Vísir Sunnudagsblað - 05.09.1943, Page 5

Vísir Sunnudagsblað - 05.09.1943, Page 5
VÍSÍR SUNNUDAGSBLAÐ ^ «=”=■--- SUSSBLiUX S Um það, að þetta hafði verið Bonaire, sem eg sá. Næsta dag héldurn við stýri- maðurinn enn ráðstefnu yfil' kortunum. Hann hélt, að við myndum vera um 10 mílum norðan við Cura?ao. Við sigld- um enn um stund til norðurs, en síðan snérum við til suðurs. Ef eg hitti ekki á Cura?ao ætlaði eg að reyna að ná til Venezuela- strandarinnar. Þó var hið fyrra betra því að í Cura^ao er ágætt sjúkrahús. Á ðaginn var heitt, næturnar kaldar. Og allir i bátnurn voru þjáðir og niðurdregnir. En við höfðum nægilegt vatn og kex, súkkulaði og mjólkurduft. Um kvöldið lygndi og okkur rak, en eftir sólarlagið kom dá- lítil gola, svo að við gátum hald- ið áfram. Þá um nóttina fund- um við lykt frá landi og oliu- hreinsunarstöðinni i Curagao. Eg lét þá fella seglin og lagðist við rekakkeri. Rétt fyrir dögun lét eg senda upp flugelda, en i-dögun sást ekkert land. En um miðjan morgun sáum við Cura^ao greinilega. Þangað voru þá um 15 mílur. Við rérum í áttina þangað allan daginn, en vindur og straumur var iivorttveggja á móti, svo okkur miðaði ekk- ert. Seinnipartinn sáum við skútu, sem stefndi til norðurs um mílu frá okkur. Það var „Mississippi“ frá Bonaire á leið þangað frá Venezuela. Eg sendi upp flug- elda og hún kom og tók okkur. En suma af þeirn særðu var ekki hægt að flytja, svo að þeir voru hafðir i bátnmn, sem var lekinn aftan í. Um nóltina komum við til Bonaire. Þar vorum við „fæddir og klæddir“ og hugsað um þá særðu. Eg sendi skeyti til Cura- qao og gaf upp stað björgunar- flekanna, svo að þeirra yrði leitað. Snemma næsta morgun kom flugvél og tók þá særðu til Cura^ao. Seinna um daginn kom íiún aftur og sótti okkur hina. Þegar eg kom til Curagao átti eg samtal við liðsforinga úr sjóhernum og kaptein úr flug- liernum. Liðsforingjann þekkti eg áður. Enn staðsettum við flekana. Flotastöðinni gaf eg skýrslu um dauða og særða og árásina yfirleitt. Einnig gaf eg ameriska konsúlnum skýrslu. Einn af kaupmönnum Cura- ^aoborgar kom skömmu eftir komu mína í heimsókn og með honum tvær ljómandi fallegar dætur hans. Þeim þótti árásin grátleg og spurðu okkur margs CLARK LEE: #■ . - Japanir hafa þegrar nnnið sitt stríð. Eftirtektarverðar staðreyndir, er sýna, hversu alvarlega Kyrrahafsmálin standa fyrir Bandaríkjunum. „við erum reiðubúnir til að fórna 10 milljónum manna — hve mörgum viljið þið fórna?“, spurði japanskur hershöfðingi i samtali við greinarhöfund- inn, sem er fréttaritari Associated Press, um Kyrra- hafsmál. Nokkrum mánuðum, fyrir á- rásina á Pearl Harbor veitti Kanazawa aðmíráll i japanska flotanum mér viðtal í skrifstofu sinni í Shanghai. „Þetta er hern- aðarstaðan á Kyrrahafi,“ sagði hann um leið og liann benti ú geisistórt kort á veggnum. — „Varnarlina Ameríku myndar þríhyrning, með hornum á Al- aska, Hawaii og Panama. En ykkur sést venjulega yfir að Japan hefir einnig þríhyrnda um hana. Og kaupmaðurinn vildi allt fyrir mig gera og þekkti eg hann þó einungis laus- lega. Tveim dögum seinna var út- varpað frá Berlín nákvæmri lýs- ingu á árásinni á Norlantic. Þar var sagl, að kafbáturinn hefði neyðst til þess að skjóta á okkur, því að við hefðum hafið skothríð á hann. Því var bætt við, að Þjóðverjar skytu aldrei á óvarin skip. Þegar þessi ná- lcvæma lýsing kom skildúm við hina einkennilegu vináttu kaup- mannsins. Eg var i niarga daga í Cura- <;ao, til þess að stjórna leit að björgunarfíekunum. Á hverjum degi fór eg i flugvél yfir stórt svæði, en leitin bar engan ár- angur. Viku eftir að eg kom til Cura- £ao fékk eg þær fréttir, að tveim af áhöfninni hefði verið bjargað áf fleka og væru nú komnir til Trinidad vel hressir. Frá Cura<;ao fór eg skömmu síðar til Miami og þangað kom svo áhöfnin, þegar hún var orð- in hress. Og 38 dögum eftir að Nor- lantic var sökkt kom seinni flek- inn upp að Venezuelaströndum. Á honum voru þrír menn, og þeir voru allir við góða heilsu, þrátt fyrir þessa löngu útivist. Flestir þeirra, sem á Norlan- tic voru, eru nú komnir í nýjar sæfarir. Að því er virðist kæra þeir sig kollótta, en eg veit að þeim er órótt innanbrjóts. Þeir þrá hefnd! (Lauslega þýtt). varnarlínu, sem nær frá Yoko- liama, hingað“ — hann benti á kortið — „og hingað“. Þetta „liingað og hingað“ á kortinu voru Singapore og Nýja Kaledónia, sem þá voru lönd Breta og Frakka, en út af þvi gerði Kanazawa sér enga rellu. „Ef svo óheppilega skyldi vilja til að strið brytist út á Kyrra- hafi,“ hélt hann áfram, „mun- um við taka þá staði, sem við þörfnumst til að gera varnar- linu okkar fullkomna. Við mun- um allsstaðar koma okkur vel fyrir, og ef ykkur tækist að lenda á einhverjum stað sem við höldum, munum við berjast grimmilega um sérhvern þuml- ung, sem við höfum á valdi okkar. Við munum gera ykkur þetta svo dýrkeypt, að amer- íska þjóðin mun missa móðinn og fallast á að Japan eigi að rökréttu að ríkja i Austur- Iöndum“. Japanir hafa ekki ennþá náð Nýju Kaledoniu á sitt vald, en þeir hafa tekið öll önnur lönd og bækistöðvar, sem þeir þörfn- uðust. Þeir drottna nú yfir 300 milljónum manna og riki þeirra nær yfir 3.250.000 fermílur. Eftir áætlun .... Sannleikurinn er sá að Japan hefir raunverulega þegar unnið silt stríð. Allt sem Japan þarfn- ast nú, til að verða mesta veldi heimsins, er aðeins timi til þess að skipuleggja vel sitt nýja heimsveldi og til að sameina þjóðir Asíu undir forystu sinni. Við erum að veita Japan þennan tírna. Bak við net af varnarvirkjum, sem við erum ekki ennþá byrjaðir að, reyna að ná á okkar vald, notar það sérhverja mínútu til að tryggja aðstöðu sína í Austurlöndum, bæði hernaðarlega, fjárhagslega og stjói-narfarslega. Ef við byrjum ekki strax að berjast við Japani, með öllum vopunm, sem við höfum yfir að ráða, og ef við komum ekki i veg fyrir að Kínverjar gefist upp, getum við komizt að raun um að ó- mögulegt verður fyrir okkur að ná aftur þeim stöðum, sem Jap- anir liafa hertekið. Loftárásír — þegar í stað. Japan liggur nú mjög opið fyrir loftárásum. Mestur hluti þungaiðnaðar þess er ennjjá á litlu svæði, sem liggur á 400 milna landræmu á ströndinni suður og vestur af Tokio. Meira en 30 millj. manna búa og starfa í hinum miklu hafnar- horgum Tokio, Yokohama, Na- goya, Kobe, Osaka, Shimnoseki og Moji. Ef harðar loftárásir yrðu gerðar þegar í stað á þess- ar borgir, mundi Japan bíða óbætanlegt tjón. Eftir aðeins sex mánuði frá því í dag, getur verið allt öðru máli að gegna. Japanir eru byrjaðir að dreifa iðnaði sínum. Þeir eru þegar farnir að kalla Manchukuo „vopnabúr heims- veldisins“. Nokkrar þungaiðn- aðarverksmiðjur liafa verið settar upp í Norður-Kína, Koreu, Slianghai, Manila og Singapore. Markmið þeirra er að dreifa þeirn yfir svo stórt svæði að mörg þúsund flugvélar þyi'fti til að valda verulegu tjóni á þeim. Gnægð hráefna .... Fjárhagsmál hinna herteknu landa hafa nú þegar verið tekin til meistai-alegi’ar yfii'vegunar. Frá Filippseyjum fá Japanir ki'óm og kopar; Malaja-Iöndin leggja til tin og gúmmí; kolin koma frá Selangor-námunum. Japanir tilkvnna að allar gúmmi ekrurnar nema ein, liafi nú tek- ið til starfa á ný; að olíulindirn- ar á Sumatra framleiði nú flug- vélaþenzín; að mildar birgðir af kolum, hráolíu og gulli, kop- ar, mercury og sinnober hafi fundizt á Borneo. Franska Indó- Kína leggur til hrisgrjón og kol; Java leggur til gúmmi, kinin og olíur. I Norður-Kína er allt það járngrýti og kol, sem Jap- anir þarfnast. Dýrmæt hráefni frá lier- numdu löndunum eru send bandamönnum Japana, mönd- ulveldunum. Áströlsk flotadeild hertók ítalskt flutningaskip, hlaðið gúmmíi, kinini og hval- olíu, sem flytja átti til Þýzka- lands. Skipshöfnin upplýsti að skipið hefði þegar farið þrjár ferðir frá Kobe til Bordeaux og að síðan s.l. haust hefðu a. m. k. 26 skip rofið hafnbann Breta. Á bakaleið sinni frá Evrópu flytja þessi skip vélahluti frá Þýzkalandi, þar á meðal efni til flugvéla. Japanir tilkynntu ný- lega, að þeir væru nú byrjaðir að framleiða þýzkar steypiflug- vélar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.