Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1943, Qupperneq 5

Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1943, Qupperneq 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Dóttir dýratemjarans — sem varð keisarafrú. Þegar hið afarstóra hring- leikahús í Byzans var autt fyrri hluta dagsins og sólin hellti geislum sínum yfir gula mölina er lijólför kappakstursvagnanna súust í eftir kappaksturinn kvöldið áður, komu hörn eftir- litsmannana og léku sér á marmarasætum áhorfenda- svæðisins. Þarna lcomu brún börn, svört hörn og hvít börn. Byzans, sem nú heitir Istambul var um þessar mundir orðin höfuðborg heimsins. íbúar voru um 700 þúsundir. Þar voru allar kynkvíslir jarðarinnar saman komnar. Þar voru talaðar allar tungur. Þar sáust menn með öllum litum. Innan úr steinbúrunum hejn-ðust öskur villidýranna. En þau voru grafin i jörðu. Öskrin • trufluðu börnin ekki. Þau voru vön við að heyra þau. Meðal barnanna voru þrjár litlar telpur, dætur Aceciusar dýralemjara. Þær hétu Comito, Auastasia og Theódora. Cumito Iék sér að keilum að þessu sinni, Auaslasia dansaði og stældi fræga danskonu, en Theódóra stökk upp i hásæti kéisarafrúarinnar og sagði: „Eg vil vera keisarafrú i Byzans. Eg er viss um að eg verð það. Og allar þjóðir munu hlýða mér.“ Um leið og hún sagði þetta, tindruðu augu hennar af stæri- læti, harðnieskju og grimmd. F'aðir hennar horfði á hana, hristi höfuðið,en mælti svo: „Já, því ekki það? Hver veit hvað getur gerzt hér í Byzansborg?“ Jú, það gat margt komið fyr- ir í þessum bæ, sem stóð á horni Evrópu og Asíu, þar sem há- menning tveggja heimsálfa var að finna og hrottalegasta slark og siðleysi hafði náð hámarki. — Dýratemjarinn dó, og ekkjan lét dætur sinar leika í leikhús- inu mikla. Ein varð dansmær, önnur kastaði hnifum og brenn- andi blysum, og Theódóra lék í hinum gömlu, grísku harmleik- um. Menn hlógu að hermi og hún var fokvond. Siðan varð hún dansmær. ITún dansaði meðal spjótodda. Og karlmenn- irnir ætluðu nú að eta hina 18 ára fögru meyju með augunum. Sumir urðu gjaldþrota fyrir gjafir til hennar. Og nokkrir menn frömdu sjálfsmorð af ó- stjórnlegrí ást til hennar. — Hún lifði villtu lífi. Svo villtu lífi að fólk í þessari borg, þar sem ósiðsemi var á liæsta stigi, fyrirleit liana, og margir karl- menn viku af leið á götunni til þess að mæta henni ekki. Skyndilega varð hún ástfang- in fyrir alvör.u. Maðurinn liét Hecebolus, ungur liðsforingi. Hann liafði fengið skipun um að fara í setuliðið í Egiptalandi. Vegna hinnar trylltu ástar sinn- ar yfirgaf Theódóra atvinnu sína í Byzans og fylgdi elskhuga sínum til Alexandríu. En þar yfirgaf kærastinn liana og reyndist mesti ódrengur. Þetta gerðist á fyrri hluta 6. aldar e. Kr. Alexandria var þá ein af heimsins ríkustu og veg- legustu borgum. Þar voru flest- ar kirkjur og klaustur, mestur lærdómur, mestur munaður. í holum umhverfis borgina bjuggu einsetumenn.Á götunum var fjöldi heilagra manna. Á súluendunum sálu súludýrling- ar. Yfir borginni glampaði á gullnar hvelfingar og krossa. Theodora reyndi að dansa í leikhúsunum. En hún mætti mótblæstri og var hrópuð niður. Hún dansaði þá á strætunum og lifði af þeim eirpeningum er fleygt var til hennar. Hún gerð- ist afgreiðslumær i vinbúðum. Hún féll dýpra og dýpra í auðnuleysinu. En þegar hún hitti Comitu systur sína sem ferðaðist með leikara einum og spurði hana háðslega, hvort hún tryði því að hún yrði drottning í Byzans, svaraði hún játandi með sigur- hreim í röddinni. Ef til vill var það háð systur Theódóru sem breytti stefnu hennar. Hún yfirgaf Alexandr- iu. Hún var blásnauð og fór gangandi yfir Sýrland, Litlu- Asíu, alla leið til Bvzans við „gullna hornið“. Hún hafði fætt son í Alexandríu. Á dánar- dægri trúði Hecebolus syni sín- um, þá uppkomnum, fyrir þvi hver móðir lians væri. En þá var Theódóra orðin keisarainna í Byzans. Ungi maðurinn lagði svo af stað til þess að finna móður sína. Þegar Theódóra fékk vitneskju um það, leigði hún tvo menn, er fóru á móti piltinum og myrtu hann. For- tíðin átti ekki að lorvelda leið hennar til metorða. Þegar Theódóra kom til By- zans var hún skínandi fögur sem fyrr. Erfiðleikarnir liöfðu ekki eyðilagt fegurð hennar. Hún seltist að í götu er her- menn byggðu að mestu. Hafði hún ofan af fyrir sér með því að spinna ull fyrir þá. Stundaði tóvinnu eins og sagt er. Er hún kom aftur var Justinus keisari. Hanu var bóndasonur frá Da- cien. Hann hafði verið hermað- ur í lífverði Leos keisara. Hann var læs, en ekki skrifandi. Með undirferli, loforðum, mútum, eitri, morðum og peningum tókst honum að ná í keisara- tígnina. Justinian, bróðurson sinn, er einnig var bóndasonur, hafði Justinus fengið valinn til yfirlífvarðai'foringja og síðar til rikisei'fingja. Justinían kunni bæði að lesa og skrifa. Fljótlega náði hann mest öllum völdum lijá hinum gamla keis- ai-a og var liinn raunverulegi stjói'nandi. Dag nokkurn reik- aði ríkiserfinginn um úthverfa- götur boi'garinnar og í þeirri för sá hann Theódóru. Hún sat úti fyrir lirörlegu liúsi og spann ull. Sólsetrið gerði hana dásam- lega fagra. Justinian stóð orð- laus af aðdáun. Það vai'ð sterk ást við fyrstu sýn. Þekkti hún hann? Ef til vill. Ætli hún liafi fundið á sér að draumur henn- ar um að verða keisarafrú var að verða að staðreynd. Enginn veit þetta. En þegar hann tók hönd hennar og leiddi hana til liallai’innar fylgdi hún honum með gleði. í höllinni gaf hann þá yfirlýsingu að hann ætlaði að giftast henni. Keisai'afrúin hét Eufemla. Hún var af ó- menntuðu fólki komin. En hún hafði alla æfi lifað heiðarlegu lifi. En hún setti sig upp á móti þessum ráðahag. Henni virtist það óþolandi að leikhúsdi'ós og vínbúðardama ætti að verða drottning og setjast í hásæti sitt. Móðir Justinians hét Vigil- antia. Hún fóraaði höndum til himins, frávita af undrun yfir því að sonur sinn ætlaði að giftast kvensu með öðru eins ó- orði og Theódói-a hafði. En þessar konurdóu með fárradaga millibili. Menn hvisluðu um að þeim hefði verið gefið eitur. En keisarinn gaf út tilskipun þess efnis að syndug kona, með óhreina fortíð, er sæi að séx% skyldi vera eins mikils metin og hver hefðardama og mætti því giftast hinum tignasta manni. Þegar Justinian árið 524 varð hjálpai'keisari frænda síns giftist hann Theódóru i Sofíukirkjunni. Þar setti æðsti maður kirkjunnar hið keisara- lega gullna djásn á höfuð henn- ar. Það er ái'eiðanlegt að Justin- ian hefir elskað hina fögru konu sína. Hann lét Theódóru fá Brezkir hermenn slcoða þýzkar sprengjuvörpur, sem teknar voru á Sikiley.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.