Nýja dagblaðið - 18.05.1934, Blaðsíða 1
„B®ndavinir“ berjast
fyrir bændakúgun
Bændnrnir sjáifir heimta nú það réttlæti, sem
kloining'smennirnir neituðu þeim um i vetur.
Sveitamenn i vegavinnu geta ekki tallizt á ad
þeir græði á að haia lægra kaup en aðkomumenn
„Bændavinir“ berjast fyr-
ir bændakúgun.
Þau undur hafa gerzt í land-
inu, að dálítill flokkur tiltölu-
lega kauphárra opinberra
starfsmanna í Reykjavík hefir
myndað félagsskap með sér til
að innleiða og festa, ef þeir fá
því orkað, þá venju, að bænd-
um í sveit sé borgað mun lægra
kaup við sömu vinnu, heldur en
aðkomumönnunum úr bæjun-
um. í þessu skyni klufu þeir
sig úr Framsóknarflokknum
snemiha í vetur. Til að við-
halda þessari kúgun á bændum
gefa þeir út blað, og senda sem
gjöf á flestöll sveitaheimili. Til
að fullkomna verk sitt, bjóða
þeir fram sprengimenn í flest-
um sveitakjördæmum til að
reyna að skaða þann flokk, sem
verið hefir síðan 1917 varnar-
veggur um málefni sveitanna.
En í tveim kjördæmum, Rang-
árvöllum og Skagafirði, bjóða
þeir ekki fram sprengimenn.
Þeir vilja ekki spilla fyrir
íhaldinu!
Hvað segja vinnubækur
Geirs vegamálastjóra?
Móthreyfingin gegn réttleysi
sveitanna í þessum efnum
hófst í vetur er almennur
bændafundur á Strönd í Rang-
árvallasýslu samþykkti tillögu
Sigurþórs í Kollabæ í einu
hljóði, og mótmælti kröftug-
lega því ranglæti að sveita-
menn fengju minna kaup fyrir
sömu vinnu á sama stað heldur
en bæjamenn. Ástæðan var sú,
að Þorst. Briem hafði gengið
ákaflega langt í að nota sér at-
vinnuneyð bænda í Rangár-
vallasýslu sumrin 1932 og
1933, þegarverið var að byggja
brýrnar á Þverá og Markar-
fljót.
Hér fara á eftir nokkrar töl-
ur um kaupgjaldið, eftir bók-
um vegamálastjóra. Verka-
mennirnir eru nefndir með
bókstöfum sínum, en ekki fullu
nafni. Mennirnir með háa
kaupið eru yfirleitt, aðkomu-
menn, en þeir með lága kaupið
bændur og bændasynir:
Brúargerð á Þverá sum-
arið 1932 (21. ág. tU 3.
sept.).
S. S. 16.00 S. J. 9.00
J. D. 16.00 J. J. 9.00
J. S. 17.00
O. S. 14.00
P. I. 11.50
P. P. 10.00
S. Ó. 8.00
G. E. 7.50
B. S. 7.50
Á. Þ. 7.50
F. T. 750
B. B. 9.00
Vikuna 11.—20 júlí fengu
sveitapiltar úr héraðinu við
Þverárbrú eftirtöld daglaun:
O. G. 5.00
G. E. 7.50
J. G. 5.00
S. G. 5.00
A. J. 7.50
B. Ó. 5.50
J. E. 7.50
Ef rúmið leyfði, mætti taka
upp úr vinnubókunum áþekk
dæmi í hundraðatali um hinn
gífurlega kaupmismun sumarið
1932 við Þverárbrú.
Næsta ár er haldið áfram við
Markarf 1 j ótsbrú.
Markarfljótsbrú 30. apríl
til 13. maí 1933.
Menn skyldu ætla að Rangæ-
ingar hefðu hækkað í kunnáttu
og kaupi við að vinna að sama
verki sumar eftir sumar, en
svo er ekki. Sagan endurtekur
sig hjá Þorst. Briem við Mark-
arfljót 1933. Vinnubækur verk-
stjóranna segja frá kaupinu á
þessa leið:
S. S. 16.00
J. D. 16.00
O. S. 14.00
B. J. 12.00
M. S. 11.50
H. J. 10.00
F. I. 7.50
S. K. 7.00
A. S. 6.50
K. J. 4.50
G. S. 6.50
F. O. 4.50
Sömu hlutföll halda áfram
allt sumarið. Þegar fer að vetra
hverfa þeir, sem betur er
borgað til heimkynna sinna í
kauptúnunum. En fyrsta hálfa
mánuðinn af okt. 1933 eru um
30 menn að starfi austur þar.
Kaup þeirra er yfirleitt kr. 5—
6.50 á dag. Bændaþrælkunin
naut sín nú til fulls.
Tillaga Sigurþórs í
Kollabæ.
Mikil óánægja ríkti meðal
manna, sem unnu við sömu
vinnuna með svo herfilega ólík-
um kjörum. Engin sýnileg hugs
un kom fram í kaupmismun-
inum, nema hinn ákveðni vilji
yfirvaldanna til að borga bænd-
unum sem allra minnst, senni
lega til að auka löngun þein-a
til að hafa heimilisfang í sveit
framvegis. Stundum var, auk
annars misréttis, hærra kaup á
Framh. á 8. síðu.
Framboð Framsóknarflokksins
í Reykjavík, Akureyri, Dalasýslu
og Gullbrinéu-
Framboð af hálfu Framsókn-
arflokksins eru nú ákveðin í
Dalasýslu, Gullbringu- og Kjós-
arsýslu, Akureyri og í Reykja-
vík.
í Dalasýslu verður í kjöri
Jón Árnason, framkvæmdastj.
1 Gullbringu. og Kjósarsýslu
verður í kjöri Klemens Jónsson,
kennari, í Árnakoti á Álftanesi.
Á Akureyri verður í kjöri
Árni Jóhannsson, gjaldkeri, for.
maður Framsóknarfélags Akur-
eyrar.
Listi Framsóknarflokksins í
Reykjavík var samþykktur á
fulltrúaráðsfundi Framsóknar-
íélaganna í gærkveldi, svo skip-
aður:
1. Hannes Jónsson, dýralæknir
2. Guðm. Kr. Guðmundsson,
skrifstofustjóri.
3. Magnús Stefánsson, afgr.m.
4. Eiríkur Hjartarson, rafv.
og Kjósarsýslu
5. Fi'ú Guðrún Hannesdóttir
! 6. Hallgr. Jónasson, kennari
I 7. Guðm. Ólafsson, bóndi,
Austurhlíð.
| 8. Magnús Björnsson, fulltrúi.
9. Þórhallur Bjarnarson prent.
10. Aðalsteinn Sigmundsson,
kennari.
11. Sigurður Baldvinssoh, póst
meistari.
12. Sigurður Kristinsson forstj.
!
I dag heldur Framsóknarfé-
lag Borgfirðinga aðalfund í
Borgarnesi. Þar verða ákveðin
; framboð í Mýra. og Borgar-
| fjarðarsýslu.
| . ---------------
1 gær boðaði miðstjóm Fram
sóknarflokksins almennan kjós-
| endafund að Fossvöllum í N,-
! Múlasýslu. Auk frambjóðenda
flokksins í kjördæminu, var Ey.
steinn Jónsson alþ.m. mættur
þar af hálfu miðstjórnarinnar.
42 menn fórust í
belgiskri kolanámu
í gær
London kl. 16.00, 17./5.
Önnur sprenging varð í morg-
un í belgisku kolanámunum í
Mons, en í gær fórust þar 42
menn.
Flokkur 20 björgunarmanna
vai' á leið niður í námurnar í
morgun þegar sprengingin varð
og kviknaði þá samstundis í
námunum. Að minnsta kosti
15 þessara björgunarmanna
hafa beðið bana.
Leopold konungur er farinn
af stað áleiðis til Mons, til þess
að hvetja til þess, að björgun-
arstarfinu sé haldið áfram og
til þess að leggja samúðarmerki
á kistur þeirra, sem farist hafa.
Pond og Sabelli
urðu að uauðlenda
i Irlandi
A ad banna vopnaflutn-
ing til óiridarlanda ?
Bœða Antony Eden á iundi þjóð&bandalagsins
i gær
London, kl. 17.00, 17/5. j Allir meðlimir ráðsins féllust
Þegar ráð Þjóðabandalagsins
kom á fund í morgun, lagði An-
tony Eden fram tillögur um það
að tafarlaust skyldi lagt bann
á vopnaflutning til Boliviu og
Paraguy. Hann sagði, að tillag-
an væri borin fram til þess, að
fá komið í veg fyrir áfram-
haldandi blóðsúthellingar og
morð í Chaco, þar sem bardag-
arnir hafa geisað undanfarið
milli þessara ríkja nú í hálft
annað ár. Hann sagði, að
skýrsla nefndar þeirrar, sem
athugað heíir þessi mál, sýni
það ljóslega, að Bolivia og Para
guy gæti ekki haldið stríðinu
áfram, ef þau fengi ekki vopn
og skotfæri frá Bandaríkjunum
og Evrópu. Þessvegna, sagði
hann, að þessar þjóðir bæru
siðferðislega ábyrgð á þjáning-
um þeim, manntjóni og eigna- .
tjóni, sem orðið hefði í Chaco ;
síðastliðna 18 mánuði, eri nú
væri tækifæri til þess ' að :
stemma stigu fyrir þessu.
Hann sagði, að enska stjórnin j
leggði ríka áherzlu á þetta mál
og vænti þess, að ráð Þjóða-
bandalagsins yndi bráðan bug
að því, að fá þær 17 þjóðir,
sem hlut eiga að máli til þess
að hefjast handa um samninga,
til þess að banna vopnasölu til
Boli\riu og Paraguy.
á tillögu Edens að efni til og
verður hún rædd síðar.
Jafnframt þessu berast 'fregn
ir um það, að ráðstefna sé haf-
in milli Argentínu, Bolivíu og
Paraguy um skaðabætur fyrir
skemmdir á argentínskum eign-
um, sem orðið hafa í viðureign
hinna tveggja þjóðanna.
Bæjarstjórnarfund-
ur ( gær
Tveir menn kosnir í yfir-
kjörstjórn.
Bæjarstjórnaríundur var hald
inn í gær og stóð í tæpan hálf-
tíma. Engin markverð mál voru
tekin til umræðu. Kosning fór
fram á tveim mönnum í yfir-
kjörstjórn hér í Rvík við al- j
þingiskosningarnar 24. júní n.
k. Kosnir voru Finnbogi Rútur
Valdimarsson, ritstjóri, og j
Bjarni Benediktsson, prófessor. !
Til vara: Steingrímur Guð- j
mundsson, prentsmiðjustjóri og
Tómás Jónsson, lögfræðingur.
Auk þessara tveggja sem kosn-
ir voru, á lögmaður sæti í yfir-
kjörstjórn. i
London kl. 16, 16/5. FÚ.
Liðsforingjamir Pond og Sa-
belli, sem fóru frá New York
á mánudaginn og ætluðu að
fljúga í einni lotu til Róma-
borgar, urðu að lenda í morgun
á írlandsströnd, vegna vélar-
bilunar. Þeir lentu skammt frá
Lahinch í Clare-héraði. í lend-
ingunni brutu þeir undirbygg-
ingu flugvélarinnar, en sluppu
ómeiddir. Þeir fóru síðan gang-
andi til Lahincli, en það er
tveggja stunda gangur, og
sögöu þar tíðindin af slysíör-
um sínum. Þeir hrepptu mjög
slæmt veður á leiðinni yfir At-
lanzhafið, að því er Pond liðs-
í'oringi sagði, sífelldar rigning-
ar og dimma þoku. Þeir flugu
blindandi í 25 klst., þá bilaði
vél þeirra, er þeir voru staddir
um 400 mílur undan írlands-
strönd. Bilunin stafaði af því,
að benzinpípa laskaðist, og
gátu þeir átt von á því að
hrapa þá og þegar. Það var
hugrekki Sabelli að þakka, að
til ðess kom ekki. Hann klifr-
aði út úr vélinni og komst að
benzingeyminum, og tókst að
veita nýju benzíni í vélina, svo
að flugvélin komst aftur í þús-
und feta hæð. Þrátt fyrir þetta
þóttust þeir ekki öruggir, fyr
en þeir sáu ofan á torfþökin í
írlandi, og þeir leituðu lags til
þess að landa þar sem fyrst
var mögulegt. — Ráðstafanir *
hafa verið gerðar til þess að
gera við þær litlu skemmdir,
sem orðið hafa á flugvélinni,
en síðan ætla þeir félagar að
lialda áfram flugi sínu til
Rómaborgar.
I