Vísir Sunnudagsblað - 05.09.1943, Page 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
7
eftir grösum, en fundum lítið,
því að auðvitað hafði búsmal-
inn étið þau öll svona i heima-
liögum. Héldum við því áfram
upp að Lómatjörnum. Lómn-
um brá í brún, er hann leit
þessi þokutröll nálgast heim-
kynni sín. Synti frá landi á mik-
illi ferð og spáði þerri, og fékk
liann ekki nema skammir hjá
okkur fyrir svona vitlausa spá,
að olckur fannst, í l>okusúld og
fýlu. öndin var þögulli og lét
sér nægja að gæta unga sinna
sem bezt, og treysti foræðinu i
kring til að halda okkur í hæfi-
legri fjarlægð.
Eigi þótti okkur grasalegt hér
og héldum þvi vestur um Enni
allt í Mjóvadal og vorum þar um
stund og hittum fyrir okkur
grös og dreifðum okkur um mó-
ana og svo hjá Miklavatni. Létti
þá til meðan við snudduðum
meðfram vatninu, svo að sá til
sólar af og til. Tveir hólmar eru
i vatninu og hafði fjallasvanur
setzt þar að í minni hólmanum,
og var hann hvanngrænn í
kringum dyngjuna, og sat frúin
uppi, en bóndi var á verði með
landi fram. Seppinn Kátur hafði
slegizt í förina með okkur, og
J>eim hjónum mun liafa þótt
hann í mesta máta grunsamleg-
ur, enda var pilturinn, sem með
mér var, að etja honum fram á
sundið, þrátt fyrir bann okkar,
og tókst það um síðir. En þeg-
ar frúin sér það, stígur húnfram
úr dyngjunni og leggur á sund-
ið með bónda sinum, og vilja
þau nú reka fjanda þann af
höndum sér. Synda þau nú tígu-
lega fram á ládautt sundið og
báru höfuð liátt, og þangað sem
seppi var og börðu vatnsflöt-
inn með hinum voldugu vængj-
um. Leizt þá Kát ekki á blikuna
og snéri til lands, en svanahjón-
in hertu þá eftirförina og slógu
hann með væng sínum, svo
seppi hélt skrækjandi til lands
og var æði lúpulegur, er hann
skreið upp úr vatninu, en svan-
irair syntu yfirlætislega kring-
um hólmann, og það leyndi sér
eigi, að þeir voru sér þess með-
vitandi, að það voru þeir, sem
áttu sigxá að hrósa.
Ekkert varp var að sjá í hin-
um stærri hólmanum, nema ef
vera skyldi krían, en þarna sveif
liún yfir vatnsfletinum og gæddi
sér á flugu og sýli, þegar hún sá
sér færi. í fjörunni skauzt um
vikur og voga sendlingurinn,
snar og lágfleygur, og xaeðfram
vátninu var fjallaféð á beit og
gæddi sér á safamiklum gróðri
hálendisins og naut sumax-leyfis
í kyrrð og næði, nema þegar
þessar tvífættu tröllaverur þok-
unnar nálguðust. Þá reisti það
hálsinn, stappaði niður framfót-
unum á víxl og blés hvellu blístri
og hvarf svo eins og elding eitt-
livað út í buskann á svipstundu.
Þegar leið að nóni birti þok-
una og gerði sólskin og bjart
veður og þurt til kvölds, svo
okkur gekk illa að sjá grösin.
Kom nú grasafólkið saman og
mældi grasafenginn, sem var
eftir öllum vonuin. Neyttum við
nú matar í fagurri grasbrekku
austan vatnsins og létum sólina
ylja okkur. Bjart og tært vatnið
lá spegilslétt framundan, og
grænir rindar teygðu sig upp
í holtin umhverfis og krían og
svanurinn settu sinn svip á það
og ómur svansins barst að eyr-
um okkar, þar sem við sátum
og nuturn vermandi ylms mið-
degissólarinnar.
Eftir að við höfðum matast og
ærslast um stund, kom okkur
saman um að fá okkur dúr, og
nota heldur kvöldið og nóttina
til að afla þess, sem á vantaði til
að fylla grasapokana.
Sofnaðist okkur vel um stund
í góðviðrinu og er við brugðmn
blundi er sól orðin lágt á lofti
á bak við gullkögruð skýjadrög
í vestrinu, I norðvestri stóðu
Reibólsfjöll hvít fyrir hærum,
hið efra, en smáfannir héldu
sig enn í lautum og dældum hið
neðra á þak við brúnir Ðjúpa-
dals. En í norðri ómælisvidd
heiðanna inn af Þorskafirði og
Djúpafirði, allt til Langadals í
ísafjarðarsýslu og Staðardals í
Strandasýslu. Nær lá Rauðafell á
brún Þorgeirsdals og Bjórfell til
landsuðurs austan Vaðlafjalla.
í fellum þessum bjuggu skessur
tvær til forna. Kom þeim fátt
á óvart, sem gerðist í byggðinni,
segir þjóðsagan, sem eg heyrði
í æsku. Töluðust þær við yfir
fjörðinn, Hvannaliliðarfjallið og
Þorgeirsdal og sögðu hvor ann-
ari af þvi sem við bar, og eink-
um ef þær vissu gott til fanga
með einhverjum hætti.
Þá var ein sú uin Gretti Ás-
mundarson, að hann átti að hafa
verið fjölþreyfinn um eigur
manna þarna i byggðinni og
haft aðsetur á Vaðlafjöllum og
bændur orðið þess varir, safnað
liði, gert umsát um hann og
ætlað að svelta hann þar unz
hann gengi þeim á vald. Svo er
þama háttað, eð ekki er að leita
uppgöngu á fjöllin, sem eigin-
lega eru tveir tindar, nema á
milli þeirra, en þar er snarbj’ötl
skriða á báða vegi og eigi fýsí-
legt að sækja þar upp, þó ekki
væri nema meðalmaður að
verja, og grjót nóg við hendina.
Það mátti því heita ófært að
sœkja þar uppi móti grjóti og
vopnunj Grettis, enda tóku
bændur hinn kostinn, sem var
hættu minni, að svelta hann sem
melraklva í greni. Svo kom þó
að lokum, að Gretti tók að þrjóta
matvæli, og átti loks ekki ann-
að matar en eitt blóðmörsiður,
og enn liéldu bændur umsátinni.
Sýndist nú Gretti óvænlega
liorfa um sitt ráð. Verður hon-
um þá nærtækast að storka
bændum, og kveður þá lengi
mega bíða þess, að hann þryti
niat og kastar niður til þeirra
blóðmörsiðrinu og biður þá éta,
því nóg sé af björg bjá sér. Fell-
ur bændum þá allur ketill í eld,
og töldu örvænt um að Grettir
yrði unninn með þessum liætti,
og dreifðu liðinu, en Gretti var
borgið að þessu sinni.-----
Nú tókuni við grasafólkið
göngu um Katlavötn og fannst
heldur fátt um grösin og lögð-
um því leið fram í Djúpadal.
Leið nú nær óttu og sól af lofti
fyrir löngu, en með döggfall-
inu fengu grösin aftur sinn
græna lit og blöðin breiddu úr
sér á ný og mjúk skæðagrös,
og þótti okkur gott hér að vera,
meðan júlínóttin hjúpaði fjöll
og dali dimmbláum feldi draum-
Ijúfrar kyrrðar hið yndislega
umhverfi Gilsfjarðar, Beru-
fjarðar og Króksfjarðar í suðri,
og hinar sögulegu minningar,
sem tegndar voru við héraðið í
heild.
Nú var keppzt við að fylla
grasapokana, þvi þarna var vel
um grös, og undir miðjan morg-
un var búið að fylla þá alla, og
peysur og jakka í tilbót, og sett-
ust nú stúlkurnar okkar við að
sauma fyrir háls og bol. Var svo
lagt af stað heimleiðis með stór-
eflis poka í bak og fyrir. Sól reis
i austri og varð okkur því heitt
undir byrðunum á heimleiðinni.
Qg það N'ar dálítið skritin sjón,
að sjá þessa grasalest smá fær-
ast ofan hlíðina. Og feginn varð
njaður, löðrandi af svita, að
varpa af sér byrðunum á bæjar-
Iiólnum. En vel þóttum við hafa
grasað, og var nú veitt hið bezta'
sem búið hafði að bjóða, harður
steinbítur, brauð og smjör, þetta
dísæta heimabakaða brauð, úr
heimamöluðu korni, sem nú
þekkist ekki lengur, og skyr,
sem liafði verið stráð yfir og
rjómabland út á, og kallaður
herramannsmatur.
En nú leit út fyrir þerri í dag,
og hver hönd á bænum var nú
á lofti að flekkja töðuna og
rifja. Sólin ýtti góðviðriskýjun-
um til hliðar ér á daginn leið
og allir voru í góðu skapi og við
grasafólkið bættum okkur upp
sumarnæturvökuna með dúr á
milli rifjinga, og þótti gott, er úr
rættist um töðuþurkinn um
sinn.
G. J.
Guð sjálfur getur ekki lijálpað
þeim, sem lætur tækifærið ónot-
að.
★
Illa fenginn auður endist
sjaldan í þriðja lið.
★
Menntun er — segja menn —
þau áhrif lærdómsins, er eftir
verða i liverjum manni, þegar
liann er búinn að gleyma því,
sem hann hefir lært.
★
Menn þurfa ekki að skamm-
ast sín fyrir, þótt jxiir séu met-
orðagjarnir, en það þykir fara
betur á því, að þeir beri það ekki
utan á sér.
Þessar miklu fallbyssur, sem myndin sýnir eru smíðaðar i
Canada. Þaðan eru þær fluttar til Bretlands og Rússlands, yf-
ir Atlantshafið. Margar slíkar byssur eru notftðgr á vígstöðv-
unum í Rússlandi,