Vísir Sunnudagsblað - 05.09.1943, Page 3
Visg
býrð þá svona vel raeð hejnn,
þó að veturinn vœri ekki góður,
sagði eg. Eg á það vetrinum i
fyrra að þakka, sagði Magnús.
En þá um haustið átti eg mikil
hey. Þetta var djúp hlaða með
háum grjótveggjum. Og liefi eg
ekki séð eins vel hlaðna veggi,
og spurði hann hver hlæði svona
vel. Það hefi eg nú gert, sagði
Magnús. Hefi eg fengið orð fyr-
ir að vera góður hleðslumaður,
og hefi hlaðið marga veggi víð-
ar en hér á Leirubakka. En nú
geri eg hvorki það né annað,
því að eg liefi ekki getað snert á
verki á annað ár. Hefi stundum
legið á sjúkrahjási suður i
Reykjavík. Vonast þó til að eg
sé heldur á batavegi. Gat eg vor-
kennt honum að vera svona
heilsubiluðum, og þetta var
maður á bezta aldri. Nú geng-
um við aftur til stofu, og innan
skamms bar húsfreyjan mat á
borð, og eg var beðinn að gera
svo vel og borða. Þar var nýtt
skyr, og spenvolg nýmjólk, og
var mér á hvorutveggju ný-
næmi. Eftir að hafa matazt, var
eg loks tilbúinn að leggja af
stað. ÍJti á hlaðinu stóðu tveir
fallegir hestar. Á annan var
lagður hnakkur, og honum
skyldi eg ríða. Hulda ætlaði að
ríða bei’bakt. Hún kom nú út á
hlaðið og var líka tilbúin. Hún
var eins klædd og hún hafði
verið við verkin úti og inni og
var ekkert við það að athuga.
Var hún fullt eins lik röskum
sveitadreng, og stúlku, það staf-
aði mest af klæðpaðinum. Hún
var i brúnum samfesting, með
ól yfir um mittið, og gúmmí-
skó á fótum, og berhöfðuð með
úfið hórið. Þetta er náttúrunnar
baru hugsaði eg, ósnortinn af
allri tízku. Alveg eins og sveita-
fólk þarf að vera. Við riðum svo
af stað, og Hulda reyndist vera
ræðin og skemmtileg.
Það er um hálftima ferð að
ánni frá Leirubakka. Fyrst er
farið eftir liörðum valllendis-
götum. Svo kemur uppblásið
land, og svartir sandar. Standa
þar sumsstaðar einstök börð,
með holum moldarbökkum.
Eru það minnisvarðar frá nátt-
úrunnar hendi, um grasi grón-
ar grundir, sem verið hafa
þania einhverntíma áður.
Nú koinum við að vaðinu á
Rangá, neðan við sporðinn á
I Iraunteig. Áin var lygn og tær.
Lögðum við út í hana þar sem
gölurnar visuðu tjl. Var hún
rúmlcga í lcvið og allgóð yfir-
ferðar.
Þegar yfir um ána er komið,
er komið upp i sporðinn á
Hraunteig. En það er skógar-
svæði, sem liggur þarna alllangt
upp með Rabgá að austan-
verðu. Skammt fyrir ofan vað-
ið er hólmi útl i ánni; rennur
aðeins lítil kvisl af ánni með-
fram honum að austanverðu.
Hólmi þessi er eins og ávalur
hóll, dálítið sporöskjulagaður,
og standa stórar, en strjálar
birkihrislur liér og þar um
hann. Ætlí þetta sé hólminn í
Rangó, sem einu . sinni kom
mynd af á bréfspjaldi, sagði eg
við Huldu. Já, það er þessi
hólmi, sagði hún. Langar þig
ekki til að koma út i hann?
bætir hún svo við. ó, jú, sagði
eg, ef að þú mátt vera að tefja
þig á því að koma út i liann með
mér. Það er allt í lagi með það,
sagði hún, og svo riðum við yf-
ir kvislina út i hólmann, og
stigtun þar af baki. Gengum
svo upp á liólmann og htuðumst
um. Hríslurnar á hólmanum
eru háar, en töluvert kræklóttar,
og þær eru ógn eintrjáningsleg-
ar, því að þær eru svo gisnar,
og það sést hvergi neitt birki-
kjarr — bara harður valllendis-
balinn. Sást að þarna höfðu
verið höggnar stórar hrislur,
ekki alls fyrir löngu. Og hafði
eg eitthvað orð á þvi hvort
hólminn væri ekki friðaður. —
„Það voru víst höggnar hríslur
þarna, af því að það var komin
svo mikil skemmd í þær“, sagði
Hulda. — 1 Jiessum liólma þarf
að gróðursetja skóg að nýju.
Mér þótti fallegt að horfa
þarna upp eftir ánni. Hún er
allbreið, og rennur í grýttum
farvegi. Glittir víða í hvítar
straumflúðir, þar sem hún kast-
ast fram af stórum steinum;
sem eru í botninum.
Dálitinn spöl fyrir ofan þenn-
an hólma, er annar hólmi i
ánni, skógivaxinn. Skiptist áin
um þann hólma í tvær viðmóta
stórar hvislar, falla þær báðar í
snotrum fossum sín hvoru meg-
in við hólmann, niður að flúð-
unum fyrir neðan. Þetta blasir
fallega við frá hólmanum ofan
við vaðið.
Nú stigum við Hulda á bak
hestum okkar aftur. Riðum yfir
kvíslina og inn á skógargöturn-
ar í Hraunsteigi. — Nú máttu
ekki fara lengra, sagði eg við
Huldu. Eg fer hér af baki og svo
snýrðu við heim. — Mér liggur
eldkert á, sagði Hulda, það er
líka svó gott veðrið. Eg skal
koma með þér inn að Arnar-
setri. Það er klettur hérna
skammt ofar i skóginiím. —
Eg gat ekki neitað því að hún
færi lengra með mér, og sýndi
mér eitthvað einkennilegt, sem
eg hafði ekki áður séð. Svo rið-
um við góðan spotta eftir
mjúkri moldargötunni í skóg-
inum. Loks beygði stúlkan út
af götunni til vinstri, og kom
þá brátt i ljós klettadrangi, aem
stóð þar upp úr skóginum.
Þetta er nú Arnarsetrið, sagði
Hulda. Það er bezt að fara af
baki og ganga upp á klettinn.
Það er fallegt útsýni af honum
yfir skóginn. Upp að klettinum
lá breið gjáarsprunga, gróin í
botninn, og voru þar nokkurar
fallegar birkihríslur. Þarna var
bezta leiðin upp á klettinn.
Neðan við þessa tröð voru
tvær vallgrónar kofatættur.
Hvaða hús ætli þetta hafi verið?
sagði eg. Eg held að það hafi
verið fjárliús frá Næfurholti,
sagði Hulda. Nú fórum við að
khfa upp á klettinn. Þarna var
grasþúfa uppi, og mikið af
fugladrit. Hér liafa sezt fleiri
fuglar en örninn, sagði eg. Já,
það er nú líklega, sagði Hulda.
Hann sézt liér aldrei nú orðið.
— Það var fallegt að horfa
þarna yfir skóginn. Laufið var
angandi, og rakt eftir skúi’ina
fyrr um kvöldið, og það mátti
heyra að það lá vel á fuglunum.
Skógarþrestirnir skriktu með
gleðihreim hér og þar i skógar-
greinunum. Það er alltaf gam-
an að heyra til þeirra á vorin
þegar vel liggur á þeim. Nú
héldum við Hulda niður af
klettinum aftur, og gengum til
hestanna.
Jæja, nú held eg að þú sért
búin vel að gera, sagði eg. Nú
verðurðu að snúa við. Eg fylgi
þér þó á aðal götuna, sagði
Hulda, það er skammt þangað.
Og ennþá steig eg á bak og lét
Huldu ráða.
Við héldum nú áfram svolít-
inn spotta, og komum svo út
úr skóginum. Tók þar við hraun
og sandur, en gatan var þó
greið fram undan.
Nú fer eg hér af baki, sagði
eg. Það getur ekki gengið, að
þú sért að fara þetta lengra. Þú
áttir bara að reiða mig yfir ána.
Það er allt i lagi, sagði Hulda,
Mér liggur ekkert á lieim, og
veðrið er svo gott. Eg ætla að
skreppa heim að Næfurliolti
héðanaf, það er orðið svo stutt.
Jæja, sagði eg, þú verður vist
að ráða. Ef að þú hefðir verið
að fylgja Halldóri Iíiljan Lax-
ness, þá hefði þér líklega verið
tileinkaður sögukafli, sem liefði
lifað, sagði eg. Eg hefði nú lítið
kært mig um það, sagði Hulda.
— Þessir andans menn gera nú
stundum fleira en náunginn æsk-
ir beinlínis eftir, sagði eg. Já,
það getur nú verið, sagði Hulda.
Nú fóruin við fram hjá tjöld-
um girðingarmannanna, og
kannaðist eg við skipulagið.
Það var liið sama og í fyrrasum-
ar norður hjá Iiili. Þegar við
riðum framhjá tjöldunum,
heyrði eg að það var glatt á
hjalla þar inni. Og mér fannst
eg þekkja lilátur verkstjórans
okkar frá því í fyrra. En ekki
vissi eg J>ó hvort liann var Jiarna.
Klukkan var rúmlega 10 þegar
við riðum í hlaðið í Næfurholti.
Þar komu til móts við okkur
þrir hundar, sem létu allmikið
á sér bera. Einn þeirra var
stærstur, og lét hann sérstak-
lega ófriðlega við mér. Þarna
skammt frá voru tveir piltar að
klippa ull af kind, annar þeirra
liljóp til að Jiagga niður í hund-
unum, og lionum tókst von
bráðar að semja frið á milli
okkar. Mér var teldð vel og hlý-
lega, en Hulda var þarna eins
og lieima hjá sér. Þarna var
líka fólk á hennar reki. Tveir
ungir og myndarlegir bræður,
og systur þeirra þrjár.
Systkinin i Næfurholti halda
mikla tryggð við ættarslóðir
sínar.
(Framhald seinna).
Hér birtist mjTid af Georg VI. Brelakonungi Qg Montgo-
mery hershöfðingja. Myndin var tekin þegar konungurínn-
heimsótti 8. herinn, meðan hann var í Tripoli.