Vísir Sunnudagsblað - 29.08.1943, Qupperneq 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
8.
SÍI»%\
Árni biskup Helg'ason (d. 1869)
hafði verið prestur Reykvíkinga
um lirið (1814—-1826) áður en
hann varð prestur í Görðum'.
Eitt sinn, eftir að hann var kom-
inn að Görðum, var hann stadd-
ur i Reykjavík, og var þá nýbú-
ið að vígja prest einn til ein-
hvers útkjálkabrauðs. í húsi því,
þar sem Árni biskup var stadd-
ur, voru ógnarleg vorkunnar-
læti í fólkinu og fjargviðrun um
það, hvað kvíðvænlegt það
mætti vera fyrir nýja prestinn,
að verða nú að fara þangað sem
fólk væri svona fávíst og
heimskt. Það mætti vera aurnt
að vera prestur þar. „Ekki get
eg neitt vorkennt honum það“,
segir biskup; „það er gott að
vera þar sem fólk er heimskt
og fávist.“ Honum var svarað
með því, að hvíað var upp yfir
sig, hvaða ósköp væri að heyra
til biskupsins. Þetta gæti þó ekki
verið alvara hans. Þá anzar
biskup: „Gott þótti mér að vera
prestur hér í Reykajvík.“ Og þar
með drap ldjóð úr fólkinu um
vorkunnlætin.
★
Fjórðungsvísur
úr verstöðvunum syðri frá þvi
um 1820—30.
Norðlendingur um Austanmenn.
Skakkir staula i skinnhöldenn,
skammir raula ólinir,
þið eruð aular, Austanmenn,
eins og baulusynir.
S v a r:
Þó við séum aular Austanmenn,
að því samt við gáum,
að níðingsblauða Norðlingenn
neitt við óttást fáum.
i
f
Norðlendingur um Sunnlending:
Sunnlendingar sýnast mér
sútaðir grútar maki,
eins og kengir íbogner
á hormerai' baki.
i
S v a r:
Hálsinn sveigja hringbogner
horaðir Norðlendingar,
varir teygja voteygðer,
á vorin segja: „Gott er smér!“
★
Takstu aldrei á hendur það
verk, sem þú finnur ekki með
sjálfum þér að þú prt fær prrt
að gera,
★
X
Vitur maður h.ugsar minna
um að uppræta Tdæki heimsins
en að verja sig fyrir þeim.
★
Brúðkaup geta stundum verið
alvarlegri en jarðarfarir.
♦
Menn læra bezt livers virði
þögnin er, með því að taka vel
eftir munnsöfnuði annara.
★
Peningar betri en guð.
Maður kcmur á bæ cftir liátta-
tírna og guðar: „Hér sé guð!“,
og endurtekur það þrem sinn-
uiii. En enginn anzar. Dettur
honum þá það í hug, livort fólk-
ið kunni ekki að liafa betri lyst
á einhverju öðru, og segir: „Hér
sé smér!“ Enginn gegnir. —
„Hér sé ket!“ Enginn tekur
undir það lieldur. — Til reynslu
segir maðurinn að lyktum: „Hér
sé peningar!“ Og — þá er anzað.
★ i
Líkræða.
Presturinn: Hinn látni var
ágætismaður; þegar aðrir sváfu
vakti hann, og það, sem aðra
vantaði fannst hjá honum.
★
Kennari (í kvennaskóla): Seg-
ið mér, ungfrú, hvað gömul er
manneskja 1943, sem fædd er
1901?
Ungfrúin: Það er undir því
komið, hvort það er karl eíja
kona.
★
Sjúklingur (á spítala): Eruð
þér hjúkrunarkona?
Kvenlæknir: Nei, eg er lækn-
ir.
Sjúklingur: Já, fyrirgefið þér,
eg hélt þér væruð kvenmaður.
★
Stúlkan (við biðilinn): Nei,
eg tæki yður ekki, þó að enginn
karlmaður væri til i veröldinni
annar en þér.
Biðillinn: Væri eg eini karl-
maðurinn í heiminum, þá
fengjuð þér mig ekkj, því að
þá mundi eg biðja stúlku, sem
væri laglegri en þér.
★
— Er eg fyrsti maðurinn, sem
hefir beðið yður um koss?
— Já, hinir hafa tekið hann
leyfislaust.
★
„Hundurinn þinn gelti að
mér, en þagnaði undir eins og
eg horfði fast framan i hann.
Hann hefir líklega séð það á
mér, að eg var honum meiri að
viti.“
„Vera má. Menn segja, að dýr
sjái -stundum það, sem engir
menn fá séð.“
★
Tveir flysjungar komu út úr
lyfjabúð, og mættu gömlum
manni í dyrunum, Segir þ.á ann-
„Það var hann Egg-
ert Ólafsson, hann ýtti
frá kaldri Skor
Allir íslendingar kann-
ast við kvðið og harm-
söguna, sem þar er
sögð. Hetjan hirti ekki
um fortölur „gamla
þulsins“, sem varaði
Tlann við ógnum hafs-
ins og liamförum' veð-
ursins. Eggert lagði ó-
smeikur út í bardag-
ann við höfuðskepn-
urnar — og tapaði. Hér
að ofan er mynd af
staðnum, sem Eggert
lagði frá í síðustu för
sína.
ar . þeirra gleiðgosalega: „Þér
eigið ekkert hingað að gera.
Lúsasalvið er uppgengið.“ —
„Eg er hissa,“ svaraði gamli
maðurinn. „Þurfið þið að halda
á því.öllu ?“
★
Nýi presturinn spurði Jón
gamla, sem var 99 ára: „Hafið
þér verið alla yðar æfi hér í
sókninni?“
„Ekki ennþá,“ svaraði öld-
ungurinn.
★
Yfirsetukonan: Eg nýl þess
sóriia, að láta yður vita að það
er kominn lítill sonur.
Prófessorinn (önnum kafinn
í að skrifa): 'Jæja, það er svo,
— biðjið þér hann að fá sér sæti
og biða. Eg kem undir eins.
★
Húseigandinn: Annað hvort
verðið þér nú að borga eða flytja
burt.
Leigjandinn: Guð þakki yður!
Þar sem eg bjó áður varð eg að
gera hvorttveggja.
★
Björn Stephensen sekreteri á
Esjubergi (d. 1835) var gaman-
samur og orðheppinn, og var
nafnkunnur á sinni tíð fyrir orð-
kringi. Eitt sinn kom'hann að
bæ og var boðið þar inn til
snæðings. En hann afþakkaði
og sagðist nú ekki hafa lyst á
neinu, hvaða kræsingar sem sér
væri boðnar, og ekki einu sinni
„þó-að það væri steiktir englar“.
Foreldrar Björns, ólafur
stiftamtmaður og Sigríður
Magnúsdóttir amtmanns Gísla-
sonar, voru einhver fjáðustu
hjón hér "á landi í þá daga, svo
að Björn og systldni hans voru
alin upp við allsnægtir. Einu
sinni sem Björn var ungur, en
þó mjög vaxinn, var hann í
glímum með öðrum ungum
mömium. Stóð móðir hans hjá
og horfði á. Sá hún, að Birni
veitti vel í glímunum; jjótti
henni vænt um það, og sagði í
ánægju við hann að glímulok-
um: Mikill kraptamaður ert þú
nú orðinn, Björn minn.“ — „Eg
væri það, — ef mig liefði ekki
brostið."
★
Hreppstjórinn: (Konan hefir
verið að halda ræðu yfir hon-
um, og þrátt fyrir ítrekaðar til-
í-aunir fæst hún ekki til að segja
Amén. Hann réttir sig upp, læt-
ur upp úníforms káskeyti og
segir snöggt): „í nafni kóngsin's
og laganna, lialtu kjapti,
Gudda!“
★
Sitt af hverju.
Þegar karlmenn elska, eru
þeir þrælar. Þegar konur elska,
eru þær liarðstjórar.
Mai’gir gera gott af þvi, að
þá langar til þess að sjá þess get-
ið á prenti.
Efnislitnir menn og innan-
tómir gína opnir fyrir öllum á-
hrifum. Þeir eru og nokkurs-
konar „hljóðaklettar“, sem
bergmála hvert liljóð, sem þeim
berst. _
Varastu að verja fyrri hluta
æfinnar til þess að ónýta seinni
hluta hennar.
Það er hægara að hafa á réttu
að standa en að fá aðra til að
kannast við það.
Gættu minna að þvi, þegar þú
gerir einhverjum íil geðs, — þvi
að það gleymist, — heldur en
hinu, þegar þú móðgar einhvem,
því að það gleymist kannske
aldrei.