Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ Gra,mir Kaupum vel verkaðar kindagarnir hæsta verði. Einnig stórgripagarnir, langa og svínagarnir. Garnirnar verða að vera hreinstroknar og vel pækilsaltaðar. Verða þær metnar við móttöku og fer verðið eft- ir gæðum. Allar upplýsingar um verkun garnanna gefur Ari K. Eyjólfsson, verkstjóri. Móttöku annast G-arnastödin, Bauðarárstíg 17, Reyl^javik. — Símí 4241. Samband ísi. samvinnufélaga Ath. öllum þeim, sem þurfa lausa íbúð fyrsta október, er ráðlegt að kaupa sem allra fyrst. A treim dögam: Alla þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga A eimtm degi: (hraðferðir) um Borgarnes á þriðjudögum og föstudögum. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir til Austfjarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreíðastöð Akureyrar. FREYJU kaff ibœtisduffið — nýtilbúið — inniheldur aöeins ilmandi kaffibseti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þesa vegna er Freyju kaffibætÍB- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bætír i atöngum. Notið það bezta, sem nnnið er í landinn Mikil verðlækkun Smásöluverð á öilum hárvötnum sem við framleíðum hefir nú verið lækkað mjög mikið. Olas af Eau de Portugal sem áður kostaði kr. 5,50 kostar nú kr, 4,25. Er þetta til dæmis um verðlækkunina. Heildsöluafsláttur á framleiðsluvör- um okkar verður hér eftir 3O°|0. Nýr verðlisti fyrir hendi handa verzlunum. Afengísverzlun ríkisins. Flugferðir mílií Norður- og Vesturálfu Nýst&rlegar ráðagerðir am lendingarstað flugvéla á norðurheimsskautmn FRÁ FRÉTTARITARA NtJA DAGBLAÐSINS. Kauprri.höfn í ágúst. Eins og áður er getið í Nýja Dagbl., er fluglistin nú í svo mikilli framför og svo margar milli Evrópu og Ameríku. Þó virðast flugmálasérfræðingai* ætla að slíkt sé framkvæman- legt. A. m. k. verður þetta tek- ið til athugunar á alþjóðaráð- stefnu veðurfræðinga, sem haldin vei'ður í Varsjá í haust. og bætt aðstaða veðurathug- ana yfirleitt. Ekki verður nú þegar neitt um það sagt, hvort reynt verð- ur að framkvæma þessar fyr- irætlanir, en ýtarlegri fregna má vænta., að afstaðinni veður- fræðinga-ráðstefnunni í Var sjá. FLUGLEIÐIN YFIR ISLAND OG GRÆNLAND er hagkvæniasta og á- hættuminnsta fiugleið- in á norðurhveli jarðar. Þótt margt bendi til þess, að einhvemtíma verði byggð flug- stöð á Norðurheimsskautinu, er það þó álit sérfróðra manna, að flugleiðin yfir Is- land og Grænland sé álit- legust og framkvæmanlegust á norðurhveli jarðar. Hefir og þessi leið oft verið farin, enda hættuminna og ódýrara flug á henni en öðrum leiðum, sem reyndar hafa verið. Álit Solbergs flugmanns. Flugmaðurinn Solberg hefir sagt í viðtali við norsk blöð, að þótt margir örðugleikar séu um flug yfir Island og Græn- land, séu þeir þó kleifir. — Ég álít, segir Solberg, að ekki verði þessi langt að bíða,, að hafnar verði fastar áætlun- arflugferðir á þessari leið. Þegar ég kem aftur til Ame- n'ku, mun ég ræða við fjölda á- hugamanna um þessi mál, enda þarf vitanlega miklar ráðagerðir og framkvæmdir áð- ur en hægt verður að frarn fylgja þessu til fullnustu. Til flugferða þessara þarf vönduð- ustu gerð flugvéla. Ennfrem- ur þarf að stækka lendinga- staðina og byggja fleiri út- vai*psstöðvar. AÐRAR FLUGNÝJUNGAR. Mynd af væntanlegri Atlanzflugvél. I liringnum er undir staða vélarinnar, er nota má sem björgunarbát, bili vélin. ráðagerðir um aukna notkun flugvéla, að þess verður á- reiðanlega ekki langt að bíða, að reglubundnar flugferðir hefjist milli allra heimsálf- anna. Islendingum er það vit- anlega mest áhugaefni hvaða leið verður valin til flugs milli Evrópu og Ameríku. Fyrir- ætlanirnar um flug- beina, leið yfir Atlanzhaf og byggingu flughafna úti á rúmsjó, eru komnar svo langt á veg, að inn- an fárra mánaða verður ein slík flughöfn fullgerð. Að vísu verður hún ekki byggð úti á rúmsjó, heldur rétt við strönd 4meríku. Fullnægi þessi til- búna eyja vonum manna, mun það flýta mjög fyrir því að byggðar verði slíkar flughafn- ir á hafinu milli heimsálfanna. Er í Améríku búið að stofna fjársterkt félag í þessu augna- miði. FLUG YFIR NORÐUR- 11EIMSSKAUTIÐ. _ Er hægt að byggja og nota flughöfn á Norður- heimsskautinu? Fljótt á litið virðist það vera glæfraleg fyrirætlun að nota Norðurheimsskautið sem lendingarstað á flugleiðinni Fregnir heima, að víða, og m. a. í Noregi, sé unnið að því, að reist verði veðurathugunar- stöð á Norðurheimsskautinu eigi síðar en sumarið 1937. Sé ætlunin að senda sterka ís- brjóta næsta sumar eins langt norður í íshaf og hægt er, til að byggja. flguvöll, sem: eigi ag vera næsti áfangi að endan- legu marki — Norðurheims- skautinu. Frá þeirri flugstöð eigi að senda fjölda flugvéla með allskonar útbúnað og mannafla til Norðurheims- skautsins. Þegar þangað kem,- ur eiga pólfararnir að stökkva til jarðar méð fallhlífum! og síðan er ætlunin að kasta úr flugvélunum matvælabirgðum, nauðsýnlegum vísindaáhöldum og allskonar útbúnaði, m. a. efnivið í bjálkahús. Síðan eiga heimsskautafararnir að starfa að byggingu flugvallar og veð- urathugunarstöðvar á Norður- heimsskautinu. Með þessu ætti að vera búið að leggja grundvöllinn að flug- ferðum milli Evrópu og Ame- ríku yfir Norðurheimsskautið. Auk þess er vitað, að með byggingu veðurathugunar- stöðvar þar, er fengið mjeira öryggi fyrir réttum veðurspá- dómum á norðurhveli jarðar Nyrzta flugstöð heims- ins. Bráðlega verður nyrzta á- ætlunarflugstöð heimsins í Ábo í Finnlandi vígð með mik- illi viðhöfn. Þaðan verður haldið uppi reglubundnum á- ætlunarflugferðum allt árið um1 kring til Stokkhólms, Par- ísar og London. Viðbúnaður Englendinga undir flug yfir Atlanz- haf. — Stýrt eftir gangi himintungla. Enska flugfélagið Imperial Airways er að láta byggja 6 fiugvélar, sem verða þær stærstu, sem notaðar hafa. verið í Bretaveldi. Er ætlunin að nota þær til flugs til fjar- lægustu staða Bretaveldis og geti hver þeirra, flutt 40 far- þega. Þær eiga að geta farið 230 km. á klst. og vega full- hlaðnar 17—20 tonn. Flugmönnum félagsins er nú kennt að stýra eftir himin- tunglunum. Er þetta gert með hliðsjón af flugi yfir Atlanz- haf, því að þá verða stjórnend- ur flugvéla að miklu leyti að styðjast við himintunglin í stag útvarpsmiðunarstöðva. B. S.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.