Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 1
DAGBIAÐIÐ 3. ár. Reykjavík, föstudaginn 13. sept. 1935. 210. blað verður að stunda sem aðra húsdýrárækt, en ekkl sem spakaupmennsku, segir norskur grávöru- stðrkaupmaður trá Paris Nýja Dagblaðinu Héðan er nýlega farinn heim- leiðis hr. Olmer Brager-Larsen, eftir um 3. vikna dvöl. Hi\ Brager-Larsen kaupir og selur grávöru í stórsölu og kom hing- að m. a. til þess að kynna sér silfurrefaræktina íslenzku. Af því að áhugi maima hér fyrir loðdýrarækt hefir farið mjög vaxandi, þótti Nýja» Dagblað- sjálfsagt að leita frétta hjá svo sérfróðum manni, og þá aðal- lega tvennt. 1 fyrsta lagi hverjir möguleikar honum virt- ust á silfurrefarækt hér á Is- landi, en í öðru lagi — og þá sérstaklega til þess litið að hr. Brager-Larsen hefir lengi ver- ið búsettur í París, höfuðborg heimstízkunnar, — hvort líklegt sé, að silfurrefaskinn haldist i svipuðu verði og verið hefir. Tíðindamaður N. Dbl. hittir hr. Brager-Larsen á Hótel Borg, nýkominn sunnan af Reykja- nesi, sólbrenndan og þrekleg- an, íþróttalega vaxinn, og sam- talið hefst þegar á ofannefnd- um meginatriðum. — Um fyrra atriðið vil ég taka það fram, að nú, er ég hafi séð fáein refabú, er ég sannfærðum um, að ræktunar- skilyrðin eru sennilega álíka hér og í Noregi. Áður héldu menn að mikið ylti á loftslagi hvern- ig tækist, en það er bábilja; silfurrefir þrífast jafnvel í röku eyjaloftslagi eins og meg- inlandsfrostum', sem í Kanada og Noregi austanfjalls. Uml það bera t. d. vott silfurrefabú í Stafangri, þar semj vetur mun vera svipaður og hér. — Verða þá þau dýr, sem við frosthörkur venjast, alls ekki fallegri á belginn en hin? — Ekki segi ég það, dýrin verða við þau skilyrði ívíð stærri og hárin þéttari, en ekki svo að verulegu muni, tæpast t. d. 10% á belgverðinu. Enda er það víst, að silfurrefurinn þrífst á alveg sömu stöðum og rauði refurinn, og er líka af- brigði af honum, þannig til kom|ið, að í Kanada tóku m'enn eftir því að einstaka rauðrefir voru nálega svartir á belginn og silfurbrydd vindhárin. Þessa refi handsömuðu menn og kynbættu þá sem tízkuvæn- legast þótti. — Og þér álítið að Islending- ar standi eins vel að vígi í samkeppninni á heimsmlarkað- inum og aðrar þjóðir? — Já, að mestu leyti, ef menn aðeins forðast öll spá- mennskuviðskipti. Menn ættu ekki að brenna sig hér á því, að ætla sér að stórgræða á und- aneldisdýruih, einsi og menn Framh. á 2. síðu. Logn undan stormi ? Umræðtir um ræðu Sir Samuel Hoare's Kalundborg 12. sept. FO. í Genf er allt með kyrrum kjörum í dag. Fulltrúar Hol- lands, Belgíu og Svíþjóðar héldu hver um| sig ræðu og voru allir á einu máli um það, að sjálfsagt væri að fram- fylgj a Þj óðbandalagssáttmálan- um1 út í yztu æsar. Forsætis- ráðherra Belgíu kvað einna fastast að orði og sagði meðal annars, að Belgía væri reiðu- búin, til þess að leggja á sig hvað sem væri, til þess að frið- ur mætti haldast. Annars fóru ræður allra þessara fulltrúa m!jög í sömu átt, og ræða Sir Samuel Hoare's í gærdag. í Addis-Abeba hefir ræða Sir Samúel vakið feikna athygli og verið tekið með mesta fögnuði. Abessiníukeisari hefir boðið hersveitum sínumj að hörfa nokkug til baka frá landamær- um! Eritreu, til þess að eiga það ekki á hættu, að þær lendi í skærumj við ítalska framverði. Ræða su er Sir Samuel Hoare hélt í gærdag í Genf hefir yfirleitt mælzt mjög vel fyrir hjá fulltrúum hinna smærri þjóða. Heimsblöðin ræða af mikilli vinsemd um ræðu Sir Samuel Hoare í gærdag og gætir þess alstaðar nerna á ítalíu. Þaðan hef ir ekkert opinbert svar kom- ið við ræðunni ennþá. Italir bíða nú milli vonar og ótta Framh. á 4. síðu. Hitler talai á þingi Nazista í Nurnberg London kl. 23,45 11./9. FÚ. Hitler gaf út langa yfirlýs- ingu í dag, á þingi Nazista- flokksins í Niirnberg. Helztu atriðin voru þessi: Dýrmætasta stofnun Þýzka- lands og sú, sem þjóðin er stoltust af, er herinn, og hann á að hefja hana til vegs og valda. Stjórnin ætlar sér alls ekki að berjast gegn kristin- dómi, en hún mun ekki þöla kirkjunni nokkra pólitíska starfsemi. Stjórnin mun alls ekki fella gjaldeyrinn. Vægðar- semi stjórnarinnar gagnvart Gyðingum hefir verið misskil- iit, en nú mun stjórnin gera gangskör að því, að útrýma þeim misskilningi, og binda enda á þá hættu, sem af hon- um! stafar*). Enda þótt nú sé skortur á ýmsum matvælum, um stundarsakir, verða laun ekki hækkuð, en þess verður gætt, að lífsnauðsynjar stigi ekki í verði. 800 þús. Nazistar hafa sótt ársþing Nationalsosialista- flokksins, sem haldið er í Niirnberg. Skinnavara hækkar í verðf Einkaskeyti frá Kbh. til útvarpsins 12. sept. Á skinnavöruuppboði í Kaup- mannahöfn, sem haldið er þessa dagana, hefir verð á húðum og skinnum stórhækkað. Orsökin er talin sú, að erindrekar ýmsra stórvelda kaupa nú húðir og skinn í stórum' stíl til hernað- arþarfa. Birgðir af skinnavöru eru óvenjulega litlar í Dan- mörku, miðað við það, semjvant er að vera á þessum, tíma árs. Rússar Iraupa flsk og sild ai Norð- mönnum 12. sept. 1935, FÚ. Sovétstjórnin stendur nú í samningum við Norðmenn um kaup á 20 þús. tunnum af salt- síld, auk þeirrar síldar, sem áður hafði verig samið um sölu á, auk þess eru Rússar að gera samning við Norðmenn u'm kaup á 60 smálestum af salt- fiski. Viðeyjarsund Hýtt met 1 gærmorguh synti Pétur Ei- ríksson úr Viðey og að stein- bryggjunni. Lagði hann af stað frá hell- Pétur Einarsson. inum í Viðey kl. 10,58 og var kominn að steinbryggjunni kl. 12,28. Hefir hann því verið 1 klst. 30 mín. á leiðinni og hefir þessi vegalengd aldrei verið synt á jafn skömmum tíma áður. Bátur fylgdíst með Pétri alla leiðina og voru í honurh Jón Pálsson sundkennari, Benedikt Jakobsson leikfimiskennari og óskar Þórðarson læknir. Pétur tók fyrst 60 sundtök á mínútu, en eftir að komið var að Laugarnestöngumj tók hann 54 sundtök á mínútu og hélt þeim hraða eftir það. Rétt ut- an við höfnina fékk hann te og tók eftir það 56 sundtök á mínútu. Pétur varð 18 ára gamall í lok júlímánaðar síðastl. og er sundraun þessi hið mesta þrek- virki, þegar miðað er við aldur hans. Pétur er í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Þegar tíðindamaður blaðsins hitti hann að máh í gærkveldi var hann hinn hressasti og myndi engum^ ókunnugun^! hafa komið til hugar, að hann væri nýlega búinn að leysa svo erfitt verk af höndum. Pétur byrjaði fyrir alvöru að löggja rækt við sund fyrir þrem árum síðan og bendir af- rekið í gær til þess, að hann hafi gert það með miklum dugnaði. Ur Viðey var fyrst synt 1914 að Völundarbryggju og mun sú vegalengd %xfa km. Leysti Benedikt Waage þá sundraun af höndum og þótti þá vel gert. Hann var 1 klst. 56 mín. Árið 1925 synti Erlingur Pálsson frá Þórsnesi, sem er syðst og austast á eynni, vest- ur í fjöruna hjá Alliance og hefir sú vegalengd verið mæjd 51/2 kmj. Hann var 2 klst. 40 m'ín. 22 sek. á leiðinni. Ein kona, Ásta Jóhannesdótt- ir, hefir synt úr Viðey, og fór hún sömu leið og Pétur. Hún var 1 klst. 55 mín. Fleiri hafa synt þá vega- lengd og átti Haukur Einars- son gamla metið, sem var 1 klst. 53 mín. *) Auðkennt hér. Frá Isltndingum f Höfn Einkaskeyti frá Kbh. 12 sept. 1935, FU. íslenzki söngvarinn Stefán Guðmundsson hefir verið ráð- inn til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, til þess að syngja hlutverk hertogans í söngleiknum Rigoletto. Syngur hann sennilega 1. okt. og verð- ur það þá í fyrsta sinn, sem íslenzkur söngvari syngur stór hlutverk í Konunglega leikhús- inu. 1 Berlingske Tidende kom| í morgun ýtarleg grein eftLr Kommimdör Godtfred Hansen, þar sem hann fer viðurkenn- ingarorðum um ritstjórn Matt- híasar Þórðarsonar á Inter national-Fi'skeriaarbog og í kvöld flytur Berlingske Tiden- de viðtal við Halldór Kiljan Laxness um skáldsöguna Frie Mænd (Sjálfstætt fólk), sem út kemur í danskri þýðingu þessa dagana. Stanning neitar Færeyingum Stauning, forsætisráðherra Dana, hefir hafnar kröfum borgarafundarins í Færeyjum um aukin hafnarréttindi í Grænlandi og vísar til þess, að samkvæmt gildandi lögum sé ekki unnt að verða við þeim kröfum. (FÚ.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.