Nýja dagblaðið - 31.12.1935, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 31.12.1935, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ S Bifreiðastöðyunin og fortíð íhaldsins í lögreglumálum Mbl. birtir á sunnudaginn var grein um bifreiðastöðvun- ina og ræðu, sem forsætisráð- herra flutti á Alþingi uiu lög- reglumál rétt fyrir jólin. Út af þessari grein þykir rétt að taka fram nokkur atriði. Mbl. hneykslast á því, að í'or- sætisráðherra skuli hafa nefnt bifreiðastöðvunina uppreisn gegn löggjafarvaldinu og þó ekki gert ráðstafanir til að bæla hana niður með harðri hendi. Vitanlega er það uppreisn gegn löggjafarvaldinu, ef hópur manna grípur til þvingunarráð- stafana, og lýsir yfir þvi, að þær séu gerðar til að koma í vég fyr- ir, að lög landsins séu fram- kvæmd. — Þetta hafa líka vei’k- fallsmenn séð eftir á, því að nú hafa þeir talið ráðlégast að skipta um stefnu i verkfallinu og lýsa yfir því að verkfallinu sé nú ekki lengur beint gegn benzínskattinum heldur benzín- verðinu. Raunar hefir engin hækkun á benzínverðinu komið fram ennþá. En þessari nýju skýringu liafa verkfallsmenn einmitt reynt að bregða fyrir sig eftir að þeim var bent á, að tiþæki þeirra, eins og til þess var stofnað í upphafi, væri upp- reisn gegn löggjafarvaldinu. Hitt má Mbl. líka vel vita, að það er ekki alltaf talið hentug- ast að bæla uppreisr,:r niður með valdi. Sú aðferð gefst oft fullt eins vel að bíða og láta for- sprakkana verða sér til minnk- unar og uppreisnina hjaðna niður af sjálfu sér. Þannig var að farið i skrílvikunni 1931, þegar íhaldið tók þinghúsið ó- löglega á sitt vald og fór með mannsöfnuði, hrópum og heit- ingum að húsum einstakra manna í bænum. Eftir rúma viku var uppreisnarmóðurinn rokinn úr fyrirliðunum. Þeir dreifðu sjálfir liði sínu og hrökkluðust út úr sölum þings- ins án þess að við þeim væri bla&að af nokkrum lögreglu- manni. En dóm sinn, eftir- minnilegan, fyrir þetta tilræði við lýðræðið, fengu þeir hjá þjóðinni í kosningunum nokkr- um vikum síðar. Jóni Kjartanssyni ætti að vera það sérstaklega minnisstætt, að lögregluferð á hendur mÖnn- um, þótt í bága hafi gengið við opinber valdboð, getur haft ýmsar afleiðingar. Sjálfur átti hann að stýra lögreglu Reykja- víkur í slíku áhlaupi haustið 1921, en var þá, sjálfur herfor- inginn, lirakinn á flótta með einu lítilfjörlegu kústskafti, sat siðan fastur á gaddavírsgirð- ingu eins og Absalon forðum í trénu og var að því loknu svipt- ur herforingjatign og hún feng- in öðrum í hendur. Þetta er sú sama þjóðhetja, sem nú þykist vilja liggja forsætisráðherra á hálsi íýTÍr það, að hann skuli ekki hafa sent lögregluna út á móti bílstjórunum núna um jólahátiðina! En á bak við þetta skrif Mbl. býr annað og meira en það, sem lesa má í linunum. Undir niðri eru þeir Mbl.inenn sárgramast- jr j'fir því, ef svo lánsamlega tekst til, að þifreiðastöðvunin falli niður án þes sað beita þurfi lögreglunni. Bifreiðastöðvunin er að vísu ekki vinnudeila. En íhaldið hef- ir samt mænt eftir því blóðug* um augunum, að lögreglunni þyrfti að beita í þessu máli. Ef lögreglunni vrði beitt nú, ætl- uðu íhaldsmenn að nota það sem rök fyrir þvi, að einnig bæri að beita lögreglu í vinnu- deilum. Því að um það hefir alltaf verið ágreiningur milli íhalds- ins annarsvegar og frjálslyndu flokkanna hins vegar, hvort leyfilegt ætti að vera að láta lögregluna blanda sér inn i vinnudeilur og koma þar öðr- um aðilanum til hjálpar gegn hinum í hagsmunabaráttunni. Aftur á rnóti hefir enginn haft á móti því að lögregluliðið væri aukið innan skynsamlegra takmarka. Lögin um lögreglumenn, sem sett voru á Alþingi 1933, voru fram börin og samþykkt fyrst og fremst fyrir atbeina núver- andi forsætisráðherra, sem þá var lögreglustjóri i Reykjavík. í þeim lögum er ákveðið, að fyr- irskipa megi bæjum að hafa á- kveðið lögmark lögreglpliðs, að ríkið styrki bæjarlögi’egluna með fjárframlagi, þegar tala fastra lögreglumanna er komin yfir einn fyrir hver 700 bæj- arbúa, og að stofna megi til nokkurrar varalögreglu, þegar tala hinna föstu lögreglumanna er komin yfir tvo íýTÍr hverja þúsund bæjarbúna. En það ákvæði, sem erfiðast gekk að ná samkomulagi um var ákvæði 4. gr. laganna, sem hljóðar svo: „Lögregluna má ekki nota til þess að hafa önnur afskipti af vinnudeilum en að halda þar eins og annarstaðar uppi friði og afstýra skemmdum, meiðsl- um og vandræðum.“ Það var ófrávíkjanleg krafa þá af hálfu framsóknarmanna, að þetta ákvæði yrði i lögunum. ílialdið streittist þar á móti i lengstu lög, en varð að láta undan. En þó að íhaldinu tækist ekki að koma því inn i lögin, að lög- reglan skyldi berja á verka- mönnum i vinnudeilum, þá reyndi þó Magnús Guðmunds- son, sem þá var dómsmálaráð- herra, að nota þessi lög eins og hann gat (og raunar rneira) til að hjálpa vinum sínum í bæjar- ráði Reykjavíkur, þeim, sem vildu stofna verkfallslögreglu. Magnús Guðmundsson gekk svo langt í þessu, að lrann braut NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. .. .. Ritstjóri: .. Sigfús Halldórs frá Höfnum Ritstj órnarskrif stof ur: Laugav. 10. Sixnar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrlfstofa Austurstr. 12. Sími 2323 .. í lausasðlu 10 aura eint. Áskriftargjald kr, 2 á mán. Prentsm. Acta. hin nýju lög um lögreglumenn tvisvar sinnum á sama árinu. Hann braut lögin nreð því að borga ReykjaVik rikisstyrk til bæjarlögregiunnar áður en tala fastra lögreglunranna var kom- in yfir ei'nn fvrir hverja 700 í- búa. Og hann braut lögin með því að láta setja á stofn varalög- reglu í bænum áður en tala fastra lögreglumanna var konr- in yfir tvo fyrir hverja 1000 i- búa. Núverandi dónrsmálaráð- lierra lagði þessa lögbrota-vara- lögreglu tafarlaust niður. Og hann lét hætta hinum ó- löglegu greiðslum til Revkja- vikurbæjar. Honura var þetta hvort- tveggja rétt og skylt, til þess að hindra, að áfranr væru brotin landslög. Þetta er rifjað upp til þess að hjálpa minnislevsi nroðhaus- anna núna unr áranrótin. Víðskípta- og atvinnulffið 1935 Frh. af 2. alðu. Djúpavík lét reisa á Reykjar- firði. Verksmiðjan getur unnið úr 2300 málum síldar á sólar- hring. Tók hún til starfa í iúlímánuði. Gengi. Gengi íslenzku krónunnar hefir verið stöðugt allt árið. Gengi sterlingspundsins hefir verið fylgt og skráð í kr. 22.15. Miðað við gullgengi franska frankans hefir gullgildi krón- unnar hækkað frá 48,82 aurum í janúar í 49.10 í des. Bankavextir. Vextir hafa verið þeir sömu og í fyrra. Innlánsvextir beggja bankanna 4%, en útlánsvextir af venjulegum víxlum 6% hjá I/andsbankanum, en 7% hjá Útvegsbankanum, af viðskipta- víxlum 5 V2 % hjá Landsbank- enum en li/g% hærri hjá Út- vegsbankanum. AtvinnuleysL Samkvæmt atvinnuleysis- skýrslunum hefir atvinnuleysi fyrri helming ársins verið tölu- vert meira en í fyrra en nokkru minna síðari hluta þess ársins. (Hér er eingöngu um Reykja- vík að ræða). Atvinnuleysið hefir þó verið meira heldur en fram kemur á skýrslunum. Sér- staklega á það við um talning- una 1. ágúst. en þá var fjöldi manns á Siglufirði og öðrum síldarstöðvum norðanlands at- vinnulaust. Atvinnuleysi ' í Reykjavík hefir samkv. skýrsl- unum 3 undanfarin ár verið sem hér segir: 1. febr. 1. maí 1. ág. 1. nóv. 1933 623 268 226 569 1934 544 190 390 719 1935 599 432 252 510 U tanríkisverzhmin. Á árinu 1934 var verzlunar- jöfnuðurinn óhagstæður, er nam kr. 3.719.133, samkv. skýrslu Gjaldeyrisnefndar. Það var því ljóst, að nauðsynlegt væri að herða allmikið á innflutn- ingshöftunum. Framan af því ári, sem nú er að líða, var þó innflutningur álíka mikill og í fyrra á sama tíma, er stafaði af því að þá voru þau leyfi, sem veitt höfðu verið á árinu 1934 látin gilda, og voru þau því notuð fyrri hluta ársins. Nú er þetta afnumið. öll innflutn- ingsleyfi, sem veitt hafa verið á árinu 1935, falla úr gildi við áramót, hafi þau ekki verið notuð. Þetta er sjálfsagður hlutur til þess að geta betur haft yfirlit yfir innflutnings- magn hvers árs. Frá og með júnímánuði hefir innflutning- ur stöðugt farið minnkandi, miðað við næsta ár á undan. Ýmsir örðugleikar eru þó á að takmarka vöruinnflutninginn, sérstaklega frá Spáni og Italíu. Sökum viðskipta vorra og samninga er ekki hægt að tak- marka innflutning frá þessum löndum, þar eð þau gera kröf- ur um, að við kaupum helzt jafnmikið af þeim og við selj- um þangað. Þá hefir verið mik- ill innflutningur á allskonar vélum til iðnaðar, er erfitt hef- ir þótt að hindra á innflutning, þar eð gera verður ráð fyrir, að sá iðnaður, sem vélar þess- ar eru notaðar til, spari erlend- an gjaldeyri. Loks var óvenju- mikill innflutningur vegna mik- illar síldarútgerðar. En þegar þau leyfi voru veitt, var búizt við mikilli sölu á síld, sem vit- anlega hefði orðið, ef veiðin hefði ekki brugðizt svo sem raun varð á. Þrátt fyrir þessa örðugleika, sem verið hafa á því að minnka innflutninginn og koma betra lagi á greiðslujöfnuð landsins, hefir innflutningurinn til 1. des. samkv. skýrslu Gjaldeyris- nefndar ekki orðið nema kr. 89.649.800, en á sama tíma í fyrra kr. 44.689.100 eða kr. 5.139.800 kr. minna en á sama tíma í fyrra. Auðvitað má gera ráð fyrir ca. 2Vfc milj. kr. inn- flutningi í desember og 21/2—3 milj. kr. útfl., en hlutföllin breytast ekkert við það svo nokkru nemi. Ef dregin eru frá verðmæti þeirra vara, sem fluttar hafa verið inn vegna Sogsvirkjunarinnar, sem rétt er ef sanngjaman samanburð á að gera, þar sem þar er um óvenjulegan innflutning að ræða og útlent lán tekið til þess, verður munurinn um 5.825.000 eða nær því 6 milj. kr. lækkun á 11 mánuðum árs- ins. Samkv. skýrslu Gjaldeyris- nefndar hefir innflutningur til 1. des. verið kr. 39.549.300, en ■ útflutningur kr. 40.035.620 eða hagstæður verzlunarjöfnuður um kr. 486.320! (Hinar 686 þús. kr. til Sogsins þó ekki frá- dregnar). Hvað er svo um greiðslujöfn- uðinn á þessu ári ? íslenzka rík- ið, einstök félög og einstakling- ar hafa allmiklar skuldir í út- löndum og af slculdum þessum þarf árlega að greiða mikla vexti og afborganir, auk þess þarf að greiða fargjöld, trygg- ingar, umboðslaun o. m. fl. Þessi útgjöld, sem nefnast hin ósýnilegu útgjöld eru töluvert mikil. Samkv. þeim athugun- um, sem sænski hagfræðingur- inn dr. Lundberg gerði hér á þessu munu ósýnilegu greiðsl- urnar nema um 6—6V2 milj. kr. á ári. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að verð útfluttu varanna reynist við endanlegt uppgjör vera töluvert meira en þessar bráðabirgðaskýrslur sýna, bæði sökum þess, að lægra verð en það raunveru- lega verð, sem fæst fyrir vör- una, hefir verið gefið upp og nokkrar skýrslur ókomnar, þeg- ar bráðabirgðauppgjörið fer fram. Þessi hækkun hefir stundum numið allt að 10%. Innflutningurinn hækkar og nokkuð að vísu, en ekki nærri því eins mikið. Greiðslujöfnuð- urinn mun því verða nokkru hagkvæmari en hann virðist vera eftir skýrslunum. Má því ætla að greiðslujöfnuðurinn verði ekki óhagstæður, nema nema sem svarar ca. 4 milj. kr. eða um 6—7 milj. kr. hagstæð- ari en í fyrra um áramót. Ríkisbúskapurinn. Ekki er hægt með nokkurri vissu að segja ákveðið um rík- isbúskapinn og afkomu ríkis- sjóðs. Ennþá er allmikið óinn- heimt eins og alltaf um ára- mót og öll útgjöld ekki komin fram. Tekjur munu þó verða svipaðar og í fyrra, þrátt fyrir minnkandi innflutning og þó minni tolltekjur hafi orðið af þeim ástæðum, sökum tekju- aukalaganna, sem samþykkt voru á 'haustþinginu 1934. Út- gjöld ríkissjóðs hafa hinsvegai- orðið minni svo afkoman verð- ur nokkru betri en í fyrra. Eins og kemur í ljós af þessu yfirlitii um viðskiptalíf ársins 1935 er afkoman mun betri éri næsta ár á undan. Vöruverð hefir farið hækkandi, sérstak- lega á landbúnaðarvörum og miklu meiri gjaldeyrir fengist fyrir þær inn í landið en í fyrra. Byrjað hefir verið með nýjar atvinnugreinir og nýjar útflutningsvcörur, sem vel hef- ir gengið að selja og nýir mark- aðir hafa unnizt. Væri því af þeim ástæðum ekki óeðlilegt að líta björtum augum fram á komandi ár. Engu skal þó hér spáð um afkomuna á næsta ári, enda mjög erfitt á slíkum ófriðar- og viðskiptahaftatím- um, sem nú eru. Reykjavík, daginn fyrir gamlársdag. Guðl. Rósinkranz

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.