Nýja dagblaðið - 23.07.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.07.1934, Blaðsíða 1
AUEAÚTGÁFA NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. 5 Reykjavík mánudaginn 23. júlí 1934. 171. blað Samningur Framsóknar* og Alþýðuflokksins nm myœdun nýrrar ríkisstjórnar og samstarf I landsmalnm Væntanleé skipan ráðuneytisins: Hermann Jónasson lorsætisraðherra (fer með k ndbún- aðarmál, vegamál, dómsmál og kirkjumál) Eysteinn Jónsson fiarmalaradherra Haraldur Gnðmundsson, atvinnnmalaraðlierra Um leið og' Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ganga til stjórnarmyndunar, koma þeir sér saman um eftiríar- andi bráðabirgðaverkefni stjómarinnar: 1. Að skipa nú þegar nefnd sérfróðra manna til að gera tillögur og áætlanir um aukinn atvinnurekstur, framkvæmdir og framleiðslu í landinu, svo og aukna sölu afurða utan- og innanlands. Sé lögð áherzla á að efla þann atvinnurekstur sem Uyrir er og rekinn er á heilbrigðum grundvelli, enda komið á opinberu eftirliti með hverskonar stórrekstri til tryggingar því, a_ð hann sé rekinn í samræmi við hagsmuni almennings. Opin- berar ráðstafanir verði síðan gerðar til aukningar atvinnu- rekstri í landinu eftir því sem þarfir krefja og við getur átt. 2. Að afla ríkissjóði tekna þannig, að byrðarnar hvíli fyrst og fremst á háum tekjum og miklum eignum skattþegnanna, en að auki sé fjár aflað með arðvænlegum verzlunarfyrirtækj- um hins opinbera. Færðar séu niður ónauðsynlegar fjárgreiðsl- ur ríkissjóðs, alls sparnaðar gætt í rekstri ríkisins og opinberra stofnana, en tekjunum varið eftir því sem unnt er til aukinnar atvinnu og framkvæmdia í landinu. Fjárlög séu samin á þess- um grundvelli og gerð svo ítarleg og nákvæm sem auðið er, enda sé tryggilega um það búið, að eftir þeim sé farið til hins ítrasta. 3. Að fela sérstakri stjórnarskrifstofu á meðan núverandi viðskiptaörðugleikar haldast, að úndirbúa alla verzlunarsamn- inga við erlend ríki, stjórna markaðsleitum, ráðstafa inn- og útílutningi og hafa að öðru leyti yfirumsjón með öllu, er við- kemur utanríkisverzluninni. 4. Að skipuleggja nú þegar með bráðabirgðalögum sölu landbúnaðarafurða innanlands, er tryggi bændum viðunandi verð fyrir afurðir sínar. Sé lögð áherzla á, að draga úr. milliliða- og dreifingarkostnaði, til sameiginlegra hagsbóta fyrir framleið- endur og neytendur. 5. Að viðurkenna Alþýðusamband íslands sem samnings- aðila um' kaupgjald verkafólks í opinberri vinnu. Sé nú þegar gengið til slíkra samninga með það fyrir augum að jafna og bæta kjör þeirra, sem þá vinnu stunda. Opinberri vinnu verði hagað þannig, að hún verði einkum til atvinnuaukningar í þeim héruðum, þar sem hún er unnin. 7. Að stöðva nú þegar greiðslur úr ríkissjóði, sem nú fara fram til að halda uppi varalögreglu. 8. Að ljúka nú þegar undirbúningi löggjafar um almennar alþýðutryggingar, svo og undirbúningi endurbóta á framfærslu- löggjöfinni, er hvorttveggja lcomi til framkvæmda eigi síðar en í ársbyrjun 1936. 9. Að ljúka nú þegar undirbúningi löggjafar um sam- vinnubyggðir í sveitum (nýbýli og nýbýlahverfi) er komi til framkvæmda vorið 1935. 10. Að afnema þegar á næsta þingi lög um þjóð- og kirkjujarðasölu og setja jafnframt löggjöf um erfðafestuábúð á jarðeignum ríkisins. Jafnhliða sé undirbúin löggjöf uml jarða- kaup ríkisins, er komi til framkvæmda eigi síðar en í árs- byrjun 1936. 11. Að undirbúa nú þegar endurbætur á löggjöf um veð- lán til landbúnaðarins er feli í sér lenging lánstíma og lækkun vaxta og komi til framkvæmda hið allra fyrsta. 12. Að stuðla að því, að hrundið verði sem allra fjrrst í framkvæmd virkjun Sogsins. 13. Að undirbúa nú þegar endurbætur á réttaríars- og refsilöggj öfinni eftir fullkomnustu erlendum fyrirmyndum, er komi til framkvæmda eigi síðar en í ársbyrjun 1936. 14. Að hraða að öðru leyti framkvæmd þeirra mála til hagsbóta fyrir hinar vinnandi stéttir í landinu, sem báðir flokkar hafa lýst sig fylgjandi. Reykjavík, 14. júlí 1934, Fyrir hönd Framsóknarflokksins: JÓNAS JÓNSSON. EYSTEINN JÓNSSON. Fyrir hönd Alþýðuflokksins: Frá Suðuriótum Framh. „Við verðum að vera menn til þess að snúa þá kjúklinga úr hálsliðnum, sem við höfum sjálfir ungað út“, kvað hann hafa sagt í sambandi við þjóð- emisbaráttu Suður-Jóta. En jafnvel járngreipum sjálfs hans varð það ofurefli. En hafði þá ekki stjórnin einhverjar meira en lítið þung- ar sakir á þennan óþjála þjóð- flokk — svona frá hlutlausu sjónarmiði óháðs athuganda? í hverju lágu þær yfirsjónir og syndir hinna þrjózku józku íbúa, er heimiluðu þann aðbún- að, er yfirvöldin létu þá sæta? Ljósasta svarið við þessum spurningum er ef til vill kafli úr ræðu H. P. Hansen’s full- trúa Suður-Jóta í Ríkisþinginu í Berlín. Sá kafli er svona: „Við stöndum á grundvelli stjórnarskrárinnar, rækjum fúslega vorar ríkisborgaralegu skyldur, högum oss lögum samkvæmt, innum herskyldu vora af höndúm, greiðum vor gjöld. í staðinn verða full- trúar vorir sífellt að krefjast þess, að vor borgaralegu rétt- indi séu virt og krefjast jafn- réttis fyrir oss til jafns við aðra ríkisborgara, jafnréttis, sem stjómarskráin ákveður, en stjórnarvöldin neita oss svo oft um. En enn oftar kveður skyldan oss til að láta í ljósi óbifanlegan vilja, sem sköru- legast hefir komið í ljós í þessum orðum: Vér erum danskir, vér viljum halda á- fram að vera danskir. og vér krefjumst að farið sé með oss sem vér séum danskir“. Þessi síðasta setning, sem1 er tilvitnun úr ummælum annars Jóta, var að áliti um- boðsvaldsins ljóst tákn þess „landráðahugarfars“, sem með hverskonar ráðum1 skyldi brot- ið í rústir. 6. Að lækka útflutningsgjald af síld, þannig, að það verði eigi hærra en af öðrum útfluttum fiski. Jafnframt sé fellt nið- ur útflutningsgjald af landbúnaðarafurðum. Á þessu ári verði mismunurinn á síldartollinum af þessa árs framleiðslu og venjulegu útflutningsgjaldi endurgreiddur og gangi öll endur- greiðslan til hlutauppbótar handa sjómönnum. JÓN BALDVINSSON. STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON. Undirritaður er samþykkur því að ganga til samstai’fs við Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn samkvæmt framanrit- uðu. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON. Símax Nýja dagblaðdns: Ritstjórl: 4373. Fiéttaritarl: 2353. Ahgr. og an|L: 2323.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.