Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1943, Qupperneq 7

Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1943, Qupperneq 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 því vesti'æna. Vandalar voí'U sigraðir, landamærin tryggð og margt gert til framfara. T. d. samin stór lagabálkur. í öllu þessu tók Theódóra mikinn þátt. Hún liafði gott vit á því að velja handa keisaranum lieppi- lega meðstarfsmenn. Fegurð sinni hélt hún lengi, stórlæti sínu og valdafýkn einnig. Hún kom á hirðsiðum sem liéldust margar aldir við hirðir sumra einvaldshöfðingja. Kóngum, keisurum og þjóðhöfðingjum, átti að sýna næstum guðlega lotningu. Og vöntun á tilhlýði- legri virðingu var refsað afar hart. — Hve gömul Theódóra varð vita menn ekki með vissu. En hún dó 548 e. Kr., og er þá líklegt að liún liafi aðeins verið um fimmtugt. Hún hafði þá stjórnað Byzans eða Konstan- tinopel (Istanbul) nær því 22 ár. Eftir dauða hennar urðu menn forviða á að finna í liilaýl- um hennar gamlan biskup, Autheníus að nafni sem fyrir 15 árum hafði verið dæmdur til dauða fyrir svik við prestastétt- ina og allir álitu löngu dáinn, hengdan. Theódóra liafði í laumi verndað líf biskupsins og með því sýnt dómstólunum fyr- irlitningu. Tæplega hefir hún gert þetta af mannúð. En lik- Jega hefir hún hallast að hinum trúarlegu skoðunum hans. En um þær mundir var endalaust rifrildi og flokkadrættir út af trúmálum í Byzans. — Það voru óvinir Autheniusar sem síðar rituðu ævisögu keisara- frúarinnar; jiess vegna er ekki hægt að trúa öllum sögum þeirra um óvirðingu liennar. En það má segja það, sama um Theódóru eins og höfundar ævi- sögu hennar segja að síðustu: „Hún var mikil og merkileg kona, þrátt fyrir allt“. Jóhann Scheving. Metravísur Halldórs Briems. Fet í metra finna má, fýrst skal setja heila þrjá, svo koma á eftir, orð mín lieyr, átján hundruð sextíu og tveir. Heyri bæði hrund og sveinn, hér livað maður letrar, einn komma átta átta þrír einn eru i faðmi metrar . Síðast ]>ér eg sýna vil sentimetra alin í, sextíu og tveir og sjö sjö lil í sextíu og þrjá má breyta því. ★ Síra Stefán Stephensen í Vatns- firði (d. 1900) þótti maður held- ur hispurslaus i orðum og svara- kaldur, ef þvi var að skipta, og gat verið meinfyndinn. Hann var um vetrarskeið í Kupmanna- höfn eftir að hann varð stúdent 1851. Sama liaustið og hann kom utan, komu þangað og fleiri slúdentar frá íslandi, og meðal annara einn, sem hafði komið nokkru seinna en liinir, og einn sér. Spurðu félagar hans liann að því, með hvaða ferð hann hefði komið. Hann kvaðst hafa komið með seglskipi, sem hann tilgreindi. Þá bætti síra Stefán við: „Og drakk dús við alla skipsliöfnina, nema — kap- teininn og stýrimanninn.“ Það hefir þá verið þekkt hér á landi eins og síðar, að mikið hefir þótt koma til jafnvel lágt- settra útlendinga. ★ STJÓRNAÐI FLOTASÓKNINNI. Sir Andrew Cunningham aðmiráll er >Tirforingi brezka flot- ana 4 Miðjarðarhafaavæðimi. Myridin er !.e,Uin j aMbfekiatftðv* um hans i landi, Josepli Foss kapteinn, sem hefir skotið niður 26 japanskar flugvélar sést hér á mýndinni ásamt svstur sinni Floru Mariu Foss, en hún vinnur að hergagnaframleiðslu í Kaliforníu. A. E. Housman: K¥ÆÐS Skuggi þýddi NÝLIÐINN. Drifðig að heiman, drengur minn, og dáðríka ljáðu hönd, og fylgi þér gæfan, farðu vel, í fjarlæg og ókunn lönd. Æ, komdu svo heim á drottins dag, er dýrlegum friðar-hljóm klukkur þorpsins klingja hátt og kveða helgum róm. Þú mátt lika koma á mánudag i markaðsins ys og þröng, er „Heilir vormenn hildi frá!“ hljóma í tui'nsins söng. Komdu bara sem hetja heim, og hafirðu marki náð, dáir þig allur drengja-fans og dýrkar í lengd og bráð. Og herlúðursins heyrir þú hvella morgun-brag: Að fjandmenn Englands fælist þig, að fæddur ert í dag. í fraintíðarlandi færðu skjól fram til efsta dags, unz dómslúðrarnir dynja hátt og dauðinn hristir fax. Og upprisan er ávallt ný, og enn skalt kveðja borg, er sonarkveðjur sendir þér þá sólin gýllir torg. (A Shropshire Lad III),

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.