Nýja dagblaðið - 31.12.1935, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 31.12.1935, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Viðskipta og atvinnulíð 1935 Frh. af 4. síðu í 303. tbl. S1 á t u r f é. Slátrað var í haust rúmlega 345 þús. dilkum á öllu landinu og er það 8000 færra en í fyrra. Meðalþyngd á dilkkropp var í haust 12,94 kg. og er það 0,47 kg. þyngra en í fyrra. I haust var slátrað rúm- lega 24 þús. fullorðnu fé og var það 17 þús. færra en í fyrra. Sláturfé hefir því verið fullum 25 þúsundum færra en árið 1934. Kjötþunginn af sláturfénu á öllu landinu var í haust 4930 tonn, en í fyrra var hann 5200 tonn. Hefir því kjötmagnið í ár verið 270 tonnum minna en í fyrra. Skipastóllinn. Eitt nýtt farþegaskip, „Lax- foss“, hefir verið keypt á ár- inu í stað „Suðurlandsins“, sem dæmt hefir verið ónýtt. Gengur „Laxfoss“ í farþegaflutningi milli Reykjavíkur og Borgar- ness. Eitt flutningaskip var keypt, gufuskipið „Snæfell“, sem Kaupfélag Eyfirðinga keypti og lét gera við, og hefir það síðan verið í millilanda- ferðum. Togaraflotinn er sá sami og á síðastl. ári eða 38 talsins. Keyptir hafa verið inn í landið 10 nýir mótorbátar, 14—80 tonn að stærð og 8 mótorbátar 15—50 tonn hafa verið smíðarir í landinu, en 18 mótorskip hafa verið dæmd ósjófær, rifin, strandað eða seld til útlanda á árinu. Tala skipanna er því sú sama og á síðastliðnu ári, en þau sem komið hafa ný eru yfir- leitt stærri og verðmeiri en þau sem hafa ónýtzt. Sjávarútvegurinn. Þorskaflinn. Afli hefir verið mjög tregur á öllu land- inu, en þó langminnstur á Vestur- og Austurlandi, þar sem hann varð helmingi minni en' í fyrra. Fiskafli á öllu land- inu var til 1. des. samkv. skýrslu Gengisnefndar: 1. des. 1935 49.925 þús. tonn 1. d§s. 1934 61.564 þús. tonn 1. des. 1933 68.441 þús. tonn 1. des. 1932 56.005 þús. tonn Eins og af þessu sést minnk- ar fiskaflinn árlega. En þrátt fyrir það að aflinn er svo lítill voru fiskbirgðir rúml. þúsund tonnum meiri 1. des. í ár en í fyrra ,eða 22.770 tonn. S i 1 d v e i ð a r n a r gengu erfiðlega, veiði var mjög treg. Síld, sem veidd var til söitunar, varð við Norðurland rúmlega helmingi minni en í fyrra. En í byrjun septembermánaðar byrjaði síld að veiðast í Faxa- flóa og veiddist fram í nóvem- berlok. Veiddust þar rúml. 40 þús. tunnur. Við Faxaflóa og hér sunnanlands hefir síld ekki fyrir verið veidd svo nokkru hafi numið. Síldveiðin við Faxaflóa í haust er því einn merkilegasti viðburðurinn í sjávarútvegsmálunum á þessu ári. Síldaraflinn var sem hér segir: (9. des.). Söltuð síld....... 73.757 tn. Matjessíld........ 7.452 — Kryddsöltuð síld . . 28.335 — Sykursöltuð síld . . 4.499 — Sérverkuð síld . . . . 19.578 — Samtals 133.621 tn. I fyrra samtals 216.760 tn. Mestur munurinn er á matjes- síldinni í ár og í fyrra. En þá voru 71.023 tn. matjessaltaðar, en nú ekki nema 7.452. Bræðslusíld var í ár 549.741 hl. — — 1934 686.726 — Nýmæli í fiskveiðunum. Að tilhlutun Fiskimála- nefndar voru í haust gerð- ar tilraunir með karfaveiðar. Voru 5 togarar við þær veiðar í 2 mánuði og öfluðu þeir ágæt- lega. Karfinn var lagður upp á Sólbakka og Siglufirði og bræddur þar í síldarverksmiðj- unum. Verð karfans var ákveð- ið kr. 4,00 á mál, en Fiskimála- nefnd lofaði 50 aura uppbót á mál ef verksmiðjumar sköðuð- ust á því að kaupa karfann því verði. Unnið var bæði lýsi og mjöl úr karfanum og heíir sala þessara afurða gengið vel og gott verð fengist fyrir þær. Er því nú mikill hugur í mönnum um að gera út á karfaveiðar næsta ár. Samkv. skýrslu Gjaldeyrisnefndar var búið að flytja út 1. des. karfaafurðir fyrir 163.500 krónur. Hafa þær verið seldar á Englandi, og fyr- ir ágætt verið. Annað nýmæli, sem að til- hlutun Fiskimálanefndar var tekið upp á árinu, var herðing fiskjar til útflutnings. Menn voru styrktir til þess að koma upp hjöllum og allmikið var hert. Samkv. skýrslu Gjaldeyr- isnefndar var útflutningur harðfiskjar til 1. des. 147.550 kg. fyrir kr. 115.320. Eftir- spum eftir harðfisknum hefir verið mikil og verið gott. Hefir það verið 65—70 aura fyrir ufsa og 60—100 aura fyrir þorsk. Harðfiskurinn hefir ver- ið seldur til Hollands, Svíþjóð- ar, Þýzkalands, Afríku o. fl. landa. Sala sjávarafurða. Verð á fullverkuðum stór- fiski hefir verið mjög stöðugt. Nokkurt verðfall varð þó á Portugalsmarkaðnum fyrri hluta sumars. Útborgað verð á fullverkuð- um Faxaflóa- og Vestfjarða- fiski hefir verið í ár 70—74 kr. á skpd., á Norðurlandsfiski 80 kr. á skpd. og á Austfjarða- fiski 85 kr. skpd. Er þetta dálítið lægra út- borgunarverð en var á árinu 1934, en þá var það frá 78—85 kr. á skpd. Verð á Labra hefir verið það sama og undanfarín ár eða 57 aurar fyrir kg. Samkv. skýrslu Gjaldeyris- nefndar hefir útflutningur fullverkaðs saltfiskjar verið 34.806 tonn fyrir 14 milj. 220 þús. kr. á sama tíma í fyrra voru það 42.906 þús. tonn fyrir 17 milj. 363 þús. kr. eða fyrir rúmar 3 milj. kr. minna en á sama tíma í fyrra. óverkaður saltfiskur 14.651 tonn fyrir 3 milj. 406 þús. kr. og er það fyrir tæpa Vá milj. kr. minna en á sama tíma í fyrra. Samið hefir verið nýlega um sölu á 20 þús. kössum til Ar- gentínu og 5 þús. kössum til Cuba. En til Cuba hefir íslenzk- ur fiskur aldrei verið seldur áður og nú í nokkur ár ekki heldur til Argentínu. Sala á ísfiski hefir verið góð að undanteknum nóvember- mánuði, þá var markaður léleg- ur nema í Þýzkalandi, en þar var mjög hátt verð í ágúst, september, oktobet og nóvem- ber. Innflutningsleyfið á ís- fiski til Englands, sem er 12.500 tonn var þó ekki allt notað, sökum þess að margir togarar hættu veiðum í nóvem- ber sökum þess hve verðið var lágt á markaðnum í Englandi. Lítilsháttar var sent út af hraðfrystum fiski til reynslu. Síldarsalan. Samkvæmt skýrslu Gjaldeyrisnefndar var útflutningur síldar til 1. des. 133.951 tn. fyrir- kr. 5.212.500, en á sama tíma í fyrra 190.433 tn. fyrir kr. 4.313.130. Verð- mæti síldarinnar hefir því, þrátt fyrir litla veiði orðið nær því 1 milj. kr. meiri en í fyrra, sem stafar af því, að sfldar- verðið hækkaði svo mikið síð- ari hluta sumars sökum þess hvað aflinn var lítill. Útflutn- ingur síldarmjöls hefir til 1. des. verið 5.214 tonn, fyrir kr. 904 þús. og síldarolía 6.939 tonn fyrir kr. 1 milj. 492 þús. Verðmæti sfldarolíunnar og mjölsins er því um 350 þús. &r. minni en í fyrra. L ý s i hefir verið flutt út til 1. des. 4.682 tonn fyrir 3 milj. 536 þús. kr. og er það fyrir um 800 þús. kr. meira en í fyrra. Magnið er litlu meira en lýsið hefir hækkað töluvert í verði á árinu. Allmiklir örðugleikar hafa verið á sölu fiskjarins, sérstak- lega til Spánar og Italíu sökum innflutningshaftanna þar. Iðnaður. Iðnaður fer hér í vöxt með hverju ári, og í ár hafa iðn- íyrirtækin yfirleitt aukið fram- leiðslu sína allverulega. Hafa innflutningshöftin vitanlega átt sinn þátt í að efla þennan inn- lenda iðnað. Islenzka iðnaðin- um, sem yfirleitt er á byrjun- arstigi, hefir þó í flestu verið mjög ábótavant, bæði vegna þess hve fyrírtækin eru ÍÍMI og eins sökum skipulags- og kunn- áttuleysis. Nokkrar umbætur hafa þó á orðið. Á árinu hefir Klæðaverk- smiðjan Gefjun á Akureyri verið aukin og bætt og full- komin kambgamsdúkagerð tek- ið þar til starfa, og getur verk- smiðjan nú unnið úr 700 kg. ullar á dag eða um 210 þús. kg. á ári. Er nú Gefjun lang- stærsta og fullkomnasta ullar- verksmiðja landsins. Þá hefir ný sútunarverksmiðja, sem S. I. S. lét reisa á Akureyri, tekið til starfa. Á árinu var byggð ný síldarverksmiðja, sem H.f. Framh. á 3. síðu. Gieðilegt nýárl Nýja dagblaðið Gleðilegi nýávl Viðíækjaverzlun ríkisins • • ■■■!» ií8> Gleðilegt nýár! Þakka viðskiptin á liðna árinu. O. Ellingscn • v*«> wrwtm ••■»••■ Óskum öllum gleði og farsældar á nýja árinul HOTEL BORG l: - ">«- Gleðilegt nýár! Þakka viðskiptin á Jiðna árinu. Gísli Sigurbjörnsson, söðlasmiður <c Gleðilegt nýár! Þökk fyrir víðskiptin á liðna árinu. KJÖTVERZLUNIN HERÐUBREIÐ Fríkirkjuveg 7 3> Gleðilegt nýár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ullarverksmiðjan Framtíðin Gleðilegt nýár. Þakka viðskiptín á líðna árinu. JÓN LOFTSSON, heildverzlun, Austurstræti 14

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.