Nýja dagblaðið - 15.07.1934, Blaðsíða 1
m
Sundmeistaramótið
á Akureyri
Sundgarpar Reykjavíkur sem
tóku! þátt í Sundmeistaramót-
inu á Akureyri 8.—10. þ. m.
komu heim hingað í fyrrakveld.
víkingar hafa aðeins gömlu,
litlu laugina hér fyrir innan bæ_
inn og hana á stundum vatns-
lausa.
Nýja sundlauflin á Akureyri
Jónas Halldórsson
Láta þeir hið bezta yfir för-
inni og róma mjög móttökur
og gestrisni Akureyringa, svo
og það, hvað sundlaug þeirra
sé góð og myndarleg. Þótti
þeim því betra að vera þar sem
þeir voru lengur.
Sundmennirnir fóru tvær
skemmtiferðir á vegum Akur-
eyringa, í Vaglaskóg og til Dal-
víkur og skoðuðu þar sundlaug
Svarfdæla og var höfð þar
sundsýning fyrir þá.
Á þessu móti voru sett fjög-
ur ný mét og hefir áður verið
sagt frá þeim hér í blaðinu.
pórður GuSmundsson
Þeir sem settu met á þessu
móti voru þessir: Jónas Hall-
dórsson, Jón D. Jónsson og
Þórður Guðmundsson, og birt-
ir blaðið hér myndir af köpp-
unum'. Auk þess setti Haukur
Einarsson nýtt met í sundi yf-
ir Oddeyrarál í Eyjafirði. Mega
Reykvíkingar vera sundmönn-
unum þakklátir fyrir vel unnin
afrek og Akureyringum fyrir
góðar móttökur sunnanmanna.
Má því segja, að árangur af
mótinu að þessu leyti hafi orð-
ið mjög góður. Þó er enginn
vafi á því, að enn méiri árang-
ur af þessu móti er í því fólg-
inn, að glæða áhuga á sundi á
Akureyri og nágrenni. Mun það
reynast svo, að Norðlendingar
leggi sig alla fram til þess að
verða skæðir keppinautar Sunn-
lendinga í sundíþróttinni, enda
standa þeir nú mun betur að
vígi til þess að æfa sundið, þar
sem þeir hafa stóra og góða
laug með heitu vatni, en Reyk-
Jón D. Jónsson
Þjóðdómur
án starísreglna
London kl. 16, 14./7. FÚ.
Hinn nýji þýzki þjóðdómur
var settur í dag. Við það tæki-
færi flutti dómsmálaráðherrann
ræðu, og skýrði frá skipun og
verksviði réttarins. I dómnum
eiga sæti 32 dómarar og einung
is tólf þeirra eru lærðir lögfræð
ingar. Dómstólnum eru ekki
settar neinar skrifaðar starfs-
reglur og enginn sérstakur
dómstjóri er í réttinum. Hinir
'nýju dómarar eru einungis á-
byrgir fyrir samvizku sjálfra
sín, sagði dómsmálaráðherrann,
en þeir bera enga ábyrgð gagn-
vart ríkisstjórn eða i'lokks-
stjórn. ,,Þegar sumir líta svo á
erlendis", sagði hann ennfrem-
ur, „að þessi nýji dómstóll sé
byltingardómur, þá er það til-
hæfulaust og ber einungis vott.
um það, að þeir sem' þetta
segja, skilja ekki eðli dómstóls-
ins eða ást Þjóðverja á rétt-
lætinu“.
Stefna Hitlers
hættuleg heims-
friðnum
London kl. 16, 14./7. FÚ.
Heimsblöðin flytja í dag ýms-
ar greinir og ummæli um ræðu
þá, sem Hitler flutti í gær.
New York Herald segir meðal
annars: „Milj ónir menntamanna
í Ameríku, sem hafa verið þeirr
ar skoðunar undanfarið, að
stefna Hitlers og fylgismanna
hans væri hættuleg fyrir frið-
inn í Evrópu, hafa nú styrkst
í þeirri trú, af ræðu hans í
gær“.
Franska blaðið Figaro segir,
að ræðan sé langt frá því að
skýra ástandið í Þýzkalandi og
hafi verið vonbrigði þeim, sem
búizt hefðu við slíku frá Hitler,
bæði innan Þýzkalands og utan.
Sérstaklega telur blaðið það
eftirtektarvert, að Hitler hafi
ekki minnst á nein utanríkismál
eins og búast hefði mátt við.
En blaðið bætir því við, að „ef
til vill er einmitt þessi þögn
það eftirtektarverðasta í ræð-
unni. Hitler hefir álitið það
hagkvæmast að segja ekkert
um þessi mál“.
Oveður
valda skemmdum
London kl. 16, 14./7. FÚ.
Óveður hafa geisað um vest-
ur-Evrópu síðastliðinn sólar-
hring. í Frakklandi og Ítalíu
hafa verið mikil þrumuveður
og valdið mannsköðum. Á Spáni
heíir sumstaðar snjóað, en sum
staðar hafa rok og rigningar
valdið miklum skemmdum á
ökrum. I Englandi gerði helli-
Heimsókn H. I.K.
Annar kappleíkurinn verður í kvðld
kl. 8\ Þá keppir Vaoir.
Annar knattspyrnukappleik- |
urinn milli H. I. K. og íslend- i
inga fer fram í kvöld og hefst !
kl. 8l/i- Er það 1. fl. lið knatt- |
spyrnufélagsins Valur, sem í i
þetta sinn þreytir við Danina j
Það var Valur, sem fór til
Danmerkur 1931 og var sú ferð
hin frækilegasta. Alls voru háð-
ir átta kappleikir og unnu Vals
menn sex þeirra. j
Valsmenn sýndu Dönum þá,
að þeir voru örðugir við að
eiga og létu sig ekki fyr en í
fulla hnefana. Og þeir hafa á-
reiðanlega hug á að láta þá
komazt að raun um það ennþá
einu sinni, — í kvöld.
Leikstaða knattspyrnumánn-
anna verður sennilega þessi í
kvöld, en þó getur breyting
orðið á liði Dana, þannig, að
skipt verði um menn eða stöðu
manna á vellinum, en það var
ekki að fullu afráðið þegar
Nýja dagblaðið vissi síðast í
gærkveldi.
ca
*o
Ss4
Is
<J £
«
b£ ®
„ 02
S 02
‘O *0'
©
Wm
fo &
p 5
02 P
® p-
P
p
02 O
§ S
§.s
cð O
S
<s>
W
P
. O
S *
<0*0
f—' r~*
O |
33
o §
u g
c6 O
-o.g
O
w
►0
2. w
$■ ==
5 mj
® œ
OO
a" o
5 e
o
0-
a 7?
02
©
P
1$
K P-
© í>
2 ©
© >■*
p
P?
00
T5
So
P
crq
F4
03
©
P
£
o
Ciq
©
P
SL
03
o
p
!•$
©
P
Sænskur leikflmisflokkur
á ferð um Island
Hingað kom1 með Islandinu
síðast 16 manna leikfimissveit
frá Svíþjóð. Fimleikastjórinn
og foringi fararinnar er Jan
Ottoson, leikfimiskennari við
lýðháskólann í Táma í Sví-
þjóð.
Ottosson var hér á ferðalagi
fyrir 10 árum, sá hann þá ís-
lenzka glímu, leizt vel á hana
og fékk því mann héðan til
Tárna til þess að kenna þar
glímu: dálítinn tíma, sem hefir
svo öðru hvoru verið iðkuð þar
síðan.
rigningu í nótt og þrumuveð-
ur. Þrátt fyrir rigningarnar
l?ar síðustu tvo sólarhringana
linna yfirvöldin ekki á áskor-
unum sínum til almennings um
að spara vatn og í öllum stræt-
isvögnum í London eru í dag
stór spjöld með þessari áletr-
un: „Gerið svo vel að spara
vatnið! Það er bráðnauðsyn-
legt“!
Til Táma hafa fleiri Islend-
ingar farið en glímumenn.
Þangað hafa margir aðrir far-
ið og m. a. stúlkur til þess að
læra þar matreiðslu síldar o. fl.
Síðustu 10 árin hafa verið um
50 íslendingar á Táma við
nám.
Leikfimiskennarinn, Jan Ott
son er einn af þekktustu leik-
fimiskennurum Svíþjóðar. Sér-
staklega hefir hann barizt fyr-
ir byggingu gufubaðstofu af
finnskri gerð á sveitabæjum,
og hefir orðið svo vel ágengt,
að flestir bæir í því léni, þar
sem hann er búsettur, hafa nú
gufubaðstofur.
Næsta haust hyggst Ottoson
að setja á stofn sinn eigin leik-
fimlslýðháskóla, sem verður sá
fyrsti í Svíþjóð. Til þessa skóla
hefir hann fengið stóran herra-
garð að gjöf, sem er 250 þús.
kr. virði, og auk þess sjóð, sem
Framlh. á 4. síðu.