Nýja dagblaðið - 22.02.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 22.02.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 22. febr. 1934. 45. blað 1 DAG Sólaiuppkoma kl. 8.04. Sólarlag kl. 5.20. Klóð árdegis kl. 10.30. \'«-ðurspá: Norðvestan átt íyrst.,, «**n gengui' siðan í suðvestrið eða suðaustriö, með þíðviðri. Ljósatiini hjóla og bii'rciða kl. 5.45 til kl. 7.40. Sötn, skrifstotur o. tl.: I.andsbókasalnið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalnsyinið ........ opið 1 1 pjóðminjasafnið ......... opið 13 Náttúrugripasajnið ...... opið 2-3 AlþýðuhtOiUsuinið . . . opið 10 10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 iiúnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsban.’inn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7^2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssiminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Sölusamb, ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skipaútg. rikisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið ......... opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bœjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........ kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12^-2 Vifilstaðahœlið 12Vfe-l% og W2~W2 Kleppur .................. kl. 1-5 Fœðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar ............... opið 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 3-4 Næturvörður í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir: Valtýr Albertsson, Túngötu 3, sími 3251. Skemmtanlr og samkomur: Nýja Bíó: Vermlendingar kl. 9. Gamla Bíó: Maðurinn sem hvarf (amerísk mynd) kl. 9. Hótel Borg: Afmælisfagnaður kvennadeildar Slysavarnafélags- ins kl. 9. Samgöngur og póstferðir: Suðurland til Borgarness. Lyra til Bergen í kvöld. Drottning Alexandrine væntanleg i kvöld. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. Tilkynningar. 19,30 Enskukennsla. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Krindi: Tröllasögur (Helgi Pjet- iirss). 21,00 Tónleikar: a) Utvarps- bljómsveitin. b) Einsöngur (Erling Óiafsson). c) Danslög, SARAMANNAEYJA Hin nýja sakamannaeyja Banclan’kjanna, sem á að geta geymt 600 fanga. óveður og mannskaðar í Bandaríkjunum. Kalundborg, Oslo 21/2. FÚ. Óvenjulegt illveður, með frosti og fannkomu, geysaði í Bandaríkj unum í gærdag, og er þegar kunnugt um 25 manns, sem farizt hafa í veðrinu. Fannkoman var víða með ó- dæmum mikil, svo að í Con- necticut féll sumstaðar 3 m. djúpur snjór, cfg eru samgöng- ur þar að miklu leyti tepptar á stórum svæðum. í New York eru verkamenn svo þúsundum skiftir í snjómokstri, því að al- ófært var um borgina á köfl- um, og er talið að það muni kosta borgina um 2Vá millj. dollara að hreinsa snjóinn í burtu. í Philadelphiu runnu 25 sporvagnar út af sporinu í gær- dag, vegna fannkomunnar, en ekki er getið um slys í því sambandi, og loks er þess get- ið, að vestur í ríkjum hafi orð- ið að fresta 3 aftökum, vegna þess að böðullinn komst ekki leiðar sinnar sakir ófærðar. Þing* og höraðsmálalund- ur V estur-Isaltar ðarsýslu Það hefir verið siður í Vest- ur-ísafjarðarsýslu um undan- farin fjöldamörg ár, að fulltrú- ar allra hreppa sýslunnar komi saman á fund til þes að ræða ýms áhugamál héraðsins einu- sinni á ári. Fyrir skömmu var 35. fund- urinn haldinn á Flateyri og stóð hann í þrjá daga. Þing- maður kjördæmisins Ásg. Ás- geirsson forsætisráðherra var mættur á fundinum. Fjöldi mála voru rædd og samþykkt- ar margar tillögur. l Vita- og símamál. Fundurinn skoraði á stjórn- ina og þingið, að bæta við | tveim vitum, á Barða og Kóp, j og að breyta vitanum á Flat- j eyri. Mikið var rætt um landbún- i aðarmál. Kom sérstaklega : fram ósk um að reynt yrði i að gera byggingar á sveita- 1 jörðum ódýrari en hingaðtil hefði verið. Viðvíkjandi því að ríkið eigi jarðirnar, var eftirfarandi till. samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Fundurinn telur sjálfsagt, að ríkið eigi for- kaupsrétt á jörðum, næst á eftir sveitafélögum*. Nauðsyn taldi fundurinn á að sala landbúnaðarafurðanna yrði skipulögð. „Telur fundur- inn lífsnauðsyn fyrir vænlegri framtíð landbúnaðains, að sett verði á næsta Alþingi lög um kjötsöluna“, segir 1 tillögu fundarins meðal annars um sölu landbúnaðarafurðanna. Auk þess óskaði fundurinn eft- ir að sérstök nefnd manna yrði skipuð, sem sæi um innan- landssölu landbúnaðarafurða, og yrði sú nefnd skipuð af samvinnufélögum bænda, Bún- aðarfélaginu og ríkisstjórn. Samþykktar voru einnig tillög- ur um skipulagningu innan- landssölu á mjólk, kartöflum o. fl. vörúm. Tillögur um gjaldeyris- og verzlunarmál voru samþykktar, meðal annars að halda áfram gjaldeyrisskömmtun og inn- flutningshöftum. Samþykktai- voru og margar tillögur um viðreisn smábátaútgerðarinnar og um að viðhalda föstu skipu- lagi á fisksölunni. Framh. á 2. síðu. Frá jarðarfQr Belgíukonungs. LHP 21/2. FÚ. Til Brússel eru í dag komnir fulltrúar frá svo að segja öll- um löndum Evrópu og fjöl- mörgum löndum utan álfunnar, til þess að verða viðstaddir jarðarför Alberts konungs. Er talið, að þar muni verða við- staddir 10 konungar og kon- ungsfulltrúar, auk margra ann- ara tiginna manna. Flæmsk sendinefnd, sem komin var til þess að vera viðstödd jarðar- för konungs, og valdatöku Leopolds krónprinz, hefir horf- ið heim á ný, og talið sér móðgun gerða með því, að ræð- ur þær, sem fluttar voru yfir líkbörum konungs í dag, voru einungis fluttar á frönsku. London kl. 17, 21/2. FÚ. Bretakonungur hefir sent samúðarboðskap sinn og þings- ins til ríkiserfingjans í Belgíu, hertoga af Burgund. Jarðarför Belgíukonungs fer fram á morgun með mikilli viðhöfn og að viðstöddu mörgu stórmenni. Við jarðarförina verða einnig innlendar og erlendar hersveit- ir og flugvélar munu svífa yfir likfylgdinni, og svæði því, er Flokksfundur í Arnessvslu F ulltrú aráð Framsóknarfél. Árnesinga hélt aðalfund að Minn'i Borg í Grímsnesi 20. þ. m. Þar var m. a. samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélags Árnesinga lítur svo á, eftir þeim mála- ílutningi, sem fyrir liggur frá báðum hliðum, að óhjákvæmi- iegt hafi verið, frá flokkslegu sjónarmiði, að víkja alþingis- mönnunum Hannesi Jónssyni og Jóni Jónssyni úr Framsókn- arflokknum, enda hafi þeir áð- ur gefið fyllsta tilefni til þess. Á hinn bóginn ályktar fundur- inn að lýsa sárum vonbrigðum vegna brotthlaups Tryggva Þórhallssonar og megnri van- þóknun á ásökunum þeim er hann varpar á þingflokk Fram- sóknarflokksins í vikublaðinu Framsókn og mótmælir harð- lega stofnun hins svokallaða „Bændaflokks“, er kynni að valda klofningi í stjórnmála- samtökum bænda og efla þann veg andstæðinganna. Fyrir því skorar fundurinn fastlega á alla samherja, sem fyrr og síð- ar hafa fylkt sér undir merki Framsóknarflokksins og sam- vinnufélagsskaparins í landinu, al láta ekki blekkjast af , ,Bændaf lokks ‘ ‘-villunni, heldur þjappa sér sem fastast saman um áhugamál sín fyrir næstu kosningar og treysta, svo sem kostur er, skipulag flokks síns“. Till. samþ. í einu hljóði. Jörundur Brynjólfsson alþm. var mættur á fundinum. Sömu- leiðis Jónas Jónsson alþm. hún fer um. Minningarguðs- þjónustur verða haldnar víða í höfuðborgum álfunnar á morg- un, m. a. í London og verða þar viðstaddir ýmsir höfðingjar. Sam vinna Landsfundur brezkra samvinnukvenna í Cheltenham 1929, sbr. grein á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.