Nýja dagblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 2
N * J A DAGBLAÐIÐ Gagnfræðaskólinn í Reykjavík starfar eins og að undanförnu frá 1. október til 1. maí. Námsgreinar í aðalskólanum eru þessar: Islenzka, danska, enska, þýzka, saga og fólagsfrœði, landafræði, náttúrufræði, eðlisfræði, heilsufrœði, stærðfræði, bók- færsla, vólrítun, teiknun, handavinna og leikfimi. Nemendum 3. bekkjar verður gefinn kostur á sér- kennslu í þeim námsgreinum, sem þarf til upptöku í 4. bekk Menntaskólans. Inntökuskilyrði í 1, bekk eru: Fullnaðarpróf barna- fræðalunnar og 14 ára aldur. Nýir nemendur, sem óska að setjast í 2. eða 3. bekk; verða prófaðir 2. og 3. okt. EKKERT SKÓLAGJALD í aðalskólanum. Við kvöld- skólann verður 25 kr. kennslugjald. sem greiðist fyrir- fram. Námsgreinar: íslenzka, danska, enska og reikningur Umsóknir sóu komnar til mín fyrir 15. sept., og gef óg allar nánari upplýsingar. — Heima kl. 7—9 síðdegis. Ing»imar Jónsson Vitastíg 8 A. Sími 3763. Áfengisverzlun ríkisins hefir einkarétt á því að framleiða bökun- ardropa, hárvötn, ilmvötn og andlitsvötn. Verzlanir, rakarar og hárgreiðslukonur snúa sáv því beint til Áfengisverzlunarinnar, þegar þessar vbrur vantar. Sendum gegn póstkröfu á viðkomuhafnir strandferðaskipanna. Góðar vörur. Sanngjarnt verð. Afeiagisverzlun ríkisins. II eykjavik i mfl kureyri A tveim dögum: AUa þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga A einum degi: (hraðferðir) um Borgarnes á þriðjudðgum og ttstudðgum. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir til Austfjarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreíðastöð Akureyrar. Reykjavík Búðardalur Stórholt fitrdir aiia mánndaga og fimmtuda^a kl. 8 árd. TU baka þriðjudaga og töstudaga. Bitreiöastöð Islands, slmi 1540. Guðbrandur Jðrundsson. ^m Takmankið er: Viðteeki inn á hverf heimili Yerð viðfækja er lazgpa her á landí en í ððrum löndum. Útvarpsnotendum hefir, síðan Útvarps- stöð íslands tók til starfa, fjölgað mun örar hér á landi, en í uokkru öðru landi álfunnar. Einkum hefir fjölgunin verið ör nú að undanförnu. ísland hefir nú þegar náð mjög hárri hlut- fallstölu útvarpsnotenda og mun eftir því sem nú horfir, bráðlega ná hæstu tölu útvarpsnotenda, miðað við fólks- fjölda. Viðtœkjaverzlunin veitir kaupendum viðtwkja meiri tryggiagu um hagkvœm viðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram i tækjum eða óhöpp ber að höndum. Ágóða Viðtœkjaverzlunarinnar er lög- um samkvæmt eingöngu variðtil rekst- urs útvarþsins, almennrar útbreiðslu þéss og til hagsbóta útvarpsnotendum. Viðfækjaverzlun píkisíns Lækjargðtu 10 B Simi 3823 Ferð um Dali Á hinum almenna kirkju- fundi s.l. vor, var annað aðal- mál fundarins „Samtök og sam- vinna að kristindómsmálum". Almenn sókn fulltrúa á fund- inn ber það með sér, að þjóðin er að vakna til meðvitundar um nauðsyn samtaka umj þessi mál, sem hingað til hafa veríð allt of lítil. Vilji fulltrúanna kom þá og skýrt í ljós, því framkvæmdanefnd þessara funda var falið að gera allt sem unnt væri, til þess að senda mann eða menn, í sem' aJJra flest prófastsdæmi lands- ins, til þess að örfa fólk og ¦hvetja til almennra sanrtaka uiri iriálefni kirkjunnar. Allir þeir, sem telja þjóð vorri and- lega og efnalega betur borgið, með því að viðhalda kirkju og kristni, verða að vera þátttak- endur hér í, án tillits til allra st j órnmálaskoðana. Eftir beiðni prófastsins í Dalaprófastsdæmi, lofuðum við prófessor Ásmundur Guð- mundsson að ferðast um hér- aðið í sumar. Fórum við í þessa ferð hinn 20. júlí. Kom- um við þann dag til Borgarness og héldum' þaðan rakleitt í bíl að Kvennabrekku í Dölum, og gistum þar um nóttina hjá sóknarprestinum, sr. ólafi Ól- afssyni. Á sunnudaginn var indælt veður og bezti þerrir. Bjugg- umst við því ekki við mörgu fólki til kirkju, þess heldur sem þetta var fyrsti þerridag-' urinn eftir langvarandi óþerrir. Messan átti að byrja kl. 1, og kom til kirkjunnar um 100 manns. Taldi fólk að miklu fleira hefði komið, ef ekki hefði svoná staðið á. Próf. Ás- mundur prédikaði, en ég flutti erindi á eftir, en viðkomandi sóknarprestur var fyrir aJtari. Fór þetta þannig fram í öllum kirkjunum. En að aflokinni messugerð, áttum við svo tal við safnaðarfulltrúa, sóknar- nefndir og Hallgrímsnefndir," og fleira áhugafólk, ungt og gamalt, um málefni kirkjunn- ar. Á Kvennabrekku er prýði- leg steinkirkja, sem söfnuður- inn reisti fyrir nokkrum árum. Kl. 5 sam& dag vorum við svo í Hjarðarholtskirkju, var 'þar við messu 130—140 mamxs. Hjarðarholtskirkja er prýðilegt hús og framúrskarandi vel við haldið utan og innan. Er hún úr timbri, byggð í tíð sr. Ól- afs prófasts Ólafssonar, skömmu eftir aldamót. Þótti hún þá bera af sveitakirkjum, og gerír það enn. Stendur hún á ágætum stað. Vantar að- eins ofn í hana. Er mikill á- hugi fyrir að bæta úr því. Gistum við hjá Hirti Jens- syni og konu hans, Sigurlínu Benediktsdóttur og börnum þeirra, sem eiginlega búa í Hjarðarholti, og fór þar prýð- isvel um okkur. Á mánudaginn skiluðu svo Suður- og Miðdalamenn okkur í bíl inn að Ásgarði til Bjarna hreppstjóra Jenssonar og konu hans, Guðrúnar Jóhannsdóttur, .og vorum við þar um nóttina í góðu yfirlæti. Á leiðinni kom- um við snöggvast að Búðardal, til frú Ingibjargar Sigurðar- dóttur, og að Ljárskógum til Jóns bónda Guðmundssonar, en á báðum stöðum var okkur vel tekið.- Á þriðjudaginn lét Bjarni í Ásgarði reiða okkur að Hvammi, og var messað þar þann dag kl. 2. Fylgdi frúin okkur til kirkjunnar og Jens Bjarnason. Vorum við nú komnir í prestakall sr. Ásgeirs Ásgeirssonar prófasts. Tók hann við okkur tveim höndum og lét okkur í té afbragðs- liesta til ferðarinnar. Skildi hann svo ekki við okkur fyr en suður á Kvennabrekku næsta mánudag 29.. júlí. I Hvammi töluðum við við nefndirnar eins og áður. Kirkjan er þar dágóð, en vantar ofn. Væri ^- nægjulegt, ef Kvenfélagið og Ungmennafélagið í sveitinni treysti sér í sameiningu til að koma þvi í framkvæmd. Þarna valdi Unnur djúpúðga sér bæj- arstæði mót sól og sumri. Hef- ir dalur þessi allur verið viði vaxinn þá. En eins og annars- staðar, hefir hann þar eyðst, líklega mest af mannavöldum. Er skógurinn nú aftur að reyna að fikra sig upp hlíðina út frá bænum, sem orðin var blásin og ber. Gerði sr. Kjart- an Helgason, sem var prestur í Hvamihi um 14 ár, mikið til að friða hlíðina. Og nýtur skóg- urinn þess enn í dag. Það munu vera um, 36 ár síðan sr. Kjartan gróðursetti reynivið- arhríslu heima við húsið. Er hún nú jafn há húsinu. En leið illa í sumar, vegna þess, að maðkur hafði heimsótt hana. Guðjón bóndi Ásgeirs- son á Kýrunnarstöðum bauð okkur heim til sín, en það boð gátum við því miður ekki þeg- ið. Hann býr myndarbúi, hefir bætt jörð sína mikið og húsað ákaflega vel. Á þriðjudaginn héldum við svo að Staðarfelli á Fells- strönd. Beggja megin við Stað- arfell er farið um skógi vaxn- ar hlíðar, er vita rrióti sól. Heima á Staðarfelli er lítið undirlendi og virðist vera nokkuð þröngt um mann. En þaðan sést vel um Hvamms- fjörð og Suðurdali og út um Breiðafjörð til Stykkishólms. Fr&mh. á 3. siöu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.