Nýja dagblaðið - 29.08.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 29.08.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 29. ágúst 1934. 203. blað Stuttbvlgjustööin í Gufunesi i ÆLtlað er að hún geti tekíð tíl starfa í marzmánuði næstkomandi Foringiir Hjálpræðishersins t gærmorgun tóku til vinnu um 80 verkamenn við lagningu nýrra jarðstrengja til stutt- bylgjustöðvanna á Vatnsenda- hlíð og í Gufunesi. — Strengir þessir komu með Dettifossi síðastliðinn laugardag og eru samtals 9—10 km. að lengd. Landssímastjóri, Guðmundur Hlíðdal, skýrði utvarpinu þannig frá í viðtali í gær: „Jarðstrengir þessir verða lagðir út frá jarðsímahúsi landssímans í Breiðholtsmyri, skammt fyrir suðaustan Bús- staði, sunnanvert við Elliðaár, en þangað liggja nú jarðsímar frá landssímahúsinu í Reykja- vík, og greinast þar til Út- varpsstöðvarinnar á Vatns- endahlíð, austur yfir Fjall og norður í land. Frá Jarðsímahúsinu í Breið- holtsmýri verður nú: í fyrsta lagi nýr jarðstrengur til sendi- Island og lengra burtu, en stöðvarhúss hinnar nýju stutt- bylgjustöðvar á Vatnsendahlíð, norðaustanvert við útvarps- stöðina, og í öðru lagi verður lagður nýr jarðstrengur iriót- tökustöðvar til hinnar nýjui stuttbylgjustöðvar í Gufunesi, en inn í þann streng falla landssímalínur allar til Norður- lands, og komast þær símíalín- ur með þessum! hætti frami hjá miklum torfærum, sem standa í sambandi við orkustöð Raf- veitu Reykjavíkur við Elliðaár og fyrirhugaðar háspennulínur frá orkustöð við Sog. — Verða línur þessar teknar inn í stutt- bylgjustöðvarhúsið í Gufunesi og leiddar þaðan norðaustur á lóðarmlörk landssímans, þar á hæðinni, og síðan teknar þar upp í staura áleiðis til Norður- landsins. Stuttbylgjustöðvarhúsin eru nú það langt komin, að innan skamms má fara að setja þar niður vélar, og allar líkur eru til þess, að stöðin geti tekið til starfa á tilsettum' tíma eða í marzmánuði næstkomiandi, svo sem upphaflega var til ætl- azt. Hlutverki hinnar nýju stutt- bylgjustöðvar lýsir landssíma- stjóri í fám orðum á þessa leið: „Stuttbylgjustöðin nýja á að gegna fernskonar hlutverki. 1 fyrsta lagi er vara-skeytasam- band fyrir sæsímann, þegar hann er bilaður. En eins og kunnugt er, hefir sæsíminn bil og* líður nú æ styttra og styttra milli þessara bilana — síðast aðeins 4 dagar frá því viðgerð var lokið og þangað til ný bilun; kom í ljós. Stafar þetta meðal annars af því, að botnvörpungar toga nú á miklu meira dýpi en áður var, og er því sæsíminn á stórum svæð- um undirorpinn stöðugum skemmdum. Er eins og nú stendur, mjög ótryggt skeyta- samband við útlönd, og verður ekki fullkomlega úr því bætt fyr en nýja stuttbylgjustöðin tekur til starfa. I öðru lagi annast stöðin tal- samband við útlönd í þágu verzlunarmanna, fulltrúa er- lendra ríkja og samhinga- manna, og loks í þágu alls al- mennings beint og óbeint. í þriðja lagi er afgreiðsla við skip á höfnunum umhverfis kröfur um hverskonar oryggi á sjó fara nú mjög í vöxt, og mundi það hafa óhagstæð áhrif á skipaviðskipti vor, að geta ekki veitt svipaða skipa- þjónustu og aðrar þjóðir veita nú. í fjórða lagi er öflun og sending veðurfregna til út- | landa, en veðurfregnir héðan þykja afarmikilsverðar í öðr- nm löndum Norðurálfu, og Is- land fær nú á ári hverju frá hinum öðrum Norðurálfuríkj- um allverulegt framlag til veðurskeytasendinga til útr landa, og hefir v'erið. gert að skilyrði fyrir áframhaldandi framlagi, að hér verði reist öflug stuttbylgjustöð, er geti annast örugga sendingu veður- fregna héðan til útlanda. Auk alls þessa hefir komið til orða, að ríkisútvarpið leiti samninga við landssímann um afnot af stuttbýlgjustöðinni, til þess að útvarpa til íslend- inga erlendis, ef til þess fæst beimild ríkisstjórnarinnar". Verður stiórn Mzista kærð fyrir þjóðabandalaginu ? LRP 28./8. FÚ. ;i Frá Vín flytur Reuters fréttastofa þá frétt, að talið sé að margir mbnn hafi særzt í óeirðunum, sem Heimlwehr- menn hafi stofnað til í Vín. Hundruð manna hafa safnast saman og standa þögulir áhorf- enduir að því hvernig lögregla vopnuð vélbyssum hefir um- kringt ófriðarseggina. Opin- berlega er tilkynnt, að austur- ríska stjórnin muni áður en næsti fundur Þjóðabandalags- Næturkyrð f Lundúninn London, 28./8. FÚ. Hin fyrsta þagnarnótt Lund- únaborgar virðist hafa tekizt vonum fremur, og samgöngu- málaráðherrann hefir farið þess á leit, að haldið yrði áfram með þessar tilraunir. Sumír bifréiðastjórar tóku upp á því, í varúðarskyni, að auka ljósin áður en þeir hugðust að beygja til hliðar. Parísarblöðin fylgjast af athygU nieð þess- ari tilraun, enda hefir sams- að þráfaldlega síðustu mjissiri, I konar tilraun verið gerð þar. ins kemur saman, birta opin- berlega skýrslur um júlí upp- reisnartilraunina, þá er Doll- fuss var drepinn, og það er tal- ið, að hún muni þá ákæra þýzku stjórnina um þátttöku í undirróðri og landráðastarf- semi Nazista. Það er haldið, að von Papen muni ekki fara frá Þýzkalandi aftur til Vín, fyr en þetta skjal hefir verið birt, til þess að þurfa engar yfirlýsingar að gefa að svo stöddu. Nýlega kom æðsti foringi Hjálpræðishersins til Dan- merkur, hershöfðingi Higgens. Eiindi hans þangað var að taka þátt í ársþingi hinnar dönsku dejldar Hjálpræðishers- ins. — Á myndinni sést hershöfðinginn fremstur ásamt Mary Booth og öðrum háttsettum foringjum hersins. Yfirmaður Hjálpræðis- hersius kosinn London, 28./8. FÚ. Yfirstjórn Hjálpræðishersins kom saman í London í dag, og verður aðalviðfangsefni henn- ar að kjósa eftirmann Higgens hershöfðingja, sem hefir beð- ist lausar.NI yfirstjórn hersins eiga sæti 47 meðlimir. Carl Larsen, komarfdör frá Noregi, var kjörinn forseti þessarar ráðstefnú. Orierson nauðlendir enn London, 28./8. FÚ. John Grierson, sem er að leitast við að fljúga norðurleið- ina, frá Englandi til Canáda, hefir enn tafist, og að þessu sinni vegna þoku, er hann var á leið frá Godthaab til Re- solution Island í Hudsonsundi. Isbrjótur náði í gær skeyti frá flugmanninum, þar sem hann segist hafa orðið að nauðlenda vegna þoku, og hafi hann lent á vatni einu, um 70 enskar míl- ur frá Resolution Island. Johnson fær launahækkun LRP 28./8. FÚ. Frá 1. júlí hefir Roosevelt hækkað laun Johnsons, for- manns viðreisnarstarfsins, úr Landhelgi loftsins Flug bannað yfir viss svæði Indlands London, 28./8. FÚ. Flugmenn, sem ætla sér að taka þátt í 'hinu fyrirhugaða mikla kappflugi milli Englands og Ástralíu, sem ráðgert er að frarrf skuli fara í okt., hafa verið varaðir við því af ind- versku stjórninni, að flug yfir vissa hluta Indlands sé bannað. Verður þess krafizt af öllum flugmönnum, að þeir lýsi yfir því, að þeim sé fullkunnugt um þessar reglur ög skuldbindi sig til þes's að fljúga ekki yfir hin bönnuðu svæði. Stjórnin hefir ennfremur lýsf því yfir, að ef flugmenn neyðist til þess að ienda á hinum bönnuðu svæð- um, þá sé ekki hægt að setja neinar tryggingar fyrir aðstoð ¦ þeim til handa eða björgun. Johnson hershöfðingi. 6000 dollurumí á ári upp í 15000 dollara. Kveðst hann gera þetta til þess að gera Johnson unt að, standast þann mikla persónulega kostnað, sem starfinu sé samfara, og tii þess að laun hans svari betur en áður til þess verðmæta starfs, sem eftir hann liggi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.