Nýja dagblaðið - 25.05.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 25.05.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár tteykjavík, föstudagínn 25. maí 1934. 120. blað Fyrsfa Arnljótur látinu dæma í ljúgvitnamáliiiu dag- inn eftir að Hermanu Jónasson lagði af stað í kosningaleiðangur Þegar eftir að Hermann Jón- asson hafði auglýst framboðs- fundi í Strandasýslu, urðu menn þess varir, að hreyfing var komin á hið svokallaða „kollumál", sem legið hefir í þagnargildi í marga mánuði og íhaldsmenn almennt hafa skammast sín fyrir að minnast á. Með Goðafossi í fyrrakvöld lagði Heramnn Jónasson af stað til fundahaldanna í Stranda- sýslu, ásamt Tryggva Þórhalls- syni. En kl. 4l/2 í gærdag kvað Arnljótur upp dóminn í bæjar- þingssalnum í tugthúsinu. 1 þessum dómi er Hermann dæmdur í 400 króna sekt og riffill, sem dómarinn gengur út frá að Hermann eigi, gerður upptækur til bæjarsjóðs. Kr. 12.67 af þessu fé er til- dæmt Oddgeiri Bárðarsyni, sem uppl j óstrunarlaun. Hermann Jónassön fékk ekki aö bera fram vörn í málínu Þegar veður fékkst af því, að dómur ætti að ganga í máli þessu, krafðist málaflutnings- niaður Hermanns Jónassonar, hæstréttarmálafl.m. Stefán Jóh. Stefánsson þess, að fá að bera fram skriflega vörn í málinu. Þessu neitaði dómarinn. ' Hefir slíkt réttarhneyksli ekki áður hent hér á lándi, svo vitað sé, og er þetta eftir öðru" í þessu þokkalega máli. Hermann Jónasson iögr.stj. boðar til þriggja funda I Skagafirði um dóms- málastjórn Magnusar Guðmundssonar. Jafnframt skorar hann á Magnús Guðmundsson að mæta sér á fundum þessum og skuli þeir hafa jafnan ræðutima. Hermann Jónasson lögreglu- stjóri fór með Goðafossi í fyrrakvöld til fundahalda í Strandasýslu. Goðafoss komi til Isaf jarðar í gær og bárust Her- manni fréttirnar um dóminn í „kollumálinu" um' sjöleitið í gærkvöldi. Sendi hann þá út- varpinu samstundis símskeyti um eftirfarandi fundarboðun, sem hann bað það að birta tvö kvöld í röð: „Af hálfu miðstjórnar Fram- sóknarflokksins boða ég hér- með til stjórnmálafunda í Skagafirði svo sem hér segir: Á Hofsósi 10. júní, Sauðár- krókf 11. júní og við Sveins- staðalaug 12. júní. Aðalumræðu efni: Dómsmálastjórn Magnús- ar Guðmundssonar ráðherra. Skora ég hérmeð á Magnús Guð mundsson að mæta til andsvara á fundum þessum. Jafn ræðu- tími fyrir báða. Hermann Jónasson". Frá Stórstúkuþinginu Það krefst betri tollgæzlu, stangara eftirlits með ölvun embættismanria, aukinnar bindindisfræðslu í skólum, blóðrannsóknar í bifreiðaslysamálum, ef vafi leikur á um ölvun sakbornings o- fl. Friðrik Ásmundsson Brekkan var kosinn stórtempl- ar í stað Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Stórstúkuþinginu lauk síð- astliðinn laugardag og hafði þá staðið í fjóra daga. Fara hér á eftir nokkrar helztu samþykkt- ir þess: I. Verði núgildandi áfengis- löggjöf breytt, svo að leyfður verði innflutningur sterkra drykkja, felúr stórstúkuþingið framkvæmdanefnd sinni, að gjöra allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að haí'a áhrif' Skriðuhlaup í Kína London 24/5- w- 16> F1&- I Kína hafa fallið skriður og grafið nokkur þorp, en mörg hundruð manna hafa farizt. á, að lögieidd verði víðtæk tak- mörkun á sölunni, og að leggja sérstaka áherzlu á að í lögin verði sett ákvæði um ákvörð- unarrétt héraðanna um áfeng- issöluleyfi í héraðinu eða í kaupstöðum, og að til slíks leyfis þurfi ?& hluta greiddra atkvæða atkvæðisbærra héraðs- manna. H. Stórstúkuþingið telur allra hluta vegna bráðnauðsynlegt, að tollgæzlan sé aukin til mik- illa muna alstaðar í landinu, og launakjör tollgæzlumanna séu það góð, að þéir geti óskiptir gefið sig við starfinu. Einnig telur þingið það nauð- syn, að tollgæzlumönnum og löggæzlumönnum sé gefið það vald, að þeir megi rannsaka flutningatæki, hvaða tegundar sem þau eru, og hvar sem er. III. Stórstúkuþingið skorar á stjórnarvöld landsiná, sem þau mál heyra undir, að framfylgja til hins ítrasta lögum og reglu- gerðum þeim, er. nú gilda og banna embættis- og stárfs- mönnum þjóðarinnar.. ölvun á almannafæri og við emþættis- störf. • IV. „Verði núgildandi áfeng- islöggjöf breytt, krtfst stór- stúka Islands þess, að í engu verði slakað á þeim hömlumj á áfengisúthlutun í landi eða á sjó, er voru á áfengislöggjöf vorri 1908". V. Stórstúkuþingið skorar á næsta Alþingi að ákveða með lögum að 25% af væntanlegum hagnaði ríkisins af áfengis* verzlun renni til Stórstúkunnar til útbreiðslu bindindis og bind- indisfræðslu, en 10% til stofnuttar drykkjumannahæla. Drykkjumannahælunum verði komið á fót, sem! allra fyrst.- VI. Stórstúkan samþykkti að vinna að því: a) Við skólanefndir og fræðslumálastjórn landsins að kennarastöður ríkisins verði ekki veittar öðrum en bind- indismönnum. b) Að bindindisfræðsla verði tekin í tölu skyldunámsgreina við alla skóla landsins. c) Að gefin verði út heppileg kennslubók í handbókaformi, uiri andleg og líkamleg áhrif áféngis og tóbaksnautnar á þjóð og þjóðlíf. Framh. á 2. «lðu LiOsiíiiium \m\U Gisli Sveinsson býður Jón í Stóradal og Hannes f rá Hvammstanga hjartanlega velkomna i flialds- flokkinn. Gisli telur Tryggva ÞórhaUsson góðan líka, þótt hann að vísu hafi „flekkaða fortíð". Á fundinum í Vík í fyrra- dag mætti Jón í Stóradal af hálfu klofningsníanna, og mun hafa ætlað að verða Lárusi í Klaustri til hjálpar. En hjálpin varð minni en til stóð, því Jón fór á allan hátt hina mestu hrakför og fannst héraðsmönn- um lítið til um hans frammi- stöðu. Er það sögulegast frá þess- um fundi, að Gísli Sveinsson sýslumaður, frambjóðandi t- haldsflökksins, ávarpaði Jón í Stóradal fögrum orðum, og kvaðst vilja bjóða Jón sjálfan og Hannes á Hvammstanga hjartanlega velkomna í íhalds- flokkinn. Hann sagði að mynd- un hins svonefnda bændaflokks væri af engum tekin alvarlega og auðvitað væri hún ekkert nema millispor á leiðinni inn í íhaldsflokkinnn, óþarft að vísu, en þó afsakanlegt eins og á stæði. Uin Tr. Þórhallsson sagði G. Sv. eitthvað á þá leið, að hann (Tr. Þ.) hefði að vísu „flekk- aða fortíð" og yrði því að taka við honum með varkárni, en leið hans, eins og hinna tveggja lægi þó beint inn í íhaldsflokk- inn. Héðan af gætu þeir ekk- ert annað farið. Nazisiaflokkur Gísla Sigurbjömssonar siofnaðuv i samráði við Miðstjórn ihaldsfiokksins Fulltrúi nazista lýsir því yfir á fundi, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum. Á annan í hvítasunnu var • haldinn f undur af f ulltrúum ' stjórnmálaflokkanna til undir- búnings stjórnmálaumræðna í útvarpið. Fyrir íhaldsflokkinn mætti Ölafur Thors útgerðar-# maður en fyrir nazista Jón N. Sigurðsson, stúdent. Meðal þess, sem bar á gómá, var Gísli Sigurbjörnsson. Innti ölafur Thors fulltrúa nazist- anna eftir því, hvar Gísli væri nú niðurkominn og hvernig að- staða hans væri í „hreyfing- unni". Væri það merkilegt, ef sá maður væri þar ekki hátt settur, sem hefði verið aðal stofnandi „hreyfingarinnar". Jón svaraði þessu á þá leið, að það væri rétt og Gísli hefði „stofnað þjóðernishreyfingunaí samráði við miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins"! Ólaf Thors setti hljóðan við þetta svar og famist það greini. lega á honum, að honum hafði fundist Jón full berorður í á- heyrn þeirra, sem þarna voru staddir. En það er víst, að orð Jóns voru sögð í fullri alvöru. Það er líka aUt sem bendir til þess, að þau hafi við rök að styðj- ast. Það er opinbert leyndarmál, að þegar eftir kosningar 1931 kom til mikilla ráðagerða hjá forráðamönnum íhaldsflokks- ins, á hvern hátt væri hægt að vinna yngri menn til liðs við flokkinn, en þeir voru alltaf að verða honum fráhverfari og fráhverfari. Það ráð var þá tekið, að reyna að efla félagið Heimdall. Dansskemmtunum var fjölgað. En það bar engan árangur. Fylgi æskunnar hneig í aðra átt Þess vegna var gripið til þess ráðs, að reyna að nota þjóðern- istilfinninguna, sem lyftistöng fyrir íhaldsstefnuna. En þá máttu foringjarnir þar sjálfir hvergi nærri koma. Fortíð þeirra var þar óyfirstiganlegur þröskuldur á vegi. En jafnframt því, sem sleg- ið var á strengi þjóðernistil- finningarinnar, þurfti að vinna fylgi við nýja stefnu, einræðið. Það þurfti að undirbúa jarð- veginn fyrirþað stjórnskipu- lag, sem íhaldið ætlaði að grund valla, fengi það aðstöðu til þess. Þetta voru ástæðurnar fyrir stofnun þjóðernishreyfingarinn FramÍL á 4 sifiu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.