Nýja dagblaðið - 14.03.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 14.03.1934, Blaðsíða 4
4 M ♦ * 3 A DAQBLABIÐ Annáll. Úr Haínaríirði. Af skipum, sem gerð eru út frá Hafnarfirði, hafa nýlegá komið inn: Venus með 70 föt lifrar, aflinn var 81 tonn að þyngd. Línuveiðarinn Bjarney með 30 tonn, linuveiðarinn Huginn með 193 skp., mótorbátarnir Grótta, Björninn, Nanna og Hrönn komu einnig af veiðum og lögðu afla sinn upp í Hafnarfirði, botn- vörpungurinn Andri með 65 föt lifrar og Jupiter með 95 föt. FÚ. Frá Siglulirði. 10. þ. m. kom nýr bátur þangað frá Danmörku. Skipstjóri er þórarinn Guðmunds- son úr Reykjavík. Báturinn er smíðaður úr eik í Frederikssund Skibsværft, 17,5 smálestir að stærð, með 50—60 hestafla Tuxhamvél, raflýstur og ágætlega útbúinn. Báturinn heitir Brynja. Eigendur eru Jóhann F. Guðmundsson, Arnþór Jóhannsson og Bjöm Páls- son. Báturinn reyndist ágætlega á leiðinni, fékk hann illt veður og stórsjó. — FÚ. Björgunartilraun. Hinn 6. þ. m. fór enska björgunarskipið .,Henry Lancaster" austur með söndum, hugðist það að bjarga togaranum „Margaret Clarc", sem strandaði þar í vetur. Björgunarskipið kom til baka 10. þ. m. og höfðu skip- verjar ekki getað komizt í land á söndunum sakir brims. Frá Akureyri 13. marz: Nýlát- inn er hér á sjúkrahúsinu Frið- bjöm útgerðarmaður Björnsson frá Hrísey. Banamein hans var lungnabólga. Hann lætur eftir sig ekkj uog börn. — Gunnar Pálsson söngvari efnir til hljómleika hér í kvöld og fer síðan til Reykjavík- ur ósamt konu sinni. — FÚ. Af veiðum komu í gær Egill Skallagrimsson með 82 föt lifrar, Sindri með 35 og Gair með 89. Frá Akranesi 12, marz: Allir bátar héðan hafa róið undan- fama daga. Afli var sæmilegur i fyrradag, i gær var aílinn yfirleitt tregur en jafnari og meiri í dag. Meðaltal aflans í dag var áætlað 22 skp. — FÚ. Meyjaskemman er lcikin í Iðnó í lcvöld. Sjá augl. Látinn er í fyrrinótt hér í bæn- um Kristján Magnússon áður bóndi í Slcoruvík á Langanesi í Norður-þingeyjarsýslu. Síðustu æfi- árin átti hann heima á Skálum á Langanesi, og veiktist þar síðast- liðið sumar og var rúmfastur síð- an. Fluttist hann hingað til bæjar- ins í haust, í von um heilsubót undir læknishendi hér, en varð eigi bata auðið. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Kaupmannaliöfn í gærmorgun. Goðafoss fer vestur og norður í kvöld. Brúarfoss var í gær á Kópaskeri. Dettifoss var á leið til Hull frá Vestmannaevjum í gær. Lagarfoss var á Vopnafirði í fyrra- dag. Selfoss var í Leith í gær. Lilja, sagan um Nebúkadnesar Nebúkadnesarson, eftir Halldór Kiljan Laxness, hefir nýlega kom- ið út í þýðingu i færeyska tíma- ritinu „Varðin“. Ritstjóri „Varð- ans“, dr. Chr. Matras, hefir þýtt söguna. Dánarfregn. Jóhannes Kr. Jens- son skósmiður andaðist síðastlið- inn laugardag. Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað ungfrú Anna Mjöll Arna- dóttir, Óðinsgötu 8 og Ingvar Ól- afsaon málari. Stjórnarbylting í Estlandi Kalundborg kl. 17 13/3. FÚ. í Eistlandi hefir stjórnin lýst yfir hernaðarástandi. Hafa víðsvegar orðið róstur milli lög- regluhermanna og flokka, sem ekki hafa tekið þessum úr- skurði stjómarinnar með góðu. Helzt er í dag gert ráð fyrir, að allir pólitískir flokkar í landinu verði bannaðir, nema stjómarflokkurinn. Fjöldi manna hefir verið handtekinn. Utanríkisráðherra Júgóslavíu hélt í gær ræðu um stefnu Jugóslava í utam-íkismálum. Hann sagði, að þeir mundu vera ákveðnir and- stæðingar þess, að Habsborgari kæmist til valda í Austurríki eða Ungverjalandi, en hinsvegar vildu þeir fullan frið við Austurriki. Og æsktu þess að það hélt sjálfstæði sínu. Hann sagði loks, að Jugo- slavar vildu frið og afvopnun. FÚ. Halldór Sigfússon endurskoðandi hefir af fjármálaráðuneytínu verið skipaður varaskattstjóri. Súðin var ó Hornafirði i gær á leið austur. Hapdrætti háskólans. Endurnýj- un til 2. flokks hefst 17. marz. Lán til verkamannabústaðanna. Byggingarsjóður Reykjavíkur hefir fengið lón hjá vátryggingarfélag- inu Thule til byggingar nýrra verkamannabústaða. Lánið er að upphæð 225.000 kr. nieð 5% vöxt- um til 42 ára, og er lánið affalla- laust. Misklíð út af hnefaleik. í borg- inni Lille á Frakklandi urðu all- miklar óspektir við hnefaleika í fyrradag, vegna þess að áhorfend- um þótti sem dæmt hefði verið ranglátlega milli keppenda. Gerðu áhorfendur árás á iþróttapallinn og bjuggust til að kveikja í hon- um, en þá tókst lögreglumanni eínum að kveðja sér hljóðs, og stakk hann upp á því, að áhorf- endur sjálfir skyldu dæma á milll keppenda. Var farið að tillögu hans, og fyrri dómurinn felldur úr gildi. — FÚ. Lögreglan i Ungverjalandi hefir eftir margra vikna leit komizt á snoðir um ólöglegan leynifélags* skap kommúnista og handtekið stjóm hans. Eru það allt ung- Iingar um tvítugt. — FÚ. Fjármálaóreiða. í franska ný- Jenduráðuneytinu hefir komizt upp um megna óreiðu í fjármál- um, og er sagt að ríkisféhirzla hafi þar verið prettuð um 22 millj- ónir íranka. — FTÍ. Fasteignastofan Hafnarstrœti 15 hefir til sölu stórt úrval af stórum og smáum húsum í Rvík, og annast kaup og sölu á allskonar fastelgn- um í Rvík og út um land. Jónas H, Jónsson Sími 3327. G-úmmívinntiBtotu hefi ég nú aftur opnað á Laugavegi 51. Ingimar Kjartansson. Kyikmyndin um Basputin. Framh. af 1. síðu. djúp, þrungin geysilegu seið- magni, enda var sagt, að hann yfirynni alla með augnaráð- inu einu saman. Enginn snyrti- maður var hann í klæðaburði eða framgöngu. Þó naut hann ótrúlegrar kvenhylli og virtist ná takmarkalausu valdi yfir þeim konum, sem hann kynnt- ist. Um samband hans við kven- fólk gengu ýmsar sögur og flestar á þá leið, að illa héldi hann’ munkareglurnar um þá hluti. Þótti það líka koma fram í kenningum hans, sem hann framsetti á þessa leið: „Ég er runninn frá hinni æðstu veru og enginn getur orðið endurleystur nema fyrir mig. Fyrir því er nauðsynlegt að samlagast mér líkamlega og andlega. Allt sem frá mér kemur er uppspretta lífsins og leysir menn af syndinni“. Rasputin kemur til keisara- hirðarinnar. Árið 1907 bárust fréttirnar um lækningar Rasputin til eyma keisarahjónanna. Elzti erfingi þeirra var haldinn slæmri veiki og var búið að leita hjálpar margra lækna, án árangurs. Varð það því úr, að leitað var til Rasputin. Undir hans handleiðslu fékk keisara- sonurinn einhvem bata, og jafnframt komst Rasputin í náin kynni við drottninguna og má segja, að hún hlýddi hon- um í hvívetna. Á þennan hátt varð Rasputin einn valdamesti maðurinn í Rússlandi á næstu árum og hélt þeirri aðstöðu þangað til hann var myrtur 15. des. 1916. Það er talið, að þetta veldi Rasputins hafi skapað aukna andúð gegn keisaranum og þótti bera merki um siðspill- ingu og afturför á háu stigi. Kvikmyndin og málaíerlin út af hennl. Umtal um Rasputin og afdrif hans hefir nú verið vakið upp með nokkuð einkennilegum hætti. Nýlega lét Metro-Goldwyn- Mayer gera kvikmynd, sem sýna átti æfi Rasputin og hét hún „Rasputin og keisara- drottningin". Nú hefir rúss- nesk prinsessa Jussupof krafizt þess að myndin verði bönnuð og farið í mál við félagið. í kvikmyndinni er furstinn Chegodief látinn myrða Raspu- tin. Orsökin er sú, að hann er ástfanginn í prinsessunni Na- tacha, en hún er algerlega á valdi Rasputins. Notar hann hana til að njósna við hirðina. Það leiðir beint af hinum sögulegu viðburðum, að Che- godief er enginn annar en Jussupof fursti, því það var hann, sem myrti Rasputin. Na- tacha getur því heldur engin önnur verið en kona hans, prinsessa Jussupof. Það sem prinsessan telur kvikmyndinni til áfellis, er að hún fari rangt með sögulegar staðreyndir. Fyrst og fremst um samband sitt við Rasputin. Einnig gefi hún upp ranga or- sök til morðsins. Þau segja bæði, hún og furstinn, að Ras- putin hafi haft ráðabrugg með höndum, um að steypa keisar- anum úr stóli og koma sjálfur í hans stað. Því hafi verið nauðsynlegt, að ryðja honum úr vegi. I réttinum. hefir furstinn sjálfur sagt frá dáleiðsluáhrif- um Rasputins. Hann lét vitja hans eitt sinn, þegar hann lá veikur. Rasputin fór höndum, hægt og gætilega, um andlit hans, unz viljaþrótturinn þvarr og hann gat hvorki hreyft legg né lið. pegar Rasputin var myrtur. Dauðastríð töframannsins. Því hefir verið haldið fram í réttinum, að Jussupof muni ekki hafa myrt Rasputin. Sjálfur neitar Jussupof því ákveðið. Hann segir, að allt hafi verið nákvæmlega ráðgert fyrirfram, af sér og nokkrum háttsettum vinum sínum, m. a. stórhertoganum Dimitri. — Jussupof átti að bjóða Raspu- tin heim til sín. Eftir morðið átti að flytja líkið í bíl stór- hertogans í burtu og láta það í ána. Fáni stórhertogans átti að vera til þess, að vekja ekki grun lögreglunnar. Til vonar og vara skyldi líka eixm maður klæðast búningi Rasputins. Þetta gekk að mestu að ósk- um. Rasputin kom til Jussu- pof, ásamt þrem öðrum kunn- ingjum þeirra. Kökurnar, sem Rasputin át voru eitraðar og sömuleiðis hafði eitri verið hellt í vínið. En það virtist engin áhrif hafa. Eftir borð- haldið fóru þeir Rasputin og Jussupof niður í kjallara hall- arinnar til að líta þar á róðu- kross. Þar skaut Jussupof fyrsta skotinu. Rasputin rak upp org og hné aftur á bak. „Ég tók seinna á púlsæð hans“, sagði Jussupof í réttin- um, „og hún bærðist ekki, en allt í einu lauk hann upp aug- unum og blóðið stirðnaði í æð- um mínum. Ég stóð eins og negldur við gólfið og gat hvorki hreyft mig né kallað á hjálp. Von bráðar stökk munk- | urinn á fætur, greip í herð- ; arnar á mér og kreisti fingrun- | um — sem mér fundust eins ' og rauðglóandi járn — utan ( um hálsinn á mér. Á næsta ! augnabliki háði ég hræðilega 1 baráttu, en tókst þó að kalla á | vini mína. Uppvægur eins og : sært dýr, reyndi Raspútin að : komazt að uppgöngutröppun- , um. Við skutum fjórum skot- ■ um og tvö hittu. Hann féll og : leit út sem dauður, en ég var í stöðugri örvæntingu um, að skyndilega risi hann á fætur aftur og gripi með járnklön- ! um um hálsinn á mér. Óstyrk- 1 ur og skjálfandi fór ég til her- bergis míns og drakk eitt glas af vatni. Þegar ég kom aftur niður í kjallarann, var hann dauður“. Þannig segir morðingi Ras- putins frá dauða hans. Mál þetta vekur mikla at- hygli og er mikið um það rætt í erlendum blöðum. # Ódýrn § aag'lýsingarxiar. Hefi kaupanda að 5 manna bíl. Bergur Ambjarnarson, Öldugötu 47. STÓRHÖGGIÐ kjöt af dilkum og fullorðnu fé fyrirliggj andi. S. í. ,S. — Simi 1080. KAUPUM góðar Vi, V og 1/4, tunnur undan kjöti. Sóttar heim. Garnastöðin. Sími 4241. Athugið: Frímerkjaverzlunin Lækjar- götu 2 kaupir notuð íslenzk frímerki háu verði. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Vegna þrengsla seljast nokkr- ir tvísettir klæðaskápar með tækifærisverði og góðum greiðsluskilmálum. A. v. á. eða sími 2773. íslenzka Leikfangagerðin Elfar, Laugaveg 19. Heildsala, smásala. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Gott ódýrt fæði fæst í K.-R- húsinu. Einnig einstakar mál- tíðir. Húsnæði 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí handa manni í fastri stöðu yfir árið ef um semur. Tilboð sendist Nýja dagblað- inu merkt „Skilvís“. Lítil íbúð, helzt nálægt mið- bænum, óskast í vor. A.v.á. 2 herbergi og eldhús óska barnlaus hjón eftir í vor, helzt nálægt miðbænum. Fyrirfram- greiðsla. A. v. á. Atvinna Stúlka óskast, Ránargötu 6 (miðhæð). Stúlka óskast á fámennt heimili. Uppl. Laufásveg 35, neðri hæð. Sníðum og mátum kvenkáp- ur og dragtir. Saumastofan Tízkan, Austurstr. 12, 1. hæð. Hreinsa og geri við eldfæri og miðstöðvar. Sími 3183. Tilkynninpar Munið gullsmíðavinnustof- una Þingholtsstræti 3. Guðl. Magnússon. Gísli Ólafsson skáld frá Ei- ríksstöðum tekur að sér að yrkja eftirmæli og margskonar tækifæriskvæði. Til viðtals á Njarðargötu 7 kl. 10—12 f. h. Sími 4863. Tek að mér vélritun og fjöl- ritun skjala, einnig allskonar lögfræðilega skjalagerð. Pétur Jakobsson Kárastíg 12.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.