Nýja dagblaðið - 28.03.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 28.03.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. - Reykjavík miðvikudaginn 28. marz 1934. 74. blað Vinnufriður í Danmörku í gær kom um það sendiherrafrétt frá Danmörku, að vinnudeilum þar í landi sé nú lokið. Hefir síðasta tillaga um málamiðlun verið samþykkt af verkamönnum með 121000 gegn 35700 atkv. og af atvinnurekendum með 4/s atkvæða. — Myndimar hér að ofan eru af Stauning forsætisráðherra (með alskeggið) og formanni vinnuveitendafélagsins, Julius Madsen verkfræðingi, en það voru þeir, sem raunverulega útkljáðu deiluna, eftir að sátta- tilraunir voru strandaðar. Flóð í Skeiðará Næst síðasta hlaup yar 1932 Idag Sólaruppkoma kl. 0,05. Sólarlag kl. 7,03. Flóð árdegis kl. 3,45. Flóð síðdegis kl. 4,02. Veðuz'spú: Hvass norðvestan eða j norðan. Dálítil snjókoma. Söfn, skrifstofur o. fl.: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið .. . .opið 10 10 Landsbankinn .......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbaní'inn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7^2 Pósthúsið: Bréfapóstst, .. opin 10-6 Bögglapóststofan ..... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 14 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið ......... opið 9-6 Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lög'aanns opin 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 14 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Rikisféhirðir ................ 10-3 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Heimsóknartíml sjúkxahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 34 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ..... kl. 12Í/2-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar..................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Elliheimilið ................ 1-4 Hæstiréttur kl. 10. Næturvörður í Reykjavikurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Bragi Ólaísson Ljósvallagðtu 10. Sími 2274. Skommtavtr og samkomur: í Nýja Bíó er engin sýning. Gamla Bíó: Gleymdu boðorðin, kl. 9. Málverkasýning Ásgríms Jónsson- ar Austurstr. 10, opin frá 11—10 e. m. Málverkasýning Jóns þorleifsson- ar að Blátúni við Kaplaskjóls- veg, opin 10—7. Varðarhúsið: Aðalfundur í félagi útvarpsnotenda kl. 8%. Samgöngur og póstferðlr: Gullfoss að norðan. Dettifoss frá útlöndum. Dagskrá útvarpsdns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleilcar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Erindi: Um Grímsvötn og Skeiðará (Jón Ey- þórsson). 19,50 Tónleikar. Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur, Fréttir. 20,30 Erindi: Sjálfstæðisbarátta ís- lendinga, II. (Sig. Nordal). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpstrióið. b) Grammófónn: Beethoven: Sym- phonia nr. 5. SkaftafeUi 26/3. FÚ. Flóð er nú í Skeiðará eins og mest á sumardegi. Jaka- burður er lítill, en áin er þó með öllu ófær. Síðast fór yfir Skeiðarársand Hannes póstur á Núpsstað í Fljótshverfi, síð- astliðinn föstudag. Vatnið kemur allt úr upp- tökunum í suðausturhomi Jök- ulsins, ,en lænur renna einnig utar á Sandinum. Skeiðarár- jökuU er orðinn uppbólginn, svo aðeins sézt á fremsta kambinn á Lómagnúp, og hefir jökullinn hækkað síðan í haust miðað við Lómagnúp og Súlna- tind. Símastaurar eru umflotn- ir, og þykir mega búast við því, að þeir fari þá og þegar. Síðast þegar Skeiðará hljóp, haustið 1922, var hún í hálfan mánuð að vaxa, áður en jökull- inn sprakk fram. Virðist byrj- unin vera svipuð nú, og búast menn þá og þegar við hlaupi. 27/3. FÚ. Skeiðará heldur enn áfram að vaxa, en jökullinn er ekki hlaupinn og engin merki um eldgos. Símasamband var í dag austur yfir Skeiðársand. Tveir símastaurar austanmegin Skeið- arár voru þó umflotnir af vatni en ekki fallnir. Yíirlýsing’ Vegna ummæla Alþýðubl. í dag um fisksölu til Spánar, og afskipti Ólafs Thórs af því máli í utanríkismálanefnd og gagn- vart landsstjórninni, þykir rétt að taka fram, að hættan á að Spánverjar takmarki innflutn- ing íslenzks fiskjar er því mið- ur enn hin sama og frá hefir verið skýrt opinberlega, og að umrædd afskipti Ólafs Thors af þessu máli hafa verið í fullu samræmi við stefnu1 lands- stjórnarinnar og utanríkismála- nefndar: að hafa sem kyrrast um málið í lengstu lög. Annars er rétt að vara við að gera viðkvæm utanríkismál að flokkadeilumáli. Reykjavík, 27. marz 1934. 49 Magnús Guðmundsson ráðherra. Bjarni Ásgeirsson form- utanríkismálanefndar. Falín vopn i París LRP. 27/3. FÚ. Lögreglan í París fann í morgun leynilegar vopnabirgð- ir á tveimur stöðum og var í hvorutvegja staðnum allmikið af vopnum og skotfærum. Þar á meðal sprengjum og vélbyss- um. Hefir lögreglan gert þrjár atrennur að því að leita þessara vopnabirgða og annara er finn- ast kynnu, og fann auk vopn- anna leynilega prentsmiðju og mikið af prentuðu máli. Voru það allskonar bæklingar á þýzku mjög róttækir í skoðun- um, og er talið, að bæði vopn- unum og bæklingunum hafi átt að koma til Þýzkalands, þrátt fyrir alla þá aðgæzlu, sem við er höfð til þess að koma í veg fyrir slíkt. Þrjár aítökur LRP. 27/3. PÚ. Þrír kommúnistar voru tekn- ir af lífi í dag í Þýzkalandi, og dæmdir til dauða fyrir að hafa drepið stormsveitarmenn 6.- júní fyrra árs, er kommúnist- ar réðust á höfuðstöðvar storm- sveitarmanna í Erkrath. Gö- ring breytti í æfilangt fang- elsi dauðadómum, sem kveðnir höfðu verið upp yfir 7 öðrum kommúnistum fyrir að vera samsekir uih þetta verk. Kosningaúvslií í ítaliu Fyrsía verk þingsins verður að leggja þingið niðurl London kl. 22,15 27/3. FÚ. í kosningunum sem fóru fram í Ítalíu í gær, ■ neyttu 96 af hundraði atkvæðisréttar, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni fyr. Atkvæði voru greidd um lista þann, er Fascistaráðið lagði fram í janúar, en á hon- um voru eingöngu Fascistar, og voru kosningarnar í raun og veru þjóðaratkvæði, með eða móti listanum. Greiddu 10 mil- j ónir atkvæði með listanum, en 15 þúsundir móti. Eitt hið fyrsta, sem þingið verður beðið að gera er það kemur saman, er að samþykkja lög- um afnám þingsins. Stelna Breta í landbúnaðarmálum London kl. 18,00 27/3. FÚ. Landbúnaðarráðh brezki gerði í dag grein fyrir stefnu komandi árs í landbúnaðarmál- um. Kvað hann stjórnina mundu gera ráðstafanir til að efla mjög kartöfluræktina, og mundu ríki þau, er áður hefðu flutt út kartöflur til Englands, verða beðin þess, að halda út- flutningi sínum innan tak- marka síðastliðins árs. Að því er snertir nautgripi til slátrunar, kvað hann inn- flutning þeirra mundu verða takmarkaðan um einn fjórða hluta miðað við síðastliðið ár, en innflutningsleyfi írska frí- ríkisins mundu verða færð nið- ur um 50%. Freðk j ötsinnflutningurinn verður minnkaður um 35%, að því er snertir utanveldislönd; sömuleiðis mun innflutningur á kældu kjöti verða minnkaður, og það nokkru meira. Brezka þingið ræðir um veðmál og happdrætti London kl. 18,00 27/3. FÚ. Frumvarp um veðmál og happdrætti kom til fyrstu um- ræðu í efri málstofu brezka þingsins í dag. Um þessi efni gilda nú í Englandi meira en 100 ára gömul lög, sem banna happdrætti, án þess þó að koma í veg fyrir, að útlendir happ- drættismiðar séu seldir í land- inu. Nefnd sú, sem málið hafði til meðferðar, lagði til að happ- drætti sé framvegis bannað, og jafnframt séu ráðstafanir Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.