þvi loknu bað hann alla að fyr- irgefa sér það, sem hann hefði óréttvíslega gjört. Hann tók hjálminn af höfði sér, hneigði sig fyrir fólkinu og fól það guðs vernd og forsjá á hendur; að svo mæltu hljóp hann á bak hesti sinum og reið til hersins, til þess í síðasta sinn að segja fyrir og hughreysta liðsinenn sína; að því loknu tók hann sér stöðu hjá Giustiniani, við St. Rotnans- hliðið. í dögun æddi hinn tyrkneski her fram hvaðanæfa undir trumbuslætti og lúðrablæstri; fallbyssuskotin riðu af, og orust. an var hafin. í fremstú raðir hersins hafði soldáninn sett þá trúarlega æstustu úr liði sínu, á þeim áttu borgarmerm að þreyta sig; þessir ofsatrúarmenn úr liði soldánsins sóttu fram sem óðir væru, í þéttum fylkingum; féllu þeir svo unnvörpum fyrir skotum borgaranna, að brátt fylltust gi-afirnar af dauðum og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.