Nýja dagblaðið - 10.05.1934, Blaðsíða 1
Ferða*flakk
Gísla Sigurbjövnssonar
er að verða landinu fiZ skammar
Er hann kosiaður af rikissjóði eða möiuneyii
safnaðanna?
Eru útsendarar ihaldsins og „hreyfingarinnai.“ að
makka um það suður i Þýskalandi, að gera lsland
að Nazisia^nýlendu ?
Nýja dagblaðið birti á laug-
ardaginn var í íslenzkri þýð-
ingu fréttagrein úr þýzka dag-
blaðinu „Liibecker Anzeiger",
þar sem rætt er um dvöl Gísla
Sigurbjömssonar í Þýzkalandi
og honum lýst sem „áhrifa-
miklum foringja“ íslenzkrar
æsku, sem sé að koma á
„menningarlegu sambandi" milli
íslenzku þjóðarinnar og þýzkra
nazista.
í gær barst hingað eintak
af þessu sama blaði („Lu-
becker Anzeiger“) og er þar
áfram haldið frásögninni, enda
eru nú tvær nýjar persónur
komnar til sögunnar, qg á sína
vísu sízt ómerkilegri en Gísli
í Ási, þó reyndar sé gert meira
úr honum í Þýzkalandi en hin-
um tveimur, af skiljanlegum
ástæðum. En báðar ganga
greinarnar út á það eitt að
segja frá för þeirra, í sam-
bandi við væntanlegt „menn-
ingar“-samband við nazista.
Greinin birtist hér á eftir í orð-
réttri íslenzkri þýðingu:
„ÍSLAND OG HIÐ NÝJA
ÞÝZKALAND.
Sem tákn hinnar miklu vin-
áttu við Þýzkaland, er heim-
sókn tveggja íslendinga, sem
dvelja þessa dagana í Þýzka-
landi: Foringi íslenzku na-
tionalsocialistanna, og útgef-
andi blaðsins „íslenzk endur-
reisn“, og hinn leiðandi maður
hins íslenzka síldarinnflutnings
framkvæmdastjóri S. J. Hjalta-
lín frá Siglufirði, eru komnir
til Þýzkalands, og jafnframt
viðskiptalegum erindum, eru
þeir að kynna sér þjóðfélags-
lega hjálparstarfsemi.
I Liibeck heimsóttu þeir og
áttu tal við Norræna félagið
(Nordische Gesellschaft) og
fóru síðan um Hamborg til
Berlín, þar sem þeir áttu langt
tal við fulltrúa Norræna félags-
ins í Liibeck, hjá ríkinu, og á
Berlínarskrifstofu þess. Árang-
ur þessa viðtals verður mjög
sennilega til að efla samband
fslands og Þýzkalands, bæði á
viðskiptalegum og menningar-
legum grundvelli. fsland áætlar
nú að auka verzlunarflota sinn,
konta á fót fiskimjöls og fiski-
olíuverksmiðjum, og ennfremur
þýðingarmikla byggingu afl-
stöðvar við Sogsfossana, sem á
að geta séð suðurhluta fslands
fyrir nægri raforku.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Jón Þorláksson, sat þar að auki
fyrir nokkrum dögurn ráðstefn-
ur í Hamburg. Með menning-
arlega samvinnu fyrir augum,
er gert ráð fyrir skiptum blaða-
rnanna, stúdenta og skólafólks,
og hefir ísland mjög rnikinn
áhuga á að kynna Þýzkalandi
hina stórfenglegu fjölbreytni
sína.
Með sérstakri ánægju skal
það einnig tekið fram, að Gísli
Sigurbjörnsson hefir þýtt frið-
arræðu „foringjans“ á íslenzku,
og skrifað með henni formála,
sem sýnir djúpan skilning hans
á hinu nýja Þýzkalandi“.
Svo mörg eru þessi orð. Það
má segja, að það komi nokkuð
hlægilega fyrir, að blöð stór-
þjóðar skuli gera slíkt veður
út úr því að Gísli Sigurbjöms-
son sé staddur meðal skoðana-
bræðra sinna. En þetta verður
betur skilið þegar það er at-
hugað, hversu stórvægileg
menningarleg hrömun hefir átt
sér þar stað síðan nazistar
tóku þar völd, enda verður
þetta til að sanna þetta enn
betur. — En hinsvegar má telja
það vert athugunar hvaö Gísli
í Ási er að makka, bak við
tjöldin hjá þýzkum nazistum.
Eða „ráðstefnur" Jóns Þorláks-
sonar í Hamborg, viðvíkjandi
„menningar“-sambandinu ? —
Væntanlega fara þýzk blöð
bráðum að tala um hinn „djúpa
skilning hans á hinu nýja
Þýzkalandi". í fyrri greininni
er það sagt skýrum stöfum, að
Gísli sé í opinberum erinda-
gjörðum í Þýzkalandi“, hvort
sem hann rekur þar erindi Þor-
steins Briem eða M. G. og
verður að vænta þess, að þeir
skýri það mál sem fyrst.
Annars hefir Nýja dagblaðið
frétt, að hann hafi verið send-
ur til að kynna sér fyrirkomu-
lag á mötuneytum.
Veðreiðar
hjá villimönnum
Meðal Zulu-svertingja í Afríku fara .árlega fram kapp-
reiðar á uxum, og eru þær með mikilfenglegustu hátíðum
þar í landi. Tignasti gesturinn við veðreiðarnar í sumar
verður sjálfur ríkiserfingi Breta, prinsinn af Wales. Á mynd-
inni sjást nokkrir keppendur á reiðskjótum sínum.
Skógareldar geisa
i Póllandi og Rúmeniu
Berlín kl. 11,45 9/5. FÚ.
Vegna þurkanna í Póllandi
gerast skógarbrunar mjög tíð-
ir. I morgun voru skógareldar
uppi á 7 mismunandi stöðum.
í einu þovpi brunnu 100 hús
í gær, og 110 í öðru þorpi.
Skógarbrunarnir í Rúmeníu
halda einnig áfram, og hefir
eitt þorp brunnið til kaldra
kola, og nálægt Klausenburg
brunnu 20 bóndabæir. Þar er
bj örgunarstarfið mjög erfitt
vegna vatnsskorts, því að ekki
hefir komið dropi úr lofti í síð-
ustu þrjá mánuði, og horfur
með uppskeru í haust .verða æ
lakari.
Tóbakseinlcasala
150 ára
London kl. 21,15 8/5. FÚ.
í dag voru 150 ár síðan tó-
bakseinkasala Austurríkis var
sett á fót. Viðskiptavelta henn-
ar hefir aukizt ár frá ári, og
einluim síðustu árin, og er nú
meiri en hún var fyrir stríð,
þrátt fyrir það, að landrými
Austurríkis er nú miklu minna
en þá, og fólksfjöldi minni að
sama skipi.
Leiíin
að jökuiförunum
Fjórir menn fóru af stað frá
Kálfafelli í gærmorgun með
vistir áleiðis upp á jökul. Gerðu
þeir ráð fyrir að vera komnir
upp jökulröndinni um hádegi í
gær, en komast í dag til höfuð-
stöðva jökulfaranna, ef veður
væri sæmilegt.
(Samkv. skeyti frá Pálma
Hannessyni).
Sjálfsmorð
á Vesturvallagötu 5
Á þriðjudaginn kl. tæplega
8 um morguninn fór ólafur
Gíslason trésmiður, Vestur-
vallagötu 5, heiman frá sér og’
ætlaði út í verkstæði sitt, er
var þar bak við húsið. Kona
hans átti von á honum inn í
kaffi kl. 9, en hann kom ekki.
Um kl. 10 gekk hún út í
skúrinn og fann þar mann sinn
örendan liggjandi á g’ólfinu.
Náði hún þegar í lækni og sá
hann, að Ólafur hafði hengt
sig, en slitnað niður sökum
þess, hve snærið hafði verið
ónýtt.
Ólafur var vel látinn maður.
Hann var 44 ára gamall, fædd-
ur 17. sept. 1889. Flutti hann
hingað til Reykjavíkur 1907.
Lögreglan hefir haft málið í
rannsókn og hefir lítið upp-
lýstst í því.
Strokumenn
á snndi
Berlín kl. 11,45 9/5. FÚ.
Átta morðingjum tókst í gær
að grafa sig út úr fangelsi á
eyjunni Ægina í Grikklands-
hafi. Syntu þeir síðan um borð
í skip, sem lá þar undan landi,
og komust undan. Er haldið að
þeir hafi pantað skipið, með
flótta fyrir augum.
5 þúsund dollarar
til höfuðs Díllinger
Kalundborg kl. 17 9/5. FÚ.
Lögreglan í Bandaríkjunum
hefir nú heitið 5 þús. dollara
verðlaunum hverjum þeim, sem
haft geti hendur í hári glæpa-
mannsins Dillinger.
Reykvísk börn á leikvelli
Frá vorskóla Isaks Jónssonar. Sá skóli hóf starf sitt
fyrir 7 árum og hefir haft alls um 1000 nemendur.