Nýja dagblaðið - 27.02.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 27.02.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 27. febrúar 1934. 49. blað ÍDAG Vínarborg og Dóná 5 ..-v.• • :.i • , DWÍA»/ffim V lllf s \ ; / KOAMK&iHAOS. \ / I PkiSTB R K«N- \\>i "s; : ■, lll ;.N C N N : M Dökkgrái liturinn táknar borgina og úthverti hennar. Nöfn standa við þá borgarhluta, þar sem viðureignin var hörðust í borgarastyrjöldinni. í Florisdorf t. d. vörðust jafnaðarmenn í slökkvistöð og var slökkviliðsstjórinn þar einn þeirra jafnaðarmannaforingja, er ilæmdir voru til dauða. Af stór- byggingum inni í miðbænum sjást, svo sem þinghúsið, ráðhús Vínarborgar, háskólinn, óperuleik- húsið, landspítalinn (en þangað voru fluttir særðir menn) og gamla keisarahöllin, Hofburg. En frá kcisarahöllinni fengu ríkisherinn og lögreglan fyrirskipanir sínar. Inni í miðbænum urðu litlir bar- dagar. Jafnaðarmenn vörðust aðallega í verkamannabústöðum í úthverfunum. Allra harðast var bar- izt um Karl Marx Hof, sem er í Heligenstadt, rétt ofan við það, sem skurðurinn, sem sýndur er á inyndinni, er tekinn af Dóná. Ennfremur var mjög hörð viðureign í Jedlersee, Stadlau og Simmering. Aðaltnndur Kauptétags Reykjavíkur var haldinn í g’aerkvöldi. Tekjaafgangur sem úthlatað er til iélagsmanna nemur lO°/0 at viðskiptum þeirra við sölubúö télagsins. 3°/0 at vörusölunni lagt í sjóði og ca. 1 '/*% yfirtœrt til næsta árs. — Brauðsölubúðin selur 15 °/° undir almennu verði. Sólaruppkoma kl. 7,47. Sólarlag kl. 5,36. Flóð árdegis kl. 4,20. Flóð síðdegis kl. 4,40. Veðurspá: Alhvass suðvestan. Eljaveður. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 5.45 til kl. 7.40. Söfn, skrtfstofur o. 11.: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 þjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Alþýðubókasafnið .. . .opiö 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 ÚtvegsbanMnn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7V2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .......... opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Heimsóknartfml sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12^-2 Vífilstaðahælið 12^-1% og 3^-4% Kleppur ................ kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar .............. opið 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 3-4 Næturlæknir: þórður þórðarson Eiríksgötu 11. Sími 4655. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Skemmtanfr og samkomur: Nýja Bíó: Konungur Zigeunanna, kl. 9. Gamla Bíó: Tango, dönsk mynd, kl. 9. Samgöngur og póstlerðlr: Brúarfoss væntanlegur frá Kaup mannahöfn. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Enskukennsln. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Viðfangsefni trúarbragðanna (síra Benjamín Kristjánsson). 21,00 Söngkvartett. 21,20 Upplestur (frú Soffía Guðlaugsdóttir). 21,35 Grammófónn: a) Brahms: Kvintet í B-moll Op. 115. b) Danslög. Aðalfundur Kaupfél. Reykja- víkur var haldinn í gærkvöldi. Formaður félagsins, Ey- steinn Jónsson skattstjóri, gaf skýrslu um starf félagsins á árinu. Sölubúðin. 1 fyrravetur var byrjað á byggingu sölubúðar fyrir Kaup- félagið í Bankastræti 2. Búðin var þó ekki tilbúin til afnota fyr en komið var fram á vor og var hún fyrst opnuð 1. júní. Þangað til hafði félagið aðeins pöntunarstarfsemi eins og síð- ari hluta ársins á undan. Frá því sölubúðin byrjaði í sumar i og fram til nýárs, jókst salan eðlilega mikið, bæði sökum þess að félagsmönnum fjölgaði og þeir verzluðu meira við félagið en fyrst, og verzlun utanfélags- manna hefir aukizt dálítið. Vöruverð hjá félaginu hefir verið það sama og almennt gangverð í bænum, en eigi að síður greiðir félagið félags- mönnum sínum 10% af við- skiptaveltu þeirra í tekjuaí- gang. Auk þessa eru 3% af vörusölu félagsins lögð í sjóði. Þannig eru það raunveru- lega 13% af því fé, sem félags- menn kaupa nauðsynjar sínar fyrir, sem þeir fá aftur í út- borguðum tekjuafgangi og sem þeir leggja í sjóði félags- ins, en það þýðir sama sem að hver fjölskylda fær sem svarar eins mánaðar úttekt ókeypis með því að verzla við kaupfélagið. Brauðgerðin. Brauðgerðina og brauðsöluna i í Bankastræti 2 hefir Kaup- félag Reykjavíkur rekið allt ár- ið. Til félagsmanna hefir brauðgerðin selt brauðin nleð 15% undir venjulegu gangverði í bænum, og hefir brauðgerðin gengið ágætlega. Yfirmaður brauðgerðarinnar er Edvarð Bjarnason bakara- meistari. Helgi Lárusson, kaupfélagsstjóri. Mjólkursalan. Mjólkursölu til félagsmanna sinna hefir félagið einnig haft með höndum allt árið. Verð mjólkurinnar hefir verið 36 aura líterinn eða 10% undir venjulegu mjólkurverði. Efnahagur félagsins. Með því sem lagt var í vara- Þýzkur t jgari sökk út af Reykjanesi. í fyrrinótt um kl. 1 vildi það til, að leki kom snögglega á þýzkan togara, sem var að veiðum út af Reykjanesi og sökk hann þar eftir skamma stund. Togarinn hét Wodan og er frá Gestemíinde. Ekki er kunnugt um af hvaða völdum lekinn hefir komið á togarann, en hann kom snögglega og jókst svo ört, að strax varð að hætta við að fara á togaranum til lands og fóru mennimir í b jörgunarbátana. Þýzkur togari annar, var þarna nálægt að veiðum og tók hann mennina og kom með þá hingað til Reykjavíkur í gær- morgun. Togarinn var 15 ára gamall og smíðaður í Þýzkalandi. Er þetta sjötti þýzki togarinn, sem ferst með þessum hætti. sjóð félagsins eins og sam- þykkt var á aðalfundinum er varasj óður félagsins orðinn kr. 6720,00. Peningar yfirfærð- ir til næsta árs kr. 4021,00. Auk þessa hefir félagið til af- nota, sem veltufé, stofnsjóð félagsins, sem er kr. 13.216,00. Eftir þenna- stutta starfs- tíma félagsins má telja þetta mjög góðan árangur, sérstak- lega ef tekið er tillit til hve félagið er tiltölulega fámennt og hve mikið það hefir gert fyrir félagsmenn sína. Þenna trausta fjárhag fé- lagsins má fyrst og fremst þakka því, að félagið selur ein- ungis gegn staðgreiðslu. Við það sparast rentutap af pening- um og hitt, sem kannske er ennþá þýðingarmeira, að ekk- ert fer í skuldatöp. Framtíðarstarfið. Tilgangur félagsins er vitan- lega fyrst og fremst að auka þá starfsemi, sem það þegar hefir og færa út kvíarnar. Hef- ir félagið nú í hyggju að byrja á þessu ári pöntun á skófatnaði og vefnaðarvöru. Hingað til hefir staðið á að fá innflutn- ingsleyfi, en þess er að vænta, að ekki standi lengi á því. Félagsmannatalan. Tala félagsmanna með fullum réttindum er nú 119, en 30 eru nú að greiða stofngjöld sín og öðlast þeir full félagsréttindi þegar þeir hafa greitt hálft stofnsjóðsgjald 50 kr. Eins og að ofan segir fær hver félags- maður full félagsréttindi, þeg- ar hann hefir greitt hálft Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.