Nýja dagblaðið - 14.01.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
I DAG
Sólaruppkoma kl. 10.02.
Sólarlag kl. 3.12.
Flóð árdegis kl. 4.20.
Flóð síðd. kl. 4.50.
Veðurspá: Austan rða suðnustan
kaldi; úrkomulitið, frostluust.
Reykjavík, sunnudaginn 14. janúar 1934.
11. blaö
Frambjóðendur D-listans
Ljósatími hjóla og ’oifreiða kl. 3.20
—9.50
Messur:
Dómkirkjiin kl. 11: Séra Rriðrik ;
Mallgrímsson. Kl. 5 séra Bjarni i
.fóhsson. — Fríkirkjan kl. 2: Séra
Árni Sigurðsson.
Söín, skriistofur o. 11.:
pjóðminjasafnið ......... opið 1-3 |
Máttúrugripasafnið ...... opið 2-3
Alþýðubókasafnið ...... opið 4-10
Listasafn Einars Jónssonar .. 1-3
Landssiminn ...... opinn kl. 10-8
l’ósthúsið: Bréfapóstst. opin 10-11
Heimsóknartimi sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............ kl. 3-4
I andakotsspitalinn ........... 3-6
1 augarnesspítali ...... kl. 12(4-2
Vífilstaðahælið 12V2-iy2 og 3V2-4V2
'fleppur .................. kl 1-5
Fæðingarheimilið, Eiríksgötu 37,
1-3 og 8-9
Sólheimar ......... kl. 10-11 og 3-5
Næturvörður i Reylcjavíkurapóteki
og lyfjabúðinni Jðunn.
Næturlæknir: Jiórður þórðarson
Eiríksgötu 11. Sími 4655.
Skemmtanir og samkomur:
Nýja Bió: Eddu með lífið í lúk-
unum kl. 9.
Gamla Bíó: Barnasýning kl. 5.
Hvíta nunnan kl. 6%. Útvarps-
kvöldið mikla kl. 9.
Skíðafélagið fer kl. 10 á skíðum
frá Lækjartorgi.
Fundur Framsóknarfélaganna í
Kaupþingssalnum kl. 4.
Samgöngur og póstferðir:
Esja fer á mánudagskvöld vestur
og norður um land kl. 8.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Fréttaerindi (Vilhj. þ.
Gíslason) og endurtekning frétta.
10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í
dómkirkjunni (séra Fr. Hallgríms-
son). 15,00 Miðdegisútvarp: Upplýs-
ingar um breytingu á öldulengd-
inni. 15,30 Erindi: Verður tilvera
guðs sönnuð? (Magnús Jónsson
prófessor). 18,45 Barnatími (þorst.
þ. þorsteinsson). 19,10 Veðurfregn-
ir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar.
19,30 Grammófóntónleikar: Mozart:
Lög úr óp. „Töfraflautan". 19,55
Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur.
Fréttir. 20,30 Uppruni og þróun
tónlistar, III (Páll ísólfsson). —-
Danslög.
Á m á n u d a g:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
Tónleikar. Endurtekning frétta
o. fl. 19,00 Tótileikar. 19,10 Veður-
fregnir. 19,20 Tilkynningar. Tón-
leikar, 1930 Tónlistarfræðsla (Em-
il Thoroddsen). 19,55 Auglýsingar.
20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30
Stjórnmálaumræður: Bæjarmál
Reykjavíkur.
Hermann Jónasson.
ASalbJörg Sigurðardóttir.
GuSm. Kr. Guðmundsson.
þau sem kos&n verða & bæjarstiórn
Björn Rögnvaldsson.
HaUgrímur Jónasson.
Magnús Stefánsson.
sem aðalmenn og varamenn 20. jan.
Hermann Jónasson.
Hermann Jónasson lögreglu-
stjóri er fæddur 25. des. 1896.
Stundaði hann fyrst nám í
gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri og lauk síðan stúdents-
prófi við menntaskólann í
Reykjavík vorið 1920. 1924
lauk hann embættisprófi í lög-
um með mjög hárri 1. einkunn,
eftir Sy2 árs nám við háskól-
ann, og vann þó fyrir sér jafn-
framt náminu. Gerðist hann
stuttu síðar fulltrúi bæjar-
fógeta í Reykjavík og
gegndi því starfi til ársloka
1928. Þau ár, sem Hermann
Jónasson gegndi fulltrúastörf-
um, hafði hann með höndum
meðferð lögreglu og sakamála,
og fór hann tvisvar utan á
þessu tímabili til þess að
kynna sér meðferð slíkra mála
erlendis og svo fyrirkomulag
fangahúsa og hefir hann lang-
mesta reynslu og þekkingu í
þessum efnum allra íslend-
inga. í ársbyrjun 1929 var
Hermann Jónasson skipaður
lögreglustjóri í Reykjavík og
gegnir því starfi enn, sem
| kunnugt er. Hefir á þessum
tíma undir stjóm hans orðið
hin mestu framför um lög-
reglumál bæjarins og réttar-
far allt frá því sem áður var.
j Hermann Jónasson hefir
setið í bæjarstjóm Reykjavík-
ur síðan 1930 og í bæjarráði
síðan það var stofnað.
I
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir er fædd 10. jan. 1887.
Kennaraprófi lauk hún 1906.
Stundaði hún kennslu á Akur-
, eyri og víðar um 12 ára skeið.
Haustið 1918 giftlst hún hin-
um þjóðkunna kennimanni,
próf. Haraldi Níelssyni. Hefir'
hún jafnan síðan búið hér í
Reykjavík.
Frú Aðalbjörg er þekkt
kona hér í bænum, einkum
fyrir áhuga sinn á uppeldi og
andlegum málum. Meðal annars
hefir hún unnið að því að
koma á fót smábamakennslu
með nýtízku sniði. Hefir hún
verið í stjórn félagsins Sumar-
gjöf, en þetta félag hefir
mjög látið til sín taka um upp-
eldi og hefir starfrækt dag-
heimili fyrir böm hér í bænum
með mjög góðum árangri.
Frú Aðalbjörg hefir jafnan
látið sér umhugað um öll mann- j
félagsmál, er konur varðar
sérstaklega og unnið fyrir þau
mál í riti og ræðu. Má hér
nefna stofnun Mæðrastyrks-
nefndar og hælis fyrir vand- j
ræðabörn. Frú Aðalbjörg hefir
setið í bæjarstjóm Reykjavík-
1 ur, sem varafulltrúi, síðan 1930
og í barnaverndarnefnd síðan
lögin um barnavernd komu í
! gildi.
Guðm. Kr. Guðmundsson.
, Hann er fæddur 20. júlí
1890. Fluttist til Reykjavíkur
j um aldamót og hefir dvalið
hér síðan. Tók ungur þátt í fé-
lagsskap ungra manna hér í
bænum og var einn þeirra, er
fyrstir unnu að stofnun Fram-
sóknarflokksins. Guðmundur
var aðalbókari Landsverzlun-
arinnar meðan hún starfaði.
En kunnastur er hann af starfi
sínu í þarfir íþróttamála,
enda sjálfur einn fræknasti í-
þróttámaður landsins. Hann
hefir verið í stjórn 1. S. í. síð-
ustu 10 árin, og unnið þar m.
a. ötullega að framgangi sund-
hallarmálsins og öðrum um-
bótamálum fyrir íþróttalíf og
heilbrigðismál bæjarins.
Stefnuskrá Framsóknar-
flokksins í íþrótta- og uppeldis-
málum mundi því vel borgið í
hans höndum.
Björn Rögnvaldsson.
j Hann er fæddur 21. des.
j 1896. Lærði hann húsasmíði hjá
! Steingrími heitnum Guðmunds-
! syni og' lauk húsasmíðaprófi
vorið 1921, eftir þriggja ára
nám. Dvaldi hann þvínæst við
tramhaldsnám í Kaupmanna-
höfn í 4 ár og lauk þar prófi
með lofsamlegum vitnisburði.
Síðan hefir hann staðið fyrir
í'jölda húsabygginga hér í bæn-
um.
Bjöm var um skeið formað-
ur í Trésmiðafélagi Reykjavík-
ur og hinn mesti áhugamaður
um málefni iðnaðarmanna hér
í bæ. En efling iðnaðarins er
eitt af aðal stefnuskrármálum
Framsóknarflokksins í Rvík.
Hallgrímur Jónasson.
Hann er fæddur 30, okt.
1894. Stundaði nám við Kenn-
araskólann og lauk prófi það-
an vorið 1920. Eftir það var
hann nokkurn tíma við nám
e lendis, fyrst við Kennara-
háskólann í Khöfn, síðar í
/ skov og víðar.
Eftir að Hallgrímur kom
heim, varð hann kennari við
barnaskólann í Vestmanna-
eyjum og gegndi því til 1931.
1 Vestmannaeyjum átti hann
sæti í skólanefnd, var vörður
bókasafnsins lengst af, og
gegndi kennslu við unglinga-
skólann í Vestmannaeyjum.
1931 fluttist Hallgrímur
hingað til bæjarins og værð
kennari við kennaraskólann.
Hann nýtur mikils álits hjá
kennarastétt bæjarins, enda er
hann mikill áhugamaður um
skólamál. Hann er ágætur
ræðumaður og prýðilega rit-
fær. Hefir hann m. a. ritað hér
í blaðinu hina skýru og sköru-
lega grein um ástandið í Skild-
inganesi.
Magnús Stefánsson.
Ilann er fæddur 30. apríl
1891. Fluttist til Reykjavíkur
1919. Magnús var snemma á-
hugasamur um almenn mál,
varð ungur formaður Ung-
mennafélagsins í sinni sveit,
sem þá starfaði af miklu fjöri.
Síðan hann kom til Reykjavík-
ur hefir hann verið áhrifa-
maður í ýmsum félagsskap.
Um eitt skeið var hann for-
maður Glímufélagsins Ármann,
sambandsstjóri ungmennafél.
Framh. á 4. síðu.