Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Síða 6

Vísir Sunnudagsblað - 05.03.1944, Síða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hontezuina konunsrnr Aztekanna. Á sólbökuðum liásléttum Mexicolands, þax- sem hjai'ð- mennirnir reika um með hjarð- ir sínar og sólvermd þorpin blika, hvít undir skærum liita- beltishimninum, bjó fyrr á öld- um merk menningarþjóð, sem Aztekar nefndust. Þeir voru, er Evrópumenn komu fyrst til iandsins, búnir að koma á hjá sér fastri þjóðfélagsskipan, sem var all-áþeklc skipan mála i Evrópu og Asíu urn þær mund- ir. Konungur þeirra var ein- valdur, og skyggði ekkert á giftu hans, fyrr en Spánn tók að seilast til valda í landinu. Þessi grein segir frá Montezuma, sem var konungur i Mexico, er Hernando Cortes kom þangað árið 1519 og herjaði á landið. Greinin er að mestu leyti sniðin eftir frásögn af Monle- zuma, sem finna má í bókinni „Famous Rulers“. Árið 1519. Mexico — höfuð- borg Azteka ríkisins — Fen- eyjar Vesturálfu. Hún er byggð úti í miðju Tezcucovatninu, og glitrar eins og gimsteinn í lijarta fi'jósams dalsins, sjö þús- und fet yfir sjávarmál. Vatns- álar skipta borginni í ótal smá- hverfi, sem steinbrýr tengja saman. Á álunum getur hvar- vetna að líta gondóla, sem flytja vörur á markaðinn. Eirrauðir Aztekar reka blómlega verzlun á strætum og tox’gum. Þeir hafa á boðstólum allskonar ávexti, fisk, hunang, korn, veiðidýr, súkkulaðikökur, skrautmuni og síðast en ekki sízt gull. Heila sekki af gulli og gimsteinum. Ríki Aztekanna var með auð- ugustu löndum í heiminum. Tezcucovatnið var svipaðast blómagarði á að lita, vegna ótal blómum vaxinna smáeyja, sem gat að sjá hvarvetna á vatninu. Grafreitir þeirra og minnisvarð- ar, virki og gbsbrunnar, sýndu að hér bjó þjóðflokkur, sem stóð á háu menningarstigi. Sér- kennilegasta byggingin í borg- inni var stórt liof í miðju henn- ar. Var það umgirt steinvegg, sem var skreyttur slöngumynd- um, og á honum voru fjögur hlið úr bronzi, sem snéru út að aðalgötunum. Hofið var fimm hæða hátt, og umhverfis ytri hliðina var stigi slunginn utan um það, svo að bæjarbúar gætu gætu séð, þegar prestárnir gengu í skrúðgöngu upp á þak- ið. Þar uppi stóð geysistórt steinaltari með skurðgoðum til- beggja lianda. Á því logaði ekl- urinn eilífi, sem stöðugt varð að halda lifandi. Aztekar trúðu, að mannablót væru nauðsynleg til að milda reiði guðanna. Var tahð, að þeir liafi einu sinni blótað 20.000 manns, á hátíð, sem lialdin var, til árs og friðar í lxofi Mexico-' boi-gar. Hjá altarinu stóð geysi- mikil trumba, sem barin var við háliðleg tækifæri, Og þegar birta þurfti áríðandi tilskipaii- ir. Hún gaf frá sér drungaleg liljóð, sem völctu ótta og skelf- ingu i hjörtum almennings. Monlezuma var konungur þessarar þjóðar. Iiann var ríkur og voldugur höfðingi, og ríkti yfir þegnum sinum með óskor- uðu einræði. Höilin, sem hann bjó í, var eitt af furðuvei-kum Vestui’lieims'. Hún stóð and- spænis liofinu og var svo stór, að sagt var að menn þyrftu langan tíma til að skoða hana alla. Veggir hallarinnar voru þaktir fagurlega ofnum vegg- ábreiðum og gólfin voru lögð flísum úr dýrindis steinum. Geypistór garður var umhverf- is hana með rjóðrum og runn- um, gosbrunnum og fögrum blómum í öllum regnbogans litum. Enginn konungur Azteka hafði notið þvílikra valda né frægðar, og' fyrir kaldhæðni örlaganna hefir enginn þeii'ra orðið shkur ógæfumaður, sem hann. 1 hirð hans voru mörg hundruð menn, sem uppfylltu allar þarfir lians og kröfur. Allir sem kornu í návist hans urðu að draga skó af fótum sér og ldæðast gi'ófgerðri úlpu til að sýna auðmýkt sína fyrir kon- ungi. Þeir urðu að varpa sér þrisvar flötum að fótum lians, og ávarpa lxann fyrst „herra“ síðan „mikli lierra“ og loks „herra lífs míns“. Möntezuma skipti um kon- ungsskrúða fjórum sinnum á dag og fór aldrei í sömu fötin tvisvar, Hann inataðist alltaf einn, þótt hann ætti ótal konur. Gullofið tjald var iireitt fyrir boi'ðið, svo að engin forvitin augu fengju að lita konunginn, meðan hann sat undir borðum. Er hann hafði matazt, voru diskarnir fluttir í burtu, því að hánn borðaði aldrei tvisvar af sama diskinum. Þegar hann fór um göturnar í tígulegum burðarstóli, urðu allir að stara beint niður í jörðina, því að eng- inn mátti augum líta hinn nxikla einvald. Auk hallarinnar átti hann ótal villur, veiðiskóga og leik- velli, og ein aðal ánægja hans var geysislórt hús, sem fuht var af allskonar fuglum, sein sungu angui'vært og blítt um liorfið frelsi og sólskrýdda skóga Mexicolands. Montezuma var fjarri ein- völdunx Evrópulanda og Ásíu. Þrátt fyrir það, lifði hann eins og þeir i þeirri trú, að menn jafnt senx dýr mei'kurinnar, liefðu verið skapaðir til að vera sér til ánægju. i Hér virtist allt leika i lyndi. Auður og allsnægtir unxkringdu konung. Hann þurfti aðeins að biðja og honum var veitt — að- eins að í'étta út hendina hl að fá allar óskir sínar uppfylltar. En Montezuma konungur Az- tekanna horfir döpruxn augum til framtíðarinnar. Iiræðilegir fyrirboðar liöfðu sézt hvað eftir annað. Dag nokkurn liafði Tezecucovatnið tekið að flæða yfir bakka sína, og hafði flætt um borgina og gereyðilagt margar dýi-ar hahir. Skömmu siðar hafði komið upp eldur á efri hæð hofsins, sem engin tök voru á að slökkva. Þrisvar sinn- um höfðu logandi eldhnettii' birzt á austurloftinu og þrumur höfðu drunið í heiðskíru lofti. Hver gat ráðið í orsakir þessa fyrii'boða? Stóðu þeir i nokk- uru sambandi við hin síð- skeggjaða hvita guð Quetzal- coatl, sem hafði komið þangað fyrir mörgum árum, en siglt síðan aftur út á hið breiða haf. Hann hafði spáð því, að hann mundi koma aftur í framtið- inni. Yar sá dagur að nálgazt, og stóðu þessi fyrirbrigði í sambandi við afturkomu hans? Stjörnufræðingar álitu, að svo væri. Átti hann að flytja hvítan kynstofn til Mexico — menn, sem væru eins og hann og bæru þrumuna í höndum sér. Mundu þeir í’áðast á ríki Aztek- anna og fara með báli og brandi. Montezuma beið komu Quetzalcoatl með hræðslu i liuga. Hann hafði fórnað nxörg- um mönnum og konum og heð- ið sti-íðsguðinn að varðveita Aztekana gegn hinum einkenni- legu hvítu mönnum, sem höfðu þrumuna að vopni. Óljós oi'ðrómur fór að breið- ast út í Mexico um landafund Columbusar og ýmsar skærur við hvíta menn. Skeggjaðir guð- menn höfðu komið á hvítvængj- uðum bálum, og flutt með sér skrítnar skepnur, sem voru kallaðar svín, hænsni og hestar. Árið 1519 tók orðrómurinn að taka á sig fastari og skýrari mynd. Quetzalcoatl var kominn aftur í land Aztekanna. Hann hafði komið af hafi á ellefu skipum og hafði fimm til sex hxmdruð menn með sér. Sumir þeirra riðu skrítnum fjórfætt- um dýrum, sem þutu áfram eins og kólfi væri skotið og vöktu ótta og skelfingu íbúanna hvar sem þeir fóru. í broddi fylkingar reið guðinn Quetzal- coatl, en nú hét lxann öðru nafni — Hernando Cortes, Montezuma fékk alltaf öðru hverju fréttir af ferðum Her- Amerískir hermenn setja upp vélbyssur á Nýja-Bretlandi, til þess að verjast Ioftárásum Japana fyrst eftir að gengið var á land. Síðustu tvær vikurnar hafa Japanir ekki reynt að gera neinar loftárásir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.