Nýja dagblaðið - 27.03.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 27.03.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík þriðjudaginn 27. marz 1934. 73. bla5 Raílýsing sveiíanna Viðtal við Bjarna Runólfssnn bóiida í Hólmi (ximsteinaborgin Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Suður-Afríka er sjálfstjórnarnýlenda innan Bretaveldis. Þar var Búastyrjöldin háð rétt urn aldamótin síðustu. Landið er auðugt að gimsteinum. Núna nýskeð bárust þaðan fregn- ir um óvenjulega mikið regn og stórkostleg vatnsflóð. Á ein- um stað varð ferðafólk að hafast við í jámbrautarlest í hálfan mánuð vegna vatnsflóðsins. Rooseyelt sigraði og’ auðliringarnir Yiðurkenndu samtatarétt yerkamanna. ÍDAG Sólaruppkoma kl. 6,30. Sólarlag kl. 6.60. Flóð árdegis kl. 3,05. Flóð síðdegis kl. 5,25. ---- i 5 Veðurspá: Allhvass suðaustan eða ‘ austan. Snjóél eða slydda. Söfn, skrifstofur o. ÍL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 Alþýðubókasafnið .. . .opiö 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 ÚtvegsbanHnn opinn 10—12ogl—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7!/2 % Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið ......... opið 9-6 Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Ríkisféhirðir ............... 10-3 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakot3spítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12þ2-2 Vifilstaðahælið 12i/2-iy2 og 3i/2-4i/2 Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar..................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Valtýr Albertsson, Túngötu 3, sími 3251. Skemmtavlr op samkomur: Nýja Bió: 13 við borðið, kl. 9. Gamla Bíó: Gleymdu boðorðin, kl. 9. Málverkasýning Asgríms Jónsson- ar Austursti'. 10, opin frá 11—10 e. m. Málverkasýning Jóns þorleifsson- ar að Blátúni við Kaplaskjóls- veg, opin 10—7. Dagskrá ótvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónliekar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 EnskUkennsla. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur Fréttir. ‘20,30 Er- indi: Gyðingurinn gangandi (Guð- br. Jónsson). 21,00 Lúðrasveit Reykjavíkur. 21,20 Upplestur (Brynjólfur Jóhannesson). 21,35 Grammófónn: Brahms: Kvartett í B-dur, óp. 67. Símar Nýja dagblaðsins: Ritstjóri ...................... 4373 Fréttaritari ................... 2353 Afgr. og augl. ................. 2323 Bjami Runólfsson bóndi í Hólmi í Vestur-Skaftafells- sýslu er þekktur maður um land allt. Hann hefir unnið manna mest að raflýsingum í sveitunum. Sú starfsemi hans er enn merkilegri vegna þess, að hann hefir aflað sér allrar sinnar þekkingar og kunnáttu upp á eigin spýtur. Nýja dagblaðinu finnst á- stæða til að segja lesendum sínum örlítið frá þessum þekkta hagleiksmanni. Náði það tali af honum, er hann var staddur í bænum nú fyrir skömmu. Fer hér á eftir nokkuð af samtalinu. — Hvenær var fyrsta raf- magnsstöðin byggð í Vestur- Skaftafellssýslu ? — Rafmagnsstöðin í Þykkva- bæ var fyrsta stöðin í sýslunni, byggð 1912 eða 1913. Halldór Guðmundsson rafmagnsfræð- ingur sá um verkið, en ég vann að því með honum. Það er fyrsta kynningin, sem' ég hefi haft af þessum hlutum. Eftir það fór ég að fást við þetta heima hjá mér og sá um viðgerðir á Þykkvabæjarstöð- inni. Árið 1919 tók ég það að mér að flytja stöðina nokkum spöl. Það tókst sæmilega. Það er fyrsta þesskonar verkið, sem ég tók mér fyrir hendur. — Hvenær fóruð þér sjálfir að setja upp stöðvar? — Fyrsta stöðin, sem ég reisti, var heima hjá mér. Túr- bínuna smíðaði ég sjálfur. Það var árið 1921. Hún hefir enzt mér vel allan tímann. Næstu stöðvarnar, sem ég byggði, voru í Svínadal í Skaftártungu og Svínafelli í öræfum. — Hvað hafið þér raflyst mörg sveitaheimili ? Mér telst svo til, að þau muni vera nálægt 130. Ég hefi smíðað 77 túrbínur frá 4—30 hestafla stærð. — Hvar hafið þér byggt flestar stöðvar? — 1 Suður-Þingeyjarsýslu og hvergi eins þétt og í Bárð- ardalnum. Næst kemur svo V estur-Skaf taf ellssýsla. — Þér eruð náttúrlega búnir að byggja stöðvar í flestum héruðum landsins? — Auk þeirra tveggja, sem ég nefndi áðan, hefi ég reist stöðvar í Skagafirði, Vestur- ísafjarðarsýslu, Árnessýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Rang- árvallasýslu og víðar. — Eru stöðvarnar ekki alls- staðar notaðar bæði til ljósa og suðu ? — Jú, og þær stærri líka til hitunar. — Hvað hafa stöðvarnar yf- irleitt verið dýrar? — Ég hefi athugað það fyr- ir skemmstu, hvað sé meðal- verð þeirra stöðva, sem ég 1 — Hafið þér gefið nokkra hefi byggt og reiknast mér svo til, að það verði 4600 kr. Framh. á 2. síðu. Tveír óvinír þingræðísíns Foringi „Þjóðemishreyfing- arinnar“ í Danmörku (Rit- mester Lembcke). Hann er nú undir eftirliti lögreglunnar. Willy Munzenberger. Hann varð milj ónaeigandi á því að gefa út blöð handa þýzkum kommúnistum. Nú er hann í útlegð, því að „nazistar“ vildu hafa einkarétt á því að brjóta niður þingræðið í Þýzkalandi. London kl. 18 26/3. FU. Verkfallinu í Bandaríkjunum hefir verið aflýst. Orsök verk- fallshótunarinnar voru deilur um rétt verkamanna, til þess að vera í verkamannafélögum, en vinnuveitendur höfðu neit- að því, að semja við slík félög, sem aðilja fyrir hönd yerka- manna. Á fundum þeim, sem Roose- velt forseti hefir haldið með eigendum bifreiðasmiðjanna, hefir réttur verkamanna verið ákveðinn skýrar en áður. Er sagt í amerískum blöðum í dag, að sigur forsetans í þessu máli sé áhrifamesti atburðurinn í öllu viðreisnarstarfinu. London kl. 18 26/3. FÚ. Alþjóða verzlunarráðið hefir sent ríkisstj órnum helztu landa lieimsins áskoranir, þar sem lagt er fast að þeim, að koma föstu skipulagi á mynt sína eins fljótt og auðið er- Verzl- unarráðið varar einnig þær þjóðir, sem enn hafa ekki horf- ið frá gullinnlausn, við því að hverfa frá henni nú og ræður þeim til þess að gera það ekki. 1 ávarpi sínu gefur verzlunar- ráðið yfirleitt um bættan hag fjármála og iðnmála og við- reisn þeirra síðastliðna mán- Réttindi verkamanna höfðu verið sett fram í hinni upphaf- legu viðreisnarstefnuskrá og komið fyrir í einstökum atrið- um í reglugerðum einstakra iðngreina. En vinnuveitendur skýrðu þessi ákvæði á ýmsan hátt og sitt á hvað og deilur hafa oft orðið um skilninginn á þeim. Försetinn hefir sett fram rétt verkamanna skýrt og greinilega. í tilkynningunni um þetta, sem gefin var út í dag, segir, að verkamenn hafi rétt til þess að kjósa sér sjálf full- ti’úa til samninga um verka- mál. Vinnuveitendum skal vera óheimilt að gera nokkurar ráð- stafanir um vinnuhömlur gegn fólki, vegna þess eins, að það sé í slíkum félögum. uði, en segir að þrátt fyrir það, þótt viðskipti hafi örvast og atvinna aukizt, þá megi alls ekki skilja þetta svo, að jafn- vægi sé aftur komið á. Hins- vegar telur ráðið að nota eigi tækifærið meðan sá bati stendur, sem nú er hafinn til þess að koma almennri festu á gjaldeyrismálin, því að með því einu móti verði tryggð vaxandi alþjóða viðskipti og verðhækk- un. Það er lagt í vald þeirra ein- stöku stjói-na, sem ávarpi Framh. á 4. síðu. Alþjóða verzlunarráðið liefir sent út ávarp um gengismál

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.