Nýja dagblaðið - 02.10.1934, Blaðsíða 1
Alþíngi
sett í gær
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 1
Hinir nýkjömu alþingismenn
mættu í dómkirkjunni kl. 1 e.
h. í gær og hlýddu á messu
þar eins og venja er áður en
þingsetning fer fram. Séra
Sveinbjöm Högnason prestur
á Breiðabólsstað talaði til þing-
manna með snjallri ræðu, þar
sem hann brýndi fyrir þeim,
að þeir í störfum sínum á Al-
þingi létu athafnir fylgja orð-
um, að þeir ekki aðeins gerð-
ust heyrendur og flytjendur
góðra og göfugra mála, heldur
fyrst og fremst gjörendur
þeirra, til þess ætlaðist þjóðin,
sem1 fengið hefði þingmönnun-
um umboð til þess að stjóma
málefnum hennar. 1 mannáð-
ar_ og friðaranda skyldu þeir
vinna en ekki harðstjóraar og
efnishyggju.
Fundur i samein-
ndu þingi.
Að guðsþjónustu lokinni
gengu þingmenn í fylkingu úr
dómkirkjunni í Alþingishúsið
og var þá settur fundur í sam-
einuðu þingi í fundarsal neðri
deildar Alþingis. Fundurinn
hófst mleð því að forsætisráð-
herra Hermann Jónasson las
boðskap konungs um að kalla
saman Alþingi, og kvaddi síð-
an aldursforseta þingsins, 2.
þingmann Skagfirðinga, séra
Sigfús Jónsson, til þess að
stjóma fundinum.
Aldnrsiorseti tekur
við iundarstjórn
Tók þá aldursforsetinn við
fundarstjóm og nefndi til
fundarskrifara þá Jörund
Brynjólfsson 1. þm. Ámesinga
og Magnús Jónsson 1. þm.
Reykvíkinga. Þá minntist ald-
ursforsetinn fyrv. alþingis-
manns Einars Þorgilssonar
framkvæmdarstjóra í Hafnar-
firði og vottuðu þingmenn
minningu hans virðingu sína
með því að standa upp.
Síðan skiftust þingmenn í
3 kjördeildir, og varð þá all-
langt fundarhlé meðan kjör-
bréf þingmánna vom tekin til
athugunar. Að þeirri athugun
lokinni var fundi framhaldið.
Framsögumenn kjördeildanna
lýstu yfir því, hver fyrir sína
deild, að hún legði til að kjör-
bréf þeirra þingmanna er hún
hafði athugað, yrðu tekin gild,
og var að því búnu samþ. með
samhlj. atkv. að taka gilda
kosningu allra þingmanna. —
Ágreiningi út af fjórum atkv.
greiddum við kosninguna í
Skagafjarðarsýslu, er áður
hefir verið getið hér í blaðinu,
var vísað til kjörbréfanefndar
til úrskurðar.
Nýir þingmenn vinna
eiö að stjórnarskránni
Þegar kosning þingmanna
hafði verið gild tekin, unnu
hinir 15 þingmenn, sem ekki
höfðu áður átt sæti á Alþingi,
drengskaparheit að stjórnar-
skránni, svo semi vera ber.
Að því búnu fór fram kosn-
ing forseta og varaforseta sam-
einaðs þings og tveggja skrif-
ara. Forseti sameinaðs þings
var kosinn Jón Baldviiisson
með 26 atkv. Magnús Guð-
mundsson 1. þm. Skagfirðinga
hlaut 20 atkv. og Magnús
Torfason 2 atkv. Varaforseti
var kjörinn Bjami Ásgeirsson
þingm. Mýramanna, einnig
með 26 atkv. Magnús Jónsson
1. þm. Reykvíkinga hlaut 20
atkv. en 2 seðlar voru auðir.
Skrifarar sameinaðs þings
voru kosnir þeir Bjami
Bjamason 2. þm. Ámesinga og
Jón A. Jónsson þm. Norður-ls-
firðinga.
Kjörbrétauetnd kosin
Samkvæmt 4. gr. laga um
þingsköp fór fram hlutbundin
kosning 5 mánna í kjörbréfa-
nefnd. Tveir hstar komu fram
með þrem nöfnum hvor. Listi
Framsóknarmanna og Jafnað-
armanna, þar sem tilnefndir
voru Bergur Jónsson, Stefán
Jóhann Stefánsson og Einar
Ámason, hlaut 26 atkv. og
kom öllum mönnunum í nefnd-
ina, og listi íhaldsmanna með
nöfnum þeirra Gísla Sveins-
sonar, Péturs Magnússonar og
Thor Thors (listinn hlaut 19
atkv.) kom' 2 hinum fyrst-
nefndu í nefndina.
Að þessu loknu var fundi
frestað til kl. 1 e. h. í dag. Þá
fer fram kosning til efri deild-
ar.
Við þingsetninguna var
fjöldi manns samán kominn,
en aðeins fáir gátu hlýtt á
þingsetninguna sökum rúm-
leysis í sölum Alþingis.
Til lesendanna
Hallgrímur Jónasson kenn-
ari tekur nú um þingtímann
við ritstjórn Nýja dagblaðsins
ásamt Gísla Guðmundssyni.
Eru þeir báðir ritstjórar
blaðsins fyrst um sinn.
Útgáfustjómin.
Rannsóknar krafizt
áenoka vopnaiðnaðinum
Berlin kl. 11.45, 1/10. FÚ.
Út af hneykslismálunum sem
komið hafa í ljós í Bandaríkj-
unum í sambandi við rannsókn-
ina í vopnaframleiðslumálinu,
gerir enska blaðið „News Let-
ters“, sem er að nokkru leyti
málgagn MacDonalds, þá
kröfu, að rannsókn á starfsað-
ferðum brezka vopnaiðnaðar-
ins verði tekin upp, og segir
blaðið, að þessi krafa muni
verða studd af frjálslynda
flokknum og verkamanna-
flokknum.
Franski fletinn
aukinn
Berlin kl. 11.45, 1/10. FÚ.
Franska flotamálaráðuneytið
hefir ákveðið að auka skipa-
magn Norður-Atlanzhafs flot-
ans, og verður hann framvegis
tveir bryndrekar, tvö 8000
tonna beitiskip, þrjár deildir af
tundurspillum, tvær deildir af
neðansjávarbátum, og eitt olíu-
skip.
Fragur rithOfundur
Nis Petersen.
Danski rithöfundurinn Nis
Petersen, sem1 hlaut heims-
frægð fyrir hið stóra skáldrit
sitt „Sandal magemes Gade“,
hefir nýlega sent frá sér nýja
bók, sem heitir „Spildt Mælk“.
Kom hún samtímis út • á
mörgum tungumálum Evrópu.
Höfundurinn hefir skrifað
hana á Irlandi, enda fjallar
hún umj borgarastyrjöldina þar
í landi árið 1922.
Roosevelt
svararásökunum
Mennirnir dýrmætasti höfuðstóll
þjóðanna
London kl. 16, 1/10. FÚ.
Roosevelt, Bandaríkjaforseti,
svaraði með útvarpsræðu í
gærkvöldi ýmsri gagnrýni, sem
fram hefir komið á stefnu
stjórnarinnar. Um ásakanir
þær, sem fram hafa komið
vegna hinna miklu fjárhæðar,
Roosevelt forseti.
sem stjómin hafði varið í því
skyni að draga úr atvinnuleys-
inu, komst forsetinn svo að
orði, að mannspilling sú, sem
atvinnuleysið orsakaði, væri
hin gífurlegasta og skaðleg-
asta eyðsla, sem nokkur þjóð
gæti gert sig seka um, því að
dýrmætasti höfuðstóll hverrar
þjóðar væru mennimir sjálfir.
Þeim, sem hefðu stjórnina fyr-
ir sökum um það, að hún tæki
upp aðferðir jafnaðarmanna,
en ráðlegðu aftur á móti, að
láta málin lækna sig sjálf
„eins og Englendingar hefðu
gert“. Kvaðst forsetinn vilja
segja, að enginn gæti borið
Englendingum það á brýn, að
þeir væru sérlega fastheldnir í
löggjöf. Síðan 1909 hefðu þeir
stöðugt verið að breyta lög-
gjöf sinni, og meira og meira
í horf við kenningar jafnaðar-
manna. Þá spurði hann enn-
fremur, hvort menn yrðu ekki
að játa það, að sambandið milli
vinnuafls og fjármagns, væri
miklu lengra komið í Englandi
í fomi samstæðra heilda launa-
samninga, heldur en í Banda-
ríkjunum. Forsetinn lauk ræðu
sinni með þessum orðum: „Ég
trúi því, eins og Abraham
Lincoln komst að orði, að hlut-
verk stjómarinnar sé í því
íolgið, að gera það fyrir hin
minni samfélög, sem þau geta
alls ekki gert af eigin ramleik
eða ekki eins vel, ef þau eiga
að taka á málinu sem einstakl-
ingar.
Rúmeifustjórn
segir al sér
LRP. 1/10. FÚ.
Frá Búkarest kemur fregn
um það, að stjórnin í Rúmeníu
hafi sagt af sér. Konungur
hefir falið Tatarescu, núver-
andi forsætisráðherra, að
mynda stjórn. Tatarescu hefir
opinbeiiega látið í ljósi, að
þessi ráðstöfun væri gerð sam-
kvæmt ósk konungsins um
það, hver væri afstaða þings-
ins til aðkallandi vandamála,
nú er þing er í þann veginn
að koma saman.
Frú Roosevelt
fékk nýverið hótunarbréf í
hvíta húsið um það, að barna-
börnum forsetans skyldi verða
rænt og manni hennar sjálf-
um misþyi-mt, ef hún ekki
greiddi innan tiltekins tíma
Frú Roosevelt.
um 160 þús. dollara á ákveð-
inn stað.
Lögreglan náði stuttu síð-
ar í höfund hótunarbréfsins
— og frúin slapp við útgjöld-
in.
Utvarpsafmæii
í Austurríki var í gær hald-
ið hátíðlegt 10 ára afmæli út-
varpsins þar í landi. Var sér-
stökum dagskrám útvarpað um
kvöldið í tilefni af þessu af-
mæli.